Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. JANtJAR 1985 Skáldið í mér er jafn mikilvægt og stjórnandinn — segir Knut Ödegárd forstjóri Norræna hússins Hann er skáld og óðalseigandi, var menningarstjóri Syðri Þrændalaga og bókmenntagagnrýnandi við Aftenpost- en í Osló, ætlaði sér að verða listmálari eða prestur en er nú forstjóri Norræna hússins í Reykjavík. Það þarf vart að kynna hinn nýja forstjóra, Knut Arne Ödegard, en hann kom fyrst hingaö til lands fyrir 13 árum. Hann er höfundur 10 bóka sem þýddar hafa verið á ýmis tungumál, þeirra á meðal eru Ijóða- bækur, eitt leikrit, barnabók og tvær unglingasögur. Hann hefur þrisvar hlotið hæsta ríkisstyrk listamanna í Noregi og hlotið ótal viöurkenningar fyrir ritstörf sín. Þar að auki hefur Ödegárd þýtt verk margra íslenskra höfunda á norsku svo sem Einars Braga, Olafs Jóhanns Sigurðssonar og Thors Vilhjálmssonar svo og perlur ís- lenskra bókmennta, Lilju Eysteins Ás- grímssonar og Geisla eftir Einar Skúlason. Ödegárd er einnig bundinn Islandi öðrum böndum, giftur íslenskri konu, Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra. í sumar hlaut hann eftirsótt verðlaun, Bastian-þýðingarverðlaun fyrir þýð- ingu á bókinni „Fljótt, fljótt sagði fugl- inn“ eftir Thor Vilhjálmsson. „Ný- norskan blómstrar í meðförum hans. Málið sem hann beitir er safaríkt og kraftmikið og hann nýtir sér uppsprett- ur tungunnar af miklu listfengi,“ sagði m.a. í áliti dómnefndar norska þýð- endasambandsins. „Ég er 39 ára gamall, fæddur og uppalinn í litlum bæ í vesturhluta Noregs, Molde í Raumsdal, það er mikill menningarbær þó þar búi ekki nema 20.000 íbúar," segir hann þar sem hann situr í skrifstofu for- stjórans í Norræna húsinu. „Sérstaklega er bókmenntaáhugi mikill, enda ólst Björnstjerne Björnson upp í Molde og gekk þar í skóla. Þetta umhverfi hefur haft áhrif á marga rithöfunda, t.d. eru flestar persónur í sveitalífssögum Bjömsons frá Raumsdal, má þar t.d. nefna Sigrúnu frá Sunnuhvoli og Ibsen skrifaöi bæði „Fruen fra havet“ og „Rosmersholm“ í Molde. Bernskuheimili mitt veitti mér mikla hvatningu sem verðandi listamanni, foreldrar mínir eru bæði mjög áhugasöm um listir. Faðir minn málar og yrkir og hann var fyrsti kennari minn í málara- listinni. Móðir mín sá til þess að við systkinin lærðum á píanó, og þar að auki lærði ég að leika á flautu. Þeg- ar ég var í menntaskóla var heimili mitt miðstöð unga fólksins í skólan- um sem haföi áhuga á bókmenntum og listum — á hverjum sunnudegi var lesið upphátt úr biblíunni, lesin ævintýr og lesið úr helstu bók- menntaverkunum, norskum og evr- ópskum.“ Oðalseigandi í Noregi Föðurafi Ödegards var óðals- bóndi og átti jörð rétt utan við Molde. Hann fæddist 1869 og dó 1965, 96 ára gamall. „Afi minn hafði mikil áhrif á mig, hann var mjög sterkur persónuleiki. Hann var skáld, skrif- aði talsvert í blöð og tímarit, og hann var einnig mikill stjórnmála- maður, m.a. einn af stofnendum Bændaflokksins í Noregi, og var forseti sýslustjórnar í mörg ár. En fyrst og fremst var hann bóndi, og hann kenndi mér að bera virðingu fyrir jörðinni og öllu því sem vex og grær. Hann var af gömlu kynslóð- inni, þeirri sem hafði auga fyrir þeim töfrum sem fylgir því að yrkja jörðina. Við sáningu á vorin tók hann alltaf ofan, þetta var eins og þáttur í trúarbrögðum sem eru eldri en allar kirkjur, nokkurs kon- ar þjónusta við guð. Hann bjó yfir frumstæðum krafti, og var í fullu fjöri fram yfir nírætt og þvf lét hann jörðina ekki frá sér fyrr en I faðir minn var orðinn roskinn. Fað- ir minn lét jörðina því beint i mínar hendur. Og nú sit ég hér á Islandi og er óðalsbóndi í Noregi! En ég á góða nágranna sem sjá um jörðina fyrir mig. Þótt bókmenntir hafi verið hátt skrifaðar á bernskuheimili mínu, ætlaði ég þó ekki að leggja ritstörf fyrir mig, það var ekki fyrr en ég var farinn að heiman að ég fór „Afi minn hafði mikil áhrif á mig, hann var mjög sterkur persónuleiki." ••••• eitthvað að fást við þau að ráði. Eg ætlaði upphaflega að verða málari! Ég var i tímum hjá mörgum list- málurum n,.a. Svarstad. Smátt og smátt fann ég þó að ég átti auðveld- ast með að tjá mig með pennanum eða öllu heldur ritvélinni, en sem skáld er ég nokkurs konar orð- myndlistarmaður — skáldskapur minn er mjög myndrænn. Það var ekki fyrr en ég var byrj- aður í háskólanámi í Osló að ég fór að yrkja af einhverri alvöru, en þar var ég við nám í guðfræði, bók- menntum og tungumálum." — Varstu að hugsa um að verða prestur? „Já, ég var að hugsa um það, en hætti við þegar skáldið fór að ná yfirhöndinni!" — Er ekki gott fyrir skáldið að hafa verið í guðfræði? „Jú, en það er ekki eingöngu gott fyrir skáld og rithöfunda. Guðfræð- in er lykilnám fyrir þá sem vilja kynnast hjartslætti menningar okkar. Listamenn fá ómældan inn- blástur úr biblíunni, án kristninnar væri Evrópa í dag án þeirra stór- verka sem viö þekkjum m.a. úr tón- listinni, bókmenntunum, myndlist og byggingarlist. Það er einnig staðreynd að kristindómurinn gaf okkur orðið, skriftir á skinn og skinnhandrit, og lagði grundvöllinn að hinni gömlu Ijóðlist sem við er- um svo stolt af. Það heyrðist lítið frá Norðurlöndunum þar til eftir kristnitökuna. Það má líkja biblí- unni og kristindóminum við upp- sprettu og sem nútímaskáld og and- ans maður bergi ég á daglega. Hugsunarháttur okkar og tilfinn- ingalíf, já, lífshættir okkar allir eru undir miklum áhrifum af kristinni trú, þetta á við um okkur öll óháð þeim persónulegu sjónarmiðum sem við höfum hvert og eitt. Þegar ég var í guðfræðinni, sendi ég frá mér fyrstu ljóðabók mína, en hún kom út ’67 þegar ég var 22 ára gamall." — Hvernig var bókinni tekið? „Ég fékk mjög góða dóma, bæði frá hægri og vinstri." í námi hjá sjálf- menntuöum kennara Það var um þetta leyti sem Knut Ödegárd kynntist Ásmund Bryn- ildsen sem hann segir að hafi haft mikil áhrif á sig. „Ásmund var nokkurskonar tímaskekkja, einn síðasti fulltrúi þess hóps lærðra manna sem nú eru að deyja út, manna sem voru ekki sérmenntaðir á einhverju einu sviði og áttu auðvelt með að tengja sam- an ólíkar greinar. Hann var sjálf- menntaður fjölfræðingur, var vel „Guðfrœðin er lykilnám fyrir þá sem vilja kynnast hjartslœtti menningar okkar. “ að sér í stærðfræði og stjörnufræði sem og heimspeki, ikonlist og tungumálum, fornum sem nýjum. Það sem var öðru fremur óvenju- legt við Ásmund voru hæfileikar hans og vilji til að sjá hlutina í samhengi, byggt á nokkurskonar samruna heimspeki, fyrst var hann platonsk-kristinn og síðar snéri hann sér meir og meir að rússnesk- um orþódox-hugsunarhætti. Ásmund var kennari minn. Sam- anborið við hann, með allri þeirri þekkingu og skilningi, já, visku sem hann bjó yfir var ég sem ómenntað- ur maður. Ásmund benti mér á bækur sem hann ráðlagði mér að lesa, og í því sambandi var nauö- synlegt að lesa höfuðritin, lesa skáldin, heimspekingana og nátt- úruvisindamennina sem hafa lagt grunninn að hinu andlega lífi okkar í dag. Það var ekki spurning um að tileinka sér þekkingu á nöfnum og ártölum, heldur persónuleg tileink- un ákveðinna hugmynda, hugsana, skapandi lífs. Og þá var nauðsyn- legt að læra allt frá grunni. Það var undarleg reynsla að sitja með þessum sjálfmenntaða manni sem las rússneska meistara á rússnesku, hin helgu rit á hebresku og forngrísku, og norrænar bók- menntir á fornnorsku og íslensku. Aðferð hans við kennsluna var lík þeirri sem Forn-Grikkir notuðu og við þekkjum einnig frá norrænum venjum, þ.e. samtalið milli kennara og nemanda þar sem kennarinn fær nemandann sjálfan til að uppgötva það sem mikilvægt er.“ — Miðaðist kennslan við undir- búning undir lífið og tilveruna eða... „Eflaust undirbúning undir lífið. Öll þekking sem ekki hefur í för • •#•• „Það má líkja biblíunni og kristindóminum við uppsprettu og sem nútíma- skáld og andans maður bergi ég á daglega. “ ••§•• með sér ríkara líf er til einskis nýt. Fyrir mér er lífið og listin eitt og hið sama, eða öllu heldur eitt meg- inhlutverk listarinnar er að halda manneskjunni lifandi, listin er nok- kurskonar varnarkerfi gegn öllu sem reynir að slæva hugsana- og tilfinningalíf okkar, öllu sem vill gera okkur að þrælum vanahugs- ana, andlegra og líkamlegra fjötra eða efnishyggju. Það var Ásmund sem hafði sam- band við Aftenposten og kom því til leiðar að ég gerðist bókmennta- gagnrýnandi þar árið 1969.“ — Var Ásmund þekktur í Nor- egi? „Já og nei. Hann var mikið lesinn og rætt um verk hans í þröngum hópi menntamanna, en það voru aðrar hugmyndir og hugmynda- fræði sem réðu ríkjum meðal flestra ungra Iistamanna, sérstak- lega þó rithöfunda, annarsvegar frumstæður marxismi, sem ég er reyndar viss um að Marx sjálfur hefði gagnrýnt heiftarlega, og hinsvegar einhverskonar hippa- menning þar sem engar kröfur voru gerðar til þekkingar, skýrrar hugs- unar eða ábyrgðar. Ásmund var aldrei vinsæll í þeim skilningi að bækurnar hans væru metsölubæk- ur. En eins og menn vita hétu best seldu höfundarnir á dögum þeirra Ibsens og Hamsuns Muus og Halmrast og Muus seldi t.d. meira en milljón bækur meðan heims- skáldin okkar bjuggu við þröngan kost. 1 dag heita met- söluhöfundarnir Louis Másterson og Kjell Hallbing — öðru nafni Morgan Kane — og Margit Sande- mo. Kn áhrif listamanns á menn, þjóð eða menningu er ekki hægt að mæla eftir vinsældum, hverjum verður t.d. í dag tíðhugsað um einhverja setningu eftir Rudolf Muus úr bók- um hans sem seldust þó milljónum saman? Öðru máli gegnir um Ibsen, f hann vitnar hver einasti Norð- maður og oft án þess að gera sér grein fyrir þvf, svo samgróinn er hann og hugsanir hans þjóðarsál- inni, verk hans eru hluti af lffshátt- umookkar og hugsunarhætti. Ásmund var aldrei vinsæll meðal almennings, og heldur ekki meðal margra svokallaðra starfsbræðra minna, til þess var hann of krefjan- di, of sjálfstæður og neitaði sjálfum sér samkvæmt að ganga í takt við aðra. En ég efast ekki um að hann eigi eftir að hafa sífellt meiri áhrif á hugsanalíf okkar.“ Knut Ödegárd vann við ritstörf og var bókmenntagagnrýnandi fram til ársins 1975. Þá var hann ráöinn forstjóri Noregs Boklag. Þar fékk hann m.a. til liðs við sig Ivar Eskeland sem ritstjóra nýs bóka- flokks, Nordisk Bibliotek, þar sem m.a. voru þýdd verk eftir færeyska og fslenska höfunda. „Ég fékk mikið álit á Ivari Eske- land og ég er á þeirri skoðun aö sú „Ásmund var nokkurs konar tímaskekkja." ••§•• gagnrýni sem hann hefur hlotið hér, m.a. frá Halldóri Laxness, er ósanngjörn og óréttlát." 1977 var hann ráðinn menningar- og bíóstjóri í Kristiansund, og tveim árum síðar 1979 tók hann við starfi menningarstjóra í Suður- Þrændalagafylki. En við forstjóra- starfinu í Norræna húsinu tók hann 1. nóvember. — Hefurðu einhvern tíma til að sinna skáldinu í sjálfum þér? „Já, skáldið í mér er jafn mikil- vægt og stjórnandinn og ég held að þeir geti lifað góðu lífi hver með öðrum. Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa skáldinu eitthvað af tima mín- um og ég er viss um að það er mikill styrkur í starfi sem þessu að vera í nánu sambandi við skapandi þætti i sjálfum sér. Hugmyndaflug er einn mikilvægasti þáttur hvers lista- manns og einnig þeirra sem fást við skipulagningu listrænna viðburða. Á siðustu árum, er ég hef starfað sem menningarstjóri hafa komið út margar bækur eftir mig, m.a. kom allra besta Ijóðasafn mitt út í fyrra. 1983 var óvenjulega gott bókaár hvað mig snertir: ljóðasafnið kom út og skátdsaga, í Frakklandi var úrval ljóða minna gefið út, og auk þess kom út þýðing mín á skáldsögu Thors Vilhjálmssonar „Fljótt, fljótt sagði fuglinn". Ég hef haft tíma, bæði til að sinna eigin ritstörfum, og þýða verk erlendra höfunda ásamt því að vera bókmennta- gagnrýnandi við Aftenposten. Norsk stjórnvöld hafa verið mér mjög vinsamleg og veitt mér ótal styrki til að ég gæti lokið við þau verkefni sem ég hef verið með í smíðum. Á síðustu árum hef ég tek- ið að mér mörg mjög krefjandi verkefni, ég nefni hér sem dæmi þýðingar mínar á „Lilju“ bróður Eysteins og „Geisla" Einars Skúla- sonar, en báðar bækurnar eru með löngum inngangi, þar sem fjallað er um miðaldakveöskap, lífshætti og hugsunarhátt á þeim tíma, bæði á íslandi og í Noregi. Sérstaklega hef ég verið upptekinn af kaþólskri hugmyndafræði þar eins og hún kemur fram í kringum erkibisk- upsstólinn í Niðarósi, sem í langan tíma var einnig yfir biskupunum í Skálholti og á Hólum. Ég hef velt mikið fyrir mér þeim áhrifum sem skólarnir í Evrópu höfðu og einnig fyrri hugmyndum sem eiga rætur að rekja í írsku, ensku og rússnesku hugmyndalífi. Sem nútímaskáld hef ég orðið fyrir miklum áhrifum af miðaldahugmyndafræði og skáld- skapariist sem var í hávegum höfð á hinum svokölluðu „myrku“ mið- öldum. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að miðaldirnar á Norð- urlöndum hafi verið óheyrilega rík- ar, þetta var tímabil lista og hug- myndaauðgi þar sem mikið sam- band var haft við allar merkustu menntastofnanir í Evrópu. Við er- um einangraðri í dag en fólk var þá, þrátt fyrir sjónvörp okkar og síma.“ — Hvenær fékkstu fyrst áhuga á íslandi? • •#•• „Eitt meginhlutverk list- arinnar er að halda mann- eskjunni lifandi." „Ég kom hingað í fyrsta sinn 1971, sem fulltrúi norska rithöfundasambandsins á ráðstefnu náttúruvísindamanna. Það er ánægjulegt fyrir mig nú í dag að segja að það var Norræna húsinu að þakka að ég eignaðist fyrstu vini mína hér á íslandi. Góð vinkona mín, Else Mia Einarsdóttir — norsk kona sem gift er fslenska listmálar- anum Hjörleifi Sigurðssyni — var þá bókavörður hér í húsinu. Hún vildi endilega koma mér i samband við íslenska rithöfunda. Fyrst hringdi hún í Einar Braga og hann hefur frá þeim tíma verið góður og tryggur vinur minn. Um sama leyti kynntist ég fleiri rithöfundum fs- lenskum og íslensku listafólki og á seinni árum hef ég eignast sifellt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.