Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 ■ „Fljúgandi hattur" yfir Skeiðarírsandi 22. nóvember 1955. Myndin er tekin úr flngvél bandariska flotans í 1600 metra h*ó. Sjálft skýið var um 600 metra þykkt og miklir sviptibyljir í nánd vió það. FJALLA- BYLGJUR Borgþór H. Jónsson veðurfrædingur skrifar um sérkennilegt yedurfarsfyrirbrigöi, fjallabylgjur og bylgjuskýin sem þær valda, en þessar bylgjur eru einkum frægar fyrir tvennt: að vera flugmönnum hættulegur óvinur og líta út eins og fljúgandi diskar. Fjallabygljur eru kyrrstæðar bylgj- ur, sem myndast hlémegin við fjöll í loftstraumi sem þrengist yfír þau. Á ensku eru þessar bylgjur ýmist nefnd- ar mountain waves, lee waves eða standing waves eftir því hver viðmið- unin er. Vissum skilyrðum þarf að vera fullnægt til að fjallabylgjur myndist. Frá fornu fari hafa skýin, sem oftast eru samfara fjallabylgjunum, verið undrunar- og ánægjuefni flestu fólki sakir fegurðar þeirra. Þýzki bóndinn Gottlieb Motz varð svo hugfanginn og athugaði þessi ský svo gaumgæfílega, að honum til heiðurs voru þau nefnd Motzagotl-ský í Ölpunum. Á Ítalíu hlutu þau nafnið Contessda del Vento Það mun hafa verið 24. júní 1947, að menn þóttust fyrste sjá fljúgandi diska nálægt Rainer- fjalli í Washingtonfylki á vestur- strönd Bandarjkjanna. Kenneth Arnold var á flugi í lítilli vél ná- lægt Rainer-fjalli rétt fyrir sólset- ur og sá þá röð af fljúgandi disk- um, sem nálguðust fjallið. Lýsing hans var sú, að þessir hlutir hefðu verið flatir og svo bjartir, að þeir hafi endurvarpað sólargeislunum eins og spegill. Tæpum áratug síð- ar eða 29. desember 1956 sá Josef Scaylea fréttaljósmyndari ásamt mörgu skíðafólki svipaða sjón á svipuðum stað og einnig rétt fyrir sólsetur. Nú voru myndir teknar og frásagnir sjónarvotta skráðar. Eftir nákvæma rannsókn komust veðurfræðingar að því, að þetta hefði verið sérstök tegund bylgju- skýja samfara fjallabylgjum. Frá og með árinu 1947 tóku til- kynningar um torkennilega, fljúg- andi hluti að streyma til bandar- íska flughersins. Innan flughers- og í Bandaríkjunum er Sierra-bylgjan eða Biskupsbylgjan frægust. Yfír Klettafjöllum hlutu þau nafnið Chinook-boginn og í Bretlandi (Cumb- erland) Helm Bar-skýin. Þegar svif- flugið varð vinsæl íþrótt, fóru svifflug- menn að veita þessum bylgjum athygli og hagnýttu þær til þess að komast sem hæst, en ekki er vitað að veður- fræðingar hafí almennt veitt þeim nokkra sérstaka athygli né rannsakað þær. Það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar furðusögur um fljúgandi diska komust í dagblöð- in, að veðurfræðingar tóku að rann- saka þessi bylgjuský og fjallabylgjurn- ar, sem þeim valda. Þegar flogið er í fjallabylgjum er ýmislegt, sem þarf að varast. Þar eru oftast svæði, sem eru lygn og kvikulaus, en skyndilega getur flugvélin lent í ólgandi „boðaföll- um“ mikils kvikustraums. Það eru þessar skyndilegu breytingar, sem koma flugmanninum svo oft á óvart, þótt ýmiss teikn séu oft á himni um yfirvofandi hættu. Slík hættumerki eru oftast í formi sér- stakra skýjategunda, en þau sjást ekki í myrkri og stundum er loftið svo þurrt að ský myndast ekki í bylgjunum. Það er því nauðsyn- legt fyrir flugmanninn að afla sér upplýsinga um flugveður á flug- leiðinni, ef fljúga skal yfir eða í grennd við fjöll og fjallgarða. Þar eð ísland er mjög fjöllótt land má gera ráð fyrir fjallabylgjum næst- um því hvar sem er, séu viss skil- yrði uppfyllt. Skilyrði fyrir myndun fjallabylgja 1. Vindhraði er 20 hnútar eða ins var stofnuð sérstök deild, er rannsakaði þessar tilkynningar, og í árslok 1964 höfðu yfir 8 þús- und tilkynningar verið rannsakað- ar. Þar af voru rúmlega sex hundruð, sem ekki var hægt að út- skýra. Það þarf naumast að taka það fram, að mikið af þessum til- kynningum reyndust vera byggðar á því, að sjónarvottar sáu sérkennileg bylgjuský. Þessar rannsóknir voru auðvitað kostnaðarsamar og urðu m.a. til þess, að athygli veðurfræðinga og annarra vísindamanna beindist að fjallabylgjunum. Má segja, að flestir leyndardómar þeirra hafi nú verið kannaðir, og kom þá margt í ljós, sem áður var óþekkt. Fremstan á sviði fræðilegu rann- sóknanna má telja Englendinginn R.S. Scorer, en Bandaríkjamenn hafa verið athafnasamastir á.sviði hagnýtra rannsókna, og hafa Biskupsbylgjan og Sierra-bylgjan í Kaliforníu verið rannsakaðar einna helzt. meiri í fjallahæð. 2. Hitahvörf (temperature invers- ion) eru nokuð ofan við fjalla- toppana. 3. Vindátt er oftast næstum því hornrétt á fjallshrygginn. Frá- vik allt að 50 gráðum geta orsakað fjallabylgjur. 4. Vindhraði er stöðugur eða eykst með hæð. Þverskurðarmyndin á 1. mynd er einföld lýsing á fjallabylgjum og skýjum, sem oftast myndast samfara þeim. Helstu einkenni skýjanna eru, að þau eru næstum því kyrrstæð, þrátt fyrir sterkan vind í lofthjúpnum. Skýin mynd- ast stöðugt áveðurs, þegar loft- straumurinn stígur upp og kólnar, en þau eyðast síðan hlémegin í bylgjunni, þar sem loftstraumur- inn sígur niður og hlýnar. Útlit og aðskilnaður skýjalaganna geta verið nokkuð breytileg, og fer það eftir rakastigi loftstraumsins. Stundum myndast sterkar fjalla- bylgjur án skýja, og er loftið þá mjög þurrt, en þetta er fremur sjaldgæft. Venjulega fylgja fjalla- vegg. Þessi ský eru mjög hættu- leg vegna mikils uppstreymis áveðurs og jafnmikils niður- streymis hlémegin (5000 fet á mín.). Rotorinn er í reynd oftast kyrrstæður, þar eð hann myndast í sífellu áveðurs en eyðist hlémegin. Þegar rotorinn nær niður að yfirborði slétt- lendisins getur orðið mjög mis- vinda. Sterkir vindsveipir eða rokur valda stundum tjóni á mannvirkjum og farartækjum. 3. Linsulaga ský (altocumulus lenticularis). Þetta eru vind- skafin og skýrt afmörkuð ský, sem lagast eftir bylgjum loft- straumsins. Þau eru venjulega lagskipt og á stundum allt að 40.000 feta hæð. Þau eru kyrr- stæð og myndast framanvert í bylgjunni, þar sem loftið stígur upp og kólnar en eyðast síðan hlémegin, þar sem loftið streymir niður og hlýnar. Þetta er í góðu samræmi við vind- strauminn þarna, sem er kviku- laus. Lagskipting skýjanna fer eftir rakastiginu í lofthjúpnum. MorgonbUAiA/ÖLK.M. Borgþór H. Jónsson veðurfræðingur. bylgjum bylgjulaga ský, sem gera flugmönnum auðvelt að átta sig á hvað er framundan, a.m.k. þegar flogið er í björtu. Það kemur fyrir, að loftið er rakt allt upp í veðra- hvörfin (tropopause), og liggja þá skýin hvert ofan á öðru. Getur slíkt verið tilkomumikil sjón, þótt ekki sýnist það árennilegt að fljúga í gegnum slíkan vegg. Skýin, sem myndast í fjalla- bylgjum eru: 1. Skýjakambur (cap cloud) 2. Rotorský (göndulský) 3. Vindskafin linskuský (oddaský) (altocumulus lenticularis) 4. Glitský (mother of pearl cloud). Stundum nefnd perlumóðurský (fremur sjaldséð). Afstaða skýjanna til fjallgarðs- ins, sem myndar fjallabylgjuna (bylgjurnar), er venjulega sú, að skýjakamurinn liggur á fjallgarð- inum aðallega áveðurs. Rotorskýið er fjærst og fer sú fjarlægð eftir bylgjulengdinni, en efri skýin hallast síðan að fjallgarðinum og glitskýin eru oftast yfir brún hans hlémegin (sjá 1. mynd). Lýsing á skýjunum 1. Skýjakambur (cap cloud). Skýið myndast áveðurs á fjallgarðin- um, en eyðist hlémegin. Þarna er mikið upp- og niðurstreymi og snarpir sveipir myndast stundum í hlíðunum hlémegin. Skýið hylur oftast fjallatind- ana, og í því er talsverð eða mikil ísing, þegar frostmarks- línan liggur lágt. 2. Rotor (göndulský). Myndast hlémegin við fjallgarðinn undir fjallabylgjunni. Skýin líta út sem röð af bólstrum oft sund- urtættum, og liggur röðin sam- síða fjallgarðinum. Neðra borð rotorsins er oft neðan við fjallatindana og getur náð allt niður á yfirborð sléttlendisins, en efra borðið nær mishátt upp I loft, stundum allt að tvöfaldri hæð fjallgarðsins. Rotorinn getur jafnvel náð allt upp í miðskýin eða enn hærra upp að veðrahvörfunum. Mynda þá fjallbylgjuskýin samfelldan Stundum er mikil kvika fyrir ofan skýin og eins á milli skýja- laganna. Þetta getur verið hættulegt, þar eð smávægilegur hæðarmismunur breytir svif- mjúku flugi skyndilega í kviku- fullt og ókyrrt flug. Vind- straumurinn hættir þá að vera kvikulaus og breytist í ólgandi kvikuflaum, sem tætir útlínur skýjanna. Þarna er mikil kvika og hættuleg. Þarna getur því verið skipting á kvikulausum og ólgandi kvikulögum. Dæma má þetta af útliti og lögun linsu- skýjanna. Þegar þau eru slétt- felld og regluleg er vindstraum- urinn kvikulaus, en jafnskjótt og útlínur skýjanna verða tætingslegar má gera ráð fyrir mikilli kviku. Verst er, þegar loftið er svo þurrt, að engin ský myndast eða flogið er í myrkri, þá sjást ekki þessi hættumerki. 4. Glitský (perlumóðurský). Þessi ský eru sjaldséð, en þegar þau sjást er það eftir sólsetur, og eru þau þá í um það bil 80—90 þús. feta hæð (25—30 km). Tal- ið er, að þau séu samsett úr frostkældum vatnsdropum, en litadýrð þeirra ber vitni um það líkt og regnboginn. Þetta sýnir einnig hversu hátt áhrifa frá fjallabylgjum gætir. Almennt Það þarf ekki nema 300 feta há hálsadrög eða hóla til þess að orsaka fjallabylgjur. Styrkleiki bylgjunnar fer að nokkru eftir hæð fjallanna og bratta jafnt sem vindhraðanum. Öll ský, sem virð- ast kyrrstæð, þrátt fyrir sterka vinda í lofthjúpnum, benda til þess, að þar séu bylgjuský og fjallabylgjur. 1. Lárétta bylgjulengdin (A )★ er venjulega á bilinu 5—25 km, en flestar bylgjur hafa bylgju- lengd kringum 10 km. 2. Lóðrétta tvöfalda sveiflan get- ur orðið 2000 m eða hærri, og mesta lóðrétta vindstreymið um 25 m/sek. (5000 fet/mín.) 3. Fyrsta bylgjan er venjulega um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.