Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 30
Hvað segja þau um gagnrýni Zukofskys? MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Skipulag og stjórnun Sin- fóníuhljómsveitarinnar hefur talsvert verið til umræðu að undaníornu. í Mbl. þann 5. janúar sl. birtist grein eftir Paul Zukofsky fiðluleikara og stjórnanda undir fyrir- sögninni „Skipulag og list- ræn sköpun“. Þar segir hann það m.a. skoðun sína að Sin- fóníuhljómsveitín sé um þessar mundir sálfræðilega í einhverri mestu iægð sem hann hafí nokkurn tíma orð- ið var við hjá henni eða nokkurri annarri hljómsveit Ástæðurnar telur hann að- allega vera tvær. í fyrsta lagi „ótrúlega úttútnað, óvirkt og skaðlegt fyrirkomulag á öllu er lýtur að skipulagi hljómsveitarinnar,“ og í öðru lagi „kemur þetta í veg fyrir að unnt sé að marka henni skýr músíkölsk markmið til að keppa að og móta starfshætti hennar við hæfí atvinnuhljóðfæraleikara.'* Síðar segir Zukofsky: „Ég vil þó strax láta í Ijós þá óbifan- legu trú mína, að Sinfóniuhljómsveit íslands gæti verið hljómsveit í mjög háum gæðaflokki, því hún hefur á að skipa hæfíleikamönnum og nægilegri getu til þess að standa músík- alskt jafnfætis flestum útvarpssinfóníuhljómsveitum í Evr- ópu. Samt er ég hræddur um, að Sinfóníuhljómsveitin nái aldrei þessu marki, af því að það krefst listræns innblásturs, hugrekkis og aga, en þetta eru allt atriði, sem við eðlilegar kringumstæður er nærri því ógerlegt að ná fram en gjörsam- lega ómögulegt með það nefndafargan, sem Sinfóníuhljóm- sveit íslands dröslast með.“ Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi í starfsháttum Sin- fóníuhljómsveitarinnar skipta þrjár nefndir með sér verkum, verkefnavalsnefnd, starfsmannastjórn og stjórnarnefnd, sam- tals 19 manns. Um þetta skipulag segir Zukofsky: „Nefndarstjórnun felur í sér, að eingöngu er sinnt þeim allra nauðsynlegustu þáttum stjórnunar, sem unnt reynist að fínna sameiginlegan nefnara fyrir - það er ekki gengið lengra en sá vill sem skemmst fer og stöðugt verður að slá af kröfunum og setja það takmark, sem keppt skal að, lægra, drepa því á dreif eða jafnvel fórna því með öllu til þess að tryggja nægilegan meirihluta innan hinna ráðandi nefnda svo að einhver mál komist í gegnum allar þrjár nefndirnar. Þessir starfshættir hafa það í för með sér, að skýr markmið eru ekki sett hljómsveitinni, sökum þess að nægilega margir innan nefndanna geta ekki sætt sig við slík markmið, og lokanið- urstaðan í málefnum Sinfóníuhljómsveitar íslands verður því sú, að 19 manns standa í hring og benda á þann, sem næstur stendur.“ Zukofsky leggur til að breytingar verði gerðar á fyrirkomu- lagi varðandi stjórnun hljómsveitarinnar. „Stjórnarnefnd hljómsveitarinnar ætti þegar í stað að setja hljómsveitinni jafnt almenn sem og listræn markmið er stefnt skuli að ... “ Hann er á þeirri skoðun að engin þörf sé á sérstakri verkefnavalsnefnd, og starfsmannastjórn hljómsveitarinnar ætti eingöngu að starfa sem kvörtunarnefnd „fjöldi þeirra funda, sem hún heldur og lengd þeirra er bein vísbending um sáiarástand það, sem ríkjandi er með hljómsveitinni — það gefur því auga leið, að því færri sem fundir starfsmanna- stjórnarinnar eru, þeim mun heilbrigðari er stofnunin.“ Mbl. kom að máli við nokkra tónlistarmenn og embættis- menn sem áhrif hafa á stjórn og skipulag hljómsveitarinnar og spurði þá hver væri afstaða þeirra við gagnrýni Zukofskys og hvað þeir vildu segja um breytingartillögur hans. Jón | Stefánsson formaður verkefna- valsnefndar Sinfóníu- hljómsveitarinnar Það sem mér finnst fyrst og fremst jákvætt við grein Zukofsk- ys er áhugi hans á málefnum SÍ og það að vekja menn til umræðu um málefni hennar, því umræða er ávallt til góðs, svo framarlega sem hún fer fram með því hugarfari að bæta það sem miður fer. Margt af því sem hann segir er líka mjög athyglisvert, en þó finnst mér greinin full „svart/- hvft“, þ.e.a.s. ástand það sem hann lýsir á þessum málum málað allt of svart og iausnir vandamálanna einum of „patent". Þá kemur það vel fram í grein- inni að hann þekkir ekki nægilega vel til mála, en sennilegt þykir mér að tilgangur hans hafi fyrst og fremst verið að hefja umræðu og þá er oft nauðsynlegt að mála sterkt. Á greininni er hægt að skilja það að allir sem stjórna málefnum hennar séu úr röðum hljómsveit- armanna sjálfra. sem er mikill misskilningur. I fimm manna stjórn er aðeins einn fulltrúi hljómsveitar og í sjö manna verk- efnavalsnefnd er auk konsert- meistara, sem situr í nefndinni samkvæmt lögum, einn fulltrúi frá hljómsveitinni, en þar fyrir utan báðir fastráðnir stjórnendur hennar. Stjórn starfsmannafélags hefur ekkert með stjórn hljóm- sveitarinnar að gera, og sömuleið- is hefur framkvæmdastjóri ekkert með stjórnun að gera þótt hann sitji fundi stjórnar og verkefna- valsnefndar og hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Úr greininni má lesa það að verkefnavalsnefnd sé sett saman af fólki sem eigi að gæta hagsmuna einhverra „stríð- andi fylkinga" tónlistarmanna. Þetta er nokkuð sem ég kannast ekki við. Samsetning nefndarinn- ar þjónar þeim tilgangi að sam- eina sem víðtækasta tónlistar- þekkingu. Auk þeirra sem ég hefi þegar talið upp eiga þar sæti full- trúi frá tónskáldafélaginu, sem hefur það hlutverk að kynna fyrir nefndinni þau tónverk íslensk, sem til greina koma til flutnings, enda er það eitt af hlutverkum hennar samkvæmt lögum að flytja og kynna íslenska tónlist. Þá á tónlistarstjóri útvarps sæti í nefndinni, en hans hlutverk er að velja þá tónlist sem tekin er upp fyrir útvarpið, en á hverju ári er nokkrum vikum varið til upptöku á efni sem útvarpið vill eignast til afnota. Einn nefndarmanna er fulltrúi áheyrenda og síðan for- maður sem skipaður er af mennta- málaráðherra og á að vera úr röð- um tónlistarmanna. í þau tvö og hálft ár sem nefndin hefur starfað samkvæmt lögum, hefur aldrei þurft að beita atkvæðagreiðslu, sökum þess að nefndin hefur verið einhuga í öllum málum. Það er svo aftur annað mál, að til eru aðrar leiðir til að velja verkefni, sem vafalaust geta gefið góða raun, en ég er þeirrar skoðunar að það út af fyrir sig sé engin trygging fyrir betri árangri. Verkefnaval er þess eðlis, að það hlýtur alltaf að vera umdeilt. Það kemur til af þeirri gleðilegu stað- reynd, að tónlistarsmekkur fólks er eins misjafn og mennirnir eru margir. Ég skal fúslega játa það að sitthvað af því sem matreitt hefur verið af núverandi verkefna- valsnefnd hefur farið fyrir brjóst- ið á nefndinni sjálfri þegar að flutningnum kom og það finnst mér mjög jákvætt, því það sýnir að nefndin er gagnrýnin á starf sitt þótt hún þurfi að vísu að borga fyrir það að fylgjast með starfi sínu utan formaðurinn sem fær fría miða. f greininni kemur það fram að verkefnaval sé stefnulaust. Þetta er auðvitað mjög einfalt að full- yrða, en þegar kemur að því að skilgreina einhverja stefnu i verk- efnavali er dæmið ekki jafn ein- falt. Við athugun á vetrarefn- isskrá er það hlutur sem ekki ligg- ur í augum uppi. Ef á einu starfs- ári væru fluttir allir píanókon- sertar Mozarts væri það stefna sem lægi í augum uppi, en ekki get ég skrifað undir að það væri betri efnisskrá en sú sem flutt hefur verið. Zukofsky nefnir nokkur at- riði til úrbóta, sem við nánari at- hugun, kemur í ljós að þau atriði sem hann nefnir hafa verið á dagskrá hjá verkefnavalsnefnd undanfarin tvö ár. Ákveðinn fjöldi íslenskra tónverka á ári. (Það er stefna þótt ekki vilji allir áheyr- endur hlusta á íslenska tónlist.) Hann nefnir að huga þurfi að því að flytja verk sem ekki hafa verið flutt áður (erlend). Sl. tvö ár hafa á áskriftartónleikum verið „frum- flutt" hér á landi u.þ.b. 10 verk erlend. Zukofsky nefnir að hafa beri í huga þjálfunargildi verka fyrir hljómsveitina. Jú, — einnig þannig verk er að finna á efn- isskrá siðustu tveggja ára og er skemmst að minnast glæsiflutn- ings á Vorblóti Stravinskys nú fyrir skömmu með 90 flytjendum. Ein af leiðum til úrbóta er að mati Zukofskys að skipta hljómsveit- inni niður í smærri einingar. Á kammertónleikum hefur þetta einmitt verið gert. Strengjasveitin vinnur að tónleikum en blásarar vinna á meðan að upptöku eða öfugt. Hljómsveitinni er skipt niður í fjórar sveitir í sjúkrahús- heimsóknum og nú í vor verður haldið námskeið fyrir slagverks- menn sem lýkur með tónleikum þar sem leikið verður verk þar sem sú deild er í brennidepli. Verkefnavalsnefnd hefur ekki séð ástæðu til að birta sérstaklega stefnu þá sem hún vinnur eftir, enda verður efnisskráin hvorki betri né verri vegna þess. Þá eru það lögin. Sjálfsagt má margt að þeim finna, en aftur á móti er ég þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að leysa neinn vanda einungis með lögum, því engin lög eru svo fullkomin að ekki sé hægt að klúðra þeim í framkvæmd. Það væri auðvitað hægt að setja það i lög að allir í hljómsveitinni ættu alltaf að spila eins vel og þeir geta. Hætt er þó við að það leysti ekki öll vandamál. Jafnvel bestu hljómsveitir heimsins eiga sína góðu og vondu daga. Svo eru menn síður en svo sammála um hvað er gott og vont. Það er ekkert eins- dæmi að gagnrýnendur sem um tónleika SI fjalla séu svo gjör- samlega á öndverðum meiði að einn hefji tónleika upp til skýj- anna þegar annar sér ekki ljósan punkt í sömu tónleikum! Þá er ég loksins kominn að því sem ég tel höfuðvandann, en það er einmitt framkvæmd þessara laga. Verkaskipting milli þeirra sem eiga að sjá um rekstur hljómsveitarinnar er alltof flókin, óljós og þung í vöfum. Samkvæmt lögunum er verkefnavalsnefnd ráðgefandi en stjórnin hefur síð- asta orðið. Þetta er atriði sem hægt er að túlka á ótal vegu. Verk- efnavalsnefnd sér ekki aðeins um verkefni hverra tónleika, heldur þarf hún einnig að finna einleik- ara og stjórnendur. Ef lögunum er framfylgt út í æsar er gangur mála á þann veg að verkefnavals- nefnd stingur upp á því að frú X verði fengin sem stjórnandi á ákveðna tónleika. Ef gert er ráð fyrir hámarksafgreiðsluhraða fer tillagan fyrir stjórn eftir viku, sem annaðhvort lýsir blessun sinni yfir viðkomandi eða ekki. Ef frú X hlýtur náð fyrir augum stjórnarinnar er framkvæmd- astjóra falið að kanna hvort við- komandi sé laus þennan dag. í níu tilfeilum af tíu er viðkomandi ekki laus, en það kemur fyrir verkefna- valsnefnd í fyrsta lagi hálfum mánuði eftir að óskin var borin fram. Eins er þotvíst að stjórnin hafi á næsta fundi orðið að taka ákvörðun um það hvort ráðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.