Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 53 „Ég er fullur bjartsýni og áhuga“ — segir Hjörleifur Hallgrímsson Loftsteinshola á Snæfellsnesi Morgunblaftið/Friðþjófur HOLA eða gígur, sem talinn er vera eftir loftstein, fannst fyrir nokkru á Snæfellsnesi við Dag- verðará. Holunnar varð vart við smalamennsku haustið 1983 og var jarðfræðingum gert viðvart. Þeir skoðuðu holtuna og töldu líklegast að hún væri eftir loft- stein. Það var heimilisfólk á Hellnum sem holuna fann og segir það, að svo virðist sem mikill hiti hafi orðið við myndun holunnar og steinar, sem fallið hafa niður við hana, hafi verið mjög heitir. Það sé eins og þeir hafi brunnið niður í mosann. Hér lítur Ólína Gunnlaugsdóttir á Hellnum ofan í holuna, sem er um þrír metrar í þvermál og á annan metra á dýpt. Veiðibann á Breiðafirði „ÉG HEF alltaf haft mikinn áhuga á feróamálum og markmiðið með þessari skrifstofu er að þjónusta fs- lendinga og aðra Norðurlandabúa hér á Englandi,“ sagði Hjörleifur Hallgrímsson í samtali við Morgun- blaðið. Hjörleifur hefur nú opnað fyrir- greiðsluskrifstofu í London og býður hann ferðaskrifstofum, fyrirtækjum, skólum og einstakl- ingum þjónustu sína. Hann tekur að sér að útvega hótelherbergi og aðgöngumiða fyrir leikhús, knattspyrnuleiki og tónleika, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirtæki hans heitir Iceland Centre Ltd. og auk Hjörleifs starfa þar tvær íslensk- ar stúlkur. En hvers vegna réðst hann í að setja á fót slíka skrif- stofu? „Ég hef einfaldlega mikinn áhuga og mér finnst fólk heima leita langt yfir skammt þegar það fer í utanlandsferðir," sagði Hjörleifur. „Það fara allir til Spánar eða Ítalíu og 70—80% ís- lendinga þekkja ekki stærri hluta af Englandi en Oxford-stræti og nokkra næturklúbba. England er fallegt land og hér er margt að skoða og fegurðin er síst minni I Wales og á írlandi. Það reyndist líka svo, að þegar Samvinnuferð- ir-Landsýn buðu upp á ferðir til Bournemouth á suðurströnd Eng- lands síðasta sumar, þá urðu þær ferðir mjög vinsælar. Þar er enda ágæt strönd og hótelaðstaða. Ég sá um að taka á móti þessum ferðalöngum hér og það gekk mjög vel. í framtíðinni langar mig til að selja ferðir til íslands. Ég er með landkynningarmyndir með mér á myndböndum og hef hug á að færa skrifstofuna í miðbæ London I næsta mánuði. Þegar starfsemin hjá mér er komin í fastar skorður, þá langar mig til að vinna meira að landkynningarmálum. Ef ein- hver á íslandi hefur áhuga á þess- ari hugmynd minni, þá þigg ég alla aðstoð með þökkum." Hjörleifur sagðist hafa átt sér aðra hugsjón en störf að ferðamál- um þegar hann flutti til London fyrir tæpu ári. „Ég ætlaði mér að markaðssetja íslenskar ullarvörur hér og leigði verslunarhúsnæði við Oxford-stræti í ágúst 1984. Ég hafði kynnt mér þessi mál hér og vissi að þessar vörur var hægt að selja. Ég er hins vegar ekki stórt nafn á Islandi og ég varð að ioka versluninni vegna þess að ég fékk hvergi stuðning. Það er dýrt að leigja verslunarhúsnæði í London, sérstaklega við Oxford-stræti, en ég er alls ekki búinn að gefa þessa hugmynd upp á bátinn.“ Hjörleifur hefur verið í fjöl- breytilegustu störfum um ævina. Hann rak flugfélag í Vestmanna- eyjum um tíma, flutti síðan til Reykjavíkur og starfrækti þar bíla- og vélasöluna Ás. Síðustu tvö árin áður en hann flutti til London starfaði hann sem leigubilstjóri hjá Steindóri. „Ég er fullur af bjartsýni, áhuga og energí og það stöðvar mig fátt annað en Guð al- máttugur eða heilsubrestur," sagði hann að lokum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð, sem'bannar línu- og togveiðar á tilteknu svæði í Breiðafirði. Er bannið grundvallað á því, að á svæðinu sé um þekkta smá- fiskaslóð að ræða. í frétt frá ráðuneytinu segir, að hinn 11. þessa mánaðar hafi svæð- inu verið lokað í eina viku. Haf- rannsóknastofnun hafi síðan lagt til að lokun svæðisins yrði fram- lengd af fyrrgreindum orsökum. Svæðið verður kannað reglulega undir umsjón útibússtjóra Haf- rannsóknastofnunar á Oiafsvík og banninu aflétt þegar aðstæður leyfa. Svæði þetta markast af línum, sem eru dregnar milli eftirfarandi punkta: a. 65°04’N - 24°27’V, b. 65°07’N - 24°42’V, c. 65°19’N - 24°36’V, d. 65°08’N - 24°03’V. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ísland og Sovétríkin Ráösletna utanrfklsmálanefndar SUS í Valhöll, mlövlkudaginn 23. janúar, kl. 20.30. Dwtft Amftr Bjftm Framsðguerindi: Arnór Hannibalsscn lektor: Sovósk utanríklsstefna gagnvart Noröurlöndunum. Björn Bjarnason aöstoöarritstjóri: Viöskipti Islands og Sovétríkjanna og sovésk ásælnl á islandi. Davíö Oddsson borgarstjórl: Samsklptl lýörasöisrfkja og alræöisrfkja. Fyrirspurnir og umræöur aö loknum framsöguerlndum. Ráöstefnan er öllum opin. Utanríklsmálanefnd SUS. Þorrablót - Seltjarnarnes Þorrablot Sjálfstæölsfélags Settlminga veröur haldlö f félagshelmHlnu, laugardaginn 26. janúar nk. Tekiö á mótl miöapðntunum mánudaglnn 21. janúar og þriöjudaglnn 22. janúar kl. 7—9 f sfma 611220. Sijórnin. Mosfellssveit Sjálfstæöisfélag Mosfellinga heldur almennan félagsfund miðvlku- daginn 23. janúar 1985 kl. 20.30 f Hlégaröi. Ræöumenn: Avarp: Ragnhlldur Helgadóttir menntamálaráö- herra. Salome Þorkelsdóttlr alþlngismaöur. Ræöuefni: Tengsl heimlla og skóla. Allir velkomnlr. S)áltstæóisfóiag Mosfeiiinga. Þjódmálafundur á Eyrarbakka Alþingismennirnir Þorstelnn Pálsson, Arni Johnsen og Eggert Hauk- dal boða tll almenns stjórnmálafundar aö Staö á Eyrarbakka þrlöju- daginn 22. janúar kl. 20.30. Fyrirspurnir veröa á fundinum sem helmamenn og nágrannar eru hvattlr tll aö sækja. Eggert Haukdal Þorsteinn Pálsaon Ami Johnsen Slálfstæólsfélag Eyrarbakka. Akranes Almennur stjórnmálafundur veröur haldlnn f Sjálfstæöishúsinu mánudaginn 21. janúar kl. 20.30 Dagskrá: 1. Friörík Sophusson varaformaöur Sjálf- stæöisflokksins ræölr stjórnmálavlöhorf- in. 2. Almennar umræður og fyrirspurnir. Þingmenn Sjálfstasölsflokkslns f Vestur- iandskjördæmi mæta á fundinum. Fulltrúaréö sjálfstæölsfélaganna i Akranesi. Reykjaneskjördæmi Stjórn kjördæmisráös minnir á fund meö öllum formönnum fulltrúa- ráöa og sjftlfstæöisfftlaga i Reykjaneskjftrdæmi í Sjálfstæöishúslnu, Strandgðtu 29, Hafnarflröi, flmmtudainn 24. janúar kl. 20.30. Ef formaöur getur ekki mætt, er þess vsnst, aö hann sendi annan stjórnarmann á fundinn i sinn staó. Stlórn kjördæmisráós. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur aimennan félagsfund mánudaginn 21. janúar nk. f Sjálfstæö- ishúsinu, Hafnargötu 46, Keflavík, kl. 20.30. Funderefnl: Bærinn okkar. Gestur fundaríns veröur Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar. Vilborg Amundadóttir og Sólveig Jónsdóttir flytja stutt ávörp. Kafflvettingar og blngó. Stjómln. Vestur-Húnavatnssýsla Almennur fundur um landbúnaóar- og byggöamál veröur haldlnn í Víöihlfð 22. janúar kl. 21.00. Frummsalendur á fundinum veröa Eglll Bjarnason ráóunautur og al- þingismennlrnir Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráö Jónsson. Sjáltstæöistétaglö Aðalfundur Sjálfstæöiskvennafélaglö Eygló heldur aöalfund 22. janúar kl. 20.30 f Hallartundi. 1. Venjuleg aóalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnln. Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi veröur i Sjálfstæðishús- inu. Hamraborg 1.3. hæö, þriðjudaginn 22. janúar kl. 21.00 stundvfs- lega. Fjölmennið. Stjómln. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnar- nesi Fulltrúaráösfundur veröur haldinn mánudaglnn 21. janúar nk. í sjálf- stæóishúsinu, Austurströnd 3, kl. 20.30, stundvíslega. Ræöumenn veröa: Sigurgeir Sigurösson. hæjarstjórl, og Gisli Ólafs- son. formaöur kjördæmlsráös Reykjaneskjördæmls. Stjómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.