Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 JWnrgníi! Útgefandi nÞIfifrfr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Tungan og verndun hennar ess sjást æ fleiri merki að áhugi manna á vernd- un íslenskrar tungu er mikill, í orði að minnsta kosti. Vandinn er að breyta þessum áhuga í virkt átak í þágu tungunnar. Ýmsar tillögur iiggja fyrir svo sem eins og um notkun ríkisfjölmiðlanna í þessu skyni. Morgunblaðið birti á föstudaginn erindi Guðmundar B. Kristmunds- sonar, námsstjóra í íslensku, sem hann flutti á ráðstefnu fslenska málfræðifélagsins sl. haust um framburð á ís- lensku. í erindi sínu sagði Guð- mundur B. Kristmundsson meðal annars: „Gott og traust talmál, framburður þess og framsögn er því ein mikilvægasta forsenda þess að málið nýtist einstaklingn- um í samskiptum við um- hverfið og sé honum stoð í námi. Af þessum sökum ber skólum og öðrum stofnunum, sem hafa áhrif á fólk, að þjálfa framburð, framsögn og tjáskipti og vera góð fyrir- mynd. í rauninni vil ég kveða svo fast að orði að ef við sinnum ekki þessum þætti rækilega ásamt lestri og rit- un í víðasta skilningi þeirra hugtaka þá muni fæturnir hrynja undan menntun okk- ar á fáum árum eða áratug- um. Um leið og undir þessi orð er tekið er ástæða til að rifja upp að hér á þessum stað var á dögunum amast við orð- skrípinu „bóling" sem verið er að troða inn í málið. Eftir að um málið var rætt í for- ystugrein Morgunblaðsins skýrði Jón Hjaltason, eigandi keiluhússins, frá því að hann hefði með bréfi dagsettu 26. júní 1984 snúið sér til ís- lenskrar málnefndar og óskað álits hennar meðal annars á orðskrípinu „ból- ing“. Hann fékk hins vegar ekki svar fyrr en með bréfi dagsettu 7. desember og þá með þeim orðum að mál- nefndinni hefði „orðið lítið ágengt". Síðan hefur það gerst að orðskrípið „bóling“ setur svip sinn á Morgun- blaðið, sem er óskemmtilegt eins og að þurfa að sitja enn uppi með orðið „vídeó“. Jón Hjaltason sýndi það með bréfi sínu til málnefnd- arinnar, að honum stóð ekki á sama um orðskrípið „ból- ing“ og segist ætla að leggja megináherslu á orðið keila. Því ber að fagna en menn ættu að sýna þann manndóm að hafna „bóling" alfarið, þurrka það út úr málinu. Út- lendingum er unnt að vísa veginn til keiluhallarinnar með öðru en því. Tungan er sá kjörgripur sem við verðum að vernda. Hún er lifandi tæki þjóðar- innar í dagsins önn. Þessi vernd verður ekki stunduð sem skyldi með því að velta því fyrir sér í hálft ár hvað kalla eigi keiluspil á íslensku og sitja svo uppi með orð- skrípið „bóling". Opinberir aðilar geta ekki einir og sér tryggt það að ís- lenskan haldi velli. Enda hef- ur hið opinbera vald svo sem engu að tapa í málum sem þessu. Þeir sem tapa, verði látið undan síga í varðveislu tungunnar, eru þjóðin, fólkið í landinu. Það á hins vegar kröfu til þess að opinberir aðilar bregðist fljótt og vel við í málum sem þessu. Einkaframtak í leikhúsi Nýlega var Litla hryll- ingsbúðin frumsýnd af Hinu leikhúsinu í Gamla bíói. Þar er um framtak ein- staklinga að ræða sem vilja auka líf og kraft í leikhús- menningu okkar. Fyrsta verkefnið sem þeir fást við er einkar faglega unnin sýning, hvað sem segja má um efnið, og einkennist af frískleika og heillandi æskufjöri. Hér á landi er mikill fjöldi ungra leikara sem skortir tækifæri til að veita kröftum sínum viðnám. Með því að taka Litlu hryllingsbúðina til sýninga ræðst Hitt leikhúsið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu atrennu. Þeir sem kjósa aukna fjöl- breytni í menningarlífinu hljóta að leggja þeim áræðnu ungu mönnum sem eru í for- ystu leikhússins lið í viðleitni þeirra. Gallað frumvarp að hefur óneitanlega verið dálitið broslegt að fylgjast með ýmsum yf- irlýsingum starfs- manna sjónvarpsins um þróun útvarps- og sjónvarpsmála hér. Fyrir skömmu var t.d. lesin sú frétt í upphafi fréttatíma sjónvarps, að allt bendi til þess, að á næstu mánuðum mundi ný sjónvarpsstöð taka til starfa í Reykjavík. Nokkru síðar í fréttatíman- um var svo sent út viðtal við Indriða G. Þorsteinsson, stjórnarformann ísfilm hf., sem gaf ekkert tilefni til þeirra full- yrðinga sjónvarpsins, að starfsemi nýrrar sjónvarpsstöðvar væri að hefjast á næstu mánuðum. „Fjölmiðlarisinn" ísfilm kom einnig mjög við sögu í um- ræðuþætti í sjónvarpinu á dögunum og stóryrtar yfirlýsingar voru gefnar af stjórnanda þáttarins og þátttakendum umsvif þessa „fjölmiðlarisa". Vel má vera, að ísfilm eigi eftir að verða „fjöl- miðlarisi", en hitt er víst, að svo er ekki enn, og mörg dæmi eru um það, að fyrir- tæki nái ekki fótfestu, þótt hinir öflug- ustu aðilar standi að þeim. Forráða- menn Isfilm telja áreiðanlega bezt, að verkin tali, áður en menn gera of mikið úr starfsemi fyrirtækisins. Kjarni málsins er auðvitað sá, að enn hefur Alþingi ekki samþykkt lög, sem afnema einkarétt ríkisútvarpsins til út- varps- og sjónvarpsstarfsemi. Sl. haust mátti skilja Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, svo, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um útvarpsmál yrði samþykkt nokkrum vikum eftir að þing kom saman. Svo varð ekki og bendir það til þess, að einhver öfl á Alþingi vilji fara sér hægt í þessu máli. Því miður er frumvarp ríkisstjórnarinnar gallað og æskilegt, að þingnefnd sú, sem fjallar um það, geri á því nokkrar breytingar til þess að það geti talizt fullnægjandi grundvöllur fyrir frjálsa útvarpsstarf- semi. Það er t.d. óviðunandi fyrir einkaút- varpsstöðvar að þurfa að sæta ákvæðum 4. gr. lagafrumvarpsins, sem heimilar auglýsingar í útvarpi, en síðan segir: „Útvarpsréttarnefnd gefur út reglur um auglýsingar m.a. með hliðsjón af lengd dagskrár viðkomandi stöðvar og saman- burði við hlut auglýsinga og reglur um flutning á dagskrá Ríkisútvarpsins." Þetta ákvæði setur flutningi auglýsinga í útvarpi óviðunandi skorður fyrir einkarekstur. Samkvæmt þessu er greinilegt, að opinber nefnd á að ákveða, hve mikilí hluti af útsendingartíma má fara í auglýsingar og í hvaða formi má flytja þær. Þar sem auglýsingar verða eina tekjulind útvarpsstöðvar kann það ekki góðri lukku að stýra, að opinber aðili ákveði hve magn þeirra megi vera mikið. Auðvitað hlýtur það að miðast við rekstur stöðvarinnar. Sá, sem rekur útvarpsstöð, reynir auðvitað að halda auglýsingamagni innan ákveðinna marka í útsendingartima og það er bezta aðhaldið í þeim efnum. Rekstrar- aðili veit sem er, að ef of mikið verður um auglýsingar skipta hlustendur yfir á aðra stöð. Úrelt form auglýsinga í Ríkisútvarpinu, þ.e. gamla útvarpinu, er heldur ekki góð fyrirmynd að formi og efni auglýsinga í einkastöðvum. Þá segir í þessari sömu lagagrein: „Útvarpsréttarnefnd ákveður auglýs- ingataxta með hliðsjón af tillögum við- komandi útvarpsstöðva, svo og gildandi töxtum Ríkisútvarpsins og annarra fjöl- miðla á svæði þeirra. Rísi ágeiningur í þessu efni milli útvarpsréttarnefndar og Ríkisútvarpsins skal vísa honum til úr- skurðar menntamálaráðuneytisins." Samkvæmt þessu getur einkastöð ekki sjálf tekið ákvörðun um verðlagningu á þjónustu sinni, heldur á opinber nefnd að gera það og taka m.a. mið af töxtum Ríkisútvarpsins. Ef því fellur ekki niðurstaða þessarar nefndar um verð- lagningu á þjónustu samkeppnisaðila getur það leitað úrskurðar menntamála- ráðuneytisins í því kærumáli. Þetta þýð- ir, að opinber aðili ákveður magn aug- lýsinga í frjálsu útvarpi. Sama nefndin ákveður, hvernig þær megi vera og mið- ar þar við reglur Ríkisútvarpsins. Sama nefnd ákveður verð á auglýsingum og tekur þar enn mið af Ríkisútvarpinu. í frumvarpinu er ákvæði til bráða- birgða um það að ekki megi veita leyfi til útvarpsrekstrar lengur en í þrjú ár til að byrja með. Þetta þýðir, að aðili, sem leggur nokkrar milljónir í að hefja útvarpsstarfsemi, getur búizt við því að verða sviptur leyfinu eftir þrjú ár, ef pólitískir vindar blása þannig, og hefur náttúrlega enga möguleika á að endur- heimta útlagðan kostnað á þeim tíma. Það er í sjálfu sér óskiljanlegt, hvern- ig stjórnmálamenn telja sig geta boðið mönnum upp á svona skilyrði við út- varpsrekstur og alveg sérstaklega er erfitt að skilja, hvernig Sjálfstæðis- menn geta boðið upp á slíkt. Þessi ákvæði útvarpslagafrumvarps- ins verður að sjálfsögðu að laga í með- ferð Alþingis. Það er áreiðanlegur al- mennur vilji fyrir því að einkaréttur Ríkisútvarpsins verði afnuminn og frjáls útvarprekstur verði leyfður. En þá má ekki kippa rekstrargrundvelli undan einkastöðvum fyrirfram. Rekstur frjálsra útvarpsstöðva verð- ur enginn dans á rósum eða augljós gróðavegur. Erfiðasti keppinautur þeirra verður Ríkisútvarpið sjálft. Það þarf mikið til að fá fólk til þess að hlusta á aðrar útvarpsstöðvar en Ríkis- útvarpið, þegar fram í sækir. Rás 2 verður einnig komin út um allt land eft- ir nokkur misseri og verður þess vegna m.a. erfiður keppinautur um auglýs- ingar fyrir frjálsar útvarpsstöðvar. I útvarpslagafrumvarpinu er svofellt ákvæði: „Þeim (þ.e. útvarpsstöðvunum) ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því, að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Þeir aðilar, einstaklingar, félög eða stofnanir, sem telja, að útvarpsstöð hafi ekki uppfyllt framangreind skilyrði gagnvart þeim og synjar þeim um að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dagskrá með hætti, sem þeir vilja við una, geta lagt málið fyrir útvarpsréttar- nefnd. Nefndin skal þá eins fljótt og við verður komið fella úrskurð um kæruefn- ið og er sá úrskurður bindandi fyrir málsaðila." Þetta ákvæði er hæpið, svo að ekki sé meira sagt. Með því er opinberri nefnd veitt eins konar ritskoðunarvald um rekstur útvarpsstöðvar í einkaeign. Þeir, sem standa að flutningi frumvarps með slíkum ákvæðum, virðast ekki skilja að sú harða samkeppni, sem ríkir í fjölmiðlaheiminum, tryggir það jafn- vægi, sem hér er leitað eftir. Útvarps- stöð, sem fengi það orð á sig að flytja einungis ákveðnar skoðanir en neita fólki um að koma öðrum sjónarmiðum á framfæri, yrði fljótt undir í þessari samkeppni. Þingnefnd sú, sem fjallar um út- varpslagafrumvarpið, þarf að gera á því breytingar. Alþingi sjálft verður hemill á alla framþróun í þjóðfélaginu, ef það samþykkir ekki frjálsan útvarpsrekstur í orðsins fyllstu merkingu á því þingi, sem nú situr. Ör þróun Fjölmiðlun er í örri þróun. Síðustu árin hefur athyglin beinzt mjög að kap- alkerfum og möguleikum þeirra. I Bandaríkjunum var mikill vöxtur í kap- alkerfum þar til á síðasta ári. Borgir og sveitarfélög hafa boðið út lagningu kapalkerfa og gert mjög stífar kröfur um gerð þeirra. Þannig hefur eigendum kapalkerfa verið gert að greiða í skatt til viðkomandi sveitarfélags ákveðið hlutfall af brúttótekjum. Ennfremur hafa verið gerðar kröfur um fjölda rása í kapli og jafnframt talað um yfir 100 rásir sums staðar. Skilyrði hafa verið sett um margvíslega þjónustustarfsemi í kapalkerfinu. Þrátt fyrir þessar kröfur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 33 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 19. janúar Jaróstöðin Skyggnir vió Úlfarsfell. var samkeppnin lengi mjög hörð vestan hafs um að fá leyfi til að leggja kapal- kerfi. Trú manna á gróða af þeim í framtíðinni var mjög mikil. Nú bregður hins vegar svo við, að hvert fyrirtækið á fætur öðru, sem hafði tekið á sig miklar skuldbindingar í þessum efnum, óskar eftir að endurskoða þá sámninga og telja fyrirtækin ekki lengur fjárhags- iegan grundvöll fyrir þeim kröfum, sem til þeirra hafa verið gerðar. í útvarpslagafrumvarpinu er sér- staklega tekið fram, að ekki sé heimilt að selja auglýsingar í kapalkerfi hér. í Bandaríkjunum er það ekki vandamál kapalkerfa að mikil eftirspurn sé eftir auglýsingum, heldur er erfitt að fá aug- lýsingar í kapalkerfin. Auglýsendur hafa farið hægt í sakirnar að kaupa auglýsingatíma í þeim. Vafalaust mundi það sama gerast hér. Síðustu árin hefur þeim fjölgað svo mjög í Bandaríkjunum, sem kaupa myndbandstæki, að fjöldi þeirra í bandarískum heimilum hefur sjöfaldast á nokkrum misserum. Nú er svo komið, að menn spyrja vestan hafs, hvort myndbandstækin muni að ein- hverju leyti stöðva þróun kapalsjón- varps. Margar tilraunir hafa verið gerðar með aðra notkun kapalkerfa en sjón- varp. Þær standa enn yfir. Tilraunir eru gerðar með bankaviðskipti um kapal, þannig að viðskiptavinurinn geti annast bankaviðskipti sín heima hjá sér. Einn- ig eru tilraunir gerðar með verzlun um kapal, þannig að viðskiptavinur panti vörur um kapal og fái þær sendar heim. Þannig mætti lengi telja. Notkun kapalkerfa til annars en sjón- varps er skemmra á veg komin en ætla mætti af blaðaskrifum. Raunar er hún á slíku byrjunarstigi að sérfræðingar treysta sér ekki til að segja um, hvert verður helsta notagildi kapals að þessu leyti í framtíðinni. Á næstu árum verður ör þróun í gervihnattasjónvarpi. Reynslan það sem af er bendir hins vegar ekki til þess að þjóðir, sem kost eiga á sjónvarps- sendingum um gevihnött annars staðar frá, yfirgefi sitt eigið sjónvarp. Norð- menn hafa um skeið haft möguleika á að sjá brezka dagskrá, sem send er til nokkurra landa um gervihnött. Þær sendingar hafa ekki leitt til flótta frá norska sjónvarpinu. Engin ástæða er til að ætla, að íslendingar muni hætta að horfa á íslenzkt sjónvarp og horfa aðal- lega á norskt eða franskt sjónvarp, jafn- vel þótt þess verði kostur um gervi- hnött. Loks munu beinar sjónvarpssend- ingar um gervihnött inn á heimili koma til sögunnar án milligöngu kapalkerfa. Enginn veit hvaða áhrif það mun hafa á kapalkerfin. Við lok þessarar aldar mun fólk eiga kost á að hlusta á margar útvarpsstöðv- ar, horfa á margar sjónvarpsstöðvar, innlendar og erlendar, sem ýmist sjón- varpa beint, um kapal eða gervihnött og myndbandstæki verður á hverju heimili ásamt margvíslegum öðrum tæknibún- aði. Það er augljóst, að því eru takmörk sett, hvað fólk getur eða þarf að nota mikið af þessari fjölmiðlun. Enginn veit á þessari stundu hvaða tækni verður ofan á. Tilraunir stjórnmálamanna hér til þess að setja óeðlilegar takmarkanir og hömlur á þessa þróun eru barnalegar. Við hljótum að vera opin fyrir þessum nýjungum en tíminn einn leiðir í ljós, hvað af þessari nýju tækni verður ráð- andi. Hvad er orðið um frelsi í bankaviðskiptum? Það vakti mikla athygli á sl. sumri, þegar ákveðið var að gefa bönkum og sparisjóðum frelsi til þess að ákveða vexti að mestu sjálfir. Þessi ákvörðun vakti vonir um, að verulegar umbætur væru á næsta leiti í fjármálakerfi þjóð- arinnar. í kjölfar þessarar ákvörðunar jókst samkeppni mjög á milli þessara stofnana og fyrirtækja og áberandi t.d. hvað einkabönkum vegnaði vel í þeirri samkeppni. En hvað er nú orðið um frelsið og samkeppnina? Þegar þessi tímamótaákvörðun var tekin sl. sumar hélt Seðlabankinn í sín- um höndum ákvörðunarvaldi um vexti af almennum sparisjóðsbókum og jafn- framt tók Seðlabankinn ákvörðun um vexti af þeim skuldabréfum, sem gefin höfðu verið út fyrir 11. ágúst sl. Síðan hefur það gerzt, að Seðlabankinn leitaði á haustmánuðum samkomulags við banka og sparisjóði um að samræma og lækka vexti af verðtryggðum útlánum. Það samkomulag tókst. Við vaxta- ákvörðun sem tók gildi 1. janúar sl. tók Seðlabankinn aftur í sínar hendur ákvörðunarvald um þessa vexti og til- kynnti einhliða hvað þeir skyldu vera háir. Ákvörðun um dráttarvexti hafði verið og er í höndum Seðlabankans. Til viðbótar þessu kemur svo, að Seðla- bankinn ákveður vexti af bindifé banka og sparisjóða og ríkisstjórnin sjálf ákveður vexti af afurðalánum. Það er því lítið orðið eftir af því takmarkaða frelsi, sem bönkum og sparisjóðum var veitt í ágúst sl. Þá var gengið út frá því að þetta frelsi yrði aukið smátt og smátt en þess í stað hef- ur það verið minnkað. Bankar og spari- sjóðir geta í dag einungis ákveðið sjálfir vexti af nýjum skuldabréfum, víxlum og hlaupareikningslánum. Það er allt og sumt. Vextir af verðtryggðum innlánum taka auðvitað mið af vöxtum á verð- tryggðum útlánum. í ljósi þeirrar reynslu, sem fékkst strax sl. haust af auknu frjálsræði í bankaviðskiptum, hefði mátt ætla að haldið yrði áfram á sömu braut, en svo er ekki. Og athyglisvert er, að forráða- menn banka og sparisjóða láta lítið til sín heyra vegna þessarar neikvæðu þróunar. Getur það verið, að þeir vilji ekki frelsið? Eins og málin standa nú hefur Seðlabankinn í sínum höndum ákvörðunrvald um mikinn hluta við- skipta banka og sparisjóða. Hvað segir viðskiptaráðherrann, Matthías Á. Mathiesen, sem var einn af þeim, sem höfðu forystu um þessar breytingar sl. sumar. Hvað segir formaður Sjálfstæð- isflokksins, Þorsteinn Pálsson, sem átti mikinn þátt í þessari sögulegu ákvörðun sl. sumar. Því verður ekki trúað að for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins láti kæfa frelsið í bankaviðskiptum í fæðingu. „Því miður er frumvarp ríkisstjórnar- innar gallað og æskilegt, að þingnefnd sú, sem fjallar um það, geri á því nokkrar breyt- ingar til þess að það geti tal- izt fullnægj- andi grundvöll- ur fyrir frjálsa útvarpsstarf- semi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.