Morgunblaðið - 20.01.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985
B 9
OíNí aðeins eftir að auka enn við auðævi þín.
Flestum er það ekki Ijóst að þú er umsvifamikill (við-
skiptum, og að líkamsræktarfyrirtæki þfn eingöngu hafa
gert þig auðugan.
Ég vinn fyrir mér.
Svo það er óhætt að áætla að þú sért orðinn milljóna-
mæringur?
Fyrir löngu. En það er alltaf meira gaman að
hlakka til að verða það en að vera orðinn það. Það er
ekki neitt. Þegar þú Iftur á efnahagsskýrslu þína og
hún sýnir að þú sért meira en milljón dollara virði —
hvað þá?
í hvað notar þú peningana?
Listmundi, ýmislegt f húsið, nokkuð f fatnað og svo
talsvert í sambandi við ferðalög og frf. Ég þarf ekki
mikið til lffsviðurværis. Ég er ekki munaðargjarn.
Hverjar eru hetjurnar þfnar? Þú sagðist einhvern tfma
stefna að því að verða næsti Burt Reynolds.
Ég hef alltaf verið hrifinn af Clint Eastwood, Burt
Reynolds og Charles Bronson af þvi þeir voru forríkir
leikarar. Eastwood og Reynolds eru alltaf að keppast
um það hvor selur fleiri aðgöngumiða, og það dái ég
þvf að það sem er mér mest virði er að selja aðgöngu-
miða. Með þvf öðlast þú völd til að gera það sem þig
langar til... John Wayne er einnig efstur á blaði sem
uppáhalds kvikmyndahetja. En ég hef einnig mikinn
áhuga á Ronald Reagan. Ég dáist mjög að honum.
Hvers vegna?
Af því honum hefur tekizt það ómögulega — hann
hefur aldrei tapað f neinum kosningum. Hann er
vissulega í sambandi við þjóðina — og það er þess
vegna sem hann sigrar.
Þú virðist meta mest hæfileika og gáfur. Hvað heldur
þú um gáfur Reagans?
Hann er mjög skarpur. Það er ekki almennt viður-
kennt af þvf hann er ekki hugsuður á borð við David
Stockman, Milton Friedman eða Alan Greenspan. En
hann hefur hæfileika til að fela öðrum framkvæmd
mála, sem er mikilsvert. Ég hitti hann í fyrrasumar á
flokksþingi repúblikana. Það var um miðnætti — eftir
að flokksþinginu lauk — og hann hafði nýlokið flutn-
ingi klukkustundar ræðu. Eg var orðinn þreyttur, og
ég er 37 ára. En hann lét ekki á sjá, snöggur, svaraði
öliu um hæl, fullur orku. Hann lítur út fyrir að vera
fimmtán árum yngri en hann er. Ég vona bara að ég
verði enn á Iffi þegar ég kemst á hans aldur. Hann er
sérstakur. Og ég dáist að sambandi hans við Nancy.
Það er svo fallegt, hvernig hann þarfnast hennar allt-
af hjá sér, hvað hann er góður við hana, og hvemig
þau horfa hvort á annað.
Margt við þig er mjög sérkennilegt — Ifkamsvöxturinn,
nafnið, þýzkuhreimurinn. Sumum hefði getað fundizt
þessi atriði óyfirstíganlegar hindranir að þvf er
kvikmyndaleik varðar, en þau virðast ekkert hamla þér.
Það versta sem ég gæti hugsað mér væri að vera
eins og allir aðrir. Þess vegna fór ég nú út i lfkams-
rækt. Til að taka áhættuna á eigin spýtur, ekki sem
einn af fjöldanum. Á ýmsan hátt getur betta verið
einmanalegt, en þú veizt alltaf að það er einn maður,
sem þú getur reitt þig á — þú sjálfur. Þú verður að
geta það.
Faðir þinn, sem nú er látinn, átti mikinn þátt í að móta
líf þitt, og hvatti þig til íþróttaiðkana á unga aldri. Hvern-
ig viltu lýsa sambandinu við föður þinn?
Mjög traust, með gífurlegum aga, en einnig mikilli
virðingu — nægilegri virðingu til að vita muninn á
stöðu föður og sonar. Það var múr á milli okkar; hann
reisti þann múr. í Bandarfkjunum vilja foreldrarnir
vera vinir barna sinna, en faðir minn hafði ekki þol-
inmæði til þess. Mér fannst alltaf ég geta leitað til
hans með vandamál mfn, en ég vissi alltaf að ég gæti
þurft að taka út refsingu fyrirvaralaust ef eitthvað fór
úrskeiðis. Hann átti það til að segja: „Sittu með þessa
bók í tvo tfma og lestu.” Oft var ég ekki f skapi til að
lesa, en varð að sitja með bókina. Þegar mig langaði að
eignast reiðhjól, sagði hann: „Útvegaðu þér það sjálf-
ur. Farðu að vinna.“ Þetta hafði mjög mikil áhrif á
mig, mér skildist að hverju ég stefndi og varð ákveð-
inn — mig langaði að standa á eigin fótum. En ég
elskaði föður minn. Hann var mjög hlýr.
Hvert var hlutverk móður þinnar?
Hún skipulagði daglegt lff mitt og bróður mfns,
sagði okkur hvenær við mættum leika okkur, hvenær
við ættum að læra. Hún sá um að halda heimilinu
hreinu, og þar fór hún út f öfgar. Það mátti borða af
gólfunum. Handklæðin voru stffpressuð í brotunum
þegar þeim var staflað inn f skáp. Faðir minn skipti
daglega um skyrtu, og þær voru þvegnar um leið og
hann fór úr þeim. Heimilishaldið tók allan hennar
tfma. Ég á einhverja þá beztu móður sem nokkur getur
átt.
Við ólumst upp f mjög litlu þorpi. Það hafði enginn
síma nema veitingahúsið, presturinn og lög-
reglustöðin, þar sem faðir minn starfaði. Eitt sjón-
varpstæki var á staðnum, i veitingahúsinu. Laun föður
mins námu um 250 dollurum á mánuði. Það voru svona
miðlungs laun. Þar var enginn fsskápur, engin vatns-
salerni, enginn læknir — aðeins talstöð. Ef ég til dæm-
is varð veikur um miðja nótt þurftu foreldrar mínir að
bera mig yfir heilmikið fjall til borgarinnar Graz, sem
var tveggja tíma gangur. Ef heppnin var með, náðum
við þar til læknis.
Bróðir þinn var eldri en þú, hnefaleikamaður, og lézt
tuttugu og þriggja ára í bflslysi. Voruð þið Ifkir?
Hann var öðruvísi. Hann var meiri hugsuður; ég var
veraldlegri. Faðir minn var mjög harður við hann.
Hann var tilfinninganæmari en ég. Dæmigerður
krabbi — mjög skapandi. Hann málaði skinandi góðar
myndir sem barn.
Hvaða áhrif hafði það á þig að missa eina bróður þinn
af slysförum á unga aldri?
Mér leið hræðilega illa. Hann drap sig með þvf að
aka ölvaður. Innst inni bjóst ég alltaf við að eitthvað
gerðist af þvi hann hagaði sér þannig. Ég tók aldrei
neina áhættu. Iþróttirnar voru númer eitt hjá mér, svo
ég lifði heilbrigðu lifi.
Breytti lát hans lífi þfnu?
Nú vildi ég óska þess að hann væri hér til að njóta
þessa alls með mér. En þá reyndi ég bara að hrista
þetta af mér, og ári síðar dó faðir minn. Það kom á
óvart. Það var heilinn, blæðing.
f „Pumping Iron“ segir þú að móðir þín hafi hringt til
þín og sagt þér lát hans, og að þú hafir ekki farið heim til