Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 OPUS 4 KRISTINN SIGMUNDSSON Ég hef þörf fyrir persónuleg samskipti — og ég þekki engin samskipti jafn stórkostleg og sönginn Kristinn Sigmundsson söng í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, fór í líffrsði, kenndi söng í kór, talaði um bananaflugur. En svo urðu banana- flugur liðin tíð, hann ierði í Söng- skólanum, síðan í Vín og tók þar þátt í keppni eins og þeim sem var sýnd í sjónvarpinu um mánaðamótin nóvember/desember. Þegar keppn- in verður sýnd, fáum við að sjá hann með, því af 300 manns komst hann í úrslit ásamt nokkrum öðrum. í Óperuskólanum í Vín söng hann Don Giovanni, rakarann í Sevillu í fslensku óperunni, ekki slæmt fyrir nýgræðing. Bráðum er hann enginn nýgræðingur, eiginlega er hann orð- inn stór og söngvarí, nóg hefur hann sungið aukinheldur gefið út plötu, meira að segja metsöluplötu þeir Kristinn og Jónas. í desember skrapp hann heim frá Washington þar sem hann teigar í sig söngfræði af vörum úrvals kennara. Hann not- aði tímann hér og tróð meðal annars upp sem nautabaninn, ástmögur Carmenar og söng nautabanaríuna giska vel. Hvunndags er hann í gallabuxum, myndarlegum leðurstígvélum, skyrtu og peysu, stundum í kjólföt- um, brosmildur og hláturgjarn, þá leynir bassinn sér ekki, á undur auðvelt með að tala við alla eins og hann hafi þekkt þá frá frumbernsku. Einni litlu stelpunni sem söng í Carmen fannst að Kristinn nauta- bani hlyti að geta hnoðað nautinu saman í einn kökk. Það eru víst margir sem fylgjast með söngferli Kristins af áhuga og óska þess að hann beri gæfu til að nýta sér hæfileika sína til hins ýtr- asta. Röddin er nefnilega ekki allt, það þarf góðan skrokk og ekki síst karakter til að fylgja henni eftir. En það veit hann Kristinn manna bcst Hvað þarf að hafa til að geta orðið góður söngvari? Flestir einblína Ifk- lega á röddina? KS: Það þarf heilbrigða rödd og söngvari þarf að hafa gert sér ein- hverja hugmyndir um hvað hann ætlar sér með röddinni. Röddin þarf ekki að vera falleg, þó mörg- um kunni að þykja það undarlegt. Hún þarf heldur ekki að vera sterk. Þetta á kannski einkum við um ljóðasöngvara. En þeir hafa þá karakter, sterkan karakter, og það er kannski hann sem skiptir mestu máli þegar allt kemur til alls. Röddin ein sér er í raun ekk- ert annað en verkfærið sem er unnið með, ekkert annað en hljóðfærið. Söngvari þarf að hafa hugmynd um hvað hann ætlar sér með röídd- inni, hvað tilfinningar hann vill laða fram í því sem er fengist við, gera sér grein fyrir tilfinninga- legu innihaldi þess sem er sungið og koma því til skila. Hann þarf að hafa hæfileika til að koma skila- boðunum til áheyrenda. Við getum tekið tvo söngvara til dæmis sem syngja jafn fallega tóna, eru tæknilega jafn góðir. Annar er feiminn, er hálfpartinn á svipinn eins og hann segi: Horfið ekki á mig en þið megið svo sem hlusta. Svo er hinn, ákveðinn í að ná til áheyrenda. Þar skilur eiginlega á milli feigs og ófeigs. Ég veit til að söngvarar hafa haft allar forsend- ur til að geta orðið góðir söngvar- ar en haft persónulegar hömlur, ekki getað opnað sig og ekki orðið verulega góðir fyrr en eftir sál- fræðimeðferð. Já, það er allt til... Geturðu lýst söngnámi, hvernig er þér t.d. kennt? KS: Það er að hluta til almennt tónlistarnám, sem var sumpart sjálfsnám hjá mér, því ég fór svo- lítið seint af stað, mátti ekki vera að því að sitja í tímum. í söngnum sjálfum var námið upphaflega mjög teknískt. Hjá Guðmundi Jónssyni, sem var fyrsti kennar- inn minn, var lögð megináhersla á sérhljóðamyndun. Það er erfitt að fá þá skýra í söng, ú er erfiðasti sérhljóðinn. Guðmundur lítur eig- inlega á söng sem framhald af tali. Það er auðvitað hægt að ropa einhverjum bassa eða kreista úr sér tenórrödd, en ef það er ekki þín eiginlega rödd, þá gengur hún ekki heldur í söng. Eg var heppinn að vera hjá Guðmundi þarna fyrst, ég er í raun enn að vinna úr ýmsu því sem hann kenndi mér. I Vín var svo enn bætt við, t.d. í sambandi við öndun. Ég var hálf- gert öndunarfenómen á tímabili. Þar var ég svo heppinn að fá und- irleikara sem starfaði í óperunni. Hún kenndi mér ótrúlega mikið í sambandi við ýmis óperuhlutverk, kom mér vel inn í þau. Sá sem ég er hjá núna. Bullock, byggir sína kennslu á líffræðilegum grunni, sem hentar mér ákaflega vel. Söngnám er dálítið skrýtið nám, því þarna er verið að læra á hljóð- færi, sem við vitum ekki alveg hvernig er. Fiðluleikari veit ná- kvæmlega hvernig hljóðið verður til, en það er ekki hægt að segja það sama um röddina. En í nám- inu er a.m.k. verið að þjálfa þetta apparat og um leið eiginlega allan skrokkinn. Söngvari notar allan líkamann fyrir ofan mitti. Það þarf t.d. að læra að nota líkamann til að styðja undir tónana sem eru sungnir. Það sem gerir svo söngnám enn óáþreifanlegra er að hver kennari hefur sína aðferð og eiginlega sitt mál. Þeir nota mikið líkingamál, því það er ekki hægt að festa hendur á því sem gerist þegar sungið er nema í mjög grófum dráttum. Meginatriðið í söngnámi og jafnframt það erfiðasta er að gera sér grein fyrir því að við sjálf heyrum röddina í okkur öðruvísi en aðrir heyra hana, heyrum hana skærari, hærri en aðrir. Allir sem læra söng hafa líklega einhvern stórsöngvara sem þeir líta upp til og vilja líkjast, búa svo til hljóð sem þeim finnst líkjast fyrir- myndinni en eru í raun allt öðru- vísi fyrir þá sem hlusta. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég fór að vinna með segulband. Eg tek söngtímana upp og hlusta svo á þá heima á eftir. Þá fyrst er hægt að læra að átta sig á hvað heyrist og hvernig röddin hljómar, því það sem kemur vel út í eyrum áheyr- enda hljómar ekki endilega vel í mínum eyrum. Það er ekkert erfitt að skilja þetta en það er erfitt að sætta sig við það, gangast við rödd sinni og læra að beita henni þann- ig að tónninn verði eins og ég hafði hugsað mér hann, þó ég heyri hann svo öðruvísi. Þetta hefur í för með sér að ég heyri mig oft með kvenlega rödd á háum tónum og er að læra að hræðast það ekki. Það er erfitt fyrir karlmenn að venjast því að heyra röddina kvenlega, þeir hræðast allt kvenlegt. En aðrir heyra hana ekki þannig, heyra barítón. Þú byrjaðir sem bassi, en syngur nú barítón. Hvers vegna? KS: Einfaldlega vegna þess að röddin er að leita í sinn eðlilega farveg. Ég held að þeir sem hafa hlustað á ekta bassa, Boris Krist- off eða þá Jón Sigurbjörnsson, átti sig á því að mín rödd er miklu grennri og tilkomuminni þarna niðri en þeirra. Það sem gerist í náminu og þegar ég syng er að röddin leitar í það horf sem henni er eðlilegast. Það er aldrei hægt að beygja röddina undir sinn vilja, breyta henni, nema þá í stuttan tíma. Það getur haft hryllilegar afleiðingar. Fólk sem hefur verið flokkað og þjálfað ranglega í byrj- un hefur stórskemmt í sér rödd- ina. Þessi þjálfun mín er svolítið eins og vegagerð, þó skrýtið sé. Það er ekki verið að breyta rödd- inni, heldur byggja hana upp. Ég hafði mjög litla hæð þegar ég byrjaði, gat ekki sungið hærra en djúpir bassar, en röddin hefur ver- ið að hækka gegnum árin, ég er búinn að bæta miklu við. Aður en ég byrjaði að læra, gat ég sungið upp á e, en nú kemst ég upp á d fyrir ofan háa c-ið í skölum. Þetta myndi ég aldrei gera á konsert en það gefur sálarstyrk og svigrúm að vita af þessu. En svo gripið sé til líkingamáls er það svokallaður raddlitur sem skiptir máli, ekki raddsvið. En ég hef sáralítið misst af botninum, neðsta sviðinu, þó ég noti það lítið, breytingin er á efra sviðinu. Þér er þá kennd tækni til þess að auka raddsviðið? KS: Já, mér er kennd tækni til þess að nota sérstaklega efri hluta raddsviðsins. Það var alltaf fyrir hendi en ég vissi ekki almennilega hvernig ég átti að ná því. Þetta er í samhengi við gerð barkakýlisins í mér, lengd raddbandanna og svo framvegis. Svo er ákveðinn vöðvi sem liggur meðfram raddböndun- um, sem er þjálfaður til að ná þessum hátónum. Hann þjálfast við að syngja þá, þeim mun meira sem þeir eru sungnir, því þjálfaðri verður hann. Ég veit ekki af þess- um vöðva frekar en aðrir og það veit enginn hvernig á að draga hann saman öðruvfsi en bara að syngja. Annað sem tengist söngtækni og hátónum er hvar tónarnir hljóma í líkamanum. Lágir tónar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.