Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Þegar maðurinn á götunni sér meðbróður sinn aka fram hjá i stóra fína bflnum sínum dreymir hann um að einn góðan veðurdag muni hann sjálfur aka um i svona bfl. Þegar hinn maðurinn á göt- unni sér ökumanninn í fallega bílnum sínum dreymir hann um þann dag sem helvítið missir bíl- inn sinn svo að hann neyðist til að ganga eins og hinir. Svona geta markmiðin í lífinu verið misjöfn. Þessari skilgrein- ingu skaut upp í kollinum fyrir framan sjónvarpsskerminn á þriðjudagskvöld. Hún Vilborg var að gera grein fyrir því hversu hættulegt það gæti verið ef útvarp og sjónvarp yrðu frjálsir fjölmiðlar og óháðir ríkisvaldinu eins og blöðin okkar beggja. Svo gæti bara farið að einhverjir sem ættu aura vildu fara að útbúa og senda út efni handa okkur hinum. Síðan erum við hin svo skrýtin að verða feg- in ef einhver hefur fé til þeirra hluta sem gera skal, tala nú ekki um ef hann vill verja því í að fræða og skemmta okkur í stað þess að byggja höll yfir sjálfan sig eða eyða þeim á sig og sína á Broadway eða i einhverri lax- veiðiánni. Er nú ekki fremur von til þess að boðið verði upp á al- mennilega dagskrá og það meira að segja vandaða islenska fram- leiðslu ef menn geta og vilja leggja fé í það, hvort sem það eru félög eða samtök einstakl- inga af einhverju tagi, sem hafa áhuga á að bæta tónlistarvalið, þáttagerð eða hysja obbolítið upp tæknilegum gæðum. Kannski er þetta bara tómt píp. Við eigum bara að láta okkur dreyma um þann dag þegar allir eru orðnir að makráðum nöldr- urum sem ekki vilja og geta lagt í neitt. Ekki virðist það jrfir- gnæfandi viðhorf á íslandi um þessar mundir, með allri þessari grósku i menningarmálum sem byggð er á einstaklingum og samtökum sem vilja og þora. Það er auðvitað óskaplega vont ef menn vilja líka ávaxta sitt pund og afla peninga. Þó þykir ekki alvont að afla peninga í útlöndum og koma með þá inn i landið. Ekki er það samt ein- hlítt. Nýlega var fjögurra dálka fyrirsögn í 8Íðdegisblaðinu:„ Út- lendingar streyma til íslands i tannviðgerðir". Tannlæknir kvartaði sáran undan því að Bandaríkjamenn hafi löngum streymt hingað til lands í tann- viðgerðir og nú væru Evrópu- menn farnir að koma lfka, þar sem þeir sæju sér hag í því. Væri bara farið að hlægja að okkur á ráðstefnum erlendis fyrir ódýrar tannviðgerðir. Tannlæknar sem sagt farnir að afla gjaldeyris með góðum og ódýrum tannvið- gerðum á heimsmælikvarða. Ljótt ef satt er! Vinsælt er að allir séu jafnir, en menn vilja bara verða svo misjafnlega jafnir. Tökum af gefnu tilefni ríkisútvarpið, sem rembist árið um kring við að jafna og slétta allt út af mikilli samviskusemi. Einkum ef þessi varhugaverða tík sem gengur undir nafninu pólitík gægist í gáttum. Komi t.d. einhver frétt um það sem Reykjavíkurborg hyggst fyrir, hefur gert eða er að framkvæma, er kallað á borgar- stjóra eða annan fulltrúa meiri- hluta borgarbúa sem hafa kosið þá til að gera það sem gera skal í borginni, og síðan er kallað á fjóra fulltrúa minnihluta borg- arbúa til að andmæla eða reka það ofan i hann. Jöfnuður einn á móti fjórum. Þegar vinstri flokk- arnir voru í borgarstjórn var oftast kallað á þrjá til að gera grein fyrir því sem átti að gera og einn á móti. Þegar stjórnar- flokkarnir sem eru kjörnir full- trúar meiri hluta þjóðarinnar standa í stórræðum eru kallaðir til oddviti ríkisstjórnarinnar eða mest fulltrúar tveggja stjórnar- flokkanna. Og síðan til að berja á þeim og lýsa þetta sem þeir eru að gera mestu óráðsíu fjórir full- trúar minnihlutaflokkanna í landinu. Það er tveir á móti fjór- um. Þetta er hinn viðurkenndi ríkisrekni jöfnuður, sem gengur svo eins og kækur inn í umræðu- þætti um öll möguleg almenn mál. Leiðarar, þar sem er að finna stefnumótandi skoðanir dagblaðanna, eru lesnir í útvarpi — einn úr hverju eintaki af sum- um blöðum, tveir úr vissum ein- tökum annarra blaða, sem hafa fundið upp á því að skrifa auka- leiðara fyrir þá daga sem þeir ekki gefa út neitt blað. Semsagt 6 leiðarar úr 6 blöðum af Mbl. og jafnað með einum aukaleiðara úr gömlu blaði frá öðrum. Svona má fá afstæðan jöfnuð, ef vel er unnið. Annars er tiltölulega sjald- gæft að það sem fyrir ber í sjón- varpi nái að mynda gárur í sinn- inu. Miðillinn þeirrar náttúru að áður en maður getur velt málinu fyrir sér er komin ný setning og ný mynd sem ekki má missa af og svo koll af kolli. Þó gildir dá- lítið öðru máli með spekingana, Nóbelsverðlaunahafana, sem spjalla á hverju ári. Þeir síðustu nú í vikunni. Bæði setur maður sig i sérstakar stellingar til að missa nú ekki af einu orði, sperr- ir eyrun eins og hundur á verði,' og svona gáfaðir menn setja skoðanir sínar fram á svo skýran og einfaldan hátt að vandalaust er að meðtaka. Hafa svo mikla yfirsýn og eru yfir það hafnir að rembast við að gera sig gildandi. T.d. var nú gaman að heyra þá spá um það hvaða tegund vfs- inda verði efst á baugi eftir 20 ár. Læknarnir, eðlisfræðingarnir og efnafræðingurinn voru sam- mála um að þá mundi mest at- hyglin beinast að heilanum, tauga- og ónæmiskerfinu. Rubea sagði meira að segja að það sem fælist i mannslíkanum væri miklu mikilvægara en þekking á alheiminum. Hugsið ykkur, hvað getur komið út úr einbeittum rannsóknum á heilanum. Þegar vitað verður betur hvernig þetta merkilega tæki vinnur, fást kannski skýringar á ótal mörgu sem hingað til hefur flokkast undir eitthvað „duló“. Seinna fóru þeir að velta því fyrir sér hvort tðlvurnar mundu ein- hvern tima ná mannsheilanum. Töldu það sem betur fer óliklegt. Varla yrði hægt að gera tölvu og prógrammera hana til að hafa hugmyndaflug. Þannig gæti vél varla orðið gáfaðri en maðurinn, ef menn gætu þá nokkuð skil- greint hvað eru gáfur. Gaman var að heyra Nóbels- verðlaunahafana í vísindum segja frá því hvernig þeir hefðu lent í sínu fagi og á þeirri braut sem leiddi þá til þess árangurs sem raun ber vitni. Daninn Niels Jene hafði verið venjulegur hér- aðslæknir til fertugs er hann þurfti að afla sér aukatekna og fór til þess á rannsóknastofu f ónæmisfræði. Hefði allt eins get- að lent I aukavinnu í stjarn- fræðistöð. En þetta leiddi hann til ómetanlegra uppgötvana um ónæmiskerfi mannslíkamans. Eðlisfræðingurinn Rube hafði aftur á móti stefnt markvisst í sömu áttina frá barnæsku og hélt því fram að mál eins og skortur á fjárveitingum og að- stöðu gæti í hæsta lagi tafið vis- indamanninn en ekki beint hon- um af braut. Hann hafði í upp- hafi vegferðar átt móður sem snarlega keypti handa 10 ára drengnum einhverja vísindalega bók sem hann sýndi áhuga þegar fjölskylduvinur talaði um hana — og var upp frá því staðráðinn í að helga vísindunum krafta sína. Ætli megi ekki finna vendi- punktinn einhvers staðar í lífi manna, frægra og ófrægra. En: Fólk sem skortir færni, lagni, fær ei unnið margt að gagni. (PH/ABS) ÍJtíALS StímniltMR UL BV)G\Sm\ Snjóhvít fjöll, fagurblár himinn, heit sól, endalausar skíðabrekkur, vinalegir veitingastaðir, hlýleg hótel, elskulegt fólk, í einu orði sagt: Ævlntýrl. Skíðakláfar, stólalyftur, toglyft- ur, göngubrautir og skíðaskólar uppi í brekku; sundlaugar, tennis- og squashvellir, skautahöll, sleðaferö- ir, bowling og hestamennska niður í bæ. Og á kvöldln veitingastaðir, spilavíti, leikhús, hljómleikar, kerta- kvöld, krár og skemmtistaðir. Útilokaö að láta sér leiðast. Á KR. MMl- ttadgastein er einn frægasti vetraríþróttastaður Evrópu, vettvangur heimsbikarkeppninnar á skíðum og jafn spennandi fyrir var- kára byrjendur sem fífldjarfa stórmeistara. Úrval býður2la vlkna skíðaferð- ir til Badgastein 9. og 23. febrúar. Verðlð er óviðjafnanlegt, frá aöeins 24.243krónum, enda eru vinsæl- ustu gististaðirnir óðum að fyllast. Verlu samferða! Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.