Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 VORTÍSKAN 1985 ! i \EN<ó??af<eefX'/ 0<na^° xaoS# pS>aí"s / án póstburðargjalds. VORTÍSKAN í EVRÓPU Á 600SÍÐUM FYRIR AÐEINS 98. - KR. Játakk! Vinsamlega sendiö mérnýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu Nafn: Heimili: ' Sendist til FREEMANS ofLondon c/oBALCOhf. . Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, slmi 53900. Staöur: Norski undradrengurinn Simen Agdestein: „Ég lærði mannganginn þriggja ára“ „VIÐ erum himinlifandi meö árang- ur Himens Agdestein á svæöamótinu bér í Gausdal. Þetta er í fyrsta sinn, sem Norðmaóur eygir miiguleika á að komast í millisvæðamót Norð- menn eru stoltir af Simen Agdestein — hann er eitt mesta efni, sem fram hefur komið í skákheiminum. Að- eins 17 ára gamall getur hann státað af árangri, sem fáir hafa náð. Að- eins fimm skákmenn hafa 17 ára að aldri náð betri árangri og styrkleika í skáksögunni — fyrstan ber auðvit- að að nefna Bobby Fischer, þá Garry Kasparov, Mecking frá Braz- ilíu, Nigel Short frá Bretlandi í fjórða sæti og Boris Spassky í fimmta sæti. Simen Agdestein kem- ur á eftir þessum skákjöfrum og við væntum mikils af honum," sagði Arnold Eikrem, sem hefur fylgst með þroska og framförum hins 17 ára gamla Simens Agdestein. Eikr- em kemur hingað til lands í byrjun febrúar með Agdestein í einvígið við Margeir Pétursson. Árangur Simens Agdestein viö skákboröið hefur vakið mikla at- hygli í Noregi. Hann er tvímæla- laust mesta efni, sem Norðmenn hafa eignast. Hann er þegar orð- inn alþjóðlegur meistari, aðeins 17 ára gamall. Agdestein býr í Osló, fæddur 15. maí 1967. Hugur hans hneigðist fljótt aö taflborð- inu. „Ég lærði mannganginn þriggja ára gamall,“ sagði Agde- stein í viðtali við sænska skák- tímaritið Schacknytt. Mikill skák- áhugi var á heimilinu — faðir hans, Reidar Agdestein tefldi við syni sína þrjá og bræðurnir tefldu einnig mikið saman — einkum Simen og Aspen, sem einnig er mjög frambærilegur skákmaður, þó hann standi í skugga bróður síns. Aðeins sjö ára gamall tók Sim- en Agdestein þátt í sínu fyrsta skákmóti. „Lilleputts-meister- skap“ eins og þeir kalla þaö i Nor- egi og hafnaði i fjórða sæti. En næstu árin varð skákin aö vikja fyrir öðrum áhugamálum — ekki sist knattspyrnunni. „Skákin vék úr huga mér og áhuginn blossaði ekki upp fyrr en Anatoly Karpov og Viktor Korschnoi háðu einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn i Baguio á Filippseyjum 1978. Sfðan þá hef ég teflt mikið — fyrst í skóla, þá Norðurlandamótum og alþjóðlegum unglingamótum,* sagði Agdestein. Augu manna í Noregi tóku að beinast að þessum unga skák- manni um 1980 og ljóst þótti að þar fór mikið efni. Framfarirnar urðu stórstígar. „Framfarirnar komu sjálfum mér á óvart — oft á tíðum fannst mér ég tefla langt fyrir ofan eðlilega getu,“ segir Ágdestein. Einn þeirra manna, sem fylgd- ust með Agdestein á þessum ár- um, var Ólafur H. Ólafsson, stjórnarmaður í Skáksambandi íslands, og driffjöður í ungl- ingastarfi í skák á tslandi. „Ég sá Agdestein fyrst á Norðurlanda- móti i unglingaskák i Eksjö í janúar 1981. Hann telfdi þá í flokki 13—14 ára og sigraði á stig- um — hlaut 4 'k vinning af sex mögulegum ásamt Halldóri Grét- ari Einarssyni, frá Bolungarvik. Agdestein vann á stigum, þrátt fyrir að Halldór Grétar hafi unn- ið skák sina gegn Agdestein," sagði Ólafur í samtali við Mbl. „Næst sá ég Agdestein í Skien í október sama ár. Þá var ég með skáksveit Æfingaskólans á NM i skólaskák. Simen tefldi á 2. borði fyrir norska skólann, bróðir hans Áspen var á 1. borði. Sveit þeirra vann mótið, hlaut 12 Vi vinning en Æfingaskólinn hlaut 12 vinninga. Raunar vann Æfingaskólinn inn- byrðisviðureign skólanna með 2'Æ—l'Æ. Simen vann sína skák, en við unnum á 3. og 4. borði. Hins vegar setti það strik í reikninginn að við töpuðum óvænt 3—1 fyrir B-sveit Noregs í síðustu umferð. Ég sá Ágdestein í þriðja sinn í febrúar 1982 í einstaklingskeppni NM. Þá sigraði Simen f sínum ald- ursflokki, hlaut 6 vinninga af sex mögulegum. Þá var ljóst, að Agdestein var mjög öflugur skák- maður — langt á undan jafnöldr- um sínum,“ sagði ólafur. Agdestein fór að blanda sér f baráttu beztu unglinga heims, en leiðin var grýtt. Á heimsmeist- aramóti unglinga í Mexfkó 1981 ur teflt mikið að undanförnu og verið mikið frá skóla — allt of mikið að dómi forráðamanna menntaskólans í Osló, þar sem hann les undir stúdentspróf. „Þú nærð ekki í Agdestein nú. Hann er í skólanum,* sagði Eikrem þeg- ar blaðamaður Mbl. spjallaði við hann í gær. „Þeir eru orðnir mjög óþolinmóðir í skólanum. Hann hefur ekki sést f skólanum f tvo mánuði og því tími til kominn að sýna sig. Þeir sögðu blátt nei þeg- ar Agdestein bað um frí vegna boðsins frá Skáksambandi lslands um þátttöku í afmælismóti Skák- sambandsins. Honum þykir sárt að missa af mótinu og mikill heið- ur að vera boðið á jafn sterkt mót,“ sagði Eikrem. Já, Simen Agdestein er miklum hæfileikum búinn og áhugamálin eru mörg. „Simen er sérstakur unglingur. Hann hefur svo mörg járn í eldinum að hann veit vart hvað velja skal. Skákin færir hann í sviðsljósið og honum er lft- ið um það gefið,“ sagði Reidar Agdestein, faðir Simens. Simen Agdestein er ekki bara liðtækur við skákborðið — hann er einnig snjall knattspyrnumað- ur, meðal hinna efnilegri í Noregi. Hann leikur knattspyrnu f ungl- ingaliði Lyn frá Osló. Sfðastliðiö sumar lék Simen Agdestein sex unglingalandsleiki fyrir Noreg og stóð sig með miklum ágætum. Og áhugi hans á knattspyrnu er eld- heitur. „Strax eftir að dregið var um töfluröð í Gausdal fó!' Simen um 60 kílómetra vegalengd til þess að keppa f fótbolta,“ sagði Eikrem og greinilegt að honum var ekki alltof mikið um sam- keppnina gefið. Því hinn ungi Simen Agdestein hefur ekki ennþá gert það upp við sig, hvort hann leggur skákina fyrir sig. „Það gæti verið gaman að reyna fyrir sér í heimi atvinnu- mennskunnar f eitt ár. Sjá hvernig það kæmi út — hvort ég hef þolinmæði til þess að sökkva mér niður f fræðin. Hingað til hefur mig skort þolinmæði,* sagði þessi ungi norski hæfileikamaður, mótherji Margeirs Péturssonar f einvígi um rétt til þátttöku í millisvæðamóti í skák. Ef Agde- stein ber hærri hlut verður hann fyrsti Norðmaðurinn til að öðlast rétt til þáttöku í millisvæðamóti. Margeir Pétursson verður hins vegar annar íslenski skákmaður- inn, sem þann rétt öðlast ef hann sigrar. En það yrði eftir 24 ára hlé. Aðeins Friðrik Ólafsson hefur gert það. Síðast i Tékkóslóvakfu 1961. Raunar hefur Friðrik gert gott betur, hann komst áfram á millisvæðamótinu í Portoroz 1958. Komst þá i kandídatakeppnina. Tekst þessum tveimur ungu nor- rænu skákmönnum að ná slíkum tindum — komast f röð þeirra bestu í heiminum f kjölfar þeirra Bents Larsen, Friðriks Ólafssonar og Ulfs Andersson? HH Simen Agdestein — skáksnillingur spyrnu. hafnaði hann f 25. sæti. En á EM unglinga f Groningen varö Agde- stein í öðru sæti með 10 vinninga af 13 á eftir Salov frá Sovétríkj- unum. Hann hefur staðið sig mjög vel á mörgum sterkum skákmót- um og tekið stórstígum framför- um. Én hverju þakkar þessi unj skákmaður árangur sinn? þakka árangur minn fyrst og fremst tveimur mönnum,* sagði Agdestein í samtali við Schack- nytt og hélt áfram: „í fyrsta lagi bróður mínum Espen. Við teflum daglega skák, — það líður aldrei sá dagur að við teflum ekki hraðskák — og í öðru lagi hefur Arnold Eikrem verið mér mikil hjálparhella — ómetanlegur. Hann hefur skipulagt fjölda móta hér í Noregi og fengiö erlenda þjálfara til aö æfa okkur. Þetta hefur Eikrem gert upp á eigin spýtur og sýnt mikla fórnfýsi — verið norsku skáklffi ómetanleg- ur* I samtalinu ræðir Agdestein um veikleika sína og styrkleika. Hann kveðst ekki nógu vel að sér í byrjunum. „Ég hef ekki haft þol- inmæði til þess að sökkva mér nægilega niður i skákbækur — stúdera fræðin og teorfur. Ég hef fylgst með Karpov, Kasparov og Ánderson. Fylgist með þvi sem er efst á baugi hverju sinni, læri sitt lftið af hverju hér og þar. En í raun og veru hef ég lítið stúderað gömlu meistarana, fyrir utan bækur dr. Euwes um miðtaflið. Vissulega væri það bæði lær- dómsrikt og áhugavert að sökkva sér í heim skákfræðanna, en enn Verdens Gang/Slmamynd og unglingalandsliðsmaður í knatt- hef ég ekki haft þolinmæðina. Á skákmóti i Gjövik hvfldi ég mig milli skáka með lestri skáldsagna — og gekk vel á mótinu,“ segir Agdestein og bætir við: „Þetta hefur orðið til þess að oft hef ég fengið slæmar stöður — að þvf er virðist óteflandi — en mér hefur iðulega tekist að finna leiðir út úr vandræðunum. Ég hef verið kall- aður „grfsari", jafnvel svindlari, þegar ég hef teflt illa, en engu að síður náð að sigra eða halda mín- um hlut,“ segir Agdestein. „Þetta er einmitt styrkleiki Agdesteins, hann lætur aldrei hugfallast og finnur iðulega leiðir út úr að því er virðist vonlausum stöðum,“ segir Margeir Pétursson um þennan verðandi andstæðing sinn. „Ég vanmat Agdestein hér f Gausdal. Jóhann yfirspilaði Agde- stein, fékk yfirburðastöðu, hafði náð kverkataki, en Agdestein náði að losa um sig og sigra, en að vísu lék Jóhann illa af sér. Vanmat mitt á Agdestein var tilkomið vegna þess að hann hafði teflt illa, en verið ótrúlega heppinn eins og til að mynda gegn Jóhanni. I skák minni gegn Agdestein fékk ég góða stöðu, en tapaði engu að sfð- ur. Tók ranga ákvörðun þegar ég fórnaði tveimur léttum mönnum fyrir hrók og peð. Hefði átt að fórna drottningu fyrir biskup og hrók. En Agdestein má eiga það að hann tefldi framhaldið af mik- illi nákvæmni og hafði fram sig- ur,“ sagði Margeir. Simen Agdestein er núverandi Noregsmeistari í skák. Hann hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.