Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 55 VIÐTAL: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR MYNDIR: BJÖRG SVEINSDÓTTIR hljóma í brjóstholinu, en háir tón- ar í höfðinu. Þegar farið er milli þessara tveggja svokölluðu reg- istra kemur eins og brestur í rödd- ina. Eitt af því sem ég hef verið að glíma við í vetur er að syngja á milli registra án þess það heyrist neinn áferðarmunur. Röddin stefnir í tiltölulega lýr- íska barítónrödd, sem hæfir ít- alska óperufaginu. Hún verður varla mjög dramatísk, tæplega fyrir Wagner, nær tenór en bassa. Hugum að söngbókmenntunum, þ.e. óratóríum, ljóðasöng, óperu- söng. Hvað viltu helst syngja? KS: Ég hef gaman af þessu öllu, vinn mín verk sem best til að njóta þeirra sjálfur, því ég hef enga ánægju af að vinna með hálf- um huga. En ef ég mætti velja sjálfur yrði ljóðasöngur fyrir val- í minn smekk, gott ljóð og sem fellur vel að röddinni. Persónu- legur árangur verður alltaf meiri, held ég, þegar svona er unnið en þegar sett er fyrir. Ljóðasöngur- inn gefur mér mesta ánægju, ég túlka sjálfan mig i gegnum ljóðin. Ég byrja á að athuga músíkina, hvort hún vekur áhuga minn. Síð- an lít ég á textann, hann skiptir mig mjög miklu máli. Ég get ekki sungið texta, sem mér finnst inni- haldslaus. Þess vegna gæti ég ekki sungið dægurlög. Ef hvorki músík né texti hrífur mig við fyrstu sýn, þá legg ég það til hliðar. Það er kannski rangt en ég hugsa sem svo að ef ég hrífst ekki, þá hef ég held- ur enga tryggingu fyrir því að það virki á tónleikum, jafnvel þó aðrir hafi gert ljóðið ódauðlegt. Síðan athuga ég hvort ég get sungið þetta. Það er fjölmargt sem mér hefur fundist stórkostlegt en hef ekki getað sungið, passar röddinni ekki. Það er andstyggilegt. Þá er ég eins og refurinn sem sá berin, þau eru súr ... En ég er viss um að ég á eftir að líta aftur á margt af því sem ég hef orðið að leggja frá mér hingað til, á eftir að endurskoða mikið. Flestir sem lesa ljóð kannast við að það getur verið eitthvað óáþreifanlegt í ljóði sem vekur at- hyglina, eitthvað sem heillar og smám saman verður myndin skýr- ari eftir því sem oftar er lesið. Þá skýrist músíkin einnig oft fyrir mér. Það er óralangur vegur frá því að nótnablaðið er fyrst tekið í höndina og þar til söngnum er sprautað yfir áheyrendur. Geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við með því að þér finnst röddin ekki hæfa Ijóðum, sem þér Ifst ann- ars vel á? KS: Sum ljóð voru og eru sjálf- sagt enn, tæknilega ómöguleg fyrir mig. Það eru t.d. vissir hlutir hjá Mahler sem ég hef reynt að syngja en ræð ekki við. Ég held að röddin sé, eða var ekki, nógu létt þegar ég reyndi. Það voru gífur- lega langar hendingar sem þýddi að ég þurfti mikið loft til að koma þessu frá mér og vegna þess að röddin var of þung þegar ég próf- aði t.d. þetta sérstaka Ijóð, þá þurfti ég meira loft til að komast í gegnum það heldur en léttari rödd, t.d. tenór eða kóloratúrsópr- an. Það afsakar svo ekki að henda því í burtu, en við erum alltaf að keppa við tímann í þessu klond- æk-þjóðfélagi hér, ég eins og aðrir. Ég er ekki að vanþakka að ég hef haft blessunarlega mikið að gera, en kannski of mikið á stundum, svo söngurinn hefur nánast orðið rútína. Það er unnið og unnið, sungið og sungið og enginn tími til að undirbúa nýja hluti. Loksins þegar kemur lægð í vertíðina, nokkrir dagar þegar hvergi þarf að syngja, er ég svo útslitinn að ég vil vera í friði, nenni ekki að hafa mig að þessu. Það sem vantar er einhvers konar jafnvægi, en það verður líklega seint. Það erfiðasta er að maður hefur ekki efni á að segja nei, þegar maður er beðinn um að syngja, veit ekki hvort nokkur vinna fæst, hefur ekkert atvinnuöryggi. Afleiðingin er svo hætta á að detta niður i einhverja meðalmennsku. Þú nefndir áðan að ein ásteðan fyrir því að þú hallaðist að Ijóðasöng væri sú að í þeim gætir þú túlkað sjálfan þig. Hvers vegna skiptir það máli, hefurðu þörf fyrir að koma sjálfum þér að? KS: Nei, en ég hef þörf fyrir persónuleg samskipti við fólk og ég þekki engin samskipti jafn stórkostleg og sönginn. í sam- skiptum verður að hafa eitthvað að segja, eitthvað fram að færa, ekki aðeins að tala um veðrið, verðbólguna og rikisstjórnina. Þá er ein leið að vera með góðan litt- eratúr, koma á framfæri góðum skáldskap, góðri músík. Svo er annað mál að flutningur verður ekki sannfærandi fyrr en áheyrandinn hefur á tilfinning- unni að hann sé að heyra þetta í fyrsta sinn. En þarna tekur söngv- ari ljóðið og persónugerir það, ger- ir sig að þolanda, sögumanni eða hvað sem við á, en ekki að verið sé að úthella tilfinningum sínum yfir fólk, þó kannski sé verið að því. En flytjandi má aldrei gera sig að að- alatriði, ekki sýna: Sjáið hvað ég er klár, þetta get ég, svona er ég nú orðinn tæknilega góður ... Slíkt má ekki. Kannski er ákveðin mótsögn í þessu, en aðalatriðið er held ég að vera heill, heiðarlegur gagnvart þeim sem gerðu ljóð og lag og gagnvart áheyrendum, eng- inn hókus pókus ... Þannig að Ijóðasöngur er ekki að- eins Ijóð og músík heldur einnig leikur? KS: Allur söngur, en mismikið, er að hluta söngur, að hluta leik- list. Víkjum að óperusöng. Þar er söngvari ekki einráður, heldur syng- ur undir stjórn. Hvernig er það og hvað með áhrif hljómsveitar og leik- stjóra? KS: í óperusöng er maður bara f vinnu hjá öðrum, en tollir auðvit- að ekki i þeirri vinnu nema að standa sig og geri það sama og i ljóðasöng, geri textann að sjálfum sér, þó það sé kki alltaf auðvelt. Mér detta í hug margar Verdi- óperur, þar sem aðalpersónurnar syngja í hálftíma eftir að búið er að drepa þær ... En það getur skipt sköpum um árangur söngvara hvernig hljómsveitar- og leikstjórar eru, hvaða hugmyndir þeir hafa, svo og meðsöngvarar. — Leikstjóri mót- ar verkið á æfingaskeiði, ræður öllu um leikræna túlkun. Það er meðal annars kennt í skólum að söngvara komi hreint ekkert við hvernig leikstjóri vill að hann standi. Þó leikstjórinn láti söngv- ara snúa baki í áhorfendur og syngja upp í vegg, þá er það leik- stjórans, ekki söngvarans. Á sama hátt megi hann ekkert segja um hvernig hljómsveitarstjórinn vilji láta hann syngja. Hljómsveitar- stjórinn er einráður um músík- alska túlkun. Ef söngvari er á önd- verðum meiði við hann, er úti- lokað að hann njóti sín. Það getur tekið á fyrir söngvara að syngja í óperu sem hann hefur fastmótað- ar hugmyndir um, þegar þær hugmyndir fara ekki saman með hugmyndum annarra í sýning- unni. Þegar kemur að sýningum ræð- ur hljómsveitarstjórinn gangi hverrar sýningar fyrir sig. Hann getur lyft henni í hæstu hæðir en líka eyðilagt hana ef svo ber und- ir. Við höfum reynslu fyrir því í íslensku óperunni að t.d. sama sýningin gjörbreytist þegar skipt er um hljómsveitarstjóra, batnar eða versnar. í Sígaunabaróninum voru þrír hljómsveitarstjórar, hver með sín sérkenni, kosti og galla. Þetta hafði bein áhrif á sýn- ingarnar. En þegar upp er staðið er það þó söngvarinn sem stendur á sviðinu og brillerar eða missir niður um sig buxurnar. En þeir tveir sem mótað hafa sýninguna, bera ábyrgð á henni með söngvaranum, eru hvergi nærri. Leikstjórinn er heima eða byrjaður á nýju verk- efni. Hljómsveitarstjórinn er niðri í gryfjunni og þarf ekki að horfa framan í áhorfendur, enda held ég að áhorfendur geri sér enga grein fyrir mikilvægi hans. Þetta er skrítið allt saman ... Ég er vafalaust sérvitur, hef mínar hugmyndir á mörgum svið- um og þetta gerir að verkum að ég á auðveldara með að vinna sem ljóðasöngvari. Auðvitað eru málin rædd og reynt að komast að sam- komulagi við hljómsveitar- og leikstjóra. Þetta er ekki eins svart og ég dró það upp, en málamiðlun þarf ekki að vera neitt betri en upphaflegi kosturinn. Já, í raun er þetta bara gamla sagan um að vinna hjá sjálfum sér eða öðr- um ... Svo eru upptökur, að vinna fyrir upptökur. Það er ólíkt því að koma fram, það er hægt að liggja yfir upp- tökum, bæta og betrumbæta. Hvern- ig er sú vinna? KS: Upptökur eru með því al- erfiðasta sem ég geri. Tónninn er farinn og gleymdur þegar er búið að syngja hann á tónleikum eða óperusviði, hvort sem hann er ljót- ur eða fallegur. Að minnsta kosti reyni ég að gleyma þeim mis- heppnuðu. Áheyrendur muna þá kannski. í stúdíói er þetta allt öðru víst. Þá neyðist söngvarinn til að hlusta á þessa hörmung og þar er ekki sungið fyrir fólk held- ur míkrófóna, jú og svo menn sem hafa atvinnu af að taka upp og passa að ekkert fari í gegn nema það sem þeir telja það besta. Ég hef góða reynslu af upptöku- mönnum útvarpsins, get nefnt t.d. Bjarna Rúnar Bjarnason. En þetta er erfitt. Á nokkrum klst. þarf að eltast við eitthvað ídeal þess sem er verið að syngja, ídeal sem aldrei næst. Maður tæt- ir sig í sundur fyrir framan míkrófónana og gengur misvel. Til þess að gera góða upptöku þarf langan tíma. Ég þarf a.m.k. lang- an tima. En það eru til menn eins og Fischer-Dieskau sem syngja hvert lag tvisvar, þrisvar sinnum og þá er komin nothæf útgáfa, sem er sett á plötu, sem vinnur Grand prix du disque. En það eru ekki allir jafngóðir og hann. Ef upptaka heppnast vel svo maður þarf ekki beinlínis að skammast sín þa er hún vel þess virði, til einhvers var unnið. En þarna er spurning um yfirlegu og þolinmæði. Á þessi tegund vinnu illa við þig? KS: Nei, út af fyrir sig ekki. Hún er bara svo allt, allt öðru visi en að koma fram. Þarna eru ekki þau persónulegu tengsl og sam- skipti sem ég á viö áheyrendur mína. Þegar við Jónas tókum upp plötuna höfðum við fólk í salnum, fólk sem kom og heimsótti okkur. Þarna var að vísu ekki beinlinis tónleikastemmning, en það hjálp- aði samt heilmikið að finna strauma frá þeim. En þetta er erf- iðari vinna en að syngja á tónleik- um, þvi hún krefst mikið meiri einbeitni. Á tónleikum spila ég meira á stemmningu, reyni að skemmta mér um leið og ég skemmti öðrum. í stúdióinu er verið að eltast við fullkomleikann sem er ekki til. Þetta er munurinn. Vinnan sjálf á ekki verr við mig, en ég sakna áheyrenda. Þitt starf er ekki bara að syngja heldur líka að koma fram, standa fyrir framan fólk með þitt mystíska hljóðfæri. Hvernig býrðu þig undir, hvernig líður þér á meðan? KS: Ég syng mig upp. Ef ég er þreyttur reyni ég að sofna tvo, þrjá tíma um miðjan daginn, reyni að vera i andlegu jafnvægi. Að öðru leyti bý ég mig ekki undir, ég fer. Það verður bara að ráðast hvernig fer. Ertu kvíðinn? KS: Yfirleitt ekki, en ef ég er með eitthvað sem mér finnst ég ekki hafa æft nógu vel, þá kemur það fyrir. Ef ég veit ekki nákvæm- lega við hverju ég má búast, er hræddur um að eitthvað fari úr- skeiðis, eins og fyrir fyrstu sýn- inguna í Carmen núna um jólin, þá er ég stressaður. Kvíði fyrir tónleika, er hann upp- byggjandi, skapandi eða er hann eyðileggjandi? KS: Hann getur verið hvort tveggja. Ef litið er á kviðann lif- fræðilega þá gerist það að nýrna- hetturnar senda adrenalin út i blóðið og andrenalinið undirbýr frumur líkamans, bæði i tauga- kerfi og vöðvum, fyrir átök. Ef maður er reiður gefur andrenalín- ið orku til árásar en til flótta eða varnarviðbragða ef maður er hræddur. Það gerist það sama þegar maður kemur fram, kviðinn kallar fram umframorku. Vandinn er að veita henni i réttan farveg. Stundum verður kviðinn eða senu- skrekkurinn svo mikill að hann verður óviðráðanlegur og skemm- ir. Þá dreifist orkan, fer i aðra hluti en henni er ætlað, lokar jafn- vel fyrir alla einbeitingu. Sem be- tur fer hefur mér yfirleitt tekist að nota þessa orku til einbeit- ingar. Það kemur miklu sjaldnar fyrir að hún skemmir. Þetta er eins og að vera i prófi. Það getur komið fyrir i munnlegum prófum að fólk veit ekki algengustu hluti, veit varla hvað það heitir, hvað þá meir. Endurtekningar, því oftar sem þú kemur fram, hjálpar það? KS: Já, það hjálpar, þá kemur upp ákveðin rútina, þannig að ég veit alltaf betur og betur við hverju má búast. Þetta var erfið- ast fyrst þegar enginn þekkti mann, vissi ekki hvað maður gat og ég vissi það varla sjálfur. Nú kannast margir við mig, 'ég er eft- irsóttur og það hjálpar strax. Fólk hefur ákveðnar væntingar, það léttir róðurinn. En í þessu er líka ákveðin hætta, sú að detta niður i meðalmennsku, hugsa bara: Aha, ég þarf ekki meira en þetta, þá er ég ekkert að leggja meira á mig. En meðan ég veit af hættunni get ég varað mig á henni. Reynslan af kennslu á sínum tima hjálpar mér heilmikið. Sam- skipti við hóp fólks og hvernig er farið að þvi að halda athygli þess i meira en þrjár mínútur. Ég veit eiginlega ekki hvernig það er gert en einhvern veginn tekst það samt. Nú er röddin óstöðugt hljóófæri. Þó þú getir ákveöna hluti á æfing- um, þá eru þeir ekki tryggðir í eitt skipti fyrir öll og það getur farið fyrir söngvara eins og Ld. spjótkast- ara sem kastar yfir 90 m á æfingu en svo 70 m í keppni. KS: Já, þetta er i raun alveg það sama. Þeir, sem koma fram og sýna öðrum færni sina i söng eða öðru, þurfa raunar að ganga til þess eins og afreksiþróttafólk, þurfa að vera líkamlega vel undir- búnir. Og við erum alltaf að keppa. Söngvari þarf að gera sér grein fyrir þvi að áður en fólkið fór á tónleika eða sýningu, þá sett- ist það niður og hlustaði á plötu með stjörnunum. Þegar menn inu og óperusöngur þar á eftir. En hins vegar er valið ekki mitt, ég verð því miður að taka tillit til markaðslögmála, er orðinn hálf- gildings söluvara. Framboð í ljóðasöng er langt umfram eftir- spurn og aðeins þeir albestu geta unnið fyrir sér með ljóðasöng ein- göngu. Það er auðveldara að kom- ast áfram i óperum og hafa af því tekjur. Eg vildi þó ekki syngja ljóð ein- göngu, þó ég taki þau framyfir, vil hafa sem víðast verkefnasvið. í söng er annars vegar að finna sér- fræðinga sem sérhæfa sig, jafnvel í einu tónskáldi og hins vegar þá sem sérhæfa sig hvergi, reyna að syngja allt. Það hefur bæði kosti og galla. Það er ekki hægt að ná fullkomnun á neinu sviði ef maður takmarkar sig ekki, en einhvem veginn höfðar það mest til mín eins og er að kynnast sem flestu. Mér er keppikefli að hafa vald á sem flestum stílum, sem gæti orð- ið til þess að ég verði hálfgert stíl- ískt viðriðni, blandi saman stilum. Af hverju höfðar Ijóðasöngur mest til þín og hvernig undirbýrðu hann, velur verkefni, höfunda ... ? KS: í ljóðasöng hef ég meira frelsi en ella. Það er enginn leik- stjóri sem segir mér fyrir um túlk- un, enginn hljómsveitarstjóri sem segir mér hvernig ég eigi að syngja. í ljóðasöng er um að ræða nána samvinnu tveggja manna, undirleikara og söngvara. Ég hef borið gæfu til að hafa góðan und- irleikara, Jónas Ingimundarson, og hef grætt mikið á því sam- starfi. í ljóðasöng er hægt að velja viðfangsefni sjálfur. Ég reyni allt- af að velja ljóð sem hafa þrennt til að bera, góða músík eða sem fellur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.