Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANtJAR 1985 „Séra Ralph“ leikur Raoul Wallenberg Nú eru 40 ár liðin síðan sænska stríðshetjan Raoul Wallenberg hvarf sporlaust, en marga grunar að hann sé enn lif- andi í sovésku fangelsi. Wallen- berg beitti sér fyrir því að tugþús- undum gyðinga var hlíft við bráð- um dauða og fjölmargir í dag eiga líf sitt nefndum Svía að þakka. 1 tilefni af árinu er nú verið að und- irbúa kvikmynd um manninn og á Richard ,þyrnifugl“ Chamberlain að leika aðalhlutverkið, þ.e.a.s. sjálfan Wallenberg. Ekki er það þó átakalaust fyrir Ralph, því hann er linur í þýskunni. Ekki nóg með það, hann verður að mæla á þýsku með sænskum hreim í myndinni og því situr hann á skólabekk uni þessar mundir og nemur málvisindin. Gera kvikmynd og fara til Rússlands Sænski poppflokkurinn Herreys, sem gerði sér lítið fyrir að sigra i siðustu sönglaga- keppni sjónvarpsstöðva Evrópu, hefur átt tals- verðri velgengni að fagna viða eftir sigurinn, einkum þó í Danmörku, þar sem þeir njóta meiri vinsælda heldur en heima fyrir i Svíþjóð. Þeir hafa kvartað sáran undan vondri meðferð Svía. Herreys-strákarnir, Per, Richard og Louis, ætla nú að færa út kvíarnar, fyrst ætla þeir að senda frá sér nýja breiðskífu og siðan er ætlunin að standa að upptöku á kvikmynd, „ævintýra- mynd með mikilli músik og dansi", segir Per, sá elsti. Að þessum stórvirkjum loknum ætla strák- arnir í hljómleikaferðalag til Sovétríkjanna, feta í fótspor Björgvins Halldórssonar og félaga. Nei, heyriöi nú ... Við sögðum frá því fyrir fáum dögum, að hópur stúlkna hefði komist á síður heimsmetabókar tiuinness fyrir að troða sér inn í Mini-bifreið. Voru stúlkurnar 19 talsins. Hitt er svo annað mál, að það hefur lengi verið nokkurs konar þjóðaríþrótt skóla- krakka í Kaliforníu að athuga árlega hvað troða megi mörgum Itkömum inn I símaklefa. A myndinni er verið að stappa í klefann og að þessu sinni var met sett, 24 tróðu sér eða var troðið í klefann. Þar sem engar reglur eru um „íþrótt“ þessa, stendur hvergi skrifað að það þurfi að loka klefanum, enda mætti veita há verðlaun fyrir að reyna það svo sem sjá má á myndinni. Þetta góða fólk flaug að sjálfsögðu í metabókina eins og stelpurnar í Chelsea sem við sögðum frá á dögunum. Spurning hvort afrekið er meira? Eða vitlausara? ANNA JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR ÓPERUSÖNGKONA Carmen-hlutverkið er toppurinn argir hafa brugðið sér í óperuna og séð Carmen, en ýmsir eiga trúlega eftir að láta verða af því og einhverjir hafa jafnvel farið tvisvar eða ætla sér það. Segja má að um þessar mund- ir verði nokkur kapítulaskipti hvað uppfærsluna varðar, þar sem nýir söngvarar koma inn i sum hlutverkin. Þetta gildir um sjálfa Carmen einnig, sem fær nú annan túlkanda, það er önnu Júlfönu Sveinsdóttur, sem tekur við af Sigríði Ellu Magnúsdóttur sem er á förum utan. Þótti blm. slíkt verðugt viðtalsefni og spjallaði stuttlega við Önnu Júlíönu. „Þetta er mikið gaman, mér lfð- ur vel í hlutverkinu og bfð spennt eftir því að fá að byrja," sagði Anna, er hún var spurð hvernig þetta legðist í hana að vera að taka við af Sigríði. „Það er ekkert nema gott eitt um þetta að segja. Ég man fyrst eftir Sigríði úr sjón- varpinu þegar ég var á mínum menntaskólaárum og varð strax hrifin af henni og er enn. Það er gaman að fá að taka við af henni. Hún kemur heim um hríð í febrú- ar og ætlar þá að syngja tvær helgar. Eg hlakka til að byrja, þó að það sé einnig viss spenna í manni. Æf- ingarnar hafa gengið með ein- dæmum vel enda erum við með frábæran leikstjóra, Þórhildi Þor- leifsdóttur. Mér finnst uppfærslan á verkinu vera ótrúlega góð.“ — Hefurðu haft nóg að gera í söng síðan þú komst heim úr námi? „Já, ég hef haft nóg og stundum of mikið að gera. Að vísu tók ég mér frí um tíma, þegar börnin min voru að koma í heiminn, en fyrir utan það hef ég haft yfrið nóga vinnu i sambandi við sönginn. Eg hef líka kennt i Söngskólanum og líkar vel. Fólk er að breytast svo í viðhorfum gagnvart söng, og það er farið að skilja að söngnám er ekki eitthvað sem hægt er að stunda í hjáverkum, heldur krefst mikillar vinnu." — Hefurðu tekið þátt f mörgum óperuuppfærslum? „Þetta er fimmtánda hlutverkið mitt á sviði. Áður en ég kom heim frá námi vann ég i eitt ár við Aachen-óperuna í Þýskalandi og á þeim tíma var ég í fimm hlutverk- um. Siðan hef ég verið að syngja hérna heima, þó Carmen sé líklega stærsta hlutverkið sem ég hef fengið. Það er hægt að segja að þetta hlutverk sé toppurinn af öllu sem hægt er að óska sér og það er virkilega spennandi að hafa fengið möguleika að spreyta sig á þessu verki, slíkt tækifæri eru ekki á hverju strái. Erlendis tíðkast það gjarnan að söngvarar ferðast á milli borga og syngja hlutverkið æ ofan í æ.“ — Nú krefst þetta hlutverk mikilla tilþrifa í leik, ekki satt? „Jú í dag krefst óperusðngur leikhæfileika. Það eru orðnar svo miklar kröfur gerðar til óperu- söngvara og ekki síður hvað varð- ar sviðsframkomu og leiktjáningu. Framboð er orðið það mikið að þeir velja úr þá er hafa lika yfir slkum hæfileikum að ráða. í dag þýðir ekki að standa eins og stytta á sviðinu og syngja bara. Liklega er leikurinn f þessu verki ennþá meira krefjandi en söngurinn.“ — Carmen, hvernig kemur hún þér fyrir sjónir? „Hún er alin upp i heimi tatar- anna þar sem lögmálið vogum vinnum vogum tapar gildir. Karlmenn bera afskaplega litla virðingu fyrir konunni, en vopn Carmenar er greindin og fegurðin sem hún nýtir sér óspart til að fá sínu framgengt og hún leggur allt f sölurnar jafnvel lif sitt til að halda frelsi sinu. Mér liður vel i þessu hlutverki og það hefur alls ekki verið ýkja erfitt að lifa sig inn í hennar heim.“ — Hvar lærðir þú á sínum tíma? „Ég var í átta ár i Þýskalandi, í Munchen, Köln og Aachen þar sem ég tók einsöngvarapróf og einsöngskennarapróf. Ég hef reynt að fara alltaf út á sumrin síðan til að halda mér við og læra því þannig er það að maður er aldrei útlærður í söng.“ félk í fréttum HERREYS-DRENGIRNIR;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.