Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Töluverð breidd i því sem nú er lagt fram 7 segir Jóhann Hjálmarsson sem er fulltrúi íslands í dómnefndinni ásamt Heimi Pálssyni Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs verða afbent á þir.^i Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík í byrjun mars. Af íslands hálfu hafa Ijóða- bækurnar „36 ljóð“ eftir Hannes Pétursson og „New York“ eftir Kristján Karlsson verið tilnefnd- ar. Ákvörðun um verðlaunin verð- ur tekin á fundi dómnefndar bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs í Osló 21. janúar nk. Dóm- nefndina skipa tveir fulltrúar frá hverju landi. Fulltrúarnir eru skipaðir af menntamálaráðherra til þriggja ára í senn og hafa þeir Jóhann Hjálmarsson skáld og Heimir Pálsson menntaskóla- kennari verið fulltrúar íslands undanfarin ár. Blaðamaður Morgunblaðsins átti samtal við Jóhann Hjálmarsson um bók- menntaverðlaunin. Jóhann var fyrst spurður hvernig starfi fulltrúa væri háttað. „Fyrst tilnefna fulltrúar hvers lands tvær bækur. ís- lendingar og Finnar hafa þá sérstöðu að bækur þeirra þarf að þýða. Af þeim sökum eru bækurnar sem tilnefndar eru nú frá þessum löndum frá ár- inu 1983. Síðan fá fulltrúarnir allar bækurnar sendar í nóvem- bermánuði til lestrar. Á fund- inum í janúar fer fram at- kvæðagreiðsla og úrslit gerð kunn. Á þessum fundi fara oft fram ítarlegar umræður um bækurnar, um gildi þeirra og einstaka höfunda. Oftast eru það tvær til þrjár bækur sem líklegast þykir að hljóti verð- launin. Atkvæðagreiðslan sjálf dregst oft á langinn. Ein höfuð- regla gildir við fyrstu atkvæða- greiðslu og hún er sú að ekki má greiða bók frá eigin landi atkvæði og við þessa atkvæða- greiðslu eru atkvæðaseðlarnir merktir. Oft þarf atkvæða- greiðsla að fara fram nokkrum sinnum áður en endanleg úrslit fást. Þegar úrslit eru kunn eru þau tilkynnt á blaðamanna- fundi síðdegis sama dag. Verð- launin eru svo afhent á þingi Norðurlandaráðs." Ertu ánægður með bókaval- ið? „Já, það er töluverð breidd í því sem nú er lagt fram. Þar er Jóhann Hjálmarsson. að finna ljóðabækur, skáldsög- ur, æviminningar og eina ungl- ingabók. í fyrra var í fyrsta sinn lögð fram barnabók. Mér finnst þessar bækur yfirleitt spegla það sem er að gerast á Norðurlöndum. Þær eru dæmi- gerðar fyrir strauma og stefnur í bókmenntum þessara landa. Fyrir þá sem fást við að skrifa og meta bókmenntir er þetta mjög hvetjandi starf." Heldur þú að almenningur fylgist með þessari verðlauna- afhendingu? „Stundum hefur mér þótt að þessi úthlutun veki ekki eins mikla athygli hér eins og ann- ars staðar. Hjá flestum blöðum erlendis er úthlutunin forsíðu- efni daginn eftir að úrslit eru tilkynnt. Blaðamannafundur er haldinn og það er fylgst mjög nákvæmlega með þessu, enda eru þetta stærstu bókmennta- verðlaun sem veitt eru á Norð- urlöndum og koma næst Nób- elsverðlaununum. Hér er yfir- leitt aðeins lítilsháttar fjallað um úthlutunina. Þó held ég að stór hópur fólks hér á landi vildi gjarnan geta fylgst betur með, en hefur einfaldlega ekki tækifæri til þess meðan fjöl- miðlarnir sýna þessu svona lít- inn áhuga." Er eitthvað sérstakt sem vek- ur athygli við þessa úthlutun nú? „Það sem ég tel merkilegt við þessa úthlutun nú er að Færey- ingar tilnefna eina bók og Sam- ar aðra. Grænlendingar mega tilnefna bók en hafa enn ekki gert það. Það er mikill hugur i þessum þjóðum um norrænt samstarf og ég tel það rétta stefnu að hafa þær með. Þessi bókmenntaverðlaun efla nor- ræn tengsl og einnig Norræni þýðingasjóðurinn sem styrkir þýðingar á norrænum bók- menntum." Tímaritið Áfangar komið út ÚT ER komið tímaritið Áfangar, 4. tölublað 5. árgangs, en annað blað á vegum Frjáls Framtaks. Blaðið er með fjölbreyttu efni og má þar nefna í réttri röð sam- kvæmt efnisyfirliti grein um Lónsöræfi eftir Guðjón ó. Magn- ússon, viðtal við Helga Bene- diktsson kunnan ferðamann um fjallamennsku, sagt frá ferð í Álpafjöll, greinar um haförninn, Strandir og jeppaferð á hálendið að vetrarlagi og Hrútfjallstinda. Þá er athyglisverð grein um gönguskíði og eru þar bæði lífs- reglur og leiðbeiningar, en greinin er eftir Guðjón ó. Magnússon. Áfangar eru mikið mynd- skreyttir og er meira um litmynd- ir en áður. Ritstjóri er Sighvatur Blöndal, en útgefandi Frjálst framtak. Kostimir við að kaupa spariskírteini ríkissjóðs bera af eins og gull af eir, ætlir þú að ávaxta fé þitt til lengri eða skemmri tíma. SMLMÁLARNIR ERU HREINIR OG KLÁRIR ENGIR LEYNDIR ENGIR LAUSIR EKKERT SEM KEMUR ENGIN VARNAGLAR ENDAR í BAKIÐ Á ÞÉR VH/ETIA Lægstu vextír sem ríkissjoóur býður ofan á verötryggingu er meöaltal vaxta af 6 mánaða verðliyggðuin reikningum viðskiptabankanna + 50% VAXTAAUKI Hæstu vextimir eru 9% ofan á gengistryggingu Stystu bréfin em til 18 mánaða og spariskírteinin ganga auðveldlega kaupum og sölum. Hægt er að fá vexti greidda út misserislega o.fl. o.fl. BÝÐUR EINHVER BETRIÁVÖXTUN ÁSAMT ALGJÖRU ÖRYGGI? Sölustaðireru: Seðlábanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.