Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 5 Gyöinga hata þessir menn eins og pestina og á sama hátt og Hitler sjá þeir skfna í gyöingasamsaeriö í hverju skúmaskoti |Á DÖFINNI Furður fram- tíðarinnar með japönsku sniði Imars og fram í september á þessu ári mun verða haldin í Japan alþjóðleg vísinda- og tækni- sýning, sú mesta, sem um getur frá upphafi, og þar ætla Japanir að sýna það svart á hvítu með tveimur milljörðum dollara hvers þeir eru megnugir. Hinar þátttökuþjóðirnar ætla heldur ekki að láta sinn hlut eftir liggja og um sumt er sam- keppnin á milli þeirra farin að minna á þjóðametinginn á Ólymp- íuleikunum í Los Angeles. Upp úr hrísgrjónaekrunum í skugga Tsukuba-fjalls er nú að rísa geimaldarbær, skínandi pýramíd- ar, turnar og hvelfingar, sem eiga að hýsa sýninguna, en hugmyndin að henni fæddist seint á síðasta áratug meðal japanskra iðjuhölda, sem voru orðnir langþreyttir á því almenna áliti útlendinga, að Jap- anir væru bara góðir í því að apa eftir öðrum. Þá langaði til að sýna umheiminum, að þeir væru engir eftirbátar annarra þjóða í frum- legheitunum. Eins og fyrr segir hafa japanska ríkisstjórnin og einkafyrirtæki varið óhemju fé til sýningarinnar en smám saman hefur óðurinn til frumleikans og sköpunargáfunnar dálítið fallið í skuggann fyrir þjóð- armetnaði og lönguninni til að sýn- ingin slái í gegn hvað varðar að- sókn og glæsileika. Sýningargestir munu líka fá ýmislegt fyrir pen- ingana sína en talið er, að um 20 milljónir manna muni sækja hana. í sex mánuði verður hægt að sjá í Tsukuba mestu tækniundir ver- aldar og stærsta sjónvarpsskerm- inn, „Jumbotron" frá Sony, skerm sem er stærri en fjórir tennisvellir Sjá: Kynþáttahatur samanlagðir og myndgæðin betri en í bestu heimilistækjum. í Mats- ushita-salnum blimskakkar „list- rænt vélmenni" glyrnunum sínum framan í fólk og málar síðan af því andlitsmynd á tveimur mínútum; uppi yfir líður um undarleg loft- sjón í brúðulíki og í þrívíddarsjón- varpi, sem unnt er að horfa á án sérstakra gleraugna, má sjá hvern- ig fornmenn fóru að því að byggja yfir sig. Forráðamenn TDK-fyrirtækisins eru vissir um, að á næstu öld geti menn „séð heiminn með augum dýranna" og ætla að gefa sýn- ingargestum nokkra nasasjón af því hvernig veröldin lítur út í gegn- um samsett auga skordýrsins eða hvernig bæjarlækurinn birtist sjónum silunganna. Þeir hjá Ford og General Motors vita raunar ekk- ert um það, en japanskir bíla- framleiðendur eru farnir að velta því fyrir sér í alvöru hvort dagar- bílsins verði ekki brátt taldir og ætla því að sýna framtíðarfarar- tækið, sem menn munu endursend- ast í landshorna á milli, og kalla það „geimreið". Bandaríkjamenn taka sýninguna mjög hátíðlega og ætla að fara með 15 milljónir dollara í sýningarhúsið sitt. Þar ætla þeir að sýna Japön- um í tvo heimana ef svo má segja Gary Yarbrough í „fullum herklædum“ og meó dóttur sína. sleppa úr höndum þeirra en skildi eftir ótrúlega miklar vopnabirgð- ir, byssur, skotfæri og sprengiefni. í byssusafninu var ein 45 kali- bera MAC-10 hálfsjálvirk hríð- skotabyssa og við rannsókn kom í ljós, að útvarpsmaðurinn í Denver hafði verið skotinn með henni. og spyrja sjálfa sig og aðra þessarar áleitnu spurningar: Er hægt að smíða vél, sem er gædd mannlegri greind? Bandaríkjamenn hafa nefni- lega mátt bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi fyrir Jap- önum á mörgum sviðum og þess vegna völdu þeir þetta viðfangsefni, gervigreindina, lokatakmark og endastöðina í augum tölvurannsókna- manna. Upphaflega vildu skipu- leggjendur sýningarinnar, að Bretar létu sér nægja að koma upp safni yfir horfna snillinga með skrítnum myndum af gömlum gufuvélum en á það mátti breska ljónið ekki heyra minnst. Það vildi setja markið hærra en hefur held- ur daprast flugið eftir því sem á hefur liðið. í öðrum sýningarsölum munu vélmenni heilsa upp á gest- ina og tölvur villa þeim sýn með sjónhverfingum en í þeim breska ætlar embættismaður úr utanríkis- ráðuneytinu, eða röddin hans, að bjóða fólk velkomið og byrja á því að sýna plastafsteypu af bresku vísitölufjölskyldunni. Þar næst fá gestirnir að sjá myndir af bæjum og borgum, kúm í haga og konungs- fjölskyldunni og loks er klykkt út með þvi að sýna eftirlíkingar og kvikmyndir af olíuborpöllum f Norðursjó, heilsugæslunni, upplýs- ingamálum, samgöngumálum, geimvísindum og umhverfismálum. Sjálfir ætla Japanir m.a. að hreykja sér af gífurlega stóru gróð- urhúsi þar sem tómatar verða ræktaðir. Sólarljósið verður leitt inn í húsið f gegnum glertrefjar og vegna þess, að erfðaeiginleikum plantnanna hefur verið breytt á ýmsa vegu, munu þær ná allt að 10 metra hæð og bera 10.000 tómata. Margir gestanna á sýningunni munu verða nætursakir í „hylkis- hóteli", sem ZA-Z-fyrirtækið er að byggja. Þar verður boðið upp á 4.800 hylki úr steyptu plasti með dýnu, sjónvarpi, útvarpi, klukku, innanhússíma og ábreiðu. Þegar allt verður um garð gengið í sept- ember á næsta ári verður hótelið tekið sundur og hylkjunum raðað saman aftur á vinsælum skiðastað. - PETER MCGILL Lögreglunni tókst að rekja slóð Yarbroughs og annars manns i „bræðralaginu", Robert Mathews, til mótels í borginni Portland í Oregon og þar var Yarbrough handtekinn en Mathews slapp eft- ir að hafa skotið eimi lögreglu- mannanna tvisvar í fótinn. Snemma í desember sl. fann lögreglan Mathews á lítilli eyju í Puget-sundi fyrir utan Seattle og lét hún það verða sitt fyrsta verk að flytja alla aðra fbúa á brott. Síðan var látið til skarar skríða gegn Mathews, sem hélt það út í hálfan annan sólarhring. Þá kviknaði í húsinu og Mathews brann inni en fjórir félagar hans voru teknir ásamt miklu magni af vopnum og peningum. Maður nokkur, félagi í Þjóðern- issósíalistaflokki aría, sem hafði myrt tvo svertingja og mann, sem hann hélt vera prófessor af Gyð- ingaættum, sagði við réttarhöldin, að hann hefði átt sér það takmark að drepa „eins marga svertingja og Gyðinga og ég gat, áður en ég væri tekinn. Þúsund, milljón, því fleiri því betra". - ROBERT CHESSHYRE FALUR ÁSTARÓÐUR BEETHOVENS Nú hefur komið í leitirnar löngu týnt bréf frá Beethoven til einu konunnar, sem hann unni um sína daga. Verður það selt hjá Sothebys-uppboðsfyrirtækinu í London í maí í vor ásamt mynd af honum, sem hann sendi konunni, og er búist við, að fyrir myndina og bréfið muni fást um 30.000 pund, um 1.500.000 ísl. kr. Konan, sem Beethoven elskaði, var Antonie von Brentano, aðals- kona, sem 18 ára að aldri gekk að eiga bankamann og átti með hon- um fjögur börn. Antonie dáði mann sinn en elskaði hann ekki. Beethoven kynntist Antonie ár- ið 1810 þegar hún var þrítug að aldri en hann fertugur. Þau áttu með sér ástarævintýri, sem vikt- orískir ævisöguritarar reyndu síð- ar að gera sem minnst úr, en í þeim skjölum, sem Beethoven lét eftir sig, var m.a. að finna bréf til hinnar „ódauðlegu ástar" hans, BEETHOVEN: boðinn upp. sem ekki var að fullu vitað hver væri fyrr en ævisaga hans eftir Maynard Solomon kom út árið 1978. Bréfið, sem verður selt hjá Sothebys, var skrifað fjórum ár- um síðar en bréfið til „ódauðlegu ástarinnar“ og sýnir, að Beethov- en lítur þá enn á Antonie sem ná- inn vin sinn. Ásamt bréfinu sendi hann mynd af sér og lætur þessi orð fylgja henni: „Sumir segja, að sálarlíf mitt endurspeglist í þess- ari mynd.“ - DONALD WINTERSGILL NEYÐARURRÆÐI Sigursúlan fer líklega undir gler Arið 195 var reist í Rómaborg vegleg marmarasúla í heið- ursskyni við heimspekinginn og stríðshetjuna Markús Árelíus. Súla þessi hefur hingað til staðizt tímans tönn en um langt skeið hafa menn haft áhyggjur af henni vegna mikillar mengunar. Nú eru uppi áform um að verja hana með gleri fyrir frekari ágangi eitur- efna og mun Ántonio Gulotti menningarmálaráðherra Ítalíu vera því hlynntur. Súlan var reist í hjarta hinnar fornu Rómaborgar, en þar er nú meiri umferðarþungi en annars staðar í borginni. Fyrir fjórum ár- um lagði listaráðunautur borgar- innar, Adrian La Regina, það ein- dregið til, að smíðapallar yrðu reistir allt umhverfis súluna til þess að unnt yrði að gera við hana en jafnframt til að verja hana gegn mengun. La Regina sagði á sínum tíma að smíðapallarnir yrðu ekki teknir niður fyrr en búið væri að ráða bót á loftmenguninni í Rómaborg. 1 fjögur ár hefur fyrir- tæki frá Navarra haft litla rannsóknarstofu í hjólhýsi við súluna og lát- ið taka mengunarsýni á klukkustundar fresti. Súl- an er við Piazza Colonna og þar um liggur leið 12 strætisvagna. Ándspænis þessu forna mannvirki er og bústaður forsætisráðherra og þing- húsið er steinsnar þar frá og þar af leiðir að daglega aka þarna um þúsundir bifreiða þingmanna og embættismanna fyrir utan aðra umferð. Það hefur þó komið á daginn að helzti mengunarvald- urinn er miðstöðvarhitun- in í þinghúsinu og öðrum nærliggjandi byggingum, sem eru olíukyntar. Markús Árelíus var skjólstæðingur Adríanus- ar keisara sem ríkti yfir Rómaveldi á árabilinu 161—180. Hann var sem fyrr segir heimspekingur, en auk þess vann hann sigra á þjóðflokkum frá norðanverðri Evrópu og Asíu sem ógnuðu Róma- veldi. Tókst honum að hrekja þá til baka og jafnframt treysti hann yfirráð Rómverja yfir Transyl- vaníu. Súlan sem við hann er kennd var reist í virðingarskyni við hann. í hana eru höggnar 116 myndir sem sýna hernaðarsigra Markúsar Árelíusar. Þær þykja þó ekki hafa sama gildi frá listrænu sjónarmiði og myndirnar á Traj- anusar-súlunni { Rómaborg, sem reist var í virðingarskyni við Traj- anus keisara. Gert er ráð fyrir að hún verði einnig varin með gleri. Glerumgjörð sú, sem reist verð- ur utan um súluna, verður rétt- hyrnd. Hún mun þar með verða stærsta listaverk í heimi, sem var- ið er með glerumgjörð. Þá er gert ráð fyrir að komið verði upp rann- sóknarstöð undir súlunni þar sem menntamenn og gestir geta fylgzt með störfum viðgerðarmanna í lokuðu sjónvarpskerfi. GEORGE ARMSTRONG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.