Morgunblaðið - 20.01.1985, Page 64

Morgunblaðið - 20.01.1985, Page 64
EUROCAPO V—....-• J SDVÐFESTÍÁNSIRAUST Fyrr € óing en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1985 Fengsælir feðgar í Siglufirði: Sjö lestir á 7 dögum á fimm lesta trillu SJÖ lestir í sjö róðrum þykir kannski ekki rillum mikið, en þegar þess er gætt að þessi aflí fékkst á 5 lesta trillu í janúarmánuði, horfir dæmið kannski öðruvísi við. Það eru feðgarnir Ragnar Helgason og Georg Ragnarsson f Siglufirði, sem hafa verið svona fengsælir að undanförnu, en góður línuafli befur verið frá Siglufirði að undanförnu. Georg Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þeir réru á opinni 5 lesta trillu og væri það nánast einsdæmi, að veður leyfði slíkt á þessum árstíma. Hann sagði þá feðga leggja línuna, 6 til 7 bala, um klukkutíma stím út fjörðinn og væri uppistaðan í aflanum þorskur, að vísu fremur smár. Nokkuð margir bátar af stærðinni 5 til 12 lestir væru á Hnu um þessar mund- ir og öfluðu þeir allir mjög vel. Georg sagði, að þessi tíð og afl- inn sem henni fylgdi væri afar kærkominn, þar sem þeir hefðu venjulega róið fram að áramótum, en hefðu orðið að hætta um miðjan nóvember vegna kvótakerfisins. Ætlunin væri að halda þessu áfram, ef veður leyfði, fram að grásleppuvertíðinni í byrjun marz. Spariskírteini ríkissjóðs: Salan sex til átta milljónir kr. á dag Morgunbladid/Bj arni. Brotin hurð, skernmd húsgögn og allt á tjá og tundri eftir að skemmdarvargarnir höfðu athafnað sig í Seljaskóla aðfaranótt laugardagsins. Skemmdarverk í Seljaskóla ÞAÐ VAR Ijót aðkoman í Seljaskóla í Breiðholti eftir að innbrot hafði verið framið þar aðfaranótt laugar- dagsins. Þeir sem hér áttu hlut að máli fóru víða um bygginguna, brutu og brömluðu og virðist sá einn hafa verið tilgangur þeirra að skilja húsnæðið eftir í rúst. Þá var einnig brotist inn í Fellaskóla í Breiðholti þessa sömu nótt, en skemmdir þar voru mun minni. Skemmdarvargarnir fóru inn um glugga á ný- byggingu Seljaskóla og lá leið þeirra á skrifstofu skólastjóra og yfirkennara, en þar var allt á tjá og tundri er að var komið. Þá var ástandið einnig mjög slæmt í unglingadeild skólans, þrjár kennslustofur nánast í rúst. A salernum var allt á floti og salern- isskálar og speglar brotnir. Ekki var vitað um hádegisbilið f gær hverjir hér voru að verki, en Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins. Vörugjald lagt á franskar kartöflur — til aö styrkja samkeppnisstöðu kartöfluverksmidjanna SALA verðtryggðra spariskírteina rik- issjóðs hefur gengið mjög vel undan- farna daga eða allt frá því að nýjasti flokkurinn var boðinn út 10. janúar sl., að því er Sighvatur Jónasson, full- < trúi í Seðlabankanum, sagði í samtali við blm. „Það hefur verið svo mikið að gera í þessu að ég hef ekki haft tækifæri til að taka það saman ennþá en við seljum hér fyrir sex og upp í átta milljónir króna á dag. Við gætum því verið komnir upp undir 60 millj- ónir á þessum átta dögum — en ég þori þó ekki að fullyrða að það sé nákvæm tala,“ sagði hann. Hálf milljón lesta af loðnu FRÁ áramótum hafa veiðzt um 70.000 jtonn af loðnu. Um áramótin voru komnar um 425.000 lestir á land, þannig að loðnuaflinn nálgast hálfa milljón lesta síðan veiðar hófust í haust. Leyfilegur heildarafli nú er tæpar 600.000 lestir. Að undanförnu hefur veiðin ver- ið út af Þistilfirði, en loðnan er nú komin á ferð austur og suður um og hefur veiðin því nú síðast verið austur af Langanesi. Sighvatur sagði að mikið væri um að fólk innleysti eldri skírteini, allt frá árinu 1970 og fram á árið 1982, og keypti nýju skírteinin í staðinn, enda væru þau með 7% vöxtum auk fullrar verðtryggingar til þriggja ára. Eldri skírteini bæru mun lægri vexti, allt undir 3%. Hagstæðast væri nú að innleysa skírteini úr 1. flokki 1970. „Síðar í þessum mánuði, 25. janúar, verður svo hægt að inn- ieysa tvo flokka til viðbótar og þá fer líklega allt á annan endann,“ sagði hann. „Það eru 2. flokkur 1975 og 2. flokkur 1976, samtals 8 milljónir á nafnverði. Þrjár millj- ónir eru nú orðnar 37-faldar auk vaxta og 5 milljónir eru orðnar 28-faldar, þannig að við erum að tala um samtals liðlega 250 miltj- ónir auk vaxta. Ég gæti trúað að talsvert af því færi til að kaupa ný spariskírteini enda fær fólk nú talsvert hærri vexti en áður var, þeir hækka um 2,7% frá því sem var. Auðvitað eru þetta aðeins „gervi- peningar", það er verið að hækka vexti til að fleyta sér áfram og með þessu móti halda peningarnir sér hjá ríkinu,“ sagði Sighvatur Jón- asson. VÖRUGJALD að upphæð 24% hefur verið lagt á franskar kartöflur og aðrar tegundir framleiðsluvara úr kartöflum. Gjaldið er þó eingöngu innheimt af innfluttum vörum, því það sem íslensku kartöfluverksmiðj- unum ber að greiða af sinni fram- leiðslu, verður notað til að niður- greiða framleiðsluvörur þeirra til að styrkja samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart innflutningi, þannig að þær geti komið stærri hluta urafram- framleiðslu síðasta árs af kartöflum í verð. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í samtali við Mbl. í gær, að á sínum tíma hefði vörugjald verið innheimt af unnum kartöflum en vegna þrýstings frá kartöfluverk- smiðjunum hefði verið notuð heimild til undanþágu þessara vara. Þessi undanþága hefði nú verið afturkölluð en ríkisstjórnin jafnframt ákveðið að greiða niður þær vörur íslensku kartöfluverk- smiðjanna, sem framleiddar eru úr íslenskum kartöflum, vegna VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. offramleiðslu á kartöflum innan- lands. Eins og fram kom í fréttum fyrr í vetur hafa kartöfluverksmiðj- urnar átt í erfiðleikum í vetur. Hafa þær aukið framleiðslu sína til að reyna að koma hinni miklu kartöfluframleiðslu í verð en hafa ekki getað aukið söluna að sama skapi vegna aukins innflutnings á verði sem þær telja sig ekki geta keppt við. Bændasamtökin hafa lagt til að verksmiðjunum verði hjálpað með því að teknar verði upp niðurgreiðslur á kartöflur að nýju, en sú leið fékk ekki hljóm- grunn og hefur nú, eins og hér kemur fram, verið ákveðið að hjálpa þeim með álagningu vör- ugjalds á erlendar samkeppnis- vörur. Lágt verð á fiskmörkuðum FROSTHÖRKURNAR á meginlandi Evrópu og Bretlandi hafa haft slæm áhrif á fisksölu íslenzkra fiskiskipa að undanförnu. Meóal annars hafa þær komið í veg fyrir starfrækslu margra fiskmarkaða, sem rcknir eru undir beru lofti. Salan er því mjög takmörkuð og verð sömuleiðis. Karlsefni RE seldi 201 lest í Cuxhaven á fimmtudag. Heildar- verð var 6.014.900 krónur, meðal- verð 29,93. Vegna þessarar verð- þróunar á fiskmörkuðunum hefur dregið mjög úr siglingum fiski- skipa héðan og aðeins er fyrirhug- að að tvö skip selji afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi í næstu viku. Kattamatur úr keilu á Bandaríkjamarkað „ÉG HEF verið að reyna fyrir mér með útflutning á skreiðarvandan- um. Það er að vinna keilu í katta- mat á Bandaríkin, en til þessa bef- ur keilan aðeins verið nýtt í herzhi. Þetta er á tilraunastigi, fyrsta sendingin nýlega farín vestur, svo útkoman er ekki Ijós enn, en ég er tiltölulega bjartsýnn á að keilan geti orðið draumur ameríska katt- arins," sagði ívar Baldvinsson, eig- andi fiskiðjunnar Bylgju á Ólafsvík, f samtali við Morgunblaðið. ívar er með 7 til 10 manns í vinnu og um 500 lestir af fiski fara i gegn hjá honum á ári. Hann leggur áherzlu á Iausfryst- ingu svo og ýmsar nýjungar eins og kattamatinn. Keiluna sneiðir hann niður og frystir f þar til ívar Baldvinsson með „draum“ ameríska kattarins. Morgunblaðid/Fríðþjófur gerðum pokum, sem þola suðu. Þegar gefa á kettinum, er pokan- um stungið í pott og hann soðinn. Síðan er keilunni einfaldlega hellt á kattardiskinn og maturinn er til. ívar sagði, að það tæki alltaf 1 til 2 ár að fá reynslu á svona til- raunaframleiðslu, en fyrsta sendingin vestur um haf hefði farið um áramótin. Hann væri einnig að reyna fyrir sér með þennan kattamat á innanlands- markað, en reynsla af honum væri heldur ekki fyrir hendi enn. Það stæði honum ennfremur nokkuð fyrir þrifum hve húsnæð- ið hjá honum væri þröngt, en það stæði til bóta með nýrri byggingu og þá gætu hjólin farið að snúast af alvöru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.