Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 59
stundum stormasamri ævi lauk fyrr og skyndilegar en nokkurn hafði grunað. Greiðasemi, um- hyggju og rausnar hennar njótum við ekki lengur né þeirrar skemmtunar og ánægju sem því fylgdi að hitta hana. Mest hafa þau þó misst Páll og Rannveig og þó einkum sonarsynirnir þrír. En bót er það nokkur að eiga minn- inguna um öndvegiskonu, svo og það að hennar skyldi ekki bíða hnignun og langvarandi strfð við sjúkdóma og dauða. Hún gekk glöð og starfsöm til daglega verka og heimsótti vinafólk sitt sinn síð- asta ævidag. Hún lifði og dó með reisn. Már Pétursson Síðla kvölds föstudaginn 11. janúar sl. hringdi til mín frændi minn, Björn Pálsson á Löngumýri, og sagði mér lát Árdísar systur sinnar. Ég vissi reyndar að Árdís hafði ekki gengið heil til skógar um skeið og hafði veikst snögglega nóttina áður og verið flutt á sjúkrahús. En mér varð mikið um þessa frétt, ætlaði vart að geta áttað mig á þessu eða sætt mig við það. Einhvern veginn fannst mér dauðinn hlyti að vera svo órafjar- lægur, þegar um var að ræða svo lífsglaða atorkukonu á góðum aldri eins og Árdís var. Árdís Pálsdóttir var fædd á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 25. nóvember 1916. Voru foreldrar hennar Páll Hannesson bóndi þar og kona hans, Guðrún Björnsdótt- ir. Árdís var yngst systkina sinna þeirra er upp komust, en þau Guð- laugsstaðahjón eignuðust 12 börn. Faðir minn, Guðmundur Hannes- son prófessor, og Páll á Guð- laugsstöðum voru bræður. Þó langt væri milli heimila þeirra bræðra og störf þeirra ólík var samband þeirra afar náið og inni- legt alla tíð. Um það vitna bréfa- skipti þeirra. Ég minnist ferða með föður mínum norður í land á hestum, þegar ég var unglingur, og heimsókna að Guðlaugsstöðum fyrr og síðar. Þar sat gestrisnin í öndvegi og dugnaður og mynd- arskapur húsráðenda alkunnur. Ég kynntist að sjálfsögðu fyrst þeim frændsystkinum mínum á Guðlaugsstöðum sem voru á svip- uðum aldri og ég sjálf, þeim Hannesi og Birni. Síðar Bergi, Guðmundi, Huldu, Halldóri og Árdísi. Nú eru fjögur þeirra látin: Bergur, lést milli tvítugs og þrí- tugs, Hannes á Undirfelli, Halldór búnaðarmálastjóri og nú sfðast Árdís. Eftir lifa Björn, fyrrver- andi alþingismaður, Guðmundur, bóndi á Guðlaugsstöðum, og Hulda, húsfrú á Höllustöðum. Þegar Árdis fluttist til Reykja- víkur tókst með okkur mjög góð vinátta, þrátt fyrir aldursmun. Hún hafði þá lokið námi í hár- greiðslu á Ákureyri og aflaði sér sfðan meistararéttinda í þeirri grein og setti fljótlega á stofn eig- in hárgreiðslustofu í Reykjavik. Hvarvetna var Dísa hrókur alls fagnaðar, glaðleg, hressileg og hreinskiptin. Þó var líf hennar ekki alltaf neinn dans á rósum. En lífsgleðin var einstök, smitandi, alltaf var Dfsa einhvern veginn gefandinn, aðrir nutu góðs af. Nú er æviskeið þessarar frænku minnar og góðu vinkonu á enda. í mfnum huga er tómarúm, sem erf- itt er að fylla. Við sögðum stund- um, frændfólkið, í gamni og alvöru að það fæddist aðeins ein Dísa á heilli öld. Sárastur er þó söknuður einkasonar Árdísar, Páls Hann- essonar, Rannveigar konu hans og sonarsonanna þriggja, svo og systkina hennar. Ég bið þeim öll- um huggunar. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðmundsdóttir Hinn 25. nóvember 1916 fæddist þeim Guðlaugsstaðahjónunum, Guðrúnu Björnsdóttur, húsfreyju, og Páli bónda og hreppstjóra Hannessyni, 10. barnið. Það var rauðhærð stúlka, sem þau gáfu hið vonglaða nafn Árdís. Alls eignuð- ust þau hjón 12 bðrn, 7 þeirra MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 59 komust til fullorðinsára og einn son misstu þau uppkominn. Árdís ólst upp í tápmiklum systkinahópi sem síðar átti eftir að láta mikið að sér kveða í þjóð- lífinu eins og þau eiga kyn til og Árdís var engra eftirbátur. Hún leitaði víða mennta, var einn vetur við nám á Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk prófi úr Sam- vinnuskólanum vorið 1936, eftir tveggja vetra nám þar. Næsta ár hóf hún nám í hárgreiðslu og við hárgreiðslu starfaði hún alla ævi. Árdís var mikil félagshyggju- kona og tók þátt f félagsmálum stéttar sinnar af þeim eldhug og þeirri atorku, sem henni var í brjóst lagin. Hún sat í stjórn Hár- greiðslumeistarafélags íslands f 18 ár, þar af var hún 10 ár formað- ur. Hún var fulltrúi í stjórn Vinnuveitendasambands Islands 1965—1970. I 8 ár var hún fulltrúi f Iðnráði og sat einnig í prófa- nefnd hárgreiðslumeistara í 8 ár og í skólanefnd fagskólans sat hún líka fyrstu árin, sem hann starf- aði. Áð ofangreindu má sjá að Árdís hefur unnið starfsgrein sinni mikið gagn og fórnað mikl- um tíma og orku iðngreininni og stéttarfélögum sínum til heilla. Slík störf eru sjaldan ofþökkuð. Árið 1959 var Soroptimista- klúbbur Reykjavíkur stofnaður og var Árdís einn stofnfélaganna. I klúbbnum starfaði Árdfs til ævi- loka og vann málefnum þeim, sem klúbburinn fékkst við, ómetanlegt gagn. Árdís sat tvívegis í stjórn klúbbsins og átti einnig sæti f stjórn styrktarsjóðs hans. En markmið styrktarsjóðsins er að styðja til náms ungmenni sem höllum fæti standa f samfélaginu. Hugur Árdísar til þessarar við- leitni styrktarsjóðsins og þeirra ungmenna sem stuðning klúbbsins hlutu var heill og ótrauður og vilj- um við klúbbféiagar hennar þakka bæði henni og fólkinu hennar fyrir norðan þá liðveislu og aðstoð sem þau hafa veitt okkur í áranna rás. Sfðastliðið sumar kenndi Árdis lasleika og fór f hjartaþræðingu og nú er hún öll, skyndilega og óviðbúið okkur vinum hennar og félögum. Hún lést 11. janúar síð- astliðinn. Húnaflói breiðir víðan faðm móti norðri, fjallgarðar fagrir á báða vegu flóans en grasgefnir dalir með laxám og vfðar, gjöfular heiðar inn til landsins. Árdfs bar sterkt svipmót heimabyggðar sinnar, hreinskiptin, broshýr og hlý, gjöful og greiðvikin en orð- hvöt á stundum og skipti engu, hver í hlut átti, fyndist henni réttu máli hallað eða hlutur lítil- magna fyrir borð borinn. Og þann- ig munum við Soroptimistasystur Árdísar minnast hennar með þökk, virðingu og söknuði. Einkasyni hennar, Páli Hannes- syni, og tengdadótturinni, Rann- veigu Halldórsdóttur, og sonum þeirra þremur sendum við samúð- arkveðjur. Guðrún Halldórsdóttir Dísa í Femínu er dáin. Það er einkennilegt og ennþá óraunveru- legt, eins og sjálfsagt alltaf þegar eldhresst fólk hverfur skyndilega sjónum. Hún var nefnilega svo lifandi — rautt hár, ábúðarmikill svipur, umbúðalaust tal — það sópaði að henni. Mér varð þú þannig við þegar ég frétti andlát hennar, að segja fyrst, eins og flón: En þá get ég ekki skilað henni blöðunum sem hún lánaði mér. Svona erfitt var að skilja að hún væri ekki lengur til — að hvorki yrði skilað blöðum né öðru, og þó fyrst og fremst það að tækifærið til að þakka Dfsu og knúskyssa hana fyrir allt það sem hún hefur verið mér, er glatað að eilffu. Dísa og móðir mfn voru æsku- vinkonur og vinátta þeirra órjúf- andi. Dísu man ég frá þvf ég fór fyrst að muna eftir mér. Hár- greiðslustofuna Femfnu rak hún fyrst í Aðalstræti. Þangað kom ég oft barn, fannst þekkta exótfskur staður. Það kom fyrir að hún stráði glimmer í hár viðskiptavina — flott, og hafði á sér ævintýra- blæ. Svo kom að því, að ég settist sjálf í stólinn, sennilega hefur það verið fermingargreiðsla, þá var Femína orðið stórveldi á Lauga- veginum. Ég skellti fyrir framan hana mynd af fegurðardrottningu fslands það árið, þetta var á gömlu góðu Tívolídögunum. Svona átti hárgreiðslan að vera. Basta. Þá sagði Dísa mér vafningalaust, að svona hárgerð hefði ég bara alls ekki. Að ég væri nú hvorki gyldenblond né fðilfögur rann nú svona smátt og smátt upp fyrir mér, og ég komst niður á jörðina. Svona var Disa. Ákveðin, hreinskilin og sagði meiningu sfna umbúðalaust. Þetta var hennar háttur. Hún var sjálfri sér sam- kvæm og fór aldrei með veggjum. Hve margir eru þannig? Fáir. Ja, og svo jólaboðin ógleyman- legu. Þar var Dísa f essinu sínu, stýrði af skörungsskap fornum jólaleikjum sem ég kann nú ekki lengur að nefna (nema púkkið). Ellegar veitingarnar, sem voru með ólíkindum. Þetta voru sko engar venjulegar samkundur, heldur galdur og ævintýr. Elsku Disa mín reyndist mér ævinlega vel. Hún var ræktarleg við mig og Gunnar bróður, bar hag okkar mjög fyrir brjósti, gladdist með okkur þegar vel gekk. Enga fullorðna manneskju var eins gaman að fá f heimsókn og Dfsu þau ár sem ég bjó í Kaup- mannahöfn. Það var eins og hún kæmi með landið sjálft i fanginu, jarðbundin og traust. Æ, hún var svo lifandi, að það er hreint ógerlegt að hugsa sér hana dána. — Síðast hitti ég hana af tilviljun í Kjötmiðstöðinni, nokkru fyrir jólin. Hress að vanda og var að velja ávexti og sælgæti fyrir sonarsynina, sem voru vænt- anlegir í heimsókn síðdegis og skyldi ekki kastað til þess hönd- um. Búraleg, með mandarinur og valið kex í körfu. Páll, einkasonur Disu, kona hans og synir hafa misst óum- ræðilega mikið. Ég finn sárt til með þeim og sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Mér verður líka hugsað með samúð til Huldu, syst- ur hennar, og bræðranna tveggja, sem eftir lifa. Vinir Dísu hafa líka misst mik- ið. Góðan og traustan vin, einstak- an og skemmtilegan persónuleika. Ég finn það best á móður minni — hún stendur í höm. Hún Árdís Pálsdóttir verður hluti af vinum sfnum til æviloka. Það fennir ekki strax í sporin hennar. Guðrún Ægisdóttir. Árdís Pálsdóttir, hárgreiðslu- meistari, lést í Borgarspítalanum þann 11. þ.m. Hún hafði kennt sjúkleika um nokkurn tíma, en vegna dugnaðar og viljaþreks stundaði hún vinnu sína til dauða- dags. Foreldrar Árdfsar voru þau merku hjón Guðrún Björnsdóttir og Páll Hannesson á Guölaugs- stöðum í Blöndudal, en þar bjuggu þau stórbúi um langa hríð, rómuð fyrir rausn og myndarskap og sérlega góða umgengni bæði utan húss og innan. Ekki verður ætt Árdísar rakin nánar hér, en geta má þess að for- feður hennar voru bæði félags- hyggju- og athafnamenn og þá eiginleika fékk hún að erfðum. Árdís var yngst þeirra lands- kunnu Guðlaugsstaðasystkina. Hún dvaldi í foreldrahúsum sín æsku- og uppvaxtarár, en fór síð- an til náms að Laugarvatni og i Samvinnuskólann. Að loknu prófi þar hélt hún til Akureyrar og lærði hárgreiðslu, fékk síðan meistararéttindi f þeirri iðn og rak eigin stofu, „Hárgreiðslustof- una Feminu“, um langan tfma, en síðustu árin stundaði hún hár- greiðslu á heimili sfnu. Á Akureyri gengu þau í hjóna- band, Árdís og Hannes Marteins- son húsasmiður, en slitu samvist- ir. Sonur þeirra, Páll, sem ber nafn afa síns, er lærður húsasmið- ur, mikill dugnaðarmaður og góð- ur sonur, kvæntur Rannveigu Halldórsdóttur fá Hróarsholti i Flóa, ágætri konu. Þau eiga þrjá unga og efnilega syni og bar amma þeirra mikla umhyggju fyrir velferð þeirra. í starfi sínu naut Árdfs mikilla vinsælda, bæði fyrir lagvirkni og kunnáttu, enda fór hún margar ferðir til annarra landa í þeim er- indum að endurhæfa sig i starfinu og fylgjast með nýjungum, sem voru að gerast á þeim vettvangi. Þá má ekki gleyma glaðværð hennar og þeim hressandi blæ, sem ávallt fylgdi henni og hóf aðra upp yfir hversdagsleikann. Margar konur voru viðskiptavinir hennar árum saman, jafnvel ára- tugum og sakna nú vinar í stað. Félagsmál lét Árdís til sín taka, hún var um tíma formaður Félags hárgreiðslumeistara. Sinnti hún þar, sem annarsstaðar, verkefnum sínum af samviskusemi og alkunn- um dugnaði. Þar sem saman kom gott fólk á gleðistundum, var Árdis hrókur alls fagnaðar og vakti allra at- hygli. Réð þar mikill persónuleiki hennar ásamt skemmtilegu frá- sagnarefni, er hún setti fram á sinn sérkennilega hátt, því kímni- gáfu átti hún i rikum mæli. Á merkisdögum í lífi sínu hélt hún veislur góðar. Söfnuðust þá til hennar vinir og vandamenn, naut sfn þá vel hennar meðfædda rausn og höfðingsskapur. Þriðjudaginn 22. þ.m. verður Árdís jarðsett í fjölskyldugrafreit heima á Guðlaugsstöðum. Þá er ferðinni lokið, þar sem hún var hafin. Hún hafði, eins og flestir aðrir, átt sínar gleðistundir og sína erfiðleika. Á erfiðleikunum sigraðist hún og ævinlega dugði hún best, þegar mest á reyndi. Það er háttur þeirra, sem mikið fá í vöggugjöf. Að leiðarlokum viljum við hjón- in færa henni innilegar þakkir fyrir vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum og biðjum Guð að blessa för hennar og heimkomu til þess staðar, sem henni er búinn. Kamma og Jón Benediktsson, Höfnum. Mér er ljóst að nokkur fátækleg kveðjuorð megna illa að tjá þá til- finningu sem minningarnar um Dísu vinkonu mína vekja með mér. Við Dfsa vorum búnar að þekkjast yfir 30 ár. Ég man vel eftir okkar fyrstu kynnum. Ég hálf kveið fyrir því. Þetta var á árshátíð hárgreiðslu- kvenna í gamla Sjálfstæðishúsinu og við fjögur ungmenni áttum að sitja við sama borð og Dísa. Ég hélt að þetta yrði afskaplega hátíðlegt, og ég þyrði ekki að segja orð þar sem meistarinn yrði með. En svo birtist Dísa í dýrðlega fal- legum síðum svörtum kvöldkjól og rauða hárið hennar var eins og geislabaugur um andlitið. Ég féll í stafi af undrun því mér fannst hún eins og drottning, svo skelli- hló hún og heilsaði með sinni með- fæddu kátínu og hressilegri fram- komu. Eftir þessi fyrstu kynni höfum við verið vinkonur í gegn- um gleði og sorg f okkar lífi. Ég vann hjá henni eftir þetta fyrst á gömlu Feminu f Aðalstræti og sfð- ar á nýju Femínu á Laugavegi 19. Dísa var frábær vinnuveitandi, það gustaði oft af henni, þvf hún var afskaplega dugleg og mjög góð hárgreiðslukona og það vita allir, sem til þekkja. Ég hef því miður ekki tölu yfir þá lærlinga sem út- skrifuðust frá henni en þeir eru margir. Dísa var mjög trygglynd og gat ég alltaf leitað til hennar, ef á þurfti að halda og veit ég að svo var um fleiri. Allt sem gerst hefur f lífi okkar beggja, höfum við tekið þátt í hvor með annarri bæði í sorg og gleði. Sannarlega verður söknuður vina Dísu mikill, því hún var stórbrotinn persónuleiki. Höfðingi heim að sækja og alltaf tilbúin að hjálpa öllum sem leit- uðu til hennar. Ég mun sakna sfm- tala okkar sem oft urðu nokkuð löng, og eins að hún kemur ekki við þegar hún skrapp í bæinn. Ég þakka Dísu minni fyrir tryRKÖ og vináttu í gegnum árin við mig og mitt fólk. Elsku Páll, Rannveig og dreng- irnir. Minning um góða móður, tengdamóður og ömmu lifir um ókomin ár. Mínar dýpstu samúð- arkveðjur til allra f fjölskyldunni. Blessuð sé minning Árdfsar Páls- dóttur. Lína Mig langar að minnast f fáein- um orðum Árdísar Pálsdóttur vinkonu minnar eða Dísu, eins og hún var kölluð. Hún lést 11. þessa mánaðar. Minningarnar eru margar sem á hugann leita þegar hugsað er til baka. Það var einni part sumars 1945 að ég kynntist Dísu. Ég, þá fimmtán ára unglingur, hóf nám hjá henni. Ég dáði hana fyrir sitt létta og góða skap. Dísa eignaðist hárgreiðslustof- una Femina árið 1942 og gekk það sama ár í félagið. Var hún þá nýkomin til Reykja- víkur frá Akureyri. Þar lærði hún hárgreiðslu hjá Steingerði Árna- dóttur. Dísa var fyrst kosin í stjórn félagsins árið 1945, sem rit- ari. Hún hafði mjög fallega rit- hönd og fórst henni ritarastarfið vel úr hendi eins og öll önnur fé- lagsstörf. 12. maí 1958 gerðist hún for- maður félagsins og gegn þvf starfi í 10 ár. Hún var aðalhvatamaður að stofnun Sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara og fyrsti formaður þess. Aðaltilgangur með stofnun Sambandsins var að efla samstarf meðal hárgreiðslufólks á Norðurlöndum. Starfið var f mörgu fólgið. Til dæmis voru hatdnar keppnir milli Norðurland- anna f hárgreiðslu og hárskurði. Sat hún marga fundi Norður- landasambandsins fyrir okkar hönd og kom með ýmsar nýjungar heim, sem við öll nutum góðs af. Hún var fulltrúi okkar hjá Vinnu- veitendasambandi Islands um áraraðir, fulltrúi í iðnráði, f prófa- nefnd og ýmsum öðrum nefndum. Dísa var gerð að heiðursfélaga á 50 ára afmæli Hárgreiðslumeist- arafélagsins 29. nóv. 1981. Vann hún mikið og óeigingjarnt starf f þágu stéttarinnar. Við minnumst hennar með þakklæti f huga. f.h. Hárgreiðslumeistara- félags íslands, Arnfríður fsaksdóttir. Jarðarfarar- skreytingar Blóm, kransar, krossar. Græna höndin Gróðrastöð við Hagkaup, sími 82895. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 3Z2I3 <>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.