Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 37 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ‘trnri/MurÍZ'UM’i/ if Dufgus skrifar: Löngum hefur sá, sem þetta rit- ar, undrast yfir því áróðursstríði sem vinstri öflin hérlendis hafa haldið uppi gegn Flugleiðum bæði leynt og ljóst svo árum skiptir. Þegar félagið bar sig, flutti ólafur Grímsson langar ræður um það á Alþingi, hvernig Flugleiðir stefndu íslensku sjálfstæði, þjóð- erni og menningu i voða með dag- legu flugi til Bandaríkjanna. Væri félaginu nær að hætta þessu óþjóðholla gróðabralli en snúa sér að félagslegu kúltúrflugi til frænda vorra í Skandinavíu. Þeg- ar Bandaríkjaflugið varð óarð- bært vegna samkeppni erlendra flugfélaga, ventu Olafur og al- þýðubandalagsmenn kvæði sínu 1 kross og gagnrýndu Flugleiða- menn fyrir óarðbæran rekstur. Félagið mátti sem sé hvorki græða né tapa. Nokkrar af vélum Flugleiða. Fréttastofan og Flugleiðir Á sama tíma lögðu vinstri öflin Sigurð Helgason forstjóra Flug- leiða í einelti, er hann reyndi að bjarga lífi félagsins með þvi að aðlaga rekstur þess nýjum og erf- iðum aðstæðum, sniða þvi stakk eftir vexti. í þessari atlögu að Flugleiðum tóku meðal annars þátt þeir fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna, sem ævinlega virðast til taks, þegar Alþýðubandalagið og undirdeildir þess gefa þeim merki. Hvað eftir annað fékk Sigurður Flugleiðaforstjóri þvílíka meðferð hjá þessum „hlutlausu" ríkis- starfsmönnum, að engu var líkara en hann væri eihhvers konar saka- maður i réttarsal. Aldrei brást þó að hann væri kurteis og málefna- legur, þótt nærri honum væri gengið. Eru flestir sammála um, að hann hafi vaxið af þessum „yf- irheyrslum", enda augijóst að til- gangurinn var sá að koma höggi á hann og fyrirtækið Flugleiðir, þótt engum detti i hug að forstjórinn hafi verið hafinn yfir gagnrýni fremur en aðrir dauðlegir menn. Á þeim sömu dögum og Sigurður var lagður i einelti í ríkisfjölmiðlun- um voru stjórnarherrar vinstri manna að setja Evrópumet i skuldasöfnun og verðbólgu og þjóðarskútan að halla á hliðina. En það gátu hlustendur svo sannarlega ekki merkt, þegar fréttamennirnir gáfu sér tima til að taka stjórnarherrana tali. Þá var það hógværð og hjartans litil- læti sem réð spurningum þeirra. Þessi sami munur á framgöngu fréttamanna var reyndar augljós, þegar foringjar stjórnarandstöð- unnar áttu í hlut, þá brýndu fréttamenn nú heldur betur raust- ina og settu sig í yfirheyrslustell- ingar. Það er ekki sama hvort tal- að er við Jón eða séra Jón á þeim bæ, muninn þekkja allir, sem fulla heyrn hafa. Því set ég þessi orð á blað, að mér blöskruðu spurningar, sem kona á fréttastofu rikisútvarpsins bar upp í kvöldfréttum við Sigurð Helgason yngri í tilefni af þvi að hann var ráðinn forstjóri Flug- leiða í síðustu viku. A.m.k. tvær af þessum spurningum voru svo ann- arlegar og óviðeigandi að undrun sætti. Spurt var, hvort forstjórinn teldist fulltrúi eigenda félagsins eða starfsmanna? Er það ekki ljóst, að forstjóri hlýtur að fá um- boð sitt frá réttum eigendum fyrirtækisins, en hann — sem oddviti starfsmanna — vinnur sið- an jöfnum höndum að hag félags- ins með starfsfólki og eigendum? Sigurður hefur sjálfur hafist til forstjórastarfsins úr röðum starfsmanna, sem reyndar eru margir hverjir í tölu eigenda Flugleiða. Hann á frama sinn meðal annars að þakka hæfileik- um sinum til að vinna með fólki, og ég þykist viss um að starfs- menn Flugleiða hugsi gott til sam- starfs við hann, þótt fréttastofa ríkisútvarpsins virðist hafa ein- hverjar aðrar hugmyndir um þetta. Síðasta spurningin, sem frétta- konunni hugkvæmdist að spyrja dró dám af hinni fyrri: Er for- stjórastarf hjá Flugleiðum ábata- samt starf? Hver skyldi vera mæl- ikvarði fréttakonunnar á „ábata“, þegar hún spyr hvernig manni er launað fyrir eitt vandasamasta, ábyrgðarmesta og erfiðasta stjórnunarstarf sem unnið er af íslendingi? Hún þyrfti að skýra það, áður en hún spyr slíkrar spurningar öðru sinni. Hins vegar þarfnast það engra skýringa fyrir hvaða sjónarmið hún sjálf er full- trúi fyrir. Hógværðarskort- ur og málspjöll Árni Vigfússon skrifar: Hrólfur Sveinsson, sá er ritar í Morgunblaðið 10. janúar, er sýni- lega sauður af því húsi, þar sem rétt þykir að láta málfar vaða á súðum fremur en stýra því af list um ólgusjó nútímans. Slikir kumpánar finna fátt nýtilegt í kveri því litlu, sem Helgi Hálfdan- arson, ritari Áhugasamtaka um íslenskt mál, hefur safnað til af mikilli elju meðal félagsmanna samtakanna. (Hér mun rétt að skjóta því inn í, að Hrólfur þessi myndi sjálfsagt vilja kalla þá með- lími eða jafnvel félagslimi.) Þetta rit er hið merkasta, þótt lítið sé að vöxtum, og því er það málspjallastarf af hálfu Hrólfs þessa að vara barnakennara og foreldra við að nýta sér það við máluppeldi. Þetta eru tvö hundruð hógværar og réttmætar ábend- ingar um málfar, studdar smekk- vísi ritarans. Og það er mikill hóg- værðarskortur hjá Hrólfi þessum að ætlast til þess að uppalendur trúi honum betur en Helga Hálf- danarsyni, einum snjallasta ljóða- og leikverkaþýðanda á nútimais- lensku. Það er einnig óheiðarlegt i grein Hrólfs þessa að gefa i skyn, að prentvillur, jafnvel málvillur, sæki sérstaklega í þýðingar Helga. Með þvi er beinlínis verið að grafa undan trú manna á því, að þær séu vandaðar. Það er önnur saga, að vitanlega eru ekki allir á einu máli um þá dóma, sem þeir félagsmenn i Áhugasamtökum um íslenskt mál fella um orðafar, og síst þeir, sem ekki vilja neitt leggja á sig fyrir tungu sína. Til að mynda er ég sjálfur ekki sammála því öllu. Hitt stendur óhaggað, og jafnvel þær ábendingar, sem menn eru ósammála um, eiga að geta vakið til umhugsunar. öll umræða um íslenska tungu er af hinu góða, meira að segja það, sem Hrólfur H. H. Sveinsson skrifar. 03^ S\GeA V/GGA í lnvtww Innilegustu þakkir fyrir sýndan hlýhug og vinarkveöjur er okkur bárust á gidlbrúö- kaupsdaginn 29. desember sl. Farsœld og friður fylgi ykkur á komandi tímum. Vnnur Guðjónsdóttir, GuðmundurJ. Kristjánsson. ÞÓRÐARHÚS Þ-110 TRf SMIÐJA ÖKJþorðar Trésmiðja Þóröar Tangagötu 1 900 Vestmannaeyjum s 98 2640 NYJUNG Fljótandi gólfefni Húseigendur — Arkitektar — Byggingameistarar Verkfræöingar — Múrarameistarar 1. Beba gólfílagningarefni sem stenst allar gæöakröfur sem kraf- ist er í íbúöarhúsum og öörum mannvirkjum. 2. Meö þessu efni þurfa múrarar ekki aö bogra viö aö strauja gólfin eöa aö skríöa á fjórum fótum viö aö pússa þau. 3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og veröur algjörlega lárétt (góö áferö). Auöveldar uppsetningu á innréttingum. 4. Gólfiö er rykbundið og litað meö Bepa-gólfefni. 5. Þornar á 24 tímum. 6. Fyrir ný sem gömul gólf. Festist vel viö máluö gólf. Allar upplýsingar hjá MAGNÚSSON HF. Kleppsmýrarvegi 8, sími 81068.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.