Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 35 Það mun hafa verið árið 1920 sem óli og fjölskylda hans fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst eftir að þau komu í bæinn á Laugavegi 70, og svo flytja þau vestur á Bráðræðisholt og búa í Skipholti, sem nú stendur við Grandaveg. Þeir feðgar byrjuðu að vinna á Eyrinni sem kallað var, og einhvern veginn atvikaöist það þannig, að þeir unnu mest hjá Th. Thorsteinsson, sem á þeim tíma sem hér um ræðir gerði út kútter Sigríði og togara og hafði einnig saltfiskverkun inm á Kirkjusandi. Eftir að Th. Thorsteinsson féll frá, tók sonur hans Geir Thorsteinsson við framkvæmdastjórn. Skömmu síðar strandaði kútter Sigríður og var ónýt. í staðinn fyrir Sigríði var keyptur línuveiðarinn Þor- steinn. Þeir feðgar unnu áfram hjá fyrirtækinu eftir að Geir tók við og voru þá orðnir fastamenn sem kallað var. En eftir að þeir flutt- ust vestur í Stóra Skipholt fór að vakna hjá þeim áhugi fyrir því að geta skroppið á sjó. Þarna hagaði vel til. Stóra Selsvör var stutt frá, og þar gátu þeir haft bátinn. Hvort það var sami báturinn og þeir voru á á Seyðisfirði skal ég ekki segja um, en bát höfðu þeir í Stóru Selsvör svo lengi sem Stóra Selsvör fékk að vera til. Sjóróðrana stunduðu þeir ekki héðan úr Reykjavík öðruvísi en það að þeir fóru á sjó fyrir þann tíma að venjulegur vinnudagur byrjaði eða á kvöldin eftir að vinnudegi lauk. Þeir áttu net sín venjulega við Bygggarðsboðann og þar í kring, en skruppu stundum með færi og fóru þá yfirleitt út í „Þarann", en svo hét fiskislóð við Akureyjarrif á þessum tíma sem hér um ræðir. Það mun hafa verið í maímán- uði 1925, að ungur og vörpulegur maður kom vestur í Ananaust til föður míns og falaðist eftir há- setaplássi á línuveiðaranum Þor- steini, sem faðir minn var þá skip- stjóri á. Ég held það hafi verið algild regla hjá skipstjórum, þeg- ar menn komu að biðja um pláss, að spyrja þá hvað þeir hefðu starf- að, hvort þeir hefðu verið til sjós og hvort þeir væru vanir þeim veiðum sem fyrirhugaðar voru hverju sinni. Þessi piltur sem hér um ræðir var óli Kr. Jónsson. Hann lét lítið yfir sér, en sagði að hann hefði byrjað sjóróðra hjá föður sinum á Austfjörðum og byrjað að beita barn að aldri. Einnig sagðist hann hafa verið á síldveiðum á bátum sem veiddu með reknetum og snurpunót. Hann hafði líka eitthvað verið á flutningabátum. Pabba leist vel á piltinn, og var hann ráðinn sem háseti á skipið. Þegar Óli kom í fyrsta sinn um borð í lv. Þorstein sem háseti, hafði hann með sér hljóðfæri sem mandólín heitir. Fljótlega tóku menn eftir því að pilturinn var hrifinn af tónlist, söng og kveð- skap. Seinna kom það i ljós að óli kunni mikið af ljóðum, og einnig var hann vfðlesinn, og væri verið að ræða um íslendingasögurnar, var ekki komið að tómum kofun- um þar hjá Óla. Úr þeim gat hann farið með heilu setningarnar og jafnvel heilu kaflana. Hafði hann sérstaklega gott minni. Óli var á skipinu samfleytt þar til hann fer í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1928. Um vorið 1929 útskrifast hann með hið meira fiskimannapróf með góðri einkunn. Eftir að óli var búinn að vera í Stýrimannaskólanum fóru skóla- bræður hans, sem voru orðnir skipstjórar, að fala hann sem stýrimann. Stundum lét óli til- leiðast og fór með einhverjum af þessum mönnum. Svo skeður það, þegar ég byrja sem skipstjóri 1934, að öli kemur aftur um borð í sitt gamla skip, sem nú hét lv. Sig- ríður. Það var skipt um nafn þegar pabbi og hans ágætu félagar keyptu skipið af Geir Thorsteins- son. Fyrst var óli stýrimaður hjá mér, en þegar ég um áramótin fór yfir á annað skip og til annars útgerðarfélags, var óli áfram stýrimaður á lv. Sigríði með föður mínum. Svona var þetta. Leiðir okkar skildi á köflum en lágu svo alltaf saman aftur. Svotil öll stríðsárin sigldum við saman, ýmist á lv. Sigríði eða lv. Rifsnesi. Eftir að ég eignaðist minn bát, mb. Björn Jónsson, var Óli einnig með mér sem stýrimaður. Hann kom út til Svíþjóðar, og sigldum við saman á bátnum heim ásamt fleirum. ÓIi var með mér á síldveiðunum 1947, en eftir það vorum við lítið saman á sjó. Samt var samveru okkar ekki þar með lokið, því að eftir að ég var hættur til sjós og búinn að selja minn bát og farinn að starfa í landi, hjá ísbirninum, kom óli og starfaði þar líka með mér. Hann vann við veiðarfærin o.fl. allt árið nema á síldarárun- um. Þá var hann austur á Seyðis- firði yfir sumarmánuðina við síld- arsöltun hjá sama fyrirtæki, og líkaði honum vel að koma á sínar æskustöðvar. — En hjá ísbirnin- um starfaði hann þar til hann hætti alveg að vinna. ÓIi var einn af frumbyggjum fyrstu verkamannabústaðanna sem byggðir voru í Reykjavík. Fjölskyldan fékk íbúð á Hring- braut 84, og bjó Óli með foreldrum sínum svo lengi sem þau voru á lífi. Hann kvæntist aldrei, og eftir að foreldrar hans dóu, bjó hann einn á sama stað þar til yfir lauk. Þó að ÓIi væri orðinn svo gam- all sem raun ber vitni, fylgdist hann vel með öllum þjóðmálum og öðru. Hann sagðist að visu upp á síðkastið vera hættur að nenna að lesa, en ég lagði nú ekki mikinn trúnað á það. Eg held að hann hafi tekið sér bók í hönd fram að því síðasta. Hann fylgdist vel með stjórnmálum. Stjórnmála- mönnum, skáldum, rithöfundum og öðrum fræðimönnum raðaði hann á bekk og gaf þeim einkunn- ir eftir sínu eigin höfði. Ef umræður snerust um stjórn- mál og önnur stórmál, þá hélt minn maður fast á sinu máli. Ég tala nú ekki um þegar vinið vermdi sál/ voru ei svörin myrk né hál/ ekkert tæpitungumál/ talað yfir fylltri skál. Það er hægt að segja það, að óli blandaði ekki geði við alla, en hann var sannur vinur vina sinna. Engan óvin held ég að óli hafi átt, og var hann mjög vel látinn af skipsfélögum sínum. Og ennþá er það svo, að ef við hittumst ein- hverjir af gömlu skipsfélögunum, berst talið að óla og hans sögum, ógleymanlegum tilsvörum og framkomu allri. Einnig get ég full- yrt, að störf óla voru mikils metin af öllum sem hann vann hjá um ævina. Hann var heimilisvinur okkar systkinanna frá Ánanaust- um og á seinni árum heimilisvinur minn og minnar fjölskyldu. Eiga mörg okkar ánægjulegar minn- ingar frá þeim tíma að ÓIi kom I heimsókn. ÓIi var mjög heilsugóður og hraustur maöur. Það voru ekki margir dagar sem honum féll verk úr hendi á okkar löngu samveru, sem var að verða hartnær 60 ár þegar hann féll frá. En á síðast- liðnu hausti varð breyting á heilsufari óla. Hann talaði um það að hann væri orðinn svo mæð- inn, gæti lítið gengið, og var að verða frekar daufur I dálkinn sem maður segir. Hann var hættur að hringja til okkar, sem hann gerði áður með stuttu millibili. Ég fór að hringja til Óla ekki sjaldnar en einu sinni I viku, en hann var daufur í þessum samtölum okkar, og einu sinni sagðist hann ekki ánægður með sig núna, en ekkert væri samt að sér nema þessi mæði, sem hann sagðist hafa með- ul við. En það var annað og meira sem amaði að hjá óla. Eftir rannsókn kom í ljós að nýrun voru hætt að starfa eðlilega. Var hann því lagð- ur inn á Landakotsspítala 21. des- ember sl. Ég kom til Óla á spítal- ann 28. des., og var það í síðasta sinn sem við sáumst, því að á gamlársdag um hádegi lést óli. Ég vil færa systkinum og ætt- ingjum Óla mínar bestu árnaðar- óskir á nýbyrjuðu ári. Góður drengur er genginn, blessuð sé minning hans. Jón Björnsson Kveðjuorð: Emilía Borg Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Emilía Borg, sem var kvödd hinstu kveðju í Reykjavík í gær, var alin upp í andrúmslofti leik- hússins, sem var að festa rætur hér í borg í byrjun aldarinnar. Foreldrar hennar voru frumkvöðl- ar í íslenzku leikhúslífi, Borgþór Jósefsson, sem lengi var gjaldkeri Leikfélags Reykjavikur og Stef- anía Guðmundsdóttir, sem þótti afburðalistamaður á sviði leiklist- ar og átti glæsilegan feril með Leikfélaginu. Dætur þeirra hjóna, þrjár, fetuðu í fótspor móður sinn- ar og stigu allar sín fyrstu spor á leiksviði kornungar: Anna Borg vann mestan sinn starfsaldur í Kaupmannahöfn þar sem hún öðl- aðist frægð og frama sem kunnugt er, en lézt fyrir aldur fram af slysförum. — Þóra Borg lést síð- astliðinn vetur, 77 ára að aldri, en hún átti að baki langan og glæsi- Fæddur 26. október 1964 Dáinn 26. desember 1984 Við kynntumst Þór síðastliðið sumar, þegar við fórum saman í söngferðalag með Hamrahlíðar- kórnum til Japans. Hann var nýr í hópnum, nýútskrifaður stúdent, fullur af fjöri og skoðunum á líf- inu og tilverunni. Fljótlega kom- umst við að því hve Þór var skemmtilegur og gott var að vera í návist hans. Japan reyndist ævintýraheimur. Ofarlega í minningunni eru kvöld- in, er við röltum nokkur saman um hinar kyrrlátu götur þessa framandi lands, sem okkur hafði öll dreymt um og fyrir svo löngu búið til í huganum. Margt var þá skrafað, en kannski jafnmikið þagað, notið návistar hvers ann- ars og stemmningar augnabliks- ins. Þór var ómissandi í þessum hópi með sitt góða skap og frábæru legan leikferil bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og um tíma hjá Þjóð- leikhúsinu. Og nú kveður hin þriðja þessara systra svið þessar- ar jarðvistar. Emilía Borg var fædd 13. febrú- ar 1901. Hún var enn unglingur er hún sté sín fyrstu skref á leiksvið- inu í Iðnó, hjá Leikfélagi Reykja- víkur, leikárið 1915—16. En um 1924 tók hún að leika reglulega með félaginu og lék nær óslitið með því fram undir 1960. En auk þess lék hún um tíma I Þjóðleik- húsinu. Seinasta hlutverk sitt lék Emilía hins vegar leikárið 1967—68 í fjáröflunarskemmtun fyrir Borgarleikhúsið. — Þær systur, Þóra og Emilía, átti jafnan sæti á fremsta bekk á frumsýning- um Leikfélagsins. Það fór vel á því að þær skipuðu þannig heiðurs- sess, enda sýndu þær þessu félagi, sem þær voru svo mjög tengdar frá barnæsku, ævinlega ræktar- semi og hlýju og þeir, sem nú kímnigáfu. Hann var alltaf óhræddur við að láta í ljós skoðan- ir sínar og setti þær þá oftast fram á hnyttinn hátt. Hann var drífandi og hugmyndaríkur og tryggt var að gaman yrði ef hann var með í för. Þór átti auðvelt með að tjá hugsanir sínar í formi ljóða og það sem fyrir augu bar í Jap- ansferöinni varð honum tilefni ljóðs, sem hann las upp fyrir okkur á góðri stund. Umfram allt var Þór einlægur vinur, alltaf hreinn og beinn og hann sjálfur. Við vissum að Þór var veikur. Við gerðum okkur þó ekki grein fyrir hve alvarlega var komið fyrir honum. Hann minntist sjaldan á veikindi sín og þá frekar í léttum tón. Aldrei kenndi neinnar beiskju vegna veikindanna, heldur einung- is þakklætis fyrir þá góðu umönn- un, sem hann hafði hlotið. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Þór. þó þau starfa í leikhúsinu, munu minnast þeirrar elskulegu konu, sem nú er kvödd, fyrir glettið bros hennar og góðar óskir. Allt fram undir það síðasta heimsótti hún leikhúsið sitt, í Iðnó, á tyllidögum, frumsýning- um, eða er minnst var tímamóta. Þá varð hún, nú undir lokin, að styðjast við staf, eða hækju, en frá henni stafaði jafnan sem fyrr sömu glaðværð og hlýju. — Og þannig kveðjum við hana nú með hlýrri þökk og virðingu og sendum ættingjum hennar og vinum sam- úðarkveðjur. Jón Hjartarson, formaöur Leikfélags Reykjavíkur. kynni hafi orðið allt of stutt. Það þurfti þó ekki lengri tíma til að láta sér þykja mjög vænt um hann. Elsku Úa, Þórhildur og aðrir ástvinir, við vottum ykkur inni- lega samúð. Við kveðjum að sinni kæran vin, með söknuði, og trúum því að við eigum eftir að hittast á ný. Guð blessi Þór Sandholt. Áslaug, Bryndís og Kydís. Kveðjuorð: Þór Sandholt Haraldur Þór Frið- bertsson - Minning Fæddur 19. febrúar 1906 Dáinn 12. október 1984 Það hefur dregist lengur en ég ætlaði að setja á blað nokkur kveðjuorð, til látins kunningja, en nú skal reynt að bæta úr því: Har- aldur var fæddur á ísafirði, en fluttist ungur til Reykjavíkur og nam þar járnsmíði í Hamri. Eftir að námi lauk fór Haraldur til sjós, sem vélstjóri. Árið 1926 kom Har- aldur hingað til Siglufjarðar í fyrsta sinn. Hér í Siglufirði kynnt- ist hann eiginkonu sinni, Sigrúnu Stefánsdóttur frá Berghyl í Fljót- um, sem þá var vinnukona hér í bæ. Þau Haraldur og Sigrún felldu hugi saman og gengu I hjónaband árið 1928 og hófu búskap hér í Siglufirði og áttu heima hér allan sinn búskap, fyrst á Fossvegi 24 og síðan á Hvanneyrarbraut 13. Þau eignuðust fimm syni, sem eru i aldursröð: Agnar, kvæntur Guð- laugu Konráðsdóttur, Stefán, kvæntur Fríðu Sigurðardóttur, Björn, kvæntur Regínu Steins- dóttur, ólafur, kvæntur Gyðu Valdimarsdóttur, og Sigurður, kvæntur Maríu Jóhannsdóttur. Allir eru synirnir búsettir hér í Siglufirði og eru hinir nýtustu borgarar. Björn er verkstjóri í frystihúsi en hinir eru allir véla- menn eins og faðir þeirra og völ- undar í höndunum, og öllu sem að vélum lýtur. Við Haraldur höfum verið kunningjar yfir fjóra ára- tugi og vissum vel hvor af öðrum. Lengst af sinni starfsævi vann Haraldur hjá Sildarverksmiðjunni Rauðku, sem verkstæðisformaður á vélaverkstæðinu, eða allt þar til að Rauðka hætti störfum, að und- anteknum tveimur eða þremur ár- um sem hann rak sitt eigið verk- stæði. Hjálpsemi Haraldar voru lítil sem engin takmörk sett, það sá ég og fékk oft að reyna, hann spurði ekki eftir launum að kveldi eftir langan vinnudag heldur hvort hann gæti lokið verki að kveldi svo hægt væri að hefja störf að morgni hjá þeim sem unn- ið var fyrir. Haraldi varð vel til vina enda ljúfmenni. Ekki þar með sagt að hann væri skaplaus ef á var leitað. Heimilið var hans griðastaður bæði í blíöu og striðu. Sigrún kona hans var einstök mannkostakona sem eiginkona, móðir og húsmóð- ir. Þar var alltaf nóg rúm, bæði fyrir ættingja og fjarskylda, þó húsrúm væri af skornum skammti þá var hjartarúm þess meira, enda fylgdi Haraldur henni fast eftir í þeim efnum. Enda mátu þau hjón hvort annað. 17. júní 1959 þegar sól er hæst á lofti og ber mesta birtu dró ský fyrir sólu í lífi Har- aldar, þann dag dó Sigrún og varð öllum harmdauði sem þekktu hana og þeim meir sem þekktu hana best. Ég álít að Haraldur hafi ekki verið sami maður eftir það, hann vantaði lífsfyllingu. Skylt er að geta þess að synir hans og tengdadætur gerðu allt til þægðar Haraldi, sem þau megn- uðu. Synir þeirra hjóna eru svo sérstaklega samhentir að það má vera öllum til eftirbreytni sem til þekkja. Haraldur var lagður til hinstu hvílu við hlið eiginkonu sinnar þann 20. október og var út- för hans gerð frá Siglufjarðar- kirkju í fegursta veðri þó að sól væri farin að lækka á lofti. Það var eins og hin milda móðir væri að fagna barni sínu eftir öldurót mannlífsins. Enda er ég viss um það, að það hafa beðið vinir í varpa því von er á gesti. Síðast vil ég kveðja þig með ljóðlínum Jón- asar: „FLýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ Sonum hans og tengdadætrum og öðrum vandamönnum færi ég samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Siglufirði í desember 1984, Ólafur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.