Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURDUR ÞORKELSSON BRAUÐ Mikið úrval brauða er í búðum og úr mörgum mjöltegundum. Mörg þeirra brauða eru næringarrík og góð fyrir meltinguna. Það er út- breiddur misskilningur að brauð sé fitandi. U.þ.b. 50 hitaeiningar eru í stórri brauðsneið, en það sem sett er ofan á brauðið er oft fitandi. Fæstir baka brauð heima, þó er hægt að spara mikið með því að gera það. Hægt er að baka mörg brauð í einu og frysta til síðari nota. Þurrger í 50 g pakkningum fæst í hverri búð, en ef þið bakið mikið brauð, er ódýrara að kaupa pressuger, sem fæst alltaf hjá NLF og eflaust víðar. Pressuger hefur þó ekki eins mikið geymsluþol og þurrger, en geymist í allt að einn mánuð í kæliskáp. Best er að skipta gerinu í smástykki og geyma í álpappír. Þegar við bökum brauð, setjum við salt í mjölið. Það er ekki eingöngu gert til bragðbætis, heldur styrkir það grind brauðsins og hemur gerjunarhraðann. Of mikið salt getur valdið því að brauðið lyftir sér ekki, en aftur á móti er erfitt að móta brauð, sem ekkert salt er í. Ef erfitt er að móta brauð, er gott að breiða stykki yfir deigið og láta það bíða í 10—15 mínútur á eldhúsborðinu. Ekki er nauðsynlegt að setja sykur í brauð, en brauðskorpan verður fallegri á litinn og myndast fyrr, sé sykur settur í deigið. Ef mikill sykur er í brauði, lamar það gersveppinn. Vínarbrauðsdeig, sem mikill sykur og fita er í, lyftir sér seint. Fita í brauði er ekki nauðsynleg, en deigið verður meðfærilegra, mýkra og geymist betur og skorpan springur síður. Einnig verður brauðið bragðbetra. Brauð með mjólk er mýkra en brauð með vatni. Gott getur verið að nota mysu í brauð, einkum brauð sem heilhveiti og rúgmjöl er í. Rúgur í brauði verður bragðbetri, ef hann bakast hægt, þá myndast sykur í hon- um. Flestir kannast við að seytt rúgbrauð er sætt. Aldrei ætti að geyma brauð í kæliskáp, því að þá gengur vatn úr brauðinu og það molnar. Aftur á móti er mjög gott að frysta brauð sem er ylvolgt, vökvinn helst þá jafn í brauð- inu. Brauð er ýmist bakað á bökunarplötu eða í móti, en ágætt er að baka rúgbrauð í mjólkurfernu og við fáum fallegt brauð, ef við bökum það í Mackintosh’s-dós. Þær dósir eru mjög þéttar og með góðu loki, og er hægt að baka (sjóða) brauð í potti með vatni í slíkum dósum. Mjög gott er að baka brauð meðan verið er að sjóða matinn. Þá er ylur í eldhúsinu og léttir það verkið og heimilislegt er að finna ilm af nýbökuðu brauði. Brauö úr fjórum rajöltegundum 2Vi bolli hveiti, 1 Vi bolli heilhveiti, 1 bolli hveitiklíð, V4 bolli valsað hveiti, rúgur eða hafrar, 1 tsk. salt, Vk tsk. engiferduft, 2 msk. matarolía, 3 msk. hunang, 2 dl vatn, 2 dl mjólk, 50 g þurrger eða pressuger. 1. Blandið saman hveiti, heil- hveiti, hveitiklíði, völsuðu hveiti (rúgi eða höfrum), salti og engi- ferdufti. 2. Blandið saman vatni og mjólk, hrærið hunangið og mat- arolíuna saman við og hitið í 35°C. Þið getið fundið hitastigið með því að dýfa litlafingri í vökvann. Ef hvorki finnst hiti né kuldi er vökvinn mátulega heit- ur. 3. Hrærið pressugerið út í vökv- ann. Ef þið notið þurrger er því stráð yfir vökvann og látið standa í 5 mínútur. 4. Hrærið vökvann út í mjölið með sleif. Þetta á að vera þykk hræra, en ekki þykkari en svo að hægt sé að hræra hana. Mjög gott er að hræra deigið í hræri- vél. 5. Smyrjið eins kílós Mackin- tosh’s-dós, setjiö deigið i dósina. Setjið plastfilmu ofan á deigið. Látið lyfta sér þar til kúfur er kominn á dósina. Það tekur u.þ.b. 30 mínútur. 6. Hitið bakaraofninn í 180°C. Takið plastfilmuna ofan af deig- inu. Setjið dósina í ofninn og bakið i 40 minútur. 7. Kælið í 10 mínútur, en losið þá úr mótinu og setjið brauðið á grind meðan það er að kólna. Brauð meö mysu 1 kg rúgmjöl, 1 kg hveiti, 1 kg heilhveiti, 4 tsk. salt, 1 dl síróp eða púðursykur, 2 lítrar mysa, 60 g pressuger eða þurrger. örlitið brætt smjörlíki. 1. Setjið rúgmjöl, hveiti, heil- hveiti og salt í skál. 2. Hitið mysuna í 35°C. Þið getið fundið hitastigið með því að dýfa litlafingri i vökvann. Ef hvorki finnst hiti né kuldi er vökvinn mátulega heitur. Hrærið siðan síróp eða púðursykur út i mys- una. Hrærið pressugerið út i, en stráið þurrgerinu yfir ef þið not- ið það. Látið biða í 5 mínútur. 3. Hrærið vökvann út í mjölið með sleif eða setjið i hrærivél. 4. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn, leggiö bretti eða grind yfir vaskinn. Setjið skálina á brettið. Leggið stykki yfir skál- ina. Látið deigið lyfta sér þannig f 20—30 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni og hnoðið örlítið. Bætið hveiti í deigið ef það er of lint. 6. Mótið 5 brauð. Smyrjið hliðar þeirra með smjörlíki. Leggið síð- an brauðin hlið við hlið i skúff- una úr bakaraofninum. 7. Leggið stykki yfir brauðin og látið þau lyfta sér um helming. 8. Hitið bakaraofninn í 175°C. Setjið brauðin i ofninn og bakið i 90 minútur. 9. Penslið brauðin með vatni þegar þau koma úr ofninum. Setjið á bökunargrind og leggið stykki yfir brauðin meðan þau eru að kólna. Athugið: Þessi brauð geymast ágætlega í frysti. Seytt rúgbrauð 3V4 kg rúgmjöl, 2 tsk. salt, 2 msk þurrger eða samsvar- andi magn pressuger, 1 lítri vatn, 1 lítri mjólk, 2 tómar tveggja lftra mjólk- urfernur. 1. Setjið rúgmjöl og salt í skál, stráið þurrgerinu yfir. Ef þið notið pressuger er best að leysa það upp í mjólkinni. 2. Hitið mjólkina og vatnið i 35°C og hellið út í mjölið. Hrær- ið fyrst saman með sleif, setjið síðan á eldhúsborðið og hnoðið saman. Þetta á að vera fremur lint deig, en það þarf helst að sleppa borðinu, (má ekki klístr- ast við það). 3. Skiptið deiginu i tvennt og setjið í tvær mjólkurfernur. Lok- ið siðan fernunum vel. Gott er að binda snæri fyrir. 4. Hitið bakaraofninn f 100°C og bakið brauðið i 16 klst. Athugið: þetta brauð geymist ágætlega í frysti. Rúgbrauö soðið í potti 4 bollar rúgmjöl, 2 bollar heilhveiti, 1V6 bolli síróp, 4 bollar súrmjólk, 2 tsk. natron, 3 Vt tsk. salt. 1. Blandið saman rúgmjöli, heil- hveiti, natroni og salti. 2. Blandið saman sírópi og súrmjólk og hrærið út í mjölið. 3. Smyrjið 5 Ibs. Mackintosh’s- dós, setjið deigið í dósina. Hún verður rúmlega hálffull. Setjið síðan lokið á dósina. 4. Hitið vatn í potti sem rúmar dósina. Látið vatnið sjóða. Setjið dósina ofan i vatnið, þannig að vatnið nái upp á miðja dós. 5. Minnkið hitann á lægsta straum og látið brauðið sjóða i 5 klst. 6. Losið úr dósinni og skerið i fjóra parta. Athugið: Þetta brauð geymist ágætlega í frysti. Tímaritið Saga er komið út: íslenskar konur sjálfstæðari en útlendar á þjóðveldisöld? KONUR nutu meiri réttinda og virðingar á íslandi undir lok þjóð- veldisaldar en víðast hvar annars staðar í rómversk-kaþólskum löndum, ef marka má rannsókn Ólafíu Einarsdóttur, sem frá er greint í ritgerð hennar „Staða kvenna á þjóðveldisöld“, sem birtist í Sögu, tímariti Sögufélags- ins, sem er nýkomið út. Efni Sögu að þessu sinni er mjög fjölbreytt og er ritið alls 407 síður að stærð. Jón Hnefill Aðalsteinsson ritar um önn- unga, frjálsa en kúgaða stétt á þjóðveldistímanum, sem hann telur að sagnfræðingum hafi yf- irsést til þessa. Sigfús Haukur Andrésson skrifar grein, sem hann nefnir „Missagnir um fyr- irhugaðan flutning íslendinga til Jótlandsheiða í móðuharð- indunum", og birt er athuga- semd við málflutning Sigfúsar frá Sigurði Líndal og svar Sig- fúsar við athugasemdinni. Pét- ur Pétursson skrifar um trúar- legar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar og er þetta þriðja og síðasta grein hans í tímaritinu um það efni. Að þessu sinni fjallar hann um spíritisma og dultrúarhreyfing- una. Hann setur m.a. fram þá kenningu, að dultrúarhreyfing- in hafi gegnt „ákveðnu hug- myndafræðilegu hlutverki fyrir rísandi borgara- og millistétt á öðrum og þriðja áratugi aldar- innar", eins og það er orðað. Svanur Kristjánsson ritar um kommúnistahreyfinguna á ís- '»Andi og leitast við að svara því hvort kommúnistar hafi verið þjóðlegir verkalýðssinnar eða handbendi Stalíns. Hann upp- lýsir m.a. að hugmyndir ís- lenskra kommúnista og starf hafi ótvírætt verið mótað af Komintern, alþjóðasambandi kommúnista. Páll Lýðsson á grein í Sögu, sem nefnist „Um Bretavinnu til betra lífs. Athugun lífshátta- breytinga í vesturhluta Flóa 1930-1945“, Valdimar Unnar Valdimarsson á grein, sem nefnist „I eldlinu á kreppuárun- um“ og eru það nokkrar vanga- veltur í tilefni af endurminn- ingum Einars Olgeirssonar og Eysteins Jónssonar, sem hann telur bagalega hlutdræg rit. Margt annað efni er í ritinu, þ.á m. greinar um mikilvægi Guðbrandsbiblíu og skilnað Danmerkur og íslands árið 1944 og fjöldi ritfregna. Þá er í tíma- ritinu að finna félagatal Sögu- félagsins, sem síðast var birt fyrir fimm árum. Ritstjórar Sögu eru Helgi Þorláksson og Sigurður Ragn- arsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.