Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 23 SMURQSTAR-SNELLIÐ IQSPfJI aði og vil ég sérstaklega nefna störf hans fyrir íþróttahreyfing- una, þar sem ég þekki vel til. Það gefur auðvitað augaleið að Har- aldur hefði ekki getað sinnt öllum þessum störfum nema með stuðn- ingi sinnar góðu konu, Elsu, en ég veit að hún hefur stutt hann með ráðum og dáð og ekki hvesst sig við bónda sinn að marki nema þegar símreikningarnir hafa keyrt úr hófi, enda ekki óeðlilegt þegar Haraldur var búinn að eyða öllum sinum frítima í ólaunaða vinnu, þó heimilið þyrfti ekki að borga háa símreikninga að auki. Allir sem til svona starfa þekkja vita það að undirbúningur móta, funda o.s.frv. krefst mikilla símhring- inga. Nokkra viðurkenningu hefur Haraldur hlotið fyrir störf sín. Árið 1965 var hann sæmdur gull- merki Frjálsíþróttasambands Is- lands, gullmerki ÍSÍ hlaut hann 1978. Þá var hann gerður að heið- ursfélaga KA á afmælisdegi fé- lagsins 8. janúar sl. Þá vil ég víkja nokkrum orðum að ritstörfum Haraldar, en hann hefur auk alls sem áður hefur ver- ið talið, ritað margar greinar í blöð og tímarit og séð um útgáfu á afmælisritum, m.a. Afmælisriti KA 1953 (25 ára) og 1958 ásamt öðrum. Sérstaklega vil ég geta um bókina Skíðakappar fyrr og nú, sem er stærsta verk Haraldar til þessa, sem á prent hefur komið. Þar unnum við Haraldur saman og hann segir að ég hafi verið fjandi ýtinn við að reka á eftir sér, en sú bók kom út fyrir jólin 1981, þrátt fyrir prentaraverkfall, sem tafði mjög fyrir. I þeirri bók er rakin saga skíðaíþróttarinnar á íslandi og erlendis og er hún eitt hið besta heimildarrit, sem komið hefur út hér á landi um eina íþróttagrein. Þá er Haraldur að vinna að ritun Leiklistarsögu Ak- ureyrar og nágrannabyggða og er það verk langt komið og kemur vonandi út eftir tvö ár, á afmæli LA. Á þessum tímamótum færa allir KA-félagar Haraldi og konu hans bestu kveðjur og þakkir fyrir mik- il og óeigingjörn störf í þágu fé- lagsins um 40 ára skeið. Að lokum þakka ég þér, Harald- ur minn, fyrir ágæta viðkynningu í rúm 30 ár og óska þér, konu þinni og börnum alls hins besta um ókomin ár. Ég vona svo að þér tak- ist að vinna úr broti af öllu því efni sem þú átt í kjallaranum, og ég sá fyrir skömmu hjá þér. Lifðu heill. FJl Knattspyinufélags Akureyrar, Svavar Ottesen. Sextugur: Haraldur Sigurðs- son bankafulltrúi Afmæliskveðja frá KA Haraldur Sigurðsson er sextug- ur á morgun, mánudaginn 21. janúar. Það er alveg ótrúlegt. Mér finnst svo stutt síðan við kynnt- umst fyrst, en það mun hafa verið á skíðamóti, með klukku í hönd, árið 1948 eða 1949. Að öllum öðr- um mönnum ólöstuðum, þá efa ég að nokkur maður hér í bæ hafi eytt meiri tíma í félagsmálastörf að afloknum vinnudegi en Harald- ur og hefur Knattspyrnufélag Ak- ureyar notið starfskrafta hans frá því 1937 um haustið, er hann gekk í félagið. Bein afskipti af málefn- um KA hóf Haraldur árið 1941. Það sem vakti áhuga Haraldar á íþróttum voru ólympíuleikarnir í Berlín 1936, en hann fylgdist vel með öllum úrslitum leikanna i blöðum og útvarpi. Þá hóf hann að leika tennis á velli KA á eyrinni árið 1938 ásamt Stefáni heitnum bróður sínum og voru spaðarnir í fyrstu úr krossviði! Siðan 1941 hefur svo Haraldur tekið virkan þátt i starfi félagsins og allar göt- ur til 1980. Saga KA og Haraldar tengist því traustum böndum í um 40 ár og þeir eru óteljandi tímarn- ir, sem hann hefur eytt í störf fyrir félag sitt. Haraldur fæddist 21. janúar 1925 á Stuðlafossi, Jökuldal, N- Múl. Foreldrar hans voru Sigurð- ur V. Haraldsson og Hróðný S. Stefánsdóttir. Til Akureyrar flutt- ist fjölskyldan árið 1930 og átti lengi heima í Hafnarstræti 90, en Sigurður vann í Vélabókbandinu hf. Haraldur gekk menntaveginn, en nokkur sumur á menntaskóla- árunum var hann í brúarvinnu hjá Jónasi Snæbjörnssyni. Stúdent frá MA varð Haraldur 1945. I haskól- anum var hann 1946 og tók heim- spekipróf. Þá tók hann til við laga- nám en hætti. Árið 1954 kvæntist Haraldur Elisabetu Kemp Guð- mundsdóttur, bankaritara. Börn þeirra eru: Eva Þórey, f. 1954, Ásdís Hrefna, f. 1956, Ragna, f. 1958 og Sigurður Stefán, f. 1971. Haustið 1955 eignuðust þau Har- aldur og Elsa efri hæð hússins á Brekkugötu 31, og Elsa segir að það hafi verið dýrasta stúkusæti á Islandi, en við kaup hússins tók Haraldur mið af því að útsýni yfir íþróttavöllinn væri sem best og auðvitað var líka stutt að fara fyrir hann til hinna ýmsu starfa fyrir frjálsíþróttafólkið í KA. Um lifibrauð Haraldar er það að segja, að hann vann ýmis skrifstofustörf hér í bæ 1947—49, en síðan vann hann á sýslu- mannsskrifstofunni 1950—1960. Árið 1960 hóf hann svo störf í Út- vegsbankanum á Akureyri, fyrst sem gjaldkeri og síðan fulltrúi og þar hefur hann unnið allt til þessa dags. Og allir þekkja Harald, sem inn i þá stofnun koma og þurfa á víxli að halda. Einhver skyldi nú halda að Har- aldur léti sér nægja hin miklu störf fyrir KA í frístundum sín- um, en svo er ú aldeilis ekki. Hann var í stjórn Stúdentafélag Akur- eyrar 1964—65, í stórn Tónlistar- félags Akureyrar 1965—70, í stjórn Leikfélags Akureyrar 1962—64 og framkvæmdastjóri fé- lagsins vorið 1967 á 50 ára afmæli félagsins. Þá lék hann allmörg hlutverk með félaginu árin 1954—67, var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Hugins, sat í stjórn hans, var í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og í undirkjörstjórn mörg undanfar- in ár, í stjórn Minjasafnsins á Ak- ureyri frá 1982 og í Oddfellow- reglunni hefur Haraldur starfað í 25 ár. Störf hans fyrir íþrótta- hreyfinguna eru svo þessi: I stjórn KA 1958—62, formaður í fjögur ár, 1976—79, fjölmörg ár í stjórn frjálsíþróttadeildar KA og starf- aði við flestöll frjálsíþróttamót á Akureyri í 40 ár, í stjórn Skiða- ráðs Ákureyrar 1950—51, og í stjórn Skíðasambands Islands 1953—58, en formenn á þeim árum voru Einar Kristjánsson og Her- mann Stefánsson, sem báðir eru látnir. Haraldur minnist þessara ára sinna í stjórn Skíðasambands- ins með mikilli ánægju. Fundir stóðu oft í 4—5 klukkutíma og hinar elskulegu konur þeirra Ein- ars og Hermanns létu ekki sitt eft- ir liggja og báru kræsingar á borð fyrir fundarmenn. Að lokinni þessari miklu upp- talningu er ekki óeðlilegt að ein- hver spyrji hvernig í ósköpunum maðurinn hafi getað sinnt öllum þessum störfum í frístundum sín- um. Eftir því sem ég veit best hef- ur Haraldur sinnt öllum þessum störfum af trúmennsku og dugn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.