Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985
B 17
fleiri vini í íslensku menningarlífi
sem hjálpar mér mikið nú í starfi
mínu í Norræna húsinu."
Eins og stórt lista-
verk úti í náttúrunni
— Hvernig kunnirðu við þetta
hús fyrst þegar þú komst hingað?
„Ég var mjög hrifinn af því og er
það enn. Ég verð þó að taka fram að
húsið var ekki f góðu ásigkomulagi
er ég tók við því, þakið er m.a. illa
farið og hefði þurft að gera við það
fyrir löngu. En húsið sjálft er mjög
failegt, eins og stórt listaverk hér í
flatri mýrinni. Arkitektinn Aalto
var einn mikilhæfasti arkitekt
Norðurlanda og hann vissi ná-
kvæmlega hvar húsið ætti að vera
staðsett, þó margir væru undrandi
á vali hans fyrst í stað ... Þar að
auki er það mjög vel til þess fallið
að inna af hendi það hlutverk sem
ætlast er til af norrænni
menningarmiðstöð."
„Áhrif listamanns á menn,
þjóð eða menningu er ekki
hægt að mœla eftir vin-
sœldum. “
— Hvað verður á dagskrá húss-
ins á næstunni?
„Það verður ýmislegt á döfinni:
sýningar, tónleikar, upplestrar o.fl.
í vetur verður haldið upp á 150 ára
afmæli Kalevala, finnska þjóðar-
eposinu, í vor verður m.a. norræn
glerlistarsýning. í nóvember sl. átti
ég frumkvæði að dagskrá um ís-
lenska nútímalist, og heldur sú
dagskrá áfram út árið 1985, verður
fjaílað um bókmenntir, tónlist,
myndlist, byggingarlist, leikhús og
fleira."
íslensk menning
— Það var haft eftir þér í viðtali
við dagblað í þínu heimahéraði nú í
sumar að mjög mikið væri að gerast
í íslensku menningarlífi. Erum við
Isiendingar mikil menningarþjóð?
„Já, ég er á þeirri skoðun að ef
íslendingar ættu ekki eigin menn-
ingu þá væru þeir ekki sjálfstæð
þjóð í dag. Það sem ég hrífst mest
af í islensku listalífi í dag eru hin
miklu gæði í myndlistinni, leikhús-
unum og tónlistinni. Á íslandi er
svotil engin tóniistarhefð að undan-
skilinni þjóðlagatónlist, en í dag
eru hér ótal tónskáld á heimsmæli-
kvarða, ég get nefnt sem dæmi Jón
Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson,
Atla Heimi Sveinsson og fieiri.
Bæði kórsöngur og hljóðfæraleikur
eru í mjög háum gæðafiokki hér. Ég
er svo að segja giftur inn í íslenskt
tónlistarlíf, svo ég hef átt auðvelt
með að fylgjast með því sem er að
gerast hér á því sviði. Ég vil einnig
nefna þá þróun sem hefur orðið í
íslenskri kvikmyndagerð og gaman
hefur verið að fylgjast með, og má
líkja við nokkurs konar kraftaverk
þegar Htið land eins og ísland á í
hiut. Það að tslendingar skuli hafa
„Það var Norrœna húsinu
að þakka að ég eignaðist
fyrstu vini mína á ís-
landi. “
eignast eigin óperu ber einnig vott
um hina miklu grósku sem er hér í
íslensku menningarlífi. Það kann
að vera að stundum sé næstum of
mikið að gerast, því ekki er allt jafn
gott sem fram kemur. Sem útlend-
ingur furða ég mig þó mest á því að
gagnrýni sé ekki í ríkara mæli
byggð á faglegri þekkingu, því ég er
á þeirri skoðun að það sé mjög mik-
ilvægt að samspil sé milli listrænn-
ar sköpunar og faglegrar gagnrýni.
Einnig furða ég mig á að fjölmiðl-
arnir, dagblöð, útvarp og sjónvarp
leggi jafn mikla áherslu á popp-
músík og raun ber vitni. Rás 2 er
meira og minna poppútvarp, sjón-
varpið er með útsendingar tímum
saman af frumstæðum poppgrúpp-
um, jafnvel Morgunblaðið prentar
margra síðna efni um popptónlist.
Listinni er hægt að líkja við haf-
ið, þar sem skiptast á háar öldur og
öldudalir. Það koma tímabil þegar
svo virðist sem listafóikið sé að
hvílast og safna saman kröftum, og
önnur þar sem stórvirki koma fram.
Þetta kemur greinilega fram þegar
menningarsagan er lesin. Hér á ís-
landi stóðu bókmenntirnar t.d.
hæst á söguöldinni, og Island komst
þá á blað heimsbókmenntanna.
Noregur reis hæst á síðasta hluta
19. aldarinnar og fram á fyrstu ára-
tugi þessarar aidar. Fram komu
nöfn eins og Henrik Ibsen, Björn-
stjerne Björnson, Knut Hamsun og
• •#••
„1983 var óvenjugott
bókaár hvað mig snert-
• «*
ir.
••§••
Sigrid Undset. Um svipað leyti kom
Edvard Grieg fram í tónlistinni og
Edvard Munch i myndlistinni. Það
var eins og þjóðin væri að vakna af
löngum svefni og hefði safnað sam-
an kröftum sem höfðu blundað og
brutust nú út í skapandi starfi.
Noregur var eitt fátækasta land
Evrópu á 19. öldinni og þar að auki
ekki pólitískt frjálst. An þessara
gífurlegu listaumbrota hefði frels-
isbarátta okkar áreiðanlega ekki
verið jafn áhrifamikil og raun ber
vitni, því í listinni fékk fólkið sam-
kennd og trú á eigin mátt.
En það er erfitt að dæma samtíð
sína. t norskum bókmenntum eru
t.d. þrír nóbelsverðlaunahafar,
Björnson, Hamsun og Undset. En
Ibsen fékk þó aldrei Nóbelsverð-
launin og Strindberg fékk þau held-
ur ekki í Svíþjóð. Þess í stað eru
margir menn á lista yfir
nóbelsverðlaunahafa sem eru
gleymdir í dag undir hinum mis-
kunnarlausa dómi sögunnar."
— Heldurðu að það sé einhver
hætta á að bókin sé aö deyja út,
myndbönd og fleira í þeim dúr að
taka við?
„Nei, bækur halda áfram að vera
til svo fremi sem manneskjan lifir.
Þegar myndavélin kom fram var
hið sama sagt um málaralistina, að
hún liði undir lok með tilkomu
tækninnar. Edward Munch svaraði
þessu á þann hátt að það væri aldr-
ei hægt að taka myndir af sálinni í
fólki. Munch var þó áhugamaður
um ljósmyndun og það hafa verið
haidnar sýningar á ljósmyndum
eftir hann.
Ég heid að þessi myndbanda-
áhugi gangi yfir. Þetta er svipað og
• •#••
„Hef orðið fyrir miklum
áhrifum af miðaldahug-
myndafrœði og skáld-
skaparlist sem var í há-
vegum höfð á hinum
myrku miðöldum. “
••§••
þegar kvikmyndasýningar hófust,
allir streymdu á bíósýningar fyrst í
stað. Og svipað gerðist þegar sjón-
varpið kom fyrst, fólk eyðir enn
mikium tíma fyrir framan sjón-
varpið, en það velur meira það efni
sem það vill horfa á en áður.
Ég er alveg viss um að fólk hafi
aiitaf þörf fyrir að lesa, en hvort
þær bækur sem verða gefnar út eft-
ir hundrað ár verði eins og þær eru
í dag er ég ekki viss um ... Við
bókalestur verður fólk að nota
ímyndunaraflið, og iesturinn er
miklu virkari en að horfa á mynd-
bönd og kvikmyndir, þar sem alit er
fyrirfram tilbúið. Bókalestur er
nauðsynlegur okkur sem erum lif-
andi, hugsandi tilfinningaverur.
Fólk býr sér til mynd af söguper-
sónunum og sögusviðinu og það er
þess vegna sem það verður gjarnan
fyrir vonbrigðum þegar það sér
kvikmyndir eftir bókum sem það
hefur Iesið!“
„Framkvæmdasemi
einn stór þáttur í persónu-
leika mínum.“
— Gefst þér nokkur tími til
skrifta nú þegar þú ert að setja þig
inn í starfsemi hússins?
„Nei, ég hef ekki haft tíma til
ritstarfa eftir að ég tók við starfi
forstjóra hér. Frá 1. nóvember hef-
ur vinnutími minn hér verið 10—12
tímar á dag, en ég hef valið þennan
vinnutíma sjálfur til að geta sett
mig eins vel og ég hef getað inn í
starfið á stuttum tíma. Fram-
kvæmdasemi er einn stór þáttur í
persónuieika mínum, og auk starfa
minna hér í Norræna húsinu vildi
ég gjarnan vinna að því að gera ís-
ienska menningarlífið auðugra.
Eitt hið mikilvægasta sem ég er að
fást við um þessar mundir er söfn-
unin til kaupa á orgeli í Hall-
grímskirkju.
— Hvað viltu segja um þá gagn-
rýni sem fram hefur komið varð-
andi þá söfnun, sumir teija það
hálfgeröa þvingun að skora opin-
berlega á menn að gefa 1000 krónur
eða meira til söfnunarinnar?
„Ég var upphafsmaður söfnunar-
innar og fékk fljótt gott fólk í lið
með mér sem vildi setja nafn sitt
undir það að hvetja þjóðina til að
koma sér upp orgeli sem er við hæfi
menningarþjóðar. Gagnrýni á söfn-
un okkar er á misskilningi byggð, í
fyrsta lagi birtast nöfn þeirra sem
skorað er á ekki í blöðunum, í öðru
lagi er fólk alltaf spurt áður hvort
megi skora á það, og í þriðja lagi er
nafnleyndar gefanda gætt ef fólk
óskar eftir því. Annars finnst mér
þessi gagnrýni smásmygli, það eru
alitaf einhverjir sem finna eitthvað
sem þeir geta gagnrýnt þegar unnið
er að stórmálum. Þessi söfnun mið-
ar að því að gera iandið auðugra, og
gefa fólki kost á að heyra stórverk
evrópskrar tónlistar. Staðreyndin
• •#••
JSkáldið í mér er jafn
mikilvægt og stjórnand-
inn. “
••§••
er sú að í dag er ekki til á Islandi
eitt einasta orgel sem er nógu gott
til að þessi tónlist fái notið sín til
fullnustu. Þegar Hailgrímskirkja
verður fullgerð og orgelið komið
byrjar nýtt tímabil í islensku tón-
listar og menningarlífi. En það
kostar peninga, um 15—20 milljón-
ir, og þessa peninga verðum við að
útvega með sameiginlegu átaki."
Hefurðu einhvern tíma til að
sinna einhverju öðru en menning-
armáium?
„Ég fór mikið á skíði á tímabili og
er reyndar með skíðakennarapróf,
en hef lítið getað stundað þá íþrótt
undanfarið."
Vísnakvöld
á Hótel Borg
ANNAÐ kvöid klukkan 20.30 verður
vísnakvöid á Hótel Borg í umsjá
Vísnavina.
Þar flytja Sigfús Halldórsson og
Friðbjörn G. Jónsson lög eftir Sig-
fús. Þá flytur Bjartmar Guð-
laugsson eigið efni ásamt eigin-
konu sinni Maríu Helenu.
Steinn Kárason flytur frum-
samið efni og honum til aðstoðar
verður hljómsveitin „Aldrei
aftur“.
Fjárhagsáætlun
borgarinnar:
Borgarbóka-
safn - úti-
búið við
Gerðuberg
í RÆÐU sinni um fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir þetta ár í gær-
kvöldi, sagði Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, að á þessu ári yrði að fullu
lokið við innréttingar húsnæðis
Borgarbókasafns f austurálmu
menningarmiðstöðvarinnar við
Gerðuberg með búnaði og nokkrum
bókakosti. Vonir stæðu til að starf-
semi safnsins gæti hafist í hinum
nýju húsakynnum upp úr næstu ára-
mótum.
Áætlaður kostnaður á þessu ári
væri 18,5 milljónir króna, þar af
væru 9 til 9,5 milljónir króna ætl-
aðar til bókakaupa, en gera þyrfti
ráð fyrir frekari bókakaupum á
næsta ári.
Þá sagði Davíð að komið hefði í
ljós, að nauðsynlegt væri að verja
3,5 milljónum króna til viðgerða
og endurbóta á húsinu, en það var
formlega afhent í mars 1983.
Lýsa ánægju
með nýjar
afvopnunar-
viðræður
ÁRSFUNDUR Friðarsamtaka lista-
manna. er fór fram fyrir skömmu,
lýsir yfir ánægju sinni með að full-
trúar stórveldanna hyggist nú hefja
að nýju viðræður um afvopnun.
Samtökin tóku á sl. ári þátt í
starfi baráttumálum sínum til
framdráttar undir kjörorðinu
„Lífið er þess virði". Næsta verk-
efni samtakanna er að vinna
ásamt öðrum friðarsamtökum að
því að íslands verði yfirlýst kjarn-
orkuvopnalaust svæði, að því er
segir í frétt frá samtökunum. Mið-
stjórn samtakanna var endurkjör-
in, en í henni sitja Heiga Bach-
mann, Ágúst Guðmundsson, Sig-
rún Guðjónsdóttir, Viðar Egg-
ertsson og Þorkeli Sigurbjörnsson.
Varamenn eru Pétur Gunnarsson
og Steinþór Sigurðsson.
ÞÓRÐARHÚS
Trésmiðia Þörðar Tangagötu 1 000 Vestmannuevpim s 98 2640