Morgunblaðið - 20.01.1985, Side 4

Morgunblaðið - 20.01.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 A leið til hafnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Engin netaveiði nú út af Gróttu BOTNINN er nú dottinn úr neta- veiðinni út af Gróttu, sem var nokkuð góð í annarri viku mánað- arins. Þann 15. þessa mánaðar voru veiðar með 6 tommu möskva bannaðar í Faxaflóanum og tóku þá þeir bátar, sem net áttu í sjó, upp og hættu veiðum. Að sögn starfsmanna á hafnarvigtinni í Reykjavík hefur sama og enginn afli verið þessa viku. Þeir síðustu tóku upp þann 16. og voru mest með 420 kíló eftir tveggja nátta lögn. Þykir það lélegt. Astandið gott í ísl- enskum prentiðnaði - að sögn formanna Félags íslenska prent- iðnaðarins og Féiags bókagerðarmanna VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um að fyrirtækið Maxis sf., umboðs- aðili hollenskrar prentsmiðju, hafi gert tilboð í 8 verkefni í prentiðnaði hér i landi og hlotið 6 þeirra var haft samband við Magnús Vigfússon formann Félags íslenska prentiðnaðarins og Magnús Sigurðsson formann Félags bókagerðarmanna og þeir spurðir um hvernig istandið væri í íslenskum prentiðnaði. Magnús Sigurösson sagði að alltaf væri eitthvað um að Islend- ingar létu prenta fyrir sig er- lendis. „Oft borgar það sig, sér- stakiega þegar um er að ræða myndablöð og þess háttar, þar sem einungis þarf að bæta við ís- lenskum texta. Hann er þá jafnvel unninn hér heima og sendur út. Hins vegar er ekkert hagstæðara að láta prenta erlendis hluti sem þarf að fylgjast vel með og fara vel yfir, því þessu fylgja oft mikl- ar ferðir fram og til baka og er ýmis kostnaður sem kemur í ljós síðar. Raunin er því sú að þegar upp er staðið borgar sig í flestum tilfellum að láta prenta hér heima. Enda hefur nokkuð verið um það að erlendir aðilar láti prenta fyrir sig hér á landi og fer það vaxandi. Ástandið f íslenskum prentiðn- aði er mjög gott nú og sannast sagna hefur það ekki verið svona gott á þessum árstíma um árabil. Því fer fjarri að verkfallið hafi sett strik í reikninginn. Á þremur fyrstu mánuðum árs- ins 1984 voru 11 manns á atvinnu- leysisskrá og er það nokkuð stór hópur í ekki stærra félagi. Nú er enginn á skrá og hafa þrír menn komið erlendis frá til þess að vinna við prentverk hér. Ég hef engar áhyggjur enda held ég að íslenskur prentiðnaður sé sam- keppnisfær bæði hvað varðar tæknilegu hliðina og einnig verð. Ég óttast því ekki þessa sam- keppni." Magnús Vigfússon formaður Fé- lags íslenska prentiðnaðarins taldi að ekki væri mikið um það að menn létu prenta fyrir sig erlend- is. „Ég hef ekki orðið mikið var víð að verkefni færu úr landinu. Ég hef haft samband við marga af félagsmönnum að undanförnu og hafa þeir ekki kvartað yfir því að hafa misst verkefni úr landi. Ég held að verkfallið hafi ekki haft nein varanleg áhrif í þessu sambandi. Vel getur verið að svo hafi verið á tímabili þegar menn voru í óvissu um það hvort þeir kæmu verkefnum sínum í gegn fyrir jólin og þess vegna fengið þau prentuð erlendis. Ég tel að íslenskur prentiðnaður sé alveg samkeppnisfær og svo virðist sem mjög mikið sé að gera bæði í prentsmiðjum og bókbandi. Ég hef fylgst með þessu að undan- förnu og það er gott hljóð i mönnum." Kuldarnir í Evrópu og afleiðingar þeirra: KULDARNIR í Evrópu hafa nú staftið yfir í nokkrar vikur og ástandift vífta orftið mjög slæmt. í kjölfar þeirra hafa komift upp ýmis vandamál og er mengun orftin mjög mikil vífta, Ld. í Ruhr-héraðinu í Vestur-Þýskalandi. Blafta- maftur Morgunblaðsins haffti samband vift Bergljótu Leifsdóttur, sem er vift nám í Flórens á Ítalíu, og Atla Eðvaldsson knattspyrnumann í Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi og spurði þau um ástandið á þessum stööum. Mengunin er eins og mökkur yfir borginni - segir Atli Eðvaldsson í Diisseldorf Atli Eðvaldsson sagði í sam- tali við blaðamann Morgun- blaðsins að síðustu þrjár til fjór- ar vikur hafi veðrið verið hræði- legt. „Frostið hér í Diisseldorf hefur farið upp í 20 stig og ekki hefur komið svona mikill snjór hér síðan um 1950. Nú er um 10 stiga frost. Kuldinn er miklu meiri en (slendingar eiga að venjast vegna þess hve mikill raki er í loftinu. Ástandið hefur ekki batnað við mengunina sem hrjáð hefur íbúa Dússeldorf, Gelsenkirchen, Dortmund og Essen. Ef mengun- in kemst á visst stig er gert við- vart með aðvörunarlúðrum. Á fyrrgreindum stöðum hefur ver- ið annars stigs hættuástand undanfarna daga, en í dag heyrði ég að það væri komið á þriðja stig. Á öðru stigi er bannað að aka einkabifreiðum, en þegar komið er á þriðja stig er öll um- ferð bonnuð, nema í neyðartil- fellum. Aðalleiðum og einnig götum innanbæjar hefur verið lokað og fólk hefur þurft að skilja bíla sína eftir hér og þar. Starfsfólk sjúkrahúsa er við öllu búið, því nú er mjög mikið Atli Eðvaldsson um að fólk fái bronkitis á háu stigi. Þeim sem eiga erfitt með öndun er bent á að koma sér strax á sjúkrahús til meðferðar. Margt aldrað fólk og börn hafa orðið illa fyrir barðinu á sjúk- dómnum og eitthvað hef ég heyrt um dauðsföll í tengslum við hann. Einnig hafa margir látist vegna kuldans. Ástæðan fyrir þessari mengun er talin vera sú að heitt loft frá Afríku er fyrir ofan kalda loftið og heldur því niðri. Engin hreyf- ing er á kalda loftinu og fellur því bæði verksmiðjureykur, út- blástursloft úr bílum og önnur mengun beint til jarðar. Fólk er hvatt til þess að skilja bílana eftir heima og því til- kynnt að svo geti farið að lög- reglan stöðvi alla umferð fyrir- varalaust. Fólk þarf þá að skilja bílana eftir þar sem það er statt. Fólk virðist vera mjög hrætt og er mikið á ferðinni nú þrátt fyrir allar viðvaranir. Ég held að það stafi af því að það er að reyna að Ijúka öllum sínum erindum áður en til algerrar stöðvunar kemur. Mengunin er eins og mökkur yfir borginni og maður finnur stöðugt kolalykt og er með kola- bragð í munninum," sagði Atli. Að lokum sagði hann að ekki væri spáð breytingum á veðrinu, a.m.k . ekki i bráð. Allt að komast í eðlilegt horf - segir Bergljót Leifsdóttir í Flórens „Hér er komið alveg sæmilegt veður, svona um 10 stiga hiti, og farið að rigna," sagði Bergljót Leifsdóttir. „Veðrið var slæmt hér í um það bil viku, töluverður snjór og frost, en ekkert i líkingu við ástandið á Norður-ítaliu, t.d. í Mílanó. En þrátt fyrir að þessir kuldar hafi ekki verið nema í stuttan tíma hér hafa þeir valdið ýmiss konar vandamálum. Nú eru mjög margir hrjáðir af kvefi og fiensu og má segja að allir séu hnerrandi hér í Flórens. Einnig er fjöldi fólks í gipsi eftir að hafa dottið og meitt sig í hálk- unni. Á einum degi fóru um 30 manns á sjúkrahús með bein- brot. Nú er allur snjór farinn og allt að verða eðlilegt aftur. Mér fannst ástandið aldrei sérstak- lega slæmt hér. Þessum 15 ís- lendingum sem dvelja hér líður að minnsta kosti ágætlega miðað við aðstæður. Hér í Flórens fór frostið ekki niður fyrir 10 stig. En (talirnir býsnast að sjálf- sögðu mikið yfir þessu ástandi og hafa fréttir af veðrinu alltaf verið forsíðuefni blaðanna og Bergljót Leifsdóttir Sex hreppsnefndir á Austurlandi: Vilja hertar aðgerðir gegn meindýrum Samstarfsnefnd hreppsnefnda Búða-, Fáskrúðsfjarðar-, Stöðvar-, Breiðdals-, Berunes- og Búlands- hreppa hélt nýlega samráðsfund. Á fundinum var samþykkt tillaga Hafþórs Guðmundssonar, oddvita Stöðvarhrepps, um að stjórnvöld fjölgi þeim aðilum, sem leyfi hafa til að eyða vargfugli og meindýrum. Tillagan gerir ráð fyrir að aukið verði við fjárframlag til þessara mála. Ennfremur er í tillögunni hvatt til þess að hertar verði reglur um meðferð úrgangs vegna fisk- veiða og fiskvinnslu og eins reglur um úrgang frá sláturhúsum. Tillögur komu frá Sigurði Þor- leifssyni, oddvita, og Ólafi Eggertssyni heppsnefndar- mönnum úr hreppsnefnd Berun- eshrepps um bættar vetrarsam- göngur á landi frá Höfn til Nes- kaupstaðar. Einnig kom frá sömu aðilum tillaga um að skora á Skipaút- gerð rikisins og umboðsaðilana á höfnunum að bæta geymslu- og afgreiðsluhúsnæði auk tækja- búnaðar við vöruafgreiðslu á Austurlandi. Tillögurnar voru samþykktar. Fundurinn samþykkti að senda frá sér ályktun til sveitarstjórna á þessu svæði um að þær skipi nefnd til að vinna að fullmótaðri áætlun um flugsamgöngur á Austurlandi. (Úr fréttatilkynninjDi.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.