Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Snrtsýnifflieiui telja aö stór hlnti af íerta skjala- o? bókasafna heimsins muni vart lifa af næstu 60 árín. I Þjóóarbókhlödunii í Washington liggja sei milljónir binda, (iriójnngurinn af ööum bókaforóanum, undir skemmd- Iupplýsingasafninu stóra í British Museum í London eru nú þegar fjórar milljónir af „bókalíkum“. Danskir íisindamenn leggja á ráóin urn flótta — rilja taka sjaldgefar baekor á mienefilmur og senda framritin til „eé lífrar gejmstu" í Grsnlandsísnum. I Austurríki hafa nýjar tilraunir meó rafmeóferó rerió notaóar til aó rerja skjalasöfn og handrit og einnig Stýrian- béraóækjalasafnió semeraó ejóast regna srooefndrar blekrotnunar. Er allur bókaforði heimsius hverfa? Mundi öðlast eilíft líf í Grœnlandsísnum Bækur eru prentaðar á pappír, sem unninn er úr tréni — en svo sem allt líf- rænt efni eldist það og ber þess merki. Hreinræktaður handgerður „tuskupappír" hefur lengstar lífslíkur sé hann vel geymdur, en þá er tréni pappírsins fengið úr hör og bómull. Útlitið er engan veginn glæsilegt þeg- ar um er að ræða pappír sem framleiddur er í vélum úr viðartréni, svo sem verið hefur allt frá miðri 19. öld. Álsúlfatið sem notað er til að binda pappírskvoðuna leiðir til sýruverkunar í til- búna pappírnum og þannig til hraðari hrörnunar hans. Vélunninn pappír, sem nær allur eða 90 % er unninn úr tilbúnu viðartréni, hefur enn skemmri endingu. Trénisagnirnar í viðarkvoð- unni hafa dekkjandi og gulnandi áhrif á pappírinn um leið og hann verður stökkur fyrir snertingu við súrefni og birtu, einkum í fellingum og stöðum sem mest mæðir á. Hættulega mikil sýrumyndun { pappírnum verður enn meiri vegna þess að 20 milljón tonnum af brennisteinstvisýringi er þyrlað árlega upp i andrúmsloft- ið kringum jörðina, að þvi er sér- fræðingar telja. Þessi eyðandi gös súrna í brennisteinstvisýr- ingi, skemmdur pappírinn verð- ur brátt yfirsýrður og efnafræði- lega brennur hann og leysist upp. Brennisteinstvísýringur er sérstaklega hættulegur við háan stofuhita. Bókafræðingurinn dr. Pranz Kroller i Graz telur að lengja megi líf bóka með þvf að lækka geymsluhitann niður i 2,5 gráður á Celsíus. Þessvegna hef- ur Háskólabókasafnið í Graz, sem hann stjórnar, komið 10.000 bindum af sinum dýrmætustu bókum fyrir i sérstaklega útbún- um byrgjum þar sem hitastigið er 17° C og raki fer ekki upp fyrir 50 gráður. Kroller hefði kosið að geyma þessar dýrmætu bækur safnsins f frysti þar sem hiti færi ekki upp fyrir 4 stig, en það er ákaf- lega dýrt þar eð 5 stiga kæling þarf fjórum sinnum meiri orku en hitun um jafnmargar gráður. Af sömu ástæðu eru danskir vís- indamenn nú að fara fram á það að sjaldgæfum bókum verði komið á míkrófilmur, og að frumútgáfunum verði komið fyrir til „eilifrar varðveislu" á Grænlandi — f órafjarlægð frá þvi fólki sem þær eru f rauninni skrifaðar fyrir. Dr. Helmut Lang aðstoðar- framkvæmdstjóri Þjóðarbók- hlöðunnar f Vinarborg telur að Eru bækur sem verið er að skrifa, prenta og gefa út a&eins stundarfyrirbrigði, sem bverfur með tímanum? Margar dýrmætar bækur í heiminum eru að grotna niðvt og munu með tímanum eyðast nema nýjar aðferðir komi þeim til varnar fólk sé f rauninni meiri skað- valdar en bæði hiti og sýruloft. Ástæðan er sú að Vínarborg er til allrar hamingju í tempruðu loftslagi — en 2.000 lesendur nota Þjóðarbókasafnið daglega og slíta upp þessum 6.000 bókum þar..." Viðgerðardeild bókasafnsins hefur því þróað upp nýja aðferð við að geyma pappir og er með i gangi tilraunir til að gegnsýra pappirinn með plastefnum. Slík- ar aðferðir duga vitanlega að- eins til að verja einstaka bóka- dýrgripi. En annar „sýruóvinur" liggur í leyni í skjala- og bókasöfnum — blekrotnunin. Sérstaklega stafar bókum sem skrifaðar voru fyrir miðja 20. öld með járngallinbleki hætta af honum. Þessi tegund var notuð fram að þeim tíma og í margar aldir þar á undan. Þetta járngallinblek er sam- sett úr einum skammti af arab- ískri gúmkvoðu úr akasfutrjám, tveimur skömmtum af blek- hnotu og 20 skömmtum af sterku víni. Stöku sinnum var þvagi líka bætt út í. Með tímanum hvarf 5—10 af hundraði af rakanum i pappirn- um fyrir áhrif gallinsýringsins. Efnafræðilega má segja að sellu- lósið breytist í uppleysanlega glúkósu í vatni. í eyrum venju- legs fólks virðist það kannski skaðlaust, en i augum skjala- varðanna er það sannarlega ekki svo, því skemmda letrið verður stökkt sem gler og hrynur af við minnstu snertingu. Hafi aðeins verið skrifað öðrum megin á pappir með blekrotnun þá er hægt að lesa af honum eins og stensli, eða úr götunum þar sem 8tafirnir voru áður. En það er varla mögulegt þar sem skrifað hefur verið beggja megin á pappírinn. Eyðileggingin er þá endanleg. Ef til vill ætti að taka fram að prentblek og vissar teg- undir af skrifbleki, sem að Um nokkurt skeið hefur vinnustofa Trobasar unnið að hreinsun með heimasmíðuðum þvottavélum sem nota skaðlaus þvottaefni er sérstaklega hafa verið fundin upp til þessara nota. Hreinsa má um 1.000 blöð af A4-stærð, sem er heil bók, af alls konar skaðlegum efnum með einni skammtíma meðferð og um leið er tækifærið notað til að skola burtu öllum sýrum. Þarna sannast að nauðsynin er móðir allra uppfinninga, þvi starfsfólk- ið í Graz verður að sjá um tvö- falt magn af bókum miðað við önnur skjalasöfn, þar sem ein manneskja sér um hverja 500 hillumetra, en Styrian-skjala- safnið er 35 þúsund hillumetrar. Smfði raftækisins kom rétt i tæka tíð, því 15% af safninu var þegar í hættu vegna „blekrotn- unar“. Karl Trobas er nú að tengja „þvottavélina” við raf- tækið til að sameina hreinsun og endurbætur. Um nokkurt skeið hafa bækur verið „þvegnar" með aðferð Trobasar í London og fleiri lönd hafa einnig sýnt þess- ari rafmeðferð mikinn áhuga. (Þýtt af E.Pá. úr Austria today.) grunni til eru úr kolefnadufti, eru venjulega ónæmar fyrir þessari sýruhættu sem svo mjög einkennir járnblekið, en hún get- ur líka alveg eins orðið þótt um kolablek sé að ræða. Hvað á þá til bragðs að taka gegn sýruáhrifunum á pappír- inn? Hin hefðbundna leið er að þvo sýruefnin úr hverju blaði. önnur aðferð er að gera sýruna óvirka með efnafræðilegum að- ferðum. Vitanlega er ekki hægt að komast hjá þvi að skaða pappírinn með slíkum efnum og iangtimaáhrifin af meðferðinni verða ekki séð fyrir. Aðferðin er lika timafrek, þvi ekki er hægt að taka fyrir meira en 50—100 stök blöð i einni meðferð, sem tekur 20 til 40 klukkustundir, ef á nokkurn veginn að tryggja árangur. Nú hefur Karl Trobas yfir- maður viðgerðardeildarinnar i Graz byrjað á nýrri aðferð. Pappfr sem er að eyðileggjast er algerlega losaður við hættulega sýrumyndun á 15 minútum með rafstraumsmeðferð. Með sömu aðferð má lýsa gulnaða hluta pappírsins án þess að nota sterk efni. Unnið er að tilraunum með að hreinsa bækur og skjöl með þessari rafmeðferð, og jafnframt að gera þau „ónæm“ fyrir slikum sýrum og öðrum hættulegum efnabreytingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.