Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985
B 7
Fjárhagsáætlun borgarinnar;
„Borgarsjóður hefur fitn-
að á kostnaö launafólks“
- sagði borgarfulltrúi kvennaframboðsins og aðrir fulltrúar minnihlutans
tóku í sama streng.- „Menn velja sér rök eftir hætti,“ segir borgarstjóri
Þegar Davíð Oddsson borgarstjóri
hafði mslt fyrir frumvarpinu að fjár-
hagsáætlun þessa árs við fyrri um-
raeður á fundi borgarstjórnar í fyrra-
kvöld og lýst stöðu borgarsjóðs frá
síðasta ári töluðu fulltrúar minni-
hlutans.
Sigurjón Pétursson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði
að þetta frumvarp að fjárhags-
áætlun væri að mörgu leyti frá-
brugðið þeim frumvörpum, sem
hann hefði fjallað um áður í borg-
arstjórn. Fjárhagur borgarinnar
væri nú rýmri en oftast áður, fjár-
hagsstaðan hefði verið bætt veru-
lega frá síðasta ári, og lán greidd
niður. En því mætti velta fyrir
sér, hvers vegna fjárhagsstaða
borgarinnar væri svona góð. Eng-
inn samdráttur hefði orðið í starf-
semi borgarinnar, ekki væri hægt
að benda á sérstakan sparnað í því
efni eða hagræðingu. Þá hefði
borgin ekki hlotið neinn happ-
drættisvinning. Þessi staða endur-
speglaði aðeins aukna skatth-
eimtu, þær stórauknu álögur sem
lagðar hefðu verið á borgarbúa
síðasta árið. Með því að verðbólg-
an lækkaði, hefðu gjöldin til borg-
arinnar, sem reiknuð eru af tekj-
um ársins á undan, vegið þyngra
en áður á greiðendum. Þrátt fyrir
lækkun á útsvarinu 1984, hefði
greiðslubyrði almennings aukist
um 7,7% á því ári. Þegar verð-
bólga væri lítil, nýttust tekju-
stofnar borgarinnr betur. Fjár-
hagsþrengingar hefðu farið fram
hjá borgarsjóði, sem á þessu tím-
abili hefði fitnað og dafnað.
Kvaðst Sigurjón myndu fjalla
um einstaka liði fjárhagsáætlun-
arinnar við síðari umræðu. „Ég vil
ekki leggja mat á það hér hvort
þung skattlagning hafi reynst
óréttlætanleg. Ef afrakstrinum er
varið til góðra mála, tekjujöfnun-
ar og aðstöðujöfnunar, mun ég
ekki gagnrýna hana. En það er
ekki slyng fjármálastjórn sem
veldur góðri afkomu borgarsjóðs
nú,“ sagði Sigurjón.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarfulltrúi Kvennaframboðs-
ins, kvaðst vera sáttari við þetta
frumvarp að fjárhagsáætlun en
við áætlanir síðustu tveggja ára.
Margt væri gott og annað slæmt,
en í heild væri hún góðra gjalda
verð. Tók Ingibjörg í sama streng
og Sigurjón um verðbólguútsvar
síðasta árs sem greitt væri með
launum sem ekki væru verðbund-
in. Borgarsjóður hefði fitnað á
kostnað launafólks. Þá fjallaði
Ingibjörg um stórauknar arð-
greiðslur fyrirtækja borgarinnar í
borgarsjóð, sem á endanum væru
sóttar í vasa neytenda í hækkun
þjónustugjalda. Af málaflokkum
sem litlu ætti að verja til á næsta
ári nefndi Ingibjörg Sólrún hol-
ræsagerð og uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva. Þá væri sú hækkun,
sem ætluð er til barnaheimila
lægri en Kvennaframboðið hefði
gert tillögu um. Tók hún sem
dæmi á móti þann mikla skerf,
sem Borgarleikhúsinu væri ætlað-
ur. Ljóst væri að á tæpasta vað
væri teflt varðandi áætluð rekstr-
arútgjöld borgarinnar — ekkert
mætti gerast f haust við gerð
kjarasamninga svo grunnurinn
væri ekki hruninn fyrir áætlun-
inni. Borgin ætti að vera viðbúin
að veöur skipuðust i lofti í haust
að þessu leyti.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
sagði að það væri ekki undarlegt
þó fjárhagur borgarsjóðs stæði
með miklum blóma. Það væri
gífurlegri skattheimtu umfram
hækkun rekstrargjalda borgar-
innar að þakka. Ekki ætti að skila
neinu af þeim hagnaði til baka til
greiðenda, þar sem aðeins ætti að
lækka útsvarið í 10,8%. Borgin
væri nú með hæstu álgningarpró-
sentuna á útsvari meðal sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu.
Álögurnar hefðu aldrei verið
hærri en sl. tvö ár, þrátt fyrir litla
lækkun á prósentunni 1984. Þegar
vinstri meirihlutinn hefði hækkað
gjaldstofna 1979 hefði raunveru-
lega verið um nauðvörn að ræða
gegn stöðugt hækkandi verðbólgu.
Þeim forsendum væri ekki til að
dreifa nú.
Siguróur E. Guðmundsson, borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði
að ýmislegt væri smátt skammtað
í þessu frumvarpi til mála þó
margt gott væri þar lagt til. Þá
tók hann í sama streng og aðrir
fulltrúar minnihlutans um aukna
greiðslubyrði gjaldenda með lækk-
andi verðbólgu og auknar tekjur
borgarinnar á sama tima.
Kvaðst hann mundu skýra við-
horf sín til frumvarpsins við síðari
umræðu og leggja fram ítarlegar
og stefnumarkandi tillögur til
breytinga á frumvarpinu.
Davió Oddsson, borgarstjóri,
sagði að menn veldu sér rök eftir
hætti í þessum umræðum. í gegn-
um málflutning minnihlutans
skinu vonbrigði yfir stöðu borg-
arsjóðs og ekki væri minnst á
staðreyndir eins og þá að gatna-
gerðargjöld hefðu farið 100 millj-
ónir króna umfram áætlun 1984.
Ekki hefðu þeir reiknað hver
greiðslubyrðin hefði verið ef út-
svarshlutfall það, sem vinstri
meirihlutinn kom á, væri enn. I
ræðu sinni fyrr um kvöldið sagði
Davíð, að ef miðað væri við
álagningarstuðla vinstri meiri-
hluta, kæmi fram, að gjöld þessa
árs yrðu lægri sem nemur 135
milljónum króna vegna útsvars og
41 milljón vegna fasteignagjalda
eða samtals 176 milljónir. Hefði
því talsvert áunnist fyrir borg-
arbúa með enn frekari lækkun út-
svars í ár og lækkun fasteigna-
skattanna 1983.
Verðbólgan hefði ekki verið
mikið meiri 1978—1982 en 1974 til
1976 hvað sem Kristján segði í því
efni. Þegar fasteignagjöldin hefðu
verið lækkuð í ársbyrjun 1983,
þegar verðbólgan var 80% að með-
altali, hefði minnihlutinn ekki tal-
að um minnkandi greiðslubyrði, —
heldur haldið uppi háværum mót-
mælum við lækkuninni.
Síðari umræða um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar fer
fram í byrjun febrúar.
%’tin
hefurlTaresm
ffan.Urshl
eití‘d,.estur i Uíe,u
^ Ur fil 1S frið
Hugmyn
samkeppni
Iðnaöarbankans
IXýttmerki
mtt lííkn
Mikil gróska er nú í starfsemi Iönaðarbankans.
Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt
kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt
betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk
endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að
búa hann enn betur undir það markmið,,að vera
nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess-
ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem
bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur Iiðum:
a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir
bankann._______________________________________
b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og
kynningargögnum bankans.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags
íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin.
Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar.
a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00
b) Fyrir tákn kr. 40.000.00
Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í
svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal
tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og
heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi.
Pátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni
fýlgja sér umslag með nafni höfundar.
Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli
B. Bjömsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent-
smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og
Valur Valsson, bankastjóri.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður
keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan-
um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til
hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn-
ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580.
Skilafrestur tillagna var til 15. janúar 1985 en hefur
nú verið framlengdur til 15. febrúar 1985. Skal skila
tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar-
bankans merktum:
Iðnaðarbankinn
Hugmyndasamkeppni
b/t Jónínu Michaelsdóttur
Lækjargötu 12
101 Reykjavík.
Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað-
ar frá skiladegi.
Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur-
sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun
höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á
notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn-
framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða
tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
Iðnaðarbankiim