Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNgLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Ásdís Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari Jóhann Axelsson lífeðlisfræðingur: KRANSÆÐASJÚKDÓMAR OG ÞOLÞJÁLFUN Álagspróf á gönguþolbraut. kransæðasjúkdóma. Skilgrein- ingar háþrýstings eru nokkuð á reiki. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur lagt til að við greiningu sjúkdómsins verði miðað við 160 eða hærra í systólu, eða 95 og hærra i díastólu. Aðrir vilja setja mörkin lægri og miða við 140/90 mmHg í hvíld (7). Flestir höfundar telja að þolþjálf- un fólks sem er undir háþrýsti- mörkunum hafi engin umtalsverð áhrif á blóðþrýsting þeirra í hvíld (8,9) og álykta að engar öruggar ábendingar séu um að vernda megi fólk gegn háþrýstingi með kerfisbundinni þolþjálfun (7). Þó rengja sömu höfundar ekki að þol- þjálfun veiti einnig nokkra vernd gegn streitu (sbr. hér að ofan). Ekki draga þeir heldur í efa að offita og streita séu áhættuþættir háþrýstings. Þótt við rengjum ekki niðurstöður þessara höfunda hvað varðar hvíldarþrýsting heil- brigðra, þá drögum við ályktanir þeirra í efa. Neysla dýrafitu og kólesteróls Því mettaðri sem fita er (þ.e. færri tvíbindingar) þeim mun meiri áhætta er talin tengjast neyslu hennar. Neysla mettaðrar fitu og kólesteróls hækkar magn þess síðartalda í blóði. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að neysla ' fitu sem hundraðshlutfalla orku er heldur meiri í öllum aldurs- flokkum Héraðsbúa en Reykvík- inga. Sama gildir um kólesteról. (10). f samræmi við þetta var því spáð að kólesteról myndi mælast lægra í blóði reykvískra barna. Sú varð reyndin. Heildarkólesteról í blóði barna á Héraði er 24% Áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrás Á dögunum birti Mbl. frétt þar sem erlendur vísindamaður dregur mjög í efa hollustu líkamlegrar áreynslu fyrir hjarta- og æðasjúklinga. Vegna þess hve kransæða- og fleiri æðasjúkdómar virðast algengir hér á landi og áróður mikill fyrir hvers konar líkamsrækt, sneri Mbl. sér til Dr. Jóhanns Axelssonar, prófessors í lífeðlisfræði við læknadeild háskólans, og leitaði álits hans á umræddri frétt. Dr. Jóhann sagði að auðvitað væri það rétt hjá greinarhöfundi að skyndi- leg og mikil áreynsla gæti reynst öllum hættuleg. Sjálfsagt væri að vara fólk við að fara of geyst af stað, en fagfólk gæti metið líkamsþol og gert skynsamlegar æfíngaáætlanir fyrir hvern og einn. Einnig yrði að taka tillit til frábendinga kröftugrar þjálfunar, sem læknar og sjúkraþjálfarar gætu met- ið. Ekki vildi Jóhann heídur leggja að jöfnu hollustu allrar líkamsþjálfunar. Hann sagði að hjarta- og æðasjúklingum væri t.d. ráðlagt að fara mjög varlega í vöðvarækt og þær æfíngar, sem helst væri beitt í því skyni, því þær gætu valdið hættulegri hækkun á blóðþrýstingi. Hins vegar taldi hann víst að skynsamleg úthalds- eða þolþjálfun væri gagnleg bæði til verndunar og viðgerða eftir kransæðastíflu og fylgikvilla hennar. Vísaði hann um þau efni til greina um kransæðasjúkdóma og þolþjálfun, sem birtust nýlega í félagsmiðli íslenskra sjúkraþjálfara og við birtum hér með leyfi höfunda og ritstjórnar. Hér á eftir birtum við fyrri greinina: Áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrás. Sú síðari: Þáttur þolþjálfunar í endurhæfingu kransæðasjúklinga, birtist í blaðinu á morgun. Niðurstöður margra faralds- fræðilegra rannsókna benda til þess að fólk sem stundar reglu- bundna líkamsþjálfun fái krans- æðasjúkdóma sjaldnar og síðar á ævinni en hinir sem ekki sinna líkamsrækt (1,2,3). Sú líkamsrækt sem við höfum í huga er úthalds- eða þolþjálfun (hlaup, hjólreiðar, sund o.fl.) en ekki vöðvarækt. Áhrif slíkrar þjálfunar á starf- semi hjarta og æða geta verið meira og minna óbein og skoðanir á orsakatengslum aukins þols og minnkaðrar áhættu, þ.e. minni iíkum á kransæðasjúkdómum, eru mjög skiptar. Við munum skiptaþessu grein- arkorni í tvo hluta. I þeim fyrri reynum við að leita svara við því í hverju meint fyrirbyggjandi eða verndandi áhrif þolþjálfunar gætu verið fólgin, en í þeim síðari leggja meiri áherslu á hugsanlega nyt- semi þolþjálfunar við viðgerðir eftir hjartaáfall. Um verndandi áhrif þolþjálfunar Reykingar, streita, hraður hvíldarpúls, háþrýstingur, neysla mikillar dýrafitu og kólesteróls, kyrrsetur, offita og ofþyngd, mik- ið magn kólesteróls og þríglyser- íða og lágt hlutfall HDL og LDL í blóði — allt er þetta ásamt krans- æðasjúkdómum í ættinni talið auka líkur einstaklings á að fá þá sjúkdóma. Á alla þessa þætti nema erfðirnar virðist þolþjálfun hafa heppileg áhrif og ætti sam- kvæmt því að veita iðkendum verulega vernd, þ.e. draga úr lík- um þess að þeir fái kransæðasjúk- dóma. Við munum nú reyna að styðja þessa fullyrðingu rökum og fjalla þá um hvern áhættuþátt fyrir sig. Suma með örfáum orðum, aðra ýt- arlegar eftir því sem okkur finnst tilefni til. Reykingar Ýmsar faraldsfræðilegar rann- sóknir benda til þess að þátttaka í reglubundinni líkamsþjálfun stuðli að bættum neysluvenjum, m.a. minnkaðri tóbaksneyslu (4). Streita Mikið hefur verið rætt og ritað um hagstæð áhrif líkamsþjálfunar á „andlega heilsu" iðkenda. Höf- undar ætla sér ekki þá dul að skilgreina andlega heilsu, hins- vegar virðist okkur fjöldi rann- sókna gefa til kynna að svefnleysi, þreyta, áhyggjur og þunglyndi sæki síður á líkamlega virka ein- staklinga (5). Streita er talin einn af áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma. Ef við erum sammála um að ofangreind einkenni kunni að vera einkenni streitu, þá virðist líkamsþjálfun geta veitt nokkra vernd gegn henni og þar með gegn þeim sjúkdómum sem hún getur leitt til. Hradur hvfldarpúls Það er alþekkt að íþróttamenn hafa hægari hjartslátt í hvíld en almennt gerist. Þetta á sérlega við um þá er stunda þolþjálfun. Þeir geta haft hvíldarpúls niður undir 30 slög á mínútu (6). Um möguleg- ar orsakir þessa verður fjallað síð- ar í þessari grein. Háþrýstingur Háþrýstingur er áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma annarra en hærra en í jafnöldrum þeirra í Reykjavík (11). Eins og að ofan sagði virðist þolþjálfun stuðla að æskilegum breytingum í neysluvenjum iðk- enda (4). Þeir minnka fituneyslu sína og auka hlutfallslegt magn ómettaðrar fitu í fæðunni. Kyrrsetur Enginn ágreiningur er um að reglubundin þolþjálfun dragi úr þessum áhættuþætti. Offita og ofþyngd Líkamsfita er mæld með húð- fellinga- eða eðlismassamæling- um. Reynt hefur verið að skil- greina offitu sem ofgnótt fituvefs utan á og inni í líkamanum og offitumörkin sett 20% fyrir karla en fyrir konur 30% af líkams- þyngd (12,13). En það er ekki að- eins hátt fituhlutfall sem er hættulegt heldur er ofþyngd, án tillits til hlutfallslegrar samsetn- ingar líkamsvefja, einnig talin áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Flestir svokallaðir offitustuðlar, sem stuðst er við í faraldsfræði- legum rannsóknum, eru í raun þyngdarstuðlar. Svo er t.d. um „Quetelet-stuðul", sem segir um þyngd yfir hæð í öðru veldi (w/h2), „Ponderalstuðul", þyngd yfir hæð í þriðja veldi og „Broca- stuðul", (Þ/h-100). Þá er hér þyngd í kílóum og h er hæð í senti- metrum). í hóprannsóknum Hjartaverndar hefur sá síðast- nefndi verið notaður til að greina offitu og þeir sem höfðu Broca- stuðul «= 1,1 eða hærri taldir of feitir. Þá sjúkdómsgreiningu hlutu 35% karla á aldrinum 34—61 árs, sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknir hafa hnekkt þeirri tilgátu að áreynsla auki matarlyst og neyslu til jafns við þá eyðslu hitaeininga sem hún veldur. Kemur hér tvennt til: 1) Hæfileg áreynsla eykur ekki matarlyst að ráði. 2) Löngu eftir að áreynslu lýkur er efnaskipta- hraði ennþá verulega hærri en hann var fyrir áreynsluna. Ef rétt reynist gæti reglubundin þjálfun því aukið brennslu það mikið að af leiði umtalsvert þyngdartap (14). Til þess að tryggja árangur verður þolþjálfun að sjálfsögðu að hald- ast í hendur við skynsamlegt mat- aræði. Blódfitur Lengi hefur verið vitað að hætt- an á því að menn fái kransæða- sjúkdóma vex með heildarmagni kólesteróls og þríglyseríða í blóði þeirra (15). Bæði þessi efni eru byggingareiningar lípópróteina blóðvökvans og þegar á árunum upp úr 1950 birtust greinar, sem sýndu tengsl kransæðasjúkdóma og lípópróteina (16,17,18). Það var þó ekki fyrr en 25 árum síðar að mikilvægi þessa fundar varð lýð- um ljóst (19,20) og athyglin beind- ist frá heildarmagni kólesteróls að innbyrðis hlutföllum hinna ýmsu gerða lípópróteina. Nafngiftir þeirra, VLD, LDL og HDL, vísa til hlutfalls próteina og fitu í lípópró- teininu. Þannig að hlutfallslega mest er af próteinum í HDL en minnst í VLDL. f grófum dráttum má segja að svo virðist sem HDL annars vegar og LDL og VLDL hins vegar vinni hvor gegn öðrum hvað æðakölkun varðar, þannig að LDL fremji en HDL hemji. Ekki eru menn á eitt sáttir um áhrif þolþjálfunar á heildarmagn kóle- steróls og þríglyseríða né á hlut- [ fall HDL og LDL í blóði. Samanburðarrannsóknir á kyrrsetufólki og fólki sem leggur stund á íþróttir gefa ekki einhlít svör hvað varðar heildarmagn kólesteróls og þríglyseríða (21,22,23,34). Einhlít svör hafa heldur ekki fengist með mæling- um á þessum gildum í blóði ein- staklinga fyrir og eftir reglu- bundna þjálfun (25,26,27,28,29,30, 31,32). Þó virðist nokkurt sam- komulag um að lækka megi þrí- glyseríðið séu æfingar nógu tíðar, þ.e. minnst annan hvern dag (25,33,34,35,36). Ef það reynist rétt, kynni reglubundin þolþjálfun að veita nokkra vernd gegn krans- æðasjúkdómum, þvi margir telja mikið magn þríglyseríða í blóði sjálfstæðan áhættuþátt þessa kvilla eins og að ofan sagði. Þá eru VLD-lípópróteinin, sem lýst er hér að ofan, og sem hafa jákvæða fylgni við ótímabær kransæða- þrengsl, að miklu leyti gerð úr þríglyseríðum. Ekki heldur það vöku fyrir höf- undum þessarar greinar að ekkert samkomulag er í sjónmáli varð- andi áhrif þolþjálfunar á heild- armagn kólesteróls í blóði, því obbi þess er tengdur próteinum og myndar HDL eða LDL og flestir virðast nú þeirrar skoðunar að sú skipting kunni að skipta sköpum miklu fremur en h,':Idarmagnið. Hvort breyta megi því hlutfalli með þjálfun virðist okkur því mik- ilvægari spurning. Ef það reynist rétt að þolþjálfun breyti hlutföllum HDL-kólesteróls og LDL-kólesteróls því fyrrnefnda í vil má álykta að þjálfun veiti nokkra vernd gegn æðakölkun og dragi því úr líkum á kransæða- sjúkdómum. Orsakatengsl þjálf- unar og nefndra breytinga á hlut- föllum lipópróteina eru hinsvegar lítt þekkt og nauðsynlegt er að hafa í huga að þolþjálfun hefur umtalsverð áhrif á ýmsa þætti aðra, sem tengjast blóðfitum. Þannig virðist t.d. vera neikvæð fylgni milli reykinga og HDL- kólesteróls (37,38). Einnig er neikvæð fylgni milli líkamsþunga og HDL-kólesteróls (38) og talið er að fitusamsetning fæðunnar hafi áhrif á hlutföll HDL-kólesteróls og annarrar fitu í blóði (39,10). Samkvæmt ofansögðu um áhrif þolþjálfunar á þá þætti sem nú eru taldir gætu meint áhrif henn- ar á HDL-hlutfallið að einhverju leyti reynst óbein. Það skiptir þó engu meginmáli fyrir höfunda, eða lesendur, þessarar greinar því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.