Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 11 sækjast eftir vinnu.“ Svo fékk hann handritið að Conan. Fyrst vildi hann ekki að ég fengi hlutverkið, þvi honum var einfaldlega illa við mig. En leikstjór- inn, Jon Milius, sagði þá við hann, „Við verðum að fá Arnold. Ef þú notar ekki Arnold, verður þú að byggja upp annan hans líka.“ Svo hann neyddist til að nota mig. Fimm eða sex dögum eftir að mynda- takan hófst var hann að lesa blöðin, og kom svo yfir til mín og sagði, „Schwarzenegger, þú ert Conan." Þetta var hrós frá honum, að segja að ég væri Conan — að hann væri sáttur við hugmyndina. Upp frá því batnaði samband okkar smám saman, og er nú orðið þannig að ég treysti honum, og hann treystir mér. Hann veit að þegar hann talar við mig getur hann treyst mér umfram það sem stendur í samningnum. Hann veit að ég hugsa ekki aðeins eins og leikari, heldur sem kaupsýslumaður sem skilur vandamál hans. Ég hugleiði hlutina miklu fremur sem fram- leiðandi en sem leikari. Nú er samband okkar gott; við snæðum saman og ræðum handrit og viðskipti. Og hjá hverjum get ég lært meira en hjá Dino de Laurentiis? Þú stundar enn líkamsrskt, er það ekki? Á hverjum degi. Þegar ég var að vinna að Conan I, keypti Dino handa mér æfingatæki fyrir 40 þúsund dollara. Þau fylgja mér hvert sem ég fer. Þú ert sannarlega orðinn mun hófsamari í framkomu en hér áður fyrr. fupphafí, til dæmis í Pumping Iron, varstu alltaf að bera saman líkamsrækt og kynlíf. Og í lokakafía myndarinnar varst þú í gleðskap reykjandi hass. Þegar þú sást mig undir áhrifum í Pumping Iron var það af vilja gert í þeim tilgangi að auka vin- sældir lyftinga. Þegar þú fullvissar aðra um að lyft- ingar veiti jafn mikla ánægju og kynlíf, að þér sé óhætt að borða eins mikið af kökum og þig lystir, getir verið undir áhrifum, skemmt þér, og að öllum líki vel við þig — þá er þetta sölumennska. Kynlíf er Kraftakarlinn nokkuð sem allir þekkja, svo ég líkti líkamsrækt við °® au^H||tir- kynlíf. Um miðjan áttunda áratuginn var það verk- J** ' efni mitt að kynna líkamsrækt fyrir almenningi. Og f”n1l. éggerðiþað. ÍS Eg verð að segja að þú ert alveg sérlega hressilegur. rorniu Ertu aldrei niðurdreginn? Jú. Ég verð stundum niðurdreginn þegar ekki gengur allt að óskum. En ég er ekkert að sálgreina sjálfan mig. Ég er ekkert að spyrja sjálfan mig hvers vegna ég sé niðurdreginn. Mér er sama um ástæðuna, ef ég aðeins losna við dapurleikann. Ég hvorki sálgreini sjálfan mig né leita til sálfræðinga. Ég held að þvi meir sem þú reynir að kryfja ástæð- urnar og einstaklinginn til mergjar, þeim mun minni verður lífsgleðin. Getur þú ímyndað þér hvernig væri að ganga svona gruflandi gegnum kyn- lífið? Það á að láta eðlishvötina ráða framkvæmd- inni. Þetta sama gildir varðandi þjálfun, viðskipti, leik. Þú getur ekki ætlazt til þess að vera alltaf upplagður; þú verður bara að beita líkama þínum og sál og leika af fingrum fram, vegna þess að alltaf kemur upp eitthvað nýtt. Þegar þú horfír til baka yfír farinn veg, hve langt þú ert kominn frá Granz í Austurrfki, fínnst þér það þá stundum furðulegt? Já, þegar ég hugsa út í það. En ég husa ekki ýkja mikið um það. Ég bara held mínu striki. Þú verður alltaf að sækja á brattann — alltaf að sækjast eftir einhverju. Bæði keppni í líkamsrækt og leiklist krefjast mikils sjálfsálits til að kynda undir framförum. Þar sem þér hefur vegnað svo vel á báðum þessum sviðum, hlýtur sjálfsálitið að vera í sama stærðarflokki og vöðvarnir. Attu nokkuð erfítt með að halda því í skefjum? Það þarf mikið sjálfsálit til að geta framkvæmt mikið. Það er sjálfsálitið sem knýr þig áfram. En ég þarf ekkert að hafa fyrir því að halda mínu sjálfsál- iti í skefjum. Það nægir að fara í fimleikasalinn. Það er sama hve vel manni gengur, hve mikið álit þú hefur á sjálfum þér. Þegar ég er kominn í æfingasal- inn, er ég kominn til baka þangað sem ég var þegar ég var fimmtán ára — til baka í sömu baráttuna. Þar er enga hjálp að fá. Enga hughreystingu. Hundrað pund verða alltaf hundrað pund. Þau hlifa þér aldrei. Gre\ðs\«^2L' HLJOMBÆR HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 MULHFLEX litasjónvarp er framtíðin l SATELLTTFTi f Litasjónvarp 22" á AÐEINS kr. 39.330,- stg. Stereosjónvarp LUXOR SATELLIT sjónvarp 'er tilbúiö til aö mæta send- ingu i stereo og er nú þegar útbúiö möguleikum til tull- ” kominnar hljómspilunar. Kabal- eiAnvarn Nú Þeaar eru lokuö SJOnVdl p sjónvarpskerfi til hér ___á landi, og þeim á eftir aó fjölga. Meö LUXOR SATELLIT höfum við tekið tillit til þeirrar þróunar. Svo _ þegar tækifærið kemur þarf aö- eins aö bæta smástiili í tækiö. Textasjónvarp LUXOR sjónvörp ■ geta tekið á móti beinni texta- " sendingu á skjáinn í framtióinni þegar okkur vex tækni. Fjarstýring .LUXOR MULTIFLEX tækiö . er hvenær sem er hægt aö tengja viö fjarstýringu sem stýrir texta, stereohljómi o.fl. Tölvuskermur Hægt er aö setja ‘LUXOR SATELLIT i samband viö' heimilistölvuna og nota skerminn til aflestrar. Aux-box Meö þessu töfraboxi er mögulegt aó tengja sjónvarpsvél sem t.d. er staö- sett í barnaherberginu. Meö þessu tæki er hægt aö passa börnin eöa sjá hver er aó hringja bjöllunni. Gervitungl ---------- LUXOR SATELLIT er eina sjónvarpstækiö sem er beinlínis gert til aö taka viö sendingu frá gervi- tungti. Vídeó - Öll LUXOR SATELLIT tækin eru með • videó-innstungu sem kemur í staóinn f yrir loftnetiö og gefur betri og skýrari myndir viö upptöku og afspilun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.