Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 61 Skógar hverfa, vötn deyja og fornar byggingar grotna Reynt aó rækta attur upp akóg í örtoka landi á Kýpur. En akógarnir hjálpa til viö aó halda rakajafnvægi i jaróveginum og binda hann. Þegar þeir eru horfnir, týkur jarövegurinn gjarnan burt. Unnið aó viógeróum á stein- liataverkunum á Weatminater Abbey dómkirkjunni í London, - r "V nt. i ^ \ Mörgum eru akógarnir yndiaauki og heilaubrunnur, aem akaói væri aö miaaa. áhrif súrefnisins í andrúmsloftinu og mynda ný efnasambönd með alls konar aðskotaefnum úr brennsluefninu. Þetta berst sem reykur út í andrúmsloftið frá iðju- og orkuverunum. Og reykurinn sá virðir engin landamæri. Hann berst með vindum og í loftlögunum og hvert hann berst fer eftir vindum og snúningi jarðar, svo að landið sem framleiðir mengaða reykinn situr ekki uppi með hann. En allt sem fer upp kemur niður, var einhvern tíma sagt. Það á við um mengunina líka. Efnin í reyknum leysast auðveldlega upp í vatni og þannig koma þau með regninu aftur niður á jörðina. Sagt er að þessi efni sýri úrkomuna og áhrifin koma víða fram þar sem regn fellur. Þetta er ósýnileg mengun, en hægvirk áhrif hennar eru engu að síður mjög skaðleg. Þannig barst mengunin frá iöjuverunum upp í háloftið, leys- iat upp i vatninu og kemur niöur aem aúrt regn — og eyöir lífi í vötnum og skógum. Aðvörun eins og hiti í sjúklingi Áhrifin fara ekki leynt lengur. Skógarn- ir, fisklaus stöðuvötn og skemmdar bygg- ingar bera þessa óræk merki og skemmd- irnar blasa við augum. Til dæmis eru höggmyndirnar á Lincoln-dómkirkju í Bretlandi, sem um 1910 voru fagurlega löguð og fínleg listaverk, nú ekkert annað en formlausir klumpar, svo mjög hefur steinninn grotnað, enda stendur kirkjan í beinni vindátt frá raforkuverinu í Trent- side. Þegar er búið að eyða 5 milljónum sterlingspunda í endurgerð steinskúlptúra og viðgerðir á fjórum stoðbogum á suður- hlið Westminster Abbey dómkirkjunnar í London. En bogarnir voru gerðir fyrir að- eins 90 árum og verður nú að vinna þá frá grunni. í Kölnardómkirkju í Þýskalandi er nú verið að fjarlægja og endurvinna 15. aldar listaverk úr sandsteini á kórveggjum við hliðina á 19. aldar verkunum. Áður en fimm ár eru liðin er talið að ekkert af upprunalegu verkunum verði eftir. Arki- tektinn sem verkinu stjórnar sagði dapur í bragði að nú mætti horfa upp á það að kopíur kæmu í stað miðaldalistaverkanna. Fiskur í vötnum og ám Bretlands hefur orðið verulega fyrir barðinu á mengun- inni. Einkum er snjóbráðin hættuleg þegar skaðlegu efnin sem safnast hafa og bund- ist í frosnu vatni í nokkurn tíma losna skyndilega út í árnar. Þá verður sýrustigið í vatninu seiðum og ungfiski að bana. Af 90.000 stöðuvötnum í Svíþjóð eru 15.000 talin dauð. í Noregi hafa kannanir sýnt að fiskur hefur horfið úr 1.711 vötnum af 2.840 og í 941 er minnkandi fiskur. { Bret- landi berast fregnir um veruiegan sam- drátt í fiskveiðum frá vötnum í Skotlandi, Wales og Vatnahéruðunum og þar finnst engin skýring á fiskidauða, sem þó kemur heim og saman við hlákutima. Eftir því sem sýra vatnanna eykst týna lífverurnar í vatninu tölunni. Tálkn fiskanna ertast af ýmsum framandi efnum, sem sýran leysir Eina ráóiö til aö koma í veg tyrir eyðileggingu af aúru regni er aö koma í veg fyrir myndun þess meö því að atööva efnin á mengunar- staðnum í aö fara út í loftiö. Þótt reynt aó að sprauta kalki á land eöa í vötn, eina og hór sóat, þá er þaö ekki lækning heldur miklu fremur eina og aspirin til að lina sjúkdóminn til bráöabirgöa. úr umhverfinu. Þau bregðast við þessu með aukinni slímmyndun sem verður að lokum svo mikil að þeir kafna í eigin tálknslími. Þetta er hliðstæða við marga illskeytta öndunarsjúkdóma manna svo sem bronkitis og lungnabólgu. Sýrð vötn fyllast oft um tíma af slýþörungum, en að lokum drepast þeir líka og eftir stendur kristaltært, lífvana eiturvatnið. Trjádauðinn ógnar nú í rótgrónum skógum Evrópu og Ameríku og er að veru- legu leyti talinn afleiðing súra regnsins. Auk þess sem verulegt efnahagslegt tjón verður af vaxandi skemmdum í skógum Evrópu — svo sem eins og Svartaskógi þar sem menn hafa í aldir lifað af skógarhöggi og ekki síður á ferðamannastraumnum til skógahéraðanna — þá getur eyðing skóga haft veruleg líffræðileg áhrif. Lífverurnar í jarðveginum, sem halda honum við, drep- ast unnvörpum og efnaskipti plantnanna raskast. Skógarnir í Evrópu eru nú taldir ná yfir 5,2% af öllu landi þar og er það síst talið of mikið þegar miðað er við loftslag, raka og súrefni. Þetta hangir allt á sömu spýtunni. Skógarnir binda jarðveginn svo að hann skolast ekki burt, eins og hann hefur t.d. gert í eyðimörkinni sunnan Sa- hara, þeir halda grunnvatninu í jafnvægi, draga úr vindhraða og eru víða vörn gegn skriðuföllum. Vegna sívaxandi ræktunar á öðru landi og notkunar undir mannabyggð eru skógarnir að verða einu staðirnir sem geyma ákveðin lífríki. Og vegna þess hve gamlir þeir eru og hve margskonar skeið þeir hafa lifað veita þeir einstakt tækifæri til rannsókna á þessu samspili lifsins, sem ekki er kannski minnst um vert nú þegar lifandi umhverfi virðist vera að missa hæfileikann til að leiðrétta misvægi í náttúrunni. óheillamerkin að koma fram í ríkara mæli en fyrr. Loftmengun yfir landamæri Áhrif súru úrkomunnar eru hægvirk og ekki auðvelt að ráða bót á eftir að þeirra er farið að gæta að ráði. í meira en 20 ár hafa menn raunar haft áhyggjur af áhrif- um mengunar á skóga Evrópu og heimsins alls. Á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóöanna í Stokkhólmi 1972 var eitt af stóru málunum loftmengun yfir landa- mæri. Og margar ráðstefnur hafa verið haldnar síðan og nefndir starfað, m.a. á vegum Evrópuráðsins. En þar hefur Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs veitt að undanförnu forstöðu einni undir- nefndinni sem fjallað hefur um málið. Nú um stundir er eitt viðsjárverðasta efnið ozonið sem bílarnir spúa úr sér. Kemur það til viðbótar við brennisteins- og köfn- unarefnisoxíðin frá iðjuverunum. Þó telja margir vísindamenn að ekki séu í rauninni neinar óyfirstíganlegar tæknilegar hindr- anir í veginum fyrir því að hægt sé að hefjast handa við að stöðva þessa miklu mengun. Eini þröskuldurinn sé hinn mikli kostnaður. Talað er um að fjarlægja brennisteinsefni úr kolunum áður en þau eru notuð í orkuverum og verksmiðjum, að banna alfarið blý í bensíni til notkunar i bifreiðum o.s.frv. En allt gengur þetta sorglega seint. í Evrópu hafa fæst löndin staðfest Sáttmála Evrópuráðsins frá 1979 um loftmengun á langleiðum og yfir landamæri, hvað þá að þau séu farin að setja hjá sér lög til að koma aðgerðum í framkvæmd. Og á meðan dugir skammt þótt eitt og eitt land vilji og reyni að gera eitthvað í málinu. Ef ekki tekst samt sem áður að koma á brúklegum hegðunarregl- um í allri Evrópu í náinni framtíð á Evr- ópa á hættu að sitja uppi með svipað landslag og ámóta umhverfisvanda eins og nú blasir við sums staðar í þriðja heimin- um. Sama gildir um Kanada ef mengunin heldur áfram að koma norður yfir landa- mæri þess. Verndun umhverfisins er lífsspursmál á öld vísinda og tækni. Það er ekki aðeins okkar eigin kynslóð sem þarfn- ast ómengaðs lofts, skóga og jafnvægis í náttúrunni, óbornar kynslóðir eiga líka lif sitt undir því og kröfu á því. (Tekið saman af E-Pá. úr ýmsum heim- ikdum.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.