Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANtJAR 1985 Hafi nokkur ein kvikmynd komiö þeim sem til málanna þekkja í Hollywood á óvart á nýliðnu hausti meö vinsæidum sínum, þá var þaö „The Terminator", spennumynd meö Amold Schwarzenegger í aöalhlutverki. í myndinni sannar Schwarzenegger þaö endanlega aö hann á meiri vinsældum aö fagna en búast mætti viö af aust- urrískum líkamsræktarfrömuöi meö álíka mikinn þýzkan hrein og Henry Kissinger. Þar sem hann býr yfir skörpum kaupsýsluskilningi, sérstaklega á sviöi fasteignamark- aöar og skipulagsmála, vill svo til aö Schwarzenegger er mjög auö- ugur maöur, sem aftur þýöir aö áhugi hans á kvikmyndaleik staf- ar ekki af voninni um skjótfenginn gróöa. Og þótt Schwarzenegger flíki aldrei auöæfum sínum, er eitt víst — aösóknin aö The Termina- tor á enn eftir aö auka viö þau. KRAFTAKARUNN OG KVIKMYNDASTJARNAN Schwarzenegger Eftir Nancy Collins Schwarzenegger er fæddur í Graz í Austurriki árið 1947, og hefur alla tíð verið mikið fyrir íþróttir, en faðir hans var lögreglustjóri og fyrrum meistari í ís- íþrótt er nefnist curling. Fimmtán ára að aldri ákvað Schwarzenegger að stefna að því að ná meistara- titlinum Mr. Universe í líkamsrækt og tvítugur var hann þegar þegar hann vann þann titil í fyrsta sinn. Þegar hann svo hætti keppni í líkamsrækt árið 1975 hafði hann bætt við sig fjórum Mr. Universe-titlum, einum Mr. World, og sex sinnum hlotið titilinn Mr. Olympia, sem er virtasta nafnbótin í líkamsræktar- keppni. (Árið 1980 vann svo Schwarzenegger Mr. Olympia-titilinn í sjöunda sinn.) Schwarzenegger lauk námi i viðskiptafræði og al- þjóða fjármálum við Wisconsin-háskóla, og komst í álnir með útgáfu þriggja metsölubóka um vaxtarrækt, stofnunar alþjóðlegs póstpöntunarfyrirtækis og út- gáfu líkamsræktarmyndbanda, þar sem hann að sjálf- sögðu lék sjálfur aðalhlutverkið auk þess sem hann stjórnaði upptöku. Auk mjög arðbærra fasteigna sinna á Schwarzenegger sitt eigið kvikmyndafélag og kemur fram í íþróttaþáttum hjá CBS og ÁBC útvarps- og sjónvarpskerfunum. Arnold segir að hann eigi Lucy Ball að þakka það að hann gerðist kvikmyndaleikari. Hún sá hann árið 1975 í sjónvarpsþættinum The Merv Griffin Show og bað hann þá að vera með 1 sérstökum skemmtiþætti henn- ar, Happy Anniversary and Goodbye. Eftir það kom svo kvikmyndin Stay Hungry árið 1976, þá fræðslu- mynd um lyftingar, Pumping Iron, og The Jane Mansfield Story, þar sem hann lék eiginmann hennar, Mike Hargitay. Stóra tækifærið kom hinsvegar þegar hann fékk aðalhlutverkið i Conan the Barbarian og einnig í framhaldinu, Conan the Destroyer, en tekjur framleiðenda af þessum myndum námu 50 milljónum og 31 milljón dollara. Þegar hann er ekki að leika i kvikmyndum eða græða fé, er Schwarzenegger þjálfari landsiiðs fatlaðara í lyftingum, auk þess sem hann heimsækir fangelsi mánaðarlega til að fylgjast með sérstöku endurhæfingarprógrammi sem hann sjálfur kom á fót en þar taka fangar þátt í æfingum undir stjórn þjálfara til að viðhalda lfkamsvexti sinum. Schwarzenegger var tekinn tali í skrifstofu sinni í Venice, Kaliforníu, meðan hann var í viku fríi frá kvikmyndun í Róm á nýjustu mynd hans Red Sonja, sem Dino De Laurentiis framleiðir. Við persónulega kynningu virkar Schwarzenegger bæði meiri og smærri en búast mátti við. Smærri að því Ieyti að hann er samanreknari en yfirdrifin mynd hans á kvik- myndatjaldinu gefur til kynna. I rauninni eru vöðv- arnir sem spennast svo á tjaldinu, aðeins undirstrikun á kraftalegum líkamsvexti, sem samsvarar sér vel. Á hinn bóginn er svo Schwarzenegger framúrskarandi vel gefinn kraftakarl — slyngur, skemmtilegri og skilningsrikari en búast hefði mátt við. Hann býr yfir sjálfsöryggi þess sem lyft hefur 50 tonnum á lyft- ingastöngum án þess að láta á sjá. 1 stuttu máli sagt, þá er Schwarzenegger hrífandi. Aðdráttarafl Schwarzeneggers er sennilega bezt lýst með orðum konunnar, sem hann hefur búið með undanfarin sjö ár, Mariu Shriver, en hún er 29 ára systurdóttir John F. Kennedys fyrrum forseta, dóttir Sargent og Eunice Shriver, og því sjálf ekki ókunnug afburða hæfileikum: „Arnold er skemmtilegur, greind- ur, atorkusamur, agaður, trygglyndur og laglegur," segir Shriver. Varðandi það hvað viðheldur áhuga hennar á þessum fyrrum Mr. Olympia segi Shriver aðeins: „Arnold er aldrei leiðinlegur." „The Terminator" var vinsælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum í sex vikur. Hvers vegna? Hverju þakkar þú þessa velgengni? Góðu handriti. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem ég hef verið með í þar sem segja má að allir hafi gengið um og sagt, „þetta verður alveg stórkostlegt". í „The Terminator" leikur þú vélmenni sem sent er til baka úr framtíðinni til að drepa konuna sem í raun er móðir framtíðarinnar. Hvað var það við hlutverk þessa illmannlega vélmennis sem böfðaði til þín? Það var vissu- lega ekki textinn. Þú segir varla meira en tuttugu orð í myndinni. Ég er ekkert sólginn í langan texta. Ég fæ að segja það sem ég vil í sjónvarpsviðtðlum. Auk þess gegndi Terminator ekki hlutverki sínu með málæði. Hann var kominn til að drepa, og til þess var hann vel búinn. Hann var vopnaður byssum og var ákveðinn, stefnu- fastur og einbeittur. Það var það eina sem máli skipti í þessu hlutverki. The Terminator er aðeins framtíð- arskáldverk — kvikmynd sem flytur engan boðskap — alls engin áhrifamynd. Sumum gagnrýnendum þótti hún of ofsafengin. Ofsinn hæfir sögunni. Ef þú fylgist vel með mynd- inni, sérðu aðeins blóð f tveimur atriðum. Það erfið- asta af öllu var að sýna fram á að ég væri óþokki. Vegna Conans sem var hetjuhlutverk, og vegna starfa minna við líkamsrækt — starfa með unglingum til aö koma þeim á rétta lífsbraut, leiða þau frá áfengi og eiturlyfjum með líkamsþjálfun og vaxtarrækt — höfðu Maria og Arnold: „Ég segi alltaf aö samband okkar sé vel kryddaö." flestir gert sér ákveðnar hugmyndir um mig. Leik- stjóranum Jim Cameron var þetta vel ljóst og hann vildi strax í upphafi myndinnar láta það koma skýrt fram að ég væri illmenni — þú veizt, með því að láta mig aka yfir leikfangabíl smábarns, brjóta upp hurð og skjóta saklausa húsmóður á mjög grimmúðlegan hátt. Við héldum að þetta nægði til að sýna fram á illmennsku mína, en þegar við höfðum forsýningu á myndinni fyrir borðsgesti, voru áhorfendur enn á mínu bandi fram yfir miðja mynd. Jafnvel í lok mynd- arinnar voru þeir að segja: „Allt f lagi Arnold! Láttu þá fá það óþvegið!" Svo við höfum bersýnilega ekki sýnt næga illmennsku. Hvsða augum heldur þú að Hollywood líti í dag frama þinn í kvikmyndum? Öðrum augum en fyrir tveimur mánuðum. Þá hefði enginn í Hollywood þorað að fela mér svona hlutverk. Það þurfti ungan leikstjóra eins og Jim Cameron og ungan framleiðanda eins og Mike Medavoy til að þora að segja: „Við skulum reyna eitthvað nýtt. Gerum hann að illmenni. Notum hann sjálfan í myndinni, án þess að beita líkamsvexti hans.“ Nú hefur mér borizt fyrsta boðið um að leika í gamanmynd. Þaö kalla ég framför, þvf það hefur alltaf verið mín skoðun að ekki sé unnt að beita kröftum til að fá áhorfendur til aö samþykkja þig f alveg nýju hlutverki. Það verður að gefa þeim það sem þeir vilja sjá, og með hverju nýju hlutverki bæta við nýrri hlið á sjálfum sér svo áhorf- endur taki breytingunum í smáskömmtum. Heldur þú að þú sért góóur leikari? Ég er góður ef ég fæ rétt hlutverk. Ég veit hvað ég get og hvað ég get ekki. En ég er mjög ánægður með starfið. Ég vona að hver kvikmynd verði nokkurskonar þjálfun, og að þær verði betri og betri. Þetta er alveg eins og í keppni í líkamsrækt. Fyrstu árin sem ég tók þátt í keppnunum — þótt ég væri þá á toppnum — var ég engan veginn kominn jafn langt og ég var í lok keppnisáranna. Ég vonast til að vaxa á sama hátt í leiklistinni. Hvaó heillar þig í leiklistinni? Að leika aðrar persónur. Og svo ánægjan þegar fariö er að sýna myndina og sú athygli sem maður vekur. Ég er í ljónsmerkinu. Það var gott spor fram á við að fara úr líkamsræktinni yfir í leikinn, af því þér er áfram veitt athygli, aðeins þúsund sinnum meiri. Aó sjálfsögðu hefur The Therminator hækkað þig f launastiganum. Hvað færðu mikið fyrir hverja kvikmynd nú? Ég tala aldrei um peninga, af því það eru of margir þarna úti sem enga eiga, svo það væri illa gert að bera þetta á borð fyrir þá og valda hjá þeim hugarfars- breytingum. En ég get sagt þér það að eftir þessa mynd hafa greiðslurnar til mfn tvöfaldazt. Állt f einu vilja allir hafa mig f myndum sfnum. En ég er fullbók- aður næsta hálfa annað árið. Ég verð í Outpost, mynd úr framtíðinni, sem gerist eftir þriðju heimsstyrjöld- ina, nokkurs konar blanda af The Terminator og The Road Warrior, og gerist f Ástralíu. Ég verð í Conan III, og svo ætlum við að gera War Lord — félagi minn Bob Hamner og ég við eigum kvikmyndaréttinn og ætlum að gera myndina á eigin spýtur. Mig langar að verða framleiðandi, þvf leikurinn einn nægir mér ekki. í lok ársins, eða í sfðasta lagi snemma ársins 1986, verð ég áreiðanlega bæði framleiðandi og leikari f eigin myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.