Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 31 Frá aðvi-ntuhátíðinni. Forseti Finnbogadóttir, kveikir á kerti. íslands, frú Vigdís Einn vistmanna á ventuhátíðinni. Sólheimum kveikir á kerti á að- Aðventuhátíð á Sólheimum SKÖMMU fyrir jól var haldin ár- leg aðventuhátíð í vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi og heim- sótti frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vistmenn og starfs- fólk af því tilefni. Forsetinn fór í skoðunarferð um húsakynni heim- ilisins, kynnti sér störf og aðstöðu vistfólksins og tók þátt í aðventu- hátíðinni sem einn gesta. Á Sólheimum í Grímsnesi dveljast nú um 30 vistmenn á aldrinum 18 til 50 ára og stunda þeir þar ýmsa iðju, svo sem vefn- að og kertagerð. Meðfylgjandi myndir tók Dav- íð Þorsteinsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Laugarvatni, sem staddur var á Sólheima- heimilinu á umræddri aðventu- hátíð. Vistmenn og starfsfólk syngja jólasálma i aðventuhátíðinni. Frá kertagerð vistmanna á Sólheimum. Egilsstaðir: Níu sækja um starf sveitarstjóra KgiLssUWkum, 5. janúar. UMSÓKNARFRESTUR um starf sveitarstjóra Egilsstaðahrepps er nú útrunninn og eru umsækjendur um starnð níu. Að sögn oddvita Egilsstaðahrepps, Sveins Þórarinssonar, verður nýr sveitarstjóri ráðinn í bessum mánuði — en reiknað er með að hann taki til starfa um miðjan marsmánuð næstkomandi og starfi með núver- andi sveitarstjóra fyrst um sinn. Umsækjendur eru eftirtaldir: Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdsastjóri, Egilsstöðum; Guð- mundur Steingrímsson kennari, Egilsstöðum; Helgi Halldórsson, yfirkennari, Egilsstöðum; Jón Gauti Jónsson, framkvæmda- stjóri, Reykjavík; Sigurgeir Þórð- arson, byggingatæknifræðingur, Reykjavík; Þorsteinn Gunnarsson, kennari, Akranesi; Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík, og Þorvarður Hjalta- son, kennari, Selfossi. Einn um- sækjenda óskar nafnleyndar. Guðmundur Magnússon hefur gegnt sveitarstjórastarfinu allt frá því að til þess var stofnað árið 1974 — en áður var hann oddviti Egilsstaðahrepps og var sem slík- ur starfsmaður sveitarfélagsins á árunum 1972—74. Guðmundur er nú kominn á eftirlaunaaldur. Þrír stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa í hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps. Alþýðubandalag á 2 full- trúa, Framsóknarflokkur 3 full- trúa og Sjálfstæðisflokkur 2 full- Morgunbladið/Olafur Sveinn Þórarinsson, oddviti Eg- ilsstaðahrepps. trúa. Enginn formlegur meirihluti er innan hreppsnefndarinnar. Oddviti er framsóknarmaður — en varaoddviti sjálfstæðismaður. Að sögn oddvita verður enn- fremur ráðið í starf tæknifræð- ings hjá Egilsstaðahreppi nú inn- an tíðar. Umsækjendur um starf tæknifræðings eru fjórir: Gísli Gíslason, Guðmundur Pálsson, Hallfreður Símonarson og Sigur- geir Þórðarson. — Ólafur Leikdeild Skallagrims í Borgamesi: Æfingar hafnar á nýjum gamanleik eftir Trausta Borgaraeai, 6. janúar. LEIKDEILD Skallagríms í Borgar- nesi er að hefja æfingar á nýju leik- ríti eftir Trausta Jónsson veðurfræð- ing. Ber verkið nafnið „Ingiríður Óskarsdóttir — Geiri djók snýr aft- ur hfim eftir alllanga fjarveru". Er þetta gamanleikur eins og nafnið bendir til. Trausti er Borgnesingur og er þetta annað leikrit hans. Fyrra leikritið, „Sveinbjörg Hallsdóttir", sýndi leikdeildin við góðar undirtektir árið 1976. Leikstjóri er Guðjón Ingvi Sigurðsson. — HBj. Borgames: Bjarni Skarphéðinsson ráðinn rafveitustjóri Borgaraeai, 5. jaaiar. BJARNI Skarphéðinsson, rafiðn- fræðingur á Mel við Andakflsár- virkjun, hefur verið ráðinn rafveitu- stjóri Rafveitu Borgarness. Bjarni var einn 7 umsækjenda um stöðuna, sem auglýst var í vetur eftir fráfall Jóns B. Björnssonar, sem lengi var rafveitustjóri í Borgarnesi. Bjarni er 58 ára að aldri, fædd- ur á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann hefur verið rafgæslumaður við Andakílsárvirkjun frá árinu 1962. Bjarni er kvæntur Sigrúnu Elías- dóttur sem ættuð er af ströndum. Einn umsækjandi óskaði nafn- leyndar, hinir eru auk Bjarna: Ríkharður Már Pétursson, raf- iðnfræðingur, Búðardal; Sigmund- ur Þórisson, rafiðnfræðingur, Ak- ureyri; Birgir Baldursson, tækni- fræðingur, Reykjavík; Björn R. Jónsson, rafvirkjameistari, Borg- arnesi; og Gunnar Jón Árnason, rafvirkjameistari, Reykjavík. — HBj. VERTU AHYGGJULMJS Sparibók með sérvöxtum aðlagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.