Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B8BMB DRUGGED AGENT” ,to/Abducfj, *e West 1 Dr. Otto John (til vinstri), Sir Frodorick Hoyor Millar og fyrirsagnir trétta um málið. Annar góður vinur hans var einn helzti leiðtogi andspyrnuhreyf- ingarinnar, dr. Hans von Dohn- anyi, sem var lögfræðingur eins og hann. John hafði einnig starfað fyrir Hans Oster hershöfðingja, næst- æðsta mann gagnnjósnaþjónust- unnar Abwehr, sem barðist gegn nazistum. Hann tók áberandi þátt í samsærinu gegn Hitler 20. júli 1944. Hann stóð m.a. í nánu sambandi við brezk og bandarísk yfirvöld og fór flugleiðis til Ma- drid til að vara þau við innrás- inni í Normandí og tilræðinu við Hitler fyrir hönd samsæris- manna, sem vildu semja frið. John var einn þriggja óbreyttra borgara í aðalstöðvum samsærismanna í Bendler- strasse 20. júlí auk Gerstenma- iers og Gieseviusar. Hann var einn örfárra félaga andspyrnu- hreyfingarinnar sem komust lífs af. Hann komst hjá yfirvofandi handtöku og notaði sér aðstöðu sína hjá Lufthansa til þess að fara til Madrid fjórum dögum eftir tilræðið. Hann komst frá Þýzkalandi án nokkurra erfið- leika, en bróðir hans, Hans, sem einnig var leiðtogi í andspyrnu- hreyfingunni, var tekinn hönd- um og líflátinn. Frá Madrid var John fluttur til Englands um Lissabon. Síðustu mánuði stríðsins starfaði dr. John sem ráðunaut- ur „svörtu" áróðursstöðvarinnar „Soldatensender Calais" og vann í London við útvarpssendingar með friðaráróðri á þýzku síðustu mánuði stríðsins. Hann var skipaður yfirmaður vestur-þýzku öryggisþjónust- unnar („Bundesamt fúr Verfass- ungsschutz“ — BfV) í desember 1950. VALDABARÁTTA Jakob Kaiser verkalýðsleið- togi, sósíaldemókrati og félagi Johns úr andspyrnuhreyfing- unni, lagði til að hann yrði yfir- maður BfV. John naut einnig stuðnings Theodor Heuss for- seta. í brezku stjórnarskjölunum, sem nú hefur verið leyft að skoða, kemur fram að sögn Observers að þótt Bretar hafi fyllzt efasemdum í garð dr. Johns áður en hann hvarf hreyfðu yfirmenn leyniþjónustu Bandamanna á þessum tima engum mótbárum gegn vali hans þegar stjórn Konrads Adenauer kanzlara stakk upp á að hann yrði skipaður yfirmaður öryggis- þjónustunnar. Samkvæmt skjölunum höfn- uðu yfirmenn leyniþjónustu Bandamanna hugmyndum um 12 menn í stöðuna, en sættu sig við dr. John þegar stungið var upp á honum. Þegar John tók við yfirstjórn BfV voru tvær aðrar gagn- njósnaþjónustur þegar starfandi í Vestur-Þýzkalandi. Önnur þeirra var stofnun Reinhards Gehlen fyrrverandi foringja Abwehr á austurvíg- stöðvunum. Bandaríkjamenn styrktu stofnun Gehlens fjár- hagslega í byrjun og hún varð síðar opinþer leyniþjónusta Vestur-Þjóðverja. Hin var hernjósnadeild i svo- kölluðu „Amt Blank", sem varð vísirinn að landvarnaráðuneyti Vestur-Þýzkalands. Gehlen gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir tilnefningu dr. Johns. Hann taldi hann hættulegan keppinaut og á sama hátt og öðrum fyrrverandi Ein fárra mynda sam til oru af Gehlen oftir aiðari heimsstyrjöldina. Hún var tekin í Hannover 1958. Otto John á velmektardögum sínum ÞRJÁTÍU ára gamalt njósnamál var nýlega endur- vakið, þegar brezka vikublaðið Observer skýrði frá því að stjórnarskjöl, sem nýlega hefur verið leyfður aðgangur að eftir þriggja áratuga leynd, sýndu að Bretar hefðu verið sannfærðir um það frá byrjun að dr. Otto John, sem var um skeið yfírmaður öryggismála í Vestur-Þýzkalandi, hefði flúið til Áustur-Þýzkalands 1954. Flótti dr. Johns vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Árið eftir birtist hann aftur í Vestur-Þýzka- landi og harðneitaði því að hann hefði verið útsend- ari kommúnista. Hann sagði að hann hefði verið svæfður, numinn á brott og neyddur til að tala fjandsamlega um vestræn ríki í útvarpi í Austur- Þýzkalandi. Dr. John býr nú í Innsbruck í Austurríki og heldur fast við framburð sinn. Mál Ottos John var mesta ssr hneyksli, sem orðið hafði í Vestur-Þýzkalandi eftir síðari heimsstyrjöldina, og vakti eins mikla athygli og hvarf brezku stjórnarerindrekanna Burgess og Macleans og hvarf prófessors Brunos Pontecorvo. John var lögfræðingur að mennt og talinn frjálslyndur íhaldsmaður. Á árunum 1937 til 1944 var hann lögfræðilegur ráðunautur flugfélagsins Luft- hansa. Hann var náinn vinur höfuðs Hohenzollern-ættarinn- ar, Lúðvíks Ferdinands prins, elzta sonar krónprinsins, sem var lýðræðislega þenkjandi. GAMALT NJÓSNAMÁL SÉÐ í NÝJU LJÓSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.