Morgunblaðið - 20.01.1985, Side 39

Morgunblaðið - 20.01.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 39 Dúkskurður — Sjóndeildarhringur 1984. Dúkskuróur — Fjallaskúrir 1984. Sáldþrykk - Friðarjól 1984. ristu. Yfirverkstjórinn, Árni Þor- láksson, var mjög skilningsríkur og hvetjandi. Kom hann því til leiðar, að ég fékk að leysa lager- manninn af öðru hvoru, og þá gat ég málað. Það varð til þess, að ég gekk á fund Gunnars Ragnars framkvæmdastjóra og sýndi hon- um hugmynd að stórri veggskreyt- ingu. Leist honum vel á þessa hugmynd og því gerði ég þama myndverk á ágætan vegg; mynd, sem er 5 metrar á lengd og 1,30 á hæð. Ég var tvö ár í Slippstöðinni og síðan eitt ár i Ofnasmiðju Norðurlands þar sem ég fór ennþá verr út úr málningareitruninni. Þá var mér boðin vinna við skilta- gerð í sumarfríi, sem leiddi til þess, að ég ákvað að stofna teikni- stofu með Kristjáni Jónssyni, fyrrum nemanda mínum. VIII Sjálfstæður rekstur Við nefndum fyrirtækið Teikni- hönnun KG og var hún til húsa neðst við Kaupvangsstræti. Ekki gat ég þó lifað á þessu til að byrja með og tók því jafnframt að mér ræstingarvinnu. Við Kristján mál- uðum skilti og unnum grafikplak- öt, teiknuðum merki og prentuð- um á silki. Á þessum tíma gerði ég allstóra tréskurðarmynd fyrir Stjörnuapótek. Smám saman fór verkefnum fjölgandi. Þá kom Ragnar Lár í bæinn og stofnaði teiknistofuna Lár. Það tókust með okkur samningar, við sameinuðum fyrirtækin, keyptum efri hæðina í þessu gamla húsi og nefndum teiknistofuna Stíl. Samstarfi okkar Ragnars lauk haustið 1983, er hann sneri sér að öðrum við- fangsefnum á myndlistarsviði. Þá var ég hér einn um tíma. Nú störf- um við Gunnar Jónasson saman og höfum ekki þurft að kvarta undan verkefnaskorti. Undanfarin þrjú ár hefi ég einnig kennt við Myndlistarskólann á Akureyri, bæði módelteikningu og málun. Bins og flestum er kunnugt hefur skólinn eflst mjög undir stjórn Helga Vilberg og fært út kvíarnar. Helgi hefur unnið mjög merkilegt starf og nú eygjum við það, að sá draumur rætist, að skólinn hljóti varanlega og stórbætta stöðu inni á fjárlögum. — Hér verður að hægja á ferðinni, því vonandi gefst tækifæri til þess að heim- sækja Myndlistarskólann og afla þar fróðlegra fanga. Við Guð- mundur Armann sleppum því einnig að rekja þátttöku hans í fjölda samsýninga, bæði innan lands og á erlendri grund, auk þess sem hann hefur haldið nokkr- ar sjálfstæðar sýningar. Fyrir nokkru var honum og boðið til Sví- þjóðar, til þess að vinna þar að grafíklist og er sú ferðasaga einn- ig efni í heila grein. IX Myndlistaruppeldi Guðmund Ármann skortir ekki hugmyndir og hefur fjölmargt að segja um gildi myndlistar fyrir ís- lenskt þjóðlíf, svo vandi er úr að velja. — Það er brýnt að efla myndmennt í skólum stórlega. Myndlistarsmekkur þjóðarinnar er alltof hvarflandi og óákveðinn, vegna þess að markvisst og öflugt uppeldi á þessu sviði skortir til- finnanlega. Fjölmargir fslenskir myndlistarmenn afla sér nú menntunar ertendis og auðvitað er ekkert nema gott um það að segja. En það eykur ekki á festu í ís- lenskri myndlist, ef ákveðin þjóð- leg myndlistarhefð mótast ekki hér á landi og meðan þessi list- grein er sett hjá í almennu skóla- starfi. Hún er mjög mikilvæg fyrir sjálfstæði og menningu þjóðarinn- ar. Og þá kem ég að því efni, sem mér er sérstaklega hugleikið, en það er samvinna myndlistar- manna og þeirra, sem móta stefnu í íslenskum iðnaði. Iðnaður er ekki einungis stóriðja. Við íslendingar eigum þess kost að byggja upp listiðnað, sem getur skipt verulegu máli fyrir atvinnulíf og efnahag þjóðarinnar. En það verður að móta íslenska stefnu. Og þá koma mér til hugar möguleikarnir á Ak- ureyri. Hér er margvíslegur iðnað- ur og þá ekki síst á sviði fata- framleiðslu. Samvinna Myndlist- arskólans og Fataverksmiðja SÍS gæti haft ótrúlega örvandi áhrif á fjölbreytni í hönnun. Skólinn og fyrirtækin gætu einnig boðið hingað listamönnum á sviði hönn- unar af ýmsu tagi. Og kennarar og nemendur njóta þá góðs af. Á sviði glerlistar er t.d. hægt að koma á fót séríslenskri framleiðslu, svo eitthvað fleira sé nefnt. Þegar þú sérð hluti frá nágrannalöndum okkar, sem flokkast undir listiðn- að, þá dylst þér ekki, að þetta er danskur, sænskur eða finnskur stíll. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að til verði séríslenskur stíll, sem vekur athygli og áhuga viðskiptalanda íslands. Ég bind miklar vonir við Fjórð- ungssamband Norðurlands og Menningarsamtök þess. Þar er m.a. unnið að aukinni listkynn- ingu í skólum fjórðungsins. Und- anfarin ár hef ég haldið námskeið víða um Norðurland, m.a. á Dalvík og Blönduósi, og næsta vor raun ég hafa námskeið í grunnskólanum á Hafralæk. Þetta er mjög áhuga- vert starf, en maður finnur til þess, að það er of miklum tak- mörkunum háð og krefst margra liðsmanna, þvi akurinn er svo stór. Það háir mörgum íslenskum myndlistarmanninum, að hann er bundinn af því að vinna auðselj- aniegar myndir. Það er óttalegt að vera háður þeirri kvöð. Og hún kemur í veg fyrir nauðsynlega þróun, sem krefst tímafrekra til- rauna og uppbyggingar í listinni. Það er skammsýn peningastefna, sem kemur í veg fyrir, að góður efniviður nýtist vel. Hún er ekki til hagsbóta fyrir menninguna, at- vinnulífið já, og þjóðlífið. X Samóvarinn tæmdur Guðmundur Ármann rennir augum til teikniborðsins. Þar er verk í smíðum, sem varðar bætta ferðamannaþjónustu á Norður- landi. Ég vil ekki tefja hann leng- ur frá þvi, enda er sólin að þuml- unga sig ofar á himininn og við vonum, að vorið komi snemma. Þá þarf ýmislegt að vera tilbúið, sem hannað verður og útfært á þessu teikniborði á næstu mánuðum. Samóvarinn er tæmdur, ég rís upp úr hægindastólnum og kveð. DÓRÐARHÚS P - 420 j=f=sTOfSMIÐ|A KhJpORÐAR Trésmiðja Þórðar Tangagötu 1 900 Vestmannaeyium s 98 2640 V y Félac járni Félagsfundur Félag járniðnaðarmanna veröur haldinn fimmtudaginn 24. jan. 1985 kl. 8.00 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæö. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Viðhorf í kjaramálum. Framsögum.: Björn Björnsson hjá ASÍ. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. |dú áttaðeins skilið það besta BLAZER HVERFISGÖTU 34 s. 621331 jWfltjgwiftlaftift Askriftarsiminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.