Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 10
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 10 B í „Það var í fyrsta skipti sem óg fékk kjöt aö borða daglega.“ Bandaríkjamennina, sólbrúna, vöðvamikla, fullkomna og með góða framkomu. Mér fannst ég vera f framför og að ég ætti möguleika. Ég vissi að ég væri reiðubú- inn til að gera hvað sem þyrfti til að komast á toppinn. Ég gat þjálfað í tólf tíma á dag og borðað fleiri, fleiri kíló daglega, það var auðvelt. Þegar ég var fimmtán ára hafði mig dreymt um sjálfan mig sem sigurvegara í Mr. Universe-keppninni, og sá draumur rak mig áfram. Þetta var í rauninni mjög andleg tilfinning, því ég hafði svo mikla trú á því sem ég var að gera að ég efaðist eiginlega aldrei um að mér tækist þetta. Með hverri endurtekningu, hverri æfingu, hverri klukku- stund f þjálfun, komst ég þrepi nær markinu. Það var mjög þægileg reynsla að láta innra afl teyma sig þang- að. Eg sagði aldrei, „Ó, Drottinn minn, þessi sársauki. Þessi kvöl.“ Sársaukinn var bara eitthvað sem flutti þig áleiðis. Auk þess var hann aðeins tímaspursmál. Og þetta gerðist mjögn fljótt. Ég var tvítugur þegar ég vann Mr. Universe-titilinn. Árið 1968 komst svo loks til Bandaríkjanna. Þú hefur hinsvegar sagt að 1968 hafi verið versta ár ævi þinnar. Hvers vegna? Ja, ég kom hingað til að keppa — og sigra, að sjálfsögðu — í Mr. Universe-keppninni í Florida. En ég tapaði, og það var mikið áfall. Og svo var ég pen- ingalaus. Ég hafði aðeins eina íþróttatösku með mér, því þá hafði ég ekki ákveðið að setjast hér að. Ég var eiginlega eins og hjálparlaus krakki. Þetta var mjög þroskandi reynsla. Loks kom ég vestur til Kalifornfu. Sá sem er heillaður af íþróttum kemst strax f sam- band við aðra, sem eiga sér sömu markmið. Ég fór inn í eina líkamsræktarstöðina, og allir sögðu, „Nei, sæll Arnold. Hvernig hefur þú það?“ Það var mjög ánægju- legt. Einu erfiðleikarnir voru í sambandi við máliö. Ég KRAFTAKARUNN OG KVIKMYNDASTJARNAN Amold Schwarzenegger að vera við útfbrina vegna þess að aðeins tveir mánuðir voru eftir til æfinga fvrir mikla keppni, og ferðin hefði getað trufiaö æfingarnar. Með því vildir þú segja að sá sem ætlaði að ná meistaratitli yrði að vera fær um að hemja tilfinningar sínar fyrir keppni. Þú sagðir: „Ég þjálf- aði mig upp í það að verða algjörlega tilfinningalaus og láta ekkert grípa hug minn.“ Eg verð að segja að þetta fannst mér nokkuð biturt. Já, en þetta var í rauninni ekki mín saga; þetta var saga franska þjálfarans. Hann var svo upptekinn af þjálfuninni að hann gat ekki verið við útför föður síns. En George Butler, leikstjóra Pumping Iron, fannst að ekki væri unnt að koma með nýjan leikara á þessu stigi myndarinnar, svo ég sagði: „Jæja, ég verð að segja þetta eins og það komi frá sjálfum mér. Ég verð að segja þessa sögu svo menn skilji hvað íþróttir geti verið krefjandi, og hve tilfinningalaus maður verður að vera til að geta keppt.“ Svo ég sagði að þetta væri mín saga, hvað það ekki var. Þegar móðir mín sá myndina, varð hún mjög sár, þvf hún sagöi að ég gæfi ranga mynd af sjálfum mér. Að loknu menntaskólanámi f Graz fórstu beint í her- inn. Ég innritaði mig í herinn til þriggja ára herþjón- ustu, en hætti eftir árið þegar mér var orðið ljóst að það sem mig langaði til var að fara út í atvinnu- mennsku í líkamsrækt — eignast heilsuræktarstöð. Ég vann fyrsta titilinn, Evrópumeistaratitil í líkamsrækt unglinga, eftir mánaðar herþjónustu. Þá var ég um 95 kíló. Þetta voru mikil vaxtarár, sérstaklega þegar ég var í hernum, því það var í fyrsta skipti sem ég fékk kjöt að borða daglega. Heima neyttum við kjöts aðeins einu sinni í viku. Kjötneyzlan olli miklum breytingum á Ifkamanum, sem nú fékk öll þessi eggjahvítuefni. Eftir mð þú vannst þennan fyrsta titil hefur þér auðvitað verið Ijóst hvað í þér bjó? Nei. Mér fannst ég gæti náð langt, en hafði þá enn ekki tekið þátt í alþjóðakeppnum. Ég hrökk við þegar ég fór í fyrstu alþjóðakeppnina í London — þá nftján ára — til að keppa um titilinn Mr. Universe og sá Hvenær rann það upp fyrir þér að þú varst orðinn ástfanginn? Um ári síðar. Ég var f Washington að kynna bók mína þar á hrekkjavöku (Halloween). Hún sótti mig á hótelið, og var i einskonar grimubúningi, klædd eins og sígauni með mikla eyrnalokka og dót, og ég hugsaði með mér, „Guð minn góður, þetta er nú meiri konan.“ Mér líkaði þetta mjög vel. Hún var einnig mjög skemmtileg og „lifandi" þetta kvöld. Svo fór ég til Evrópu og hugsaði mikið til hennar. Ég hafði það á tilfinningunni að það væri gagnkvæmt. Það kann að hafa verið dálftið þvingandi að heim- sækja Kennedy-fjölskylduna sérstaklega þar sem þú varst nú að stíga í vænginn við eina dótturina. Ég var ef til vill svolítið kvfðinn í upphafi, en ekki eftir að ég kom þangað. Þessa fyrstu helgi sem ég heimsótti Hyannisport kynntist ég svo til öllum, og öll komu þau hlýlega og vingjarnlega fram við mig. Þetta breyttist ekkert í sföari heimsóknum mfnum þangaö, þótt samband okkar Mariu yrði nánara. Ég held að þau hafi einnig metið mig fyrir að hafa komizt áfram á eigin spýtur. Ég var enginn slæp- ingi. Það gæti verið erfitt að komast að fjölskyld- unni án þess að hafa sjálfur gert eitthvað. En það var ekkert sem hét að líka eða mislíka á Shriver- heimilinu. Þar ríkti einfaldlega sú skoðun að það sem Maria vildi verðskuldaði stuðning þeirra, og þessvegna studdu þau hana og studdu mig. Þó blöðin hafi oft sagt að þeim mislíkaði samband okkar og kysu heldur að hún væri með einhverjum lögmann- inum í Washington, varð ég þess aldrei var. Mér var alltaf tekið hlýlega og virðulega. Hvernig líkar Kennedy-fjölskyldunni — þessum for- ustumönnum bandarískra demókrata — það að þú skulir vera repúblikani? Kosturinn við það að vera frjálslyndur er að þú ert hleypidómalaus. Og það eru þau. Þar er engan fjandskap að finna. Við Maria deilum aldrei um stjómmál vegna þess að ég skil fyllilega að með tilliti til uppvaxtarára hennar og uppeldis væri það mjög óeðlilegt ef hún væri repúblikani. Ég er öðru- vísi uppalinn en hún. í viðskiptarekstri mínum þykir mér heimspeki Adams Smith þægilegri en kenning- ar Keyes. Én enginn hefur á röngu að standa. Hún hefur sínar skoðanir; ég hef mínar. Ef Maria og þú eruð ekki sammála varðandi stjórn- mál, hvað eigið þið þá sameiginlegt? Við höfum spurt hvort annað að því. Við eigum margt sameiginlegt! Fjölskyldumyndina, trúna — við erum bæði kaþólsk — og jafnvel stjórnmál. Við erum sammála um margt, sem þarft að gera hér — við erum bara ekki sammála um leiðirnar. Hvað atvinnuna snertir finnst okkur báðum að við verðum að afkasta einhverju á ævinni, sækja fram að settu marki, helga sig starfinu og vinna vel. Við höfum bæði áhuga á íþróttum — sérstaklega hesta- mennsku, skíðaferðum, hlaupum og líkamsæfingum. Við höfum bæði gaman af ferðalögum, lærdómi, lestri bóka og umræðum um það sem við höfum lesið. Á vissan hátt erum við andstæður, en það setur bara krydd í tilveruna. Ég segi alltaf að sam- band okkar sé vel kryddað. Heldur þú aó þið eigið eftir að giftast? Einhverntfma gerum við það, já. Við höfum ekk- ert ákveðið enn. Það liggur ekkert á. Fjölskylda hennar er ekkert að reka á eftir. Við búum ekki saman. Hún hefur sína íbúð, ég á mitt hús. Foreldr- ar hennar eru sannarlega fyrirmyndarforeldrar gagnvart þeim sem er með dótturinni, vegna þess að þeim finnst ekki að þau þurfi alltaf að vera á hennar máli. Þau segja oft við hana: „Ég held það sé vit í þvf sem Arnold segir. Ég held hann hafi rétt fyrir sér.“ Ég ber virðingu fyrir Mariu, og því að hún sé af góðum ættum. Þegar svo er, hefur það áhrif á það hvernig þú kemur fram við stúlkuna. Viltu að þið eignist börn? Já, endilega. Einhvern tíma. Dino De Laurentiis var framleiðandi beggja „Con- an“-myndanna, og einnig Red Sonja, sem þú ert nú að Ijúka við. Dino er einn umdeildasti maðurinn í kvik- myndaiðnaðinum. Hvernig kynntust þið? Samband okkar fór verulega illa af stað, en nú er það mjög gott. Ég hitti hann fyrst þegar hann bað mig að koma til viðtals í skrifstofu hans vegna myndarinnar Flash Gordon. Þegar ég kom þangað, varð ég hissa á því hve lítill hann var vexti. Svo var ég alveg undrandi yfir því hve skrifborð hans var stórt. Og eins og asni — ég var alls ekki að reyna að gera lítið úr honum — glopraði ég út úr mér því fyrsta sem mér datt í hug: „Guð minn góður, hvað hefur lítill maður eins og þú að gera við svona risa- stórt skrifborð?" Og allir í skrifstofunni frusu. Hann reyndi að útskýra það að hann þurfti stórt skrifborð vegna mikillar vinnu. En hann varð strax móðgaður. Viðtalið tók eina minútu og fjörutíu sekúndur, og á eftir sagði umboðsmaðurinn minn: „Þetta er það versta sem ég hef heyrt nokkum segja sem var að kunni dálítið í ensku, en gat ekki lesiö blöðin, þvf orðaforðinn var takmarkaður. Svo ég sagði við sjálfan mig, „Fjárinn hafi það. Ég ætla að komast inn f þetta.“ Ég fór í Santa Monica-háskólann og stundaði nám í ensku, máffræði, réttritun og ritgerð. Ég var einmana, vegna þess að tungumálið kom í veg fyrir að unnt væri að eignast vini eins og heima. En það var allt f lagi. Ég hef trú á baráttunni. Hún er þroskandi. Árið 1975 hættur þú þátttöku í líkamsræktarkeppni. Af hverju? Ég var orðinn hundleiður. En leiðinn kom smátt og smátt. Svo ég sagði við sjálfan mig, „Ef áhuginn er ekki lengur fyrir hendi, hættu þá.“ Það var ekkert annað, sem gat komið í staðinn. Ég var að hefja rekst- ur fyrirtækja minna og hugsaði sem svo að mig lang- aði enn til að vinna sex Mr. Olympia-titla til að ná meti, sem erfitt yrði að hnekkja. Svo kom ég reyndar aftur árið 1980, eftir fimm ára hlé, og vann sjöunda Mr. Olympia-titilinn. Ég ætlaði eiginlega aö hætta alveg árið 1974, en þá kom George Butler til mfn og kvaðst langa til að gera myndina Pumping Iron, en fjármagn til kvikmyndunar fengist ekki nema ég væri með í myndinni. Svo hann bauð mér greiðslu, eign- arhlut i myndinni, og bað mig að aöstoða sig viö að útvega meira fé og koma myndinni saman. og þetta gerðum við. Pumping Iron gerði þig samstundis að kvikmynda- hetju. „Conan“-myndirnar tvær og The Terminator hafa allar verið mjög arðbærar. Samt halda gagnrýnendur þvf fram að vegna vaxtar þíns og hreims sé frami þinn í kvikmyndum takmarkaður, líkamsburðir þínir beri til- finningarnar ofurliði. Hver veit? Séu líkamsburðirnir áberandi, halda sumir að þig skorti tilfinningar. Ég er feginn að aðrir áhyggjur af þessu, en ég hef ekki áhyggjur. Að Arnold með móður sinni og bróöur. því er mig varðar, þá verð ég eftir örfá ár kominn þangað sem topp-stjörnurnar eru nú — hvort sem það eru Eastwood, Stallone eða Redford — þær sem bezt eru launaðar. Ég er alveg sannfærður um að mér tak- ist það. Hefur þú umburðarlyndi gagnvart þeim, sem ekki eru jafn framtakssamir og þú? Já, en mér lfkar ekki við þá sem eru duglausir. Þegar ég starfa, verður það að vera með öðrum sem einnig hafa hugsjónir, vilja vinna. Undanfarin sjö ór hafið þið verið saman, þú og Maria Shriver fréttamaður CBS. Þér líkar bersýnilega vel við bandarískar konur. Eftir aö ég kom til Bandarikjanna hef ég lært betur að meta konur, af því ég hef kynnzt vandamálum þeirra. Mér Ifkar vel við bandarfskar konur af því þær eru sjálfstæðar. Mér líkar vel við gáfaðar konur. Ég er einnig hrifinn af þeim sem hafa kfmnigáfu. Þegar þú fyrst hittir Mariu, ó Robert F. Kennedy- tenniskeppninni í New York órið 1977, hvað laðaði þig þó að henni? Var það óst við fyrstu sýn? Nei, þetta fór hægt af stað. Mér fannst hún skemmtileg og falleg, svo ég veitti henni athygli, en þetta var þá ekkert alvarlegt. Svo var ég boðinn eina helgi til Hyannisport þar sem ég kynntist henni betur, en samband okkar var áfram eitt af þessum sem mað- ur segir, „Ég sé þig f næsta mánuði þegar ég verð i New York.“ Þannig var það í upphafi. Enginn æsingur, allt mjög eðlilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.