Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Annað mót norrænna kvenpresta Lengi, lengi bef ég ætlað að segja jkkur frá hinu öðru móti norrænna kvenpresta, sem var haldið í Svíþjóð í sumar, 27.-29. ágúst Við fórum héðan tvær, enn sem fyrr sem fulltrúar hinna prestasystranna, sem ekki gátu farið f þetta skiptið, og sífellt með það í huga að afla okkur einhvers, sem við gætum miðlað þeim síðar. Það var séra Dalla Þórðardóttir prestur í Bfldudal og ofanrituð sem fóru í þetta skiptið. Sænska prestafélagið veitti mótinu fjárstuðning. Hið fyrsta mót norrænna kvenpresta var haldið í Noregi haustið 1983. Það var svo skemmtilegt og notalegt að engum mun gleymast, sem var þar. Mótið í Svíþjóð var haldið i Bástad, sem er undur fallegur lítill bær. Sumar göt- urnar og húsin eru eins og myndir frá fyrri tímum ellegar leiktjöld. Húsin eru lágreist og gluggakarmarnir breiðir, hurð- arhúnar úr fægðu látúni og gluggarúður kúptar. Uppi á brekkubrún milli hárra trjáa er stórt og fallegt hús, sem á sfnum tima var byggt sem ein- býlishús en er nú kirkjumiðstöð heils prófastsdæmis enda eru vistarverurnar margar og tign- arlegar. Þarna fá mót sem okkar inni og ýmislegt kirkjustarf fer þar sífelldlega fram. Sænskt kirkjufólk, sem ég hef hitt, hrós- ar mjög þessum kirkjumiðstöðv- um svo ég hlakkaði ögn til að sjá nú eina slíka. Svo sem á hinu fyrsta móti okkar vorum við nú aftur um 30 talsins. Sænskir kvenprestar undir forystu Evu Brunne stúd- entaprests Stokkhólmi höfðu undirbúið mótið af miklum myndarskap en sem á fyrra mót- inu fór stjórnin að nokkru fram á þann þokkafulla máta að hver gat haft þar nokkur áhrif á. Fyrirlesari var fenginn frá Am- eríku, Rosemary Radford Rueth- er, sem hefur skrifað mikið um kvennaguðfræði. Hún er prófess- or við Garrett-Evangelicai Theological Seminary i Evans- ton í Illinois. Hún hefur skrifað bækurnar Mary: The Feminine Face of the Church, Religion and Sexism og New Woman/New Earth. Við ræddum kafla úr Religion og Sexism og Rosemary hóf hverja umræðu okkar með fyrir- lestri. Henni voru ævinlega sett tímamörk, 20 minútur, og framdi það furðuverk að fara aldrei fram yfir tímann. Á milli alvarlegra umræðu- funda gengum við og syntum, sungum og dönsuðum, héldum helgistundir og guðsþjónustu, gengum til altaris og töluðum um trú okkar og líf. Hinn fyrsti fyrirlestur hét Kirkjan, sem okkur dreymir um. Kannski er sú kirkja eitthvað í átt við það, Streita V.ACKKARE ViA tókum engar myndir f Bástad. En er þessi ekki Ijómandi? Húu er af olíumálverki eftir Gretu Pison Digman I Bástad og heitin Konur eru líka menn, bara fallegri. sem við reyndum á þessu móti, kirkja mótuð af trúarlegri al- vöru og festu, þar sem gamlar og nýjar hugmyndir streyma fram í hlýlegum og einlægum sam- skiptum. En auðvitað verður því ekki lýst í einni setningu hvernig sú kirkja er. Við förum heim af slíku móti með hugann fullan af svo mörgu, sem á eftir að vaxa og verða Ijósara við íhugun og samræður við aðra. — Við fórum norður til systur minnar um jólin. Það var óskap- lega gott. Ég svaf í tvo daga. — Svafstu í tvo daga? Þú hef- ur verið svona þreytt eftir jóia- ösina. — Nei, ég er vön ösinni. Ég þurfti bara að vinda ofan af mér. sagði kona, sem ég hitti á Lauga- veginum. Kannski hefðu mörg þeirra, sem streymdu fram hjá okkur upp og niður Laugaveginn. sagt eitthvað svipað Þau vildu kannski líka sofa í nokkra daga við og við til að jafna sig og hressa. Vinur minn einn segir stund- um upp úr eins manns hljóði: Jæja, nú geng ég í klaustur. En ég verð bara í nokkra daga. Það bregst varla að einhverjir, sem til heyra, vilja slást í för með honum. Og svo hefst umræða um streituna og þreytuna, hlaupin og vesenið og möguleikana á að ná einhverju taki á þessu öllu. Ég fyrir mitt leyti fer ekki ofan af því að það eru forréttindi að hafa mikið að gera. Ekki hrósa þau happi yfir þvi, sem finnst þau hafa of lítið að gera. Undar- legt annars, hvað það er erfitt að finna meðalveginn. Skyldi það vera ómögulegt? Ég hitti líka fyrir skömmu manneskjur, sem höfðu strengt þess heit að hætta að tala um það hvað þær hefðu mikið að gera. Það er svo óþs^gilegt að hlusta á fólk, sem er alltaf að tala um sitt eigið annríki. Mér finnst ég helzt þurfa að rjúka af stað eða fara að láta eitthvað til mín taka þegar ég heyri til þess. Eða mér finnst ég engu koma í verk í samanburði við það. Það eru ekki hollar tilfinningar. Og auðvitað hef ég útbreitt alveg sömu tilfinningarnar með því að vera si og æ að klifa á mínu eigin annríki. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég líklega að reyna að telja mér og öðrum trú um mitt eigið mikilvægi og merkilegheit með þessu tali. Við þurfum að skipuleggja tímann. Það er kúnstin. Sögðu þau. Samkirkjuvika NÚ ER að byrja samkirkjuvika. Samkirkjuvikur eru ævinlega haldnar í janúar til að biðja sam- an, hlýða saraan á orð Drottins og kynnast betur. Þjóðkirkjan, Að- ventkirkjan, hvítasunnuhreyfingin, Hjálpræðisherinn og kaþólska kirkjan standa sameiginlega að þessum samkomum. Fulltrúar allra kirknanna sitja saman i nefnd, sem hittist reglulega allt árið um kring til Sunnud. 20. janúar: Miðvikud. 23. janúar: Fimmtud. 24. janúar: Föstud 25. janúar: Laugard. 26. janúar: að efla samstarf og kynni milli kirknanna. Yfirskrift vikunnar nú er „Frá dauða til lífs með Kristi“ svo sem ritað er um í Efesusbréfinu 2.4—7 og bæna- efnið er einnig kristinna manna. Nú hvetjum við alla til að sækja samkomur bænavikunnar. Sam- komur eru haldnar úti um landið og þær eru auglýstar á heima- slóðum. Við sendum hér skrá yf- ir samkomurnar í Reykjavík. Guðsþjónusta í Neskirkju kl. 2 Samkoma í kaþólsku kirkjunni kl. 20.30. Samkoma í Hjálpræðishernum kl. 20.30. Samkoma I Aðventkirkjunni kl. 20.30. Samkoma í Fíladelfíu kl. 20.30. Næstum ótæmandi möguleikar í janúarbyrjun er jafnan haldinn fundur æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar en hún er skipuð full- trúum hvaðanæva af landinu. Því skundaði ég til fundarstaðar nefndarinnar hinn fyrsta mánudag í janúar til að sitja fyrir lands- byggðarfólkinu að ég gæti sagt ykkur, kæru lesendur, einhverjar fregnir af ystu nesjum og innstu dölum. Ekki er það nefnilega á hverjum degi, sem kirkjufólk utan af landi hittist í Reykjavík. Séra Gísli Gunnarsson i Glaumbæ í Skerjafirði var að stíga út úr rauða bílnum sínum sem mig bar að garði. Við hófum vitanlega umræður um veður- blíðuna og fullvissuðum hvort annað margsinnis um að sjald- gæft væri að geta keyrt á klaka- lausum vegum milli Skagafjarð- ar og Reykjavíkur í janúarmán- uði. ★ * ★ Séra Gísli sagði góðar fregnir af jólahaldi í prestakalli sínu. Aftansöngur var kl. 9 á aðfanga- dagskvöld i Glaumbæ og kirkju- sókn góð sem alls staðar á land- inu. A jóladag var guðsþjónusta í Reynistaðakirkju og í Víðimýr- arkirkju. Séra Gísli þjónar nefnilega Miklabæ til páska en grannprestar skiptast á um að þjóna þar I orlof staðarprests. Ég innti éra Gísla eftir barna- starfi. Hann kvað sunnudaga- skóla kl. 11 á hverjum sunnudagsmorgni í félagsheimil- Séra GIsli Gunnarsson. inu í Varmahlíð. Hann er fyrir allar sóknirnar í prestakallinu. Foreldrar skiptast á að koma með börnin, sem ekki búa í hverfinu. * ★ ★ Okkur fannst mörgum svo þéttbýlt og fallegt í Skagafirði þegar við vorum þar á presta- stefnu að sum okkar voru að hugsa um að næla sér þar I brauð, segi ég en þó enn frekar vegna þess hvað margt fólk söng fyrir okkur svo mikið og fallega. — Já, það er langt frá því að okkur finnist við einangruð þar og við prestarnir getum alltaf hitzt. Það er lika mikill fengur að Löngumýri. Þar hafa verið haldin fermingarbarnamót svo að segja um hverja helgi til jóla í vetur. Tveir prestar komu þangað í hvert skipti með ferm- ingarbörn sín. Það er líka ýmis- legt annað starf á Löngumýri ár- ið um kring, bæði tengt söfnuð- unum og öðrum. ★ ★ ★ Séra Gísli tók við preststarfi fyrir rúmum tveimur árum af föður sínum, séra Gunnari Gíslasyni, og er alinn upp á prestssetrinu á Glaumbæ. Hann er þess vegna kunnur starfinu. En ég spyr hann hvort eitthvað hafi samt komið honum á óvart. — Það var ekki margt, sem kom mér á óvart. Það var þá helzt fjölbreytnin I starfinu og möguleikarnir, sem eru næstum ótæmandi. Mér finnst mjög mik- ilvægt að geta leitað til annarra um samstarf í kirkjunni, t.d. til kirkjukóranna, sóknarnefnd- anna og fólksins, sem vinnur við barnastarfið með mér. Það hefur gengið vel. Ertu bjartsýnn um framtíð- ina? Já, ég held að það sé miklu bjartara yfir framtíð kirkjunnar núna en oft áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.