Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 í skeyti frá Bonn tveimur dögum síðar, 22. júlí: „Sem stendur bendir allt til þess að John hafi verið rænt og farið hafi verið með hann til sovézka hernáms- svæðisins." En í öðru skeyti sama dag sagði að hinn 20. júlí hefði John heimsótt vin sinn Wohlgemuth í sjúkrahús í Berlín. Þeir hafi síð- an farið til Austur-Berlínar, en það hafi ekki verið fyrirfram tekin ákvörðun. „Göngulag Johns var eðlilegt og hann fór af fúsum vilja,“ sagði i skeytinu. „Þótt hugsan- legt sé að hann hafi verið svæfð- ur í sjúkrahúsinu virðist senni- legt að hann hafi farið þangað af sjálfsdáðum." Observer segir aö eftir hvarf Johns hafi Bretar tekið þátt i yfirhilmingu með stjórn Aden- auers kanzlara til að fela sann- leikanum i málinu með þvi að segja að dr. John hefði verið rænt. Ástæðan var að sjálfsögðu hið nána samband dr. Johns við brezku leyniþjónustuna, sem sást m.a. á þeim mikla þætti, sem hún átti i skipun hans í stöðu yfirmanns BfV. í þriðja skeytinu 20. júli er tekið undir þá ósk náins ráð- gjafa Adenauers, dr. Walters Hallstein, að blöðunum verði sagt að dr. John hafi verið rænt. Einnig var lagt til að lítið yrði gert úr samvinnu Johns við Bandamenn. Þjóðverjar ákváðu að lokum að segja að dr. Wohl- gemuth hefði deyft John. I leyniskeyti 23. júli lagði Hoy- er Millar til að utanríkisráðu- neytið héldi fast við það að John hlyti að hafa verið ginntur til Austur-Þýzkalands, eða a.m.k. hindraður í að snúa aftur. Sagt var að það yrðu mistök ef ráðu- neytið gæfi til kynna að vaxandi efasemda hefði verið farið að gæta meðal Breta og Þjóðverja um það hvort John væri rétti maðurinn til að gegna starfi sínu. ÁRÓÐURSPEÐ Tveimur dögum eftir að dr. John flúði til Austur-Berlínar sagði hann í útsendingu austur- þýzka útvarpsins að hann hefði tekið ákvörðun sína „til þess að helga sig baráttunni fyrir sam- einingu Þýzkalands og efla málstaö hennar“ og til þess að „stuðla að því að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina". John sagði einnig að hann hefði farið til Austur-Berlínar í þeim tilgangi að berjast gegn því „að nazisminn næði tökum á Vestur-Þýzkalandi". Hann sagði að hann hefði valið daginn 20. júlí, dag tilræðisins við Hitler, til þess að „sýna samhengið milli fyrri baráttu sinnar gegn Hitler og flótta síns til Austur-Berlín- ar“. Eftir fyrstu útvarpssendingu Johns í Austur-Þýzkalandi sagði Hoyer Millar í skeyti til utanrík- isráðuneytisins að þaö sýndi „eins og við höfum alltaf óttazt“ að John hefði flúið. Hann sagði að það virtist æskilegt að gera eins lítið og unnt væri úr flótta Johns, bæði af pólitískum og tæknilegum ástæðum. Nokkrum dögum síðar sagði hann að án athyglisverðra, nýrra sönnunargagna yrði ekki auðvelt að sannfæra vestur- þýzkan almenning um að John hefði verið rænt. ingarinnar, en var þá náðaöur. Hinn 4. janúar 1956 var John ákærður fyrir fjöldamorð og njósnir í þágu Breta í síðari heimsstyrjöldinni. Ekki var látið uppi hver bar þessar sakir á hann. í ákærunni, sem var send yfirvöldum i Bonn, sagði: „Þegar Otto John flúði til Englands 1944 veitti hann Churchill forsætisráðherra upp- lýsingar um flugskeytavopna- smiðastöð í Peenemiinde. Þessar upplýsingar Johns leiddu til þess að Bretar gerðu ákafar og geysi- harðar loftárásir á Peenemúnde og hundruð saklausra manna létu lífið í þeim árásum.“ Meira heyrðist ekki um þessar ásakanir og málið virðist hafa dagað uppi. ENDURUPPTAKA Þegar John hafði fengið náðun og verið látinn laus 1958 vann hann að þvi að mál hans yrði tekið upp að nýju. Hann naut hjálpar dr. Fritz Bauer rikis- saksóknara i Frankfurt, sem trúði aldrei á sekt hans. Annar maður, sem trúði á sakleysi dr. Johns, var Joachim Joesten höfundur bókarinnar „They Call It Intelligence“. Hann segir i bókinni að John „hafi ekki svikið land sitt eftir hvarfið, en e.t.v. megi segja að hann hafi svikið tvo vini sína“, lækninn dr. Wohlgemuth og Bandaríkjamann af þýzkum ætt- um, Höfer. Joesten telur að Wohlgemuth hafi „aðeins verið saklaus þátt- takandi" í öllu málinu. Höfer var foringi í bandarísku leyniþjón- ustunni og skaut sig til bana vegna þess að upplýsingar, sem hann lét John hafa þess efnis að hann væri undir eftirliti, virðast hafa verið meginástæðan til flótta hans austur að sögn Joest- ens. Ef trúa má Joesten sviku Vestur-Þjóðverjar dr. John. Hann segir að áður en hann tók þá ákvörðun að snúa aftur hafi Gerhard Schröder þáverandi dómsmálaráðherra og embætt- ismenn í dómsmálaráðuneytinu sagt að hann „yrði ekki handtek- inn og að ósennilegt væri að mál yrði höfðað gegn honum“. Vorið 1964 samþykkti sam- bandsdómstóllinn í Karlsruhe endurupptöku máls Ottos John. Ný gögn höfðu þá komið fram í málinu, honum í hag. Meðal ann- ars hafði sannazt að eitt aðal- vitnið í réttarhöldunum 1956, blaðamaður að nafni Karl Witt- ig, hafði svarið rangan eið. Mál var höfðað gegn Wittig, en þremur dögum áður en hann átti að koma fyrir rétt tókst hon- um að flýja til Austur-Berlínar. Þá var komið í ljós að hann hafði staðið í sambandi við ýmsa helztu leiðtoga austur-þýzkra kommúnista um árabil. Talið var að honum hefði verið varpað í fangelsi í Austur-Þýzkalandi. Otto John var ekki hreinsaður af sök, þrátt fyrir endurupptöku málsins. Síðan var hljótt um hann. Hann virtist flestum gleymdur unz nýju ljósi var varpað á mál hans þegar farið var ofan í saumana á stjórn- arskjölum þeim, sem aðgangur var leyfður að í Lundúnum á dögunum eftir þrjátíu ára leynd. (GH skv. Observer og öðrum heimildum.) Gehlen Dr. Otto John (fyrir miöju) ésamt tvoimur Auetur-Þjóðverjum fyrir utan veitingahúsiö „Warszawas1* í Austur-Berlin. HEIMKOMA Nokkrum dögum síðar, 12. desember 1955, sneri dr. John aftur af fúsum vilja til Vestur- Þýzkalands eftir tæplega 17 mánaða dvöl í Austur-Berlín og bað lögregluna um vernd. Heimkoma hans vakti ekki síður mikla athygli en flótti hans til Austur-Þýzkalands. Vestur-þýzk blöð sögðu að hún væri „einhver mesti álits- hnekkir, sem austur-þýzka stjórnin hefði orðið fyrir síðan heimsstyrjöldinni lauk“. Leið- togi stjórnarandstæðinga, Erich Ollenhauer, sagði að dr. John væri „rannsóknarefni fyrir sálfræðinga, en ekki stjórnmála- menn“. RÉTTARHÖLD Þar sem grunur var talinn leika á því að John hefði ljóstrað upp vestur-þýzkum ríkisleynd- armálum meðan hann dvaldist í Austur-Þýzkalandi var hann handtekinn skömmu eftir heim- komuna og tilkynnt var að mál yrði höfðað gegn honum. Ríkissaksóknarinn í Karls- ruhe sagði í tilkynningu að hætta væri talin á að dr. John mundi flýja úr landi, ef hann yrði látinn laus. Því var einnig haldið fram að „vernda yrði hann gegn hugsanlegum óvin- um“. John hafði verið í varðhaldi síðan hann kom aftur til Vest- „Síðustu sannanir gefa hið gagnstæða til kynna ... Vest- ur-þýzkir tollverðir fylgdust með ferðum mannanna tveggja og sögðu að þeir hefðu borið það með sér að allt væri með felldu og að þeir hefðu raunar verið glaðlegir." ' Sama dag skrifaði Sir Ant- hony Eden utanríkisráðherra: „Ég vona að við látum ekki sem honum hafi verið rænt, ef við höldum hið gagnstæða." í tvær vikur var ekki vitað hvar John væri niðurkominn, en þá kom í ljós að hann var stadd- ur í Karlshorst. Þar var haldinn fundur með fréttamönnum og dr. John lýsti því þar yfir að hann hefði farið til Áustur- Þýzkalands „af fúsum og frjáls- um vilja". Hann kvað það skyldu sína „að berjast gegn krossferð gegn kommúnisma undir forystu Bandaríkjamanna". Dr. John sagði m.a.: „Nú eru fleiri njósna- þjónustur en ráðherrar í Vest- ur-Þýzkalandi, allir njósna um alla... “ Á þeim tíma sátu 18 ráðherrar í Bonn-stjórninni. Síðari hluta árs 1954 og fram eftir ári 1955 dvaldist dr. John í Rússlandi og talið var að hann hefði verið í stöðugum yfir- heyrslum hjá sovézku leyniþjón- ustunni. Haustið 1955 fékk hann að snúa aftur til Austur-Þýzka- lands, en var jafnan undir eftir- liti lögreglu. Snemma í desember sagði hann í ræðu, sem hann hélt í bæ nálægt Berlín, að „Þýzkaland yrði ekki sameinað fyrr en kom- ið hefði verið á öryggiskerfi í Evrópu". Sá orðrómur gekk að dr. John hefði „haldið sambandi sínu við þá menn, sem unnu með honum í öryggisþjónustunni, og sennilega komizt með þeirra hjálp yfir landamærin". Blaðamaður „Berlingske Tidende", Bonde- Henriksen, skýrði hins vegar frá því að hann hefði hjálpað dr. John að flýja til Vestur-Berlín- ar. Bonde-Henriksen kvaðst hafa verið viðstaddur háskóla- fyrirlestur í Austur-Berlín, þar sem John hefði verið meðal áheyrenda. Hann tók eftir því að tveir sterklegir lögreglumenn gættu dr. Johns hvert sem hann fór. Danska blaðamanninum tókst að hjálpa John að flýja frá lögreglumönnunum. Síðan kvaðst Bonde-Henrik- sen hafa ekið dr. John í bifreið sinni beina leið yfir marka- línuna til Vestur-Berlínar. Félag erlendra blaðamanna í Vestur- Berlín vítti Bonde-Henriksen fyrir að hjálpa dr. John, m.a. þar sem slíkt hefði „alvarlegar af- leiðingar fyrir aðra fréttamenn" og samrýmdist ekki stöðu hans. Talsmaður brezka sendiráðs- ins í Bonn sagði að sendiráðið hefði „haft grun um að dr. John kæmi aftur", svo að heimkoma hans virtist ekki koma með öllu á óvart. Talsmaðurinn bætti því við að Bretar hefðu „á engan hátt hjálpað honum að flýja“. Observer segir að sagan um að dr. John hefði verið rænt hafi gert honum kleift að snúa aftur til Vestur-Þýzkalands 1955, „án þess að hann hafi þurft að hafa verulegar áhyggjur af því að honum yrði refsað". ur-Þýzkalands og var i stöðugum yfirheyrslum. John var ákærður fyrir land- ráð, þótt ráðherrar í Bonn og ríkissaksóknarinn í Karlsruhe væru því mótfallnir, og leiddur fyrir rétt. Gátan um hvarf dr. Johns leystist ekki í réttarhöldum hans, sem fóru fram í Karlsruhe, þótt a.m.k. 100 vitni væru leidd fyrir rétt. Hann hélt því þráfaldlega fram að vinur sinn, dr. Wohl- gemuth hefði rænt sér, farið með sig til Austur-Berlínar, þar sem honum hefði verið „komið í háskalega aðstöðu og hann hefði þótzt vinna fyrir Austur-Þjóð- verja". Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að John hefði farið til Austur-Berlínar af fúsum vilja, en ekki ætlað að dveljast þar. Síðan hefði hann „ákveðið að vinna fyrir Austur-Þjóðverja, þótt honum hefði ekki verið hót- að lífláti. Hann hefði komið aft- ur til Vestur-Þýzkalands einung- is vegna þess að hann hefði verið orðinn þreyttur á austur-þýzku stjórninni og hefði því búið til söguna um að honum hefði verið rænt“. Dr. John var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi í desember 1956 fyrir „sviksamlega fölsun“ og fyrir að „vinna gegn hags- munum landsins", þ.e. landráð. Hann afplánaði helming refs- GAMALT NJÓSNAMÁL SÉÐ í NÝJU LJÓSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.