Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 57 sækja um vinnu. Á meðan svo er ekki verð ég að leita fyrir mér annars staðar. í mörgum greinum er landflótti hjá fólki, því það hef- ur ekki starfsskilyrði hér. Þetta getur alveg eins gerst með ís- lenska söngvara. Það er hægt að nefna íslenska söngvara sem starfa erlendis en væru hugsan- lega hér, ef þeir hefðu sömu kjör, sömu aðstöðu hér og erlendis. En sem betur fer eigum við fullt af góðum söngvurum hér sem hugsa ekki svona. Þeir vinna þá frekar eitthvað með söngnum en að fara utan og vinna að söng ein- göngu. Þetta er persónulegt mat hvers og eins, ég gæti aldrei unnið neitt með, þarf að gefa mig allan í sönginn. Ég held að ég gæti ekki fengið þá fullnægju í honum ef ég þyrfti sífellt að hugsa um eitt- hvert annað starf frá kl. 9—5. En til þess að gera út á sjálfan sig og sína hæfileika þarf mikla trú á sig og þá. KS: Já, ég hafði litla trú á mér þegar ég byrjaði, flestir voru trú- aðri í upphafi en ég sjálfur. Mér var eiginlega ýtt af stað. En trúin eykst þegar maður sér að fóik vill kaupa sig inn á tónleika og heimt- ar ekki að fá miðana endurgreidda eftir á. Þá vaknar sjálfstraustið, sem er nauðsynlegt. Allir verða að trúa á það sem þeir eru að gera til að ná árangri. Eg hefði ekki verið svona fljótur með söngskólann ef ekki hefði verið vegna Guðmundar Jónssonar, sem kenndi mér. Hann hafði hvetjandi áhrif á mig og ég er honum eilíflega þakklátur, blessuðum karlinum... En þú ert í samkeppnisgrein, svo þér nægir ekki trú á eigin hæfileika, þú verður að bera þig saman við aðra. KS: Já, og það er kannski það neikvæðasta í þessu, skapar oft leiðinlegan móral. Mér leiðist samanburður svolítið því hann er marklaus. Það er ekki hægt að bera söngvara saman eins og þvottaefni, málið er flóknara en svo. Ég vona að guð forði mér frá að fara að bera mig saman við söngvara hér eða úti í heimi. Það fæst aldrei rétt mynd og það væri hroki og sjálfbirgingsháttur, ég get það ekki. Þetta væri mitt eigið mat, þyrfti ekki að fara saman við mat annarra. Og hvað þýðir að söngvari segist vera, eða er sagður betri en annar? Nær hann hærri tónum, hefur hann fallegri rödd, túlkar hann texta betur, ber hann texta betur fram, leikur hann bet- ur á sviði, er hann músíkalskari? Þetta eru bara örfá atriði sem skipta máli, þau eru svo mörg að það er ómögulegt að vera með svona fullyrðingar, á sama hátt og það er rangt að flokka fólk í algott eða alvont fólk, þá er rangt að flokka söngvara í vonda og góða söngvara. Slíkt er alltaf einföldun. En það er rétt, maður þarf að vita hvar maður stendur. Og þar hef ég sem betur fer nokkuð gott mat á sjálfum mér, a.m.k. hér á landi, þar sem er almenningur og svo gagnrýnendur auðvitað líka. Þegar ég fór í þessa keppni í Vín um árið, var það öðrum þræði til að bera mig saman við aðra. Ég er enn jafn hissa á þessum svokall- aða árangri mínum þar. 300 manns kepptu og sungu allir meira og minna eins og englar, hver stórsöngvarinn á fætur öðr- um. Þarna voru söngvarar sem mér fannst engu siðri en þeir sem ég heyrði í óperunni. Það hjálpaði sjálfstraustinu mikið að finna sig standa jafnfætis þessu fólki. Ég efast stórlega um að verðlaun þarna skipti máli, aðalatriðið er að komast í gegnum nokkrar um- ferðir því ég á bágt með að sjá hvernig dómnefnd, þó tuttugu séu í henni, getur metið frammistöðu 300 söngvara á nokkrum dögum, finnst það fjarstæðukennt. En ég var heppinn og notaði þessa niður- stöðu til að ýta undir sjálfstraust- ið. En það sem skiptir öllu máli er að mér finnst vera þörf fyrir það sem ég er að gera... Þú hefur sungiö töluvert og fengið góða dóma en þú veist að þú átt enn eftir að leysa úr læöingi eitthvað af þínum hæfileikum. KS: Já, ég vona það. Ef ég finn einn góðan veðurdag að ég stend og hef ekkert að segja, ánægjan horfin, endurtek mig og fer ekki lengra, þá vil ég hætta, því þá get- ur ekki verið gaman. Þetta kiifur upp eftir fjallinu, leit að fullkom- nun rekur mig í raun áfram — jafnvel þó ég viti að hún næst aldrei. Það að bæta sig gefur söngnum gildi. Það er ekki tak- markið að fólk líti upp til manns, að maður þekkist á götu. Þó ég sé þakklátur fyrir meðbyrinn þá skiptir meira máli fyrir mig sem listamann að bæta mig. Þar vona ég að ég sé rétt að stíga fyrstu skrefin... ÞÓRÐARHÚS Þórðarhús fullnœgja ströngustu kröfum sem gerðar eru hórlendis til frágangs og gœða íbúðar- húsa og eru auk þess búin ýmsum tœknilegum nýjungum, sem ekki er að finna í öðrum eininga- húsum. 1. Burðargrind útveggja er 2" x 6". 2. Útveggir eru einangraðir meö 6" glerull. 3. Þak er einangraö með 8" glerull. 4. Þrefalt gler er í öllum gluggum. 5. Breidd eininga er 120 til 360 cm. Samskeyti eru því færri en ella og húsið stööugra. 6. Sérstaklega er vandaö til frágangs á milli eininga. 7. Húsiö er fest niður meö stálteini, sem gengur milli eininga, frá sökkli og upp ( sperrur. 8. Húsiö er hert upp meö stálteininum. 9. Gluggar eru felldir 5 cm. inn í útveggi, en þaö gefur húsinu skemmtilegt útlit. 10. Þóröarhús hafa veriö þróuö eftir kröfum Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Upphitunarkostnaður I Þórðarhúsunum er mjög Iftill vagna vandaðs frágangs og ainangrunar. Um það vitna umsagnir fjölmargra ánœgðra eigenda húsanna. Við bendum húsbyggjendum á, að nú er einmitt rátti tíminn til þess að huga að vali á einingahúsi og undirbúa sig undir vorið. TRÉSMIÐJA ÞÓRÐAR þakkar viðskiptavinum slnum viðskiptin á árinu sem er aö llða og óskar þeim og lands- mönnum öllum farsældar á komandi ári. ÞÓRÐARHÚS - HLÝ OG ÞÉTT. STERK OG FALLEG *)yl& U(e*t4Á<z% c&úiœ&ccr! SMIÐJA RÐAR TRÉSMIOJA UORÐAR TANGAGOTU 1 900 VESTMANNAEYJUM s. 98-2040 ÚTVARP SUNNUDAGUR 20. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Jón Einarsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlðg. Hljómsveit Hans Carste leik- ur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Stefnmót viö Sturlunga. Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa I Dómkirkjunni. Prestur: Séra Andrés Ólafs- son fv. prófastur. Organleik- ari: Marteinn H. Friöriksson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.10 Leikrit: .Krabbinn og sporödrekinn eftir Odd Björnson. Leikstjóri: Oddur Björnsson. Tónlist: Hilmar Oddsson. Trló Jónasar Þóris flytur. (Aður flutt 1982). Leikendur: Rúrik Haralds- son, Kristln Bjarnadóttir, Róbert Arnfinnsson, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Þórhallur Sigurösson og Þorsteinn Gunnarsson. 14.40 Miödegistónleikar. _ Strengjakvartett I a-moll op. 51 nr. 2 eftir Johannes Brahms. Italski kvartettinn leikur. 15.10 Meö bros á vör. Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum útvarpsins. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 18J0 Um vlsindi og fræöi. Framburðarrannsóknir. Hös- kuldur Þráinsson prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Slðdegistónleikar: Frá tónlistarhátlðinni I Schwetz- ingen I fyrra. 184» A tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar viö hlust- endur. 1820 Tónleikar. Tilkynningar. 18A5 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 194» Kvðldfréttir. Tilkynningar. 19J5 Fjölmiölaþátturinn. Við- tals- og umræöuþáttur um tréttamennsku og fjölmiðla- stðrf. Umsjón: Halldór Hall- dórsson. 20.00 Um okkur. Jón Gústafs- son stjórnar blðnduöum þætti fyrir unglinga. 204» Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 Útvarpssagan: .Morgun- verður meistaranna" eftir Kurf Vonnegut. Þýðingu gerði Birgir Svan Slmonar- son. Glsli Rúnar Jónsson flytur (3). 224» Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 72.35 Galdrar og galdramenn. Umsjón: Haraldur I. Har- aldsson. (RÚVAK). 23.05 Djasssaga: — Jón Múli Arnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 21. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Hreinn Hákon- arson, Söðulsholti, flytur (a.v.d.v.). A virkum degi. Stefán Jökulsson, Marla Marlusdóttir og Ólafur Þórö- arson. 7.25 Leikfimi. Jónlna Bene- diktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Rósa Björk Þorbjarnardóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Trltlarnir á Titringsfjalli" eftir Irina Korschunow. Kristln Steinsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 920 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 9.45 Búnaðarþáttur. Öttar Geirsson spjallar um fræðslustartsemi Búnaðarfé- lags Islands. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 .Égmanpétlö" Lög trá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11J0 Galdrar og galdramenn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1320 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jansdóttir. 13.30 Lög eftir Yoko Ono og David Bowie. 14.00 .Þættir at kristniboðum um vlöa verðld" eftir Clar- ence Hall. Blóð plslarvott- anna — útsæði klrkjunnar. Plslarvottar I Ecuador. (Fyrsti hluti.) Astráður Sigurstein- dórsson les þýðingu slna (14). 14.30 Mlödegistónleikar. 14.45 Popphólfið. — Sigurður Kristinsson (RÚVAK). 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskré. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar: Planó- tónlist. a. Ingrid Lindgren leikur .Er- otikon" op. 10 og Serenöðu I d-moll eftir Emil Sjðgren. b. Grant Johannessen leikur .Sous les Lauriers Roses" eftir Deodat de Severac, Þrjá þætti op. 49 og .Bourrée" úr Svltu op. 14 eftir Albert Roussel. 17.10 Slðdegisútvarp — Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. — 18.00 Snerting. Umsjón: Glsli og Arnfiór Helgasynir. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 1925 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Jórunn Olafsdóttir frá Sðrla- stööum talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Spjall um þjóðfræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. b. Tvær slóðir I dðgglnni. Sigrlöur Schiöth les Ijóö eftir Valdimar Hólm Hallstaö. c. Meö Vestu til Isafjarðar. Alda Snæhólm Einarsson flytur frumsaminn frásógu- þátt. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 2120 Útvarpssagan: .Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnengut. Þýöinguna gerði Birgir Svan Slmonar- son. Glsli Rúnar Jónsson flytur (4). 22.00 .Þú gafst mér, drottinn, nokkur lltil Ijóð." Gunnar Stefánsson les úr slðustu Ijóðum Davlös Stefanssonar frá Fagraskógi. 22.15 Veðurfregnir. Fréttlr. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2225 I sannleika sagt. Um vega- og samgöngumál. Umsjón: Önundur Bjðrnsson. 23.15 islensk tónlist. Sinfónfuhljömsveit Islands leikur. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngvari: Sig- urður Björnsson. a. íslensk lög I útsetningu Karls O. Runólfssonar. b. Þrjú lög úr „Pilti og stúlku" eftir Emil Thorodd- sen. c. Ljóöræn svlta eftir Pál Is- ólfsson. 23.45 Fréttlr. Dagskrérlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.