Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 mhhm ... að sameinast í náttúrunni. TM Reg U.S. Pat. Off -all rtgfits reservtd ®1984 Los Angeles Times Syndicale IVfér varð það á að segja við skradd- arann að éjr væri ekki alveg ánægð- ur með axlarsauminn á hægri öxl. Maður getur svo farið beint í gólfin svona klædd! HÖGNI HREKKVÍSI Asgeir verðugur maður ársins Ágæti Velvakandi. Eins og við var að búast hafa orðið talsverð blaðaskrif vegna kjörs íþróttamanns ársins 1984. Flestir béfritarar eru neikvæðir í garð hins nýkjöma íþróttamanns Ásgeirs Sigurvinssonar og sumir hafa sagt kjör hans hneyksli. Sannast hér enn hið fornkveðna, að enginn er spámaður í sínu föð- urlandi, allra sízt ef föðurlandið er ísland. Nú síðast, 17. janúar, skrifar R.S. í Velvakanda undir fyrirsögn- inni „Rangt val“. R.S. telur að Bjarni Friðriksson hafi átt skilið að fá titilinn. „Ásgeir er atvinnu- maður og vinnur sín afrek fyrst og fremst fyrir Þjóðverja, en ekki ís- lendinga. Er ekki annars verið að kjósa íþróttamann íslands?" spyr R.S. Þessi röksemdafærsla hefur komið fram hjá fieiri mönnum og hún er röng. Ásgeir Sigurvinsson er og verður lslendingur, þótt starfsvettvangur hans hafi verið erlendis sl. 12 ár, eða allt frá því hann var 18 ára gamall. Hann hef- ur haldið mjög góðu sambandi við ísland, dvelur hér í fríum sínum, fær blöð, bækur og plötur að heiman og hefur eins og allir sannir íslendingar lagt sérstaka áherslu á að varðveita móðurmál sitt, eins og við heyrðum vel í við- tölum við hann í fjölmiðlum um áramótin. öll sín knattspyrnuaf- rek með landsliðinu og erlendum liðum hefur Ásgeir unnið sem Is- lendingur og ég fullyrði að enginn annar landi okkar hefur unnið betra landkynningarstarf í Evr- ópu á undanförnum árum en Ás- geir. Kjarni málsins er auðvitað sá, þegar velja skal íþróttamann árs- ins, hver hefur unnið mesta afrek- ið. Eg undirritaður hefi starfað Ásgeir meó vestur-þýzka meistara- skjöldinn sem hann vann með Stuttgart í fyrra. „Ásgeir á það ekki skilið aó menn uppi á íslandi séu aö gera lítió úr afrekum og kjöri hans í blöóum og telji kjöriö jafnvel hneyksli," segir bréfritari. við íþróttaskrif meira og minna sl. 15 ár. I allmörg ár tók ég sjálfur þátt í þessu kjöri, en hef fylgst náið með því undanfarin ár. Valið hefur aldrei verið erfiðara en nú, því gera þurfti upp á milli tveggja frábærra íþróttamanna, Ásgeirs og Bjarna Friðrikssonar. Margt þarf að vega og meta þegar ákvörðun er tekin. Til dæmis hvernig meta eigi annars vegar af- rek unnið innan vinsælustu og einnar fjölmennustu greinar íþróttanna, knattspyrnunnar, og hins vegar innan mun fámennari greinar, sem júdóið vissulega er. íþrótta- 1984 Ennfremur þarf að vega og meta hvort vegur þyngra, afrek unnið í einstaklingskeppni á Ólympíuleik- um eða afrek unnið á heilu keppnistímabili i Þýzkalandi. Fleiri slík atriði þurfa menn að íhuga. I mínum huga hafði Ásgeir vinninginn. Að verða Þýzka- landsmeistari í knattspyrnu, að vera valinn bezti knattspyrnu- maður þýzku deildarinnar af öðr- um knattspyrnumönnum sem i deildinni leika, langtum framar en margar heimsfrægar knatt- spyrnustjörnur, að vera valinn annar bezti knattspyrnumaður Þýzkalands af íþróttafrétta- mönnum, að vera valinn annar tveggja leikmanna á heimsmæli- kvarða í þýzku knattspyrnunni af stærsta knattspyrnutimariti þar í landi, að vera valinn 13. bezti knattspyrnumaður i heimi af les- endum blaðsins World Soccer. Þetta eru að mínu mati iþróttaaf- rek sem ber hærra en öll önnur, sem Islendingur vann á árinu 1984. Ég vil meira að segja ganga svo langt að telja þetta eitt mesta ef ekki mesta íþróttaafrek sem Is- lendingur hefur nokkurn tima unnið. Staðreyndin er sú, að Ásgeir Sigurvinsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins 1984. Eg tel kosningu hans verðuga og svo telja vonandi fiestir aðrir. Ásgeir á það ekki skilið að menn uppi á fslandi séu að gera litið úr afrek- um og kjöri hans í blöðum og telji kjörið jafnvel hneyksli. Slik skrif eru hneyksli og örugglega gegn vilja hins ágæta iþróttamanns Bjarna Friðrikssonar, sem vissu- lega hefði sómt sér vel sem íþróttamaður ársins. En það getur aðeins einn sigrað og sá dómur liggur fyrir. Sigtr. Sigtryggsson Þessir hringdu . . . Komumst ekki á hátíðina Duran Duran-aödáandi hringdi: Ég er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Duran Duran. Ég sá í Morgunblaðinu auglýs- ingu um mikla Duran Duran- hátíð sem haldin var sl. fimmtu- dag í Safarí. Þar var aldurs- takmark hins vegar 16 ára og ég, sem er 13 ára og allir Duran Duran aðdáendur á mínum aldri, komumst því ekki á hátíðina. Væri nú ekki hægt að halda aðra slíka skemmtun fyrir krakka á aldrinum 13 til 16 ára, svo að okkur ungu kynslóðinni sé ekki mismunað á þennan hátt? Léleg útvarpssaga Oddfríöur hringdi: Ég vil láta í ljós megna óánægju mína yfir útvarpssög- unni sem nú hefur hafið göngu sína á rás 1. Heitir hún Morgun- verður meistaranna og er eftir Kurt Vonnegut. Ég fæ ekki nokkurn botn í söguna og alls engan söguþráð. Auk þess eru bæði klám og blótsyrði allsráð- andi í sögunni. Hvar á að leita upplýsinga? Reiöur hundaeigandi hringdi: Eins og fram hefur komið i blöðum rennur út frestur til að skrá hunda í Reykjavlk þann 9. febrúar. En hvergi kemur þó fram í fréttum hvert menn eiga- að snúa sér til að fá leyfi fyrir hunda sína. Hvar á að ná í eyðu- blöð og annað slíkt? Æskilegt væri að upplýsingar væru gefnar i tíma þannig að fólk sé ekki til- neytt til að vera á síðustu stundu. Svo langar mig til að lýsa yfir furðu minni á því sem okkur hundaeigendum ber að greiða fyrir skráningu, eða 4.800 krónur. Þetta er drjúgur skild- ingur fyrir þá sem lifa á litlum launum eða ellilifeyri, sjúkra- dagpeningum eða öðru. Valda- menn þjóðarinnar taki þetta til athugunar. Komið verði upp gönguljósum Helga Helgadóttir, starfsmaöur í Þjónustuíbúóum aldraöra á Dalbraut hringdi: Mig langar fyrir hönd starfs- fólksins hér að leggja eina fyrir- spurn til gatnamáladeildar. Þannig er, að gamla fólkið hérna á Dalbraut þarf að fara yfir Brúnaveginn til þess að komast í verslanir við Laugarásveginn og eins til þess að ná í strætisvagn. Umferð er mjög mikil eftir göt- unni og fólkið á oft í stökustu vandræðum með að komast hjálparlaust yfir. Væri nú ekki athugandi hvort hægt er að setja þarna upp gönguljós til að auðvelda gamla fólkinu í umferðinni? íþróttir fyrr á kvöldin íþróttamaöur hringdi: Mér finnst ófært að íþrótta- þátturinn í sjónvarpinu á mánu- dögum skuli sýndur svo seint, þar sem ég og margir aðrir þurfa að mæta snemma i skóla eða vinnu á morgnana. Þá finnst mér að sýna mætti í íþrótta- þættinum myndir frá golfkeppni nú þegar golfáhugamenn verða að láta sér lynda að hvíla kylf- urnar yfir vetrartímann. Um vinsælda- lista rásar 2 Flosi hringdi: Ég vil taka undir orð tveggja unglinga sem skrifa f dálka þína sl. miðvikudag og hvetja eldri hlustendur rásar 2 til þess að taka þátt f vali vinsældalistans. Málið er að þeir sem virðast taka þátt f valinu að jafnaði eru 15 ára unglingar og útkoman er sú að hljómsveitir eins og Duran Duran, Limahl og Wham verma efstu sætin viku eftir viku. Hvet ég hlustendur rásar 2, þ.e. 18 ára og eldri, til þess að hringja og velja vinsældalista vikunnar. Að lokum vil ég þakka Krist- jáni Sigurjónssyni fyrir mjög góða þjóðlagaþætti á rás 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.