Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Minning: Böövar Pálsson bryti, Hvanneyri Fæddur 13. júlí 1955 Dáinn 10. febrúar 1985 Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd eg hafni. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. SP í dag kveðjum við elskulegan bróður og vin, með miklum sökn- uði í hjarta. Hvað er það sem veld- ur því að svo ungur maður í blóma lífsins, á yndislega konu og tvær ungar dætur og alla framtíðina fyrir sér, er hrifinn á brott svo skyndilega. Þessu getur enginn svarað okkur nema drottinn einn — hann hlýtur að hafa haft mikla ástæðu í þetta skipti svo mikla lífsgleði sem hann átti. Böðvar bróðir okkar var aðeins 29 ára þegar kallið kom, þann 10. febrúar. Hann fæddist í Stykkis- hólmi 13. júlí 1955, fjórði í röðinni af fimm systkinum. f hópinn er nú höggvið stórt skarð — það ríkti aldrei lognmolla í kringum Böðvar — hvorki við vinnu né í góðra vina hópi. Enginn var glaðværari eða kátari þegar við vorum saman. Elsku vinur, enginn segir lengur — manstu, Böðvar, manstu — og síðan var hlegið innilega þegar at- vik höfðu verið rædd eða þegar pabbi var að segja frá liðnum tím- um, hvað við gátum hlegið. En hver hlær núna? Hjörtun blæða af söknuði og sorg, minningarnar streyma fram í hugann. Ef við hefðum bara vitað hvað tíminn var naumur, hvað við hefð- um viljað fá að njóta nánari sam- veru þessi seinustu ár. Mikil var gæfa hans þegar hann valdi sér lífsförunaut, svo sam- hent sem þau voru. Og gæfa for- eldra okkar ekki minni að fá slíka tengdadóttur sem Rósu og elsku litlu dætur þeirra. Missir þeirra er mikill. Elsku hjartans Rósa, þú sem þurftir að berjast fyrir lífi manns þíns, engin orð okkar fá megnað að lýsa harmi og samúð okkar til þín og dætra þinna. Foreldrum okkar vottum við dýpstu samúð við fráfall elskulegs sonar og tengdaforeldrum kærs tengdasonar. Við þökkum ástkærum bróður okkar innilega alla samveruna sem_ varð þó allt of stutt. Ása, Ólafur, Sesselja, Þorbergur, Ásgerður og Þorvaldur. Dauðanum má svo með sanni samlíkjast þykir mér slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er, grösin og jurtir grænar glóandi blómstrið frítt rör, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. Þetta vers úr alþekktum sálmi Hallgríms Péturssonar flaug um huga mér, þegar mér að morgni síðastliðins sunnudags barst sú hörmulega fregn að nágranni minn og samstarfsmaður, Böðvar Pálsson, bryti á Hvanneyri, hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Skyndilega, sem hendi veifað, var lífsljós hans blásið dautt. Hann, sem alheill að kvöldi kvaddi samstarfsfólk sitt að - loknum vinnudegi, var andaður að morgni. Sú tilfinning sem grípur mann við slíka fregn er ólýsanleg. Allt í kringum mann er ys og þys lífsins, bjarmandi af nýjum degi, svo þrúgandi öndvert við hið kalda lamandi farg sem fylgir í kjölfar slíkra tíðinda. Myndir og minningabrot liðins tíma hrannast upp í huganum. Spurningar brenna á vörum. Hvað orsakar hin skyndilegu skil lífs og dauða? Hvers vegna í blóma lífs- ins svo skyndilega kvaddur á brott, löngu áður en lífshlaupi sýnist lokið? En við þessu fást engin svör. Sá slyngi sláttumaður gefur engar skýringar, en slær allt hvað fyrir er. Smám saman spyrjast tíðindii út um Hvanneyrarstað. Sam- starfsfólkið, vinir, vandamenn, allir eru agndofa og harmi slegnir. Hið litla samfélag á Hvanneyri er hnípið og syrgir einn sinna bestu bræðra. Hann sem svo oft hafði gefið lífinu í fámenninu gildi af gleði sinni og gáska. Nú var hann horfinn yfir móðuna miklu. Böðvar Pálsson fæddist í Stykk- ishólmi hinn 13. júlí árið 1955. Þar bjuggu foreldrar hans, Sæmunda Þorvaldsdóttir og Páll Oddsson, og búa enn í dag. Böðvar ólst upp í stórum systkinahópi, eignaðist þrjár systur og einn bróður. Hann sleit barnskónum í Hólminum og lifði þar glaða æskudaga í ys og amstri sjávarplássins. Hefðbundinni skólagöngu lauk hann á heimaslóðum. Er henni lauk, stefndi hugur hans til þess viðfangsefnis sem varð ævistarf hans. Böðvar hóf nám í matreiðslu árið 1972 og lauk sveinsprófi í greininni árið 1976. Að námi loknu vann hann um tíma á heimaslóð- um en síðan á veitingahúsinu Skrínunni um rösklega þriggja ára skeið. Á miðju ári 1980 verða þáttaskil í starfsævi Böðvars. Hann ræður sig til starfa við mötuneyti Bænd- askólans á Hvanneyri og flytur þangað með fjölskyldu sína síðari hluta sumars. Hvanneyrarstaður hefur síðan verið heimili þeirra og vinnustaður. Kynni okkar Böðvars hófust í árslok 1980, þegar ég kom heim til starfa að loknu leyfi frá störfum. Hann hafði þá um nokkurra mán- aða skeið verið yfirmaður mötu- neytisins. Samskipti skólastjóra og yfirmanns í skólamötuneyti hljóta að verða all náin, bæði vegna þess hversu umfangsmikill rekstur mötuneytisins er og ekki síður fyrir það að starfsemi þess er að ýmsu leyti andlit skólans út á við. Samskipti okkar Böðvars urðu ef til vill ennþá nánari fyrir það, að á þeim árum sem skólinn naut starfskrafta hans, var verið ao byggja upp starfsemi sem reyndi mjög á hugkvæmni og færni þess sem veitti mötuneyti skólans for- stöðu. Skömmu áður en Böðvar réðst til skólans flutti mötuneytið í ný húsakynni sem sköpuðu aðstöðu til allmikilla umsvifa utan hefð- bundins skólatíma. Ákveðið var að koma á þjónustu sem tengdist námskeiðahaldi, móttöku orlofs- gesta og ferðamanna sem kynnast vildu landbúnaði og staðháttum hérlendis. Á mótunarskeiði þessu kom það í hlut Böðvars fremur en nokkurs annars að skapa þessari starfsemi viðurkenningu og viðhlítandi sess þeirra sem hennar nutu. Hann brást heldur ekki í neinu því trausti sem til hans var borið. Fagmaður var hann ágætur og naut þess að vinna verk sín. Hann lagði allan metnað sinn í að vinna skólanum allt það gagn sem hann mátti. Allur viðurgerningur við gesti var mjög rómaður og öll þjónusta þannig af hendi leyst að til sér- stakrar fyrirmyndar þótti. Starf- semi þessi hefur notið mikillar hylli og er á engan hallað þótt fullyrt sé að Böðvar átti stærstan hlut í þeim vinsældum. Frá þessum árum eru óteljandi minningar um atorku hans og samstarfsfólks hans þegar allt var spennt til hins ítrasta svo að ná mætti settu marki. Þá urðu dags- verkin stundum æði löng og oft á tíðum lítill fyrirvari ætlaður til að framreiða veitingar. Hversu stutt- ur sem fyrirvarinn var, hvernig sem á stóð, eða hver sem í hlut átti, aldrei var kastað hendi til nokkurs verks. Sama alúð var lögð í að gera hátíðir nemenda að eftir- minnilegum stundum og gesta, þótt áhrifameiri væru. Böðvar Pálsson verður þó ekki samferðafólki sínu minnisstæð- astur fyrir fagmennsku sína í starfi. Hann var mannkostamaður og þannig sannur félagi öllum er honum kynntust og nutu samvista við hann. Hvar sem hann kom og hvar sem hann fór, gæddi hann mannlífið gleði og hlýju þess sem er sælla að gefa en þiggja. Samstarfsfólki sínu í mötuneyt- inu var hann miklu meira en yfir- maður. Hann laðaði fram hið góða og jákvæða í hverjum manni. ósérhlífni hans og jákvætt við- horf til allra verka sinna skapaði sérstakan anda gagnvart vinnu- stað og viðfangsefnum. Þegar á bjátaði, hvort heldur var við vinn-i eða í einkalífi sam- starfsfólksins, gekk hann fram fyrir skjöldu reiðubúinn til hjálp- ar og aðstoðar. Þannig ávann hann sér vináttu og virðingu þeirra sem hann hafði yfir að segja. Honum voru orðin „yfir- maður" og „undirmaður" ótöm í munni og leit fremur á sig sem forsvarsmann starfseminnar en yfirmann þeirra er unnu við hlið hans. Þannig munum við minnast hans úr starfi sem félaga er leysa vill málin með samvinnu og sam- hjálp en ekki skipunum og vald- boðum. Þótt Böðvar væri ávallt störfum hlaðinn sem yfirmaður í stóru mötuneyti var hann virkur á mörgum sviðum mannlífsins þau fimm ár sem hans naut við hér í byggðarlagi okkar. Hann starfaði fyrir Lionshreyfinguna, en eink- um og sér í lagi var hann atkvæða- mikill í störfum fyrir Ungmenna- félagið fslending. Þar gegndi hann bæði trúnaðarstöðum og var ein aðaldriffjöður í starfi leikdeildar félagsins. Margar gleðistundir veitti hann sveitungum sínum af leiksviði félagsheimili félagsheim- ilisins í Brún og hvarvetna var hann hrókur alls fagnaðar og afl- vaki gleði og glaðværðar sem létti grámyglu hversdagslífsins og stillti saman hugi fólksins. í einkalífi sínu var Böðvar gæfumaður. Hann kvæntist 4. ág- úst 1979 eftirlifandi konu sinni, Rósu Marinósdóttur hjúkrunar- konu, sem ættuð er frá Akureyri. Þar eignaðist hann indælan lífs- förunaut sem deildi áhugamálum hans og var honum samstiga í því að glæða mannlífið í kringum sig birtu og yl. Bæði nutu þau þess að efla félagslega samstöðu fólksins og lögðu fram ómældan skerf til bættari mannlegra samskipta. Oft gerðist það að loknum löngum vinnudegi eða með strangan dag að morgni. Dætrunum sínum litlu, Oddnýju Evu og Særúnu Ósk, bjuggu þau hlýtt og friðsælt heim- ili. í dag er hann lagður til hinstu hvílu í faðm þeirrar moldar er fóstraði hann ungan. í lítilli byggð undir skörpum brúnum Skarðs- heiðar drúpir fólk höfði og kveður góðan dreng með sárum söknuði og þakkar ógleymanlega samferð sem svo skyndilega og ótimabær endir er bundinn á. Skólinn sem naut starfa hans hans þakkar þá giftu er fylgdi störfum hans og þá ósérplægni sem ávallt var í fyrir- rúmi hvar sem fór. Fjölskylda þess er línur þessar ritar, þakkar ótal samverustundir á liðnum ár- um í starfi og utan þess. Á kveðjustund votta allir Hvanneyringar eiginkonu, dætr- unum litlu og öðrum ástvinum dýpstu samúð og við biðjum góðan og almáttugan Guð að hugga ykk- ur og styðja á þessari stundu. Hann veiti ykkur styrk til að kveða niður harminn og eiga minninguna um ástkæran eigin- mann og föður sem aflvaka gleði og hlýju í mannlegum samskipt- um. Þótt hann sé nú fallinn að foldu, lifir orðstír hans um ókom- in ár. Blessuð sé minning hans. Magnús B. Jónsson Hvanneyri Það dró úr mér allan mátt síð- astliðinn sunnudag er mér var til- kynnt sú sorgarfregn að þá um nóttina hefði ég misst einn af stjórnarmönnum mínum yfir móðuna miklu. Hvers vegna nú, er hann var rétt að kynnast þörfum Umf. íslendings sem starfsömu og virku æskulýðs- og menningarfé- lagi hér? Ekki var Böðvar kokkur, eins og hann var ætíð kallaður, og fjöl- skylda hans löngu flutt á starfs- svæði mitt er þau buðu fram krafta sína í þágu félagsins. Sjald- an baðst hann undan verki ef ég þurfti á starfskröftum hans að halda, sem best sést á því að fljót- lega var honum falin gæsla á fjár- I Minning: Gróa María Sig- valdadóttir Fædd 19. júlí 1912. Dáin 8. febrúar 1985. Það er skrítið þetta líf hér á jörðunni. Oft finnst manni það vera miskunnarlaust og óréttlátt, allavega núna. Svo stutt er síðan afi dó og nú er amma farin frá okkur líka. Af hverju þarf þetta að vera svona? Engum datt í hug annað en að amma ætti eftir að vera hjá okkur mörg ár enn, vera á sínum stað, fastur punktur í lífi okkar. En lífið er hverfult, það fer okkur að skiljast. Amma var alltaf svo kát og hress og hafði gaman af að vera innan um fólk, helst þar sem fjör- ið var mest. Alltaf var hún til í að gera eitthvað, fara eitthvað og taldi aldrei eftir sér að leggja sitt af mörkum. Sennilega er fyrsta minningin okkar allra um ömmu sú að hún er að syngja fyrir okkur. Þær voru ekki svo fáar vísurnar sem hún kenndi okkur þó að sumar séu e.t.v. farnar að gleym- ast. Flestar þeirra kunnum við þó enn og hver veit nema við eigum eftir að syngja þær með barna- börnunum okkar. Stærsta myndin af ömmu í hugum okkar er stóri faðmurinn hennar sem alltaf stóð okkur opinn. Þau voru heldur ekki svo fá skiptin sem hlaupið var „yf- ir“ þegar eitthvað bjátaði á. Ann- að sem er óaðskiljanlegt minningu hennar eru flatkökur, amma bak- aði heimsins bestu flatkökur. Þó að svolítill tími sé liðinn frá því hún hætti bakstrinum og flutti frá Hamraendum er ekki fjarri því að enn leggi flatkökuilminn á móti manni á hlaðinu þar. Nokkur orð á blaði segja svo lít- ið. Það sem okkur langar að segja og þakka ömmu fyrir býr í hugum okkar og er erfitt að festa á blað. En minninguna um ömmu eigum við og erum þakklát fyrir okkar hluta. Ömmubörnin. Maðurinn með ljáinn er enn á ferðinni, og verður víst um ókomna tíð, a.m.k. meðan við mannanna börn erum til. Þann áttunda þessa mánaðar kom hann og hreif til sín móðursystur mína, þá indælis konu, Gróu Maríu Sig- valdadóttur, yfir landamerki lífs og dauða. Stundum gerir hann boð á undan sér og svo var nú, hún hafði barist hetjulegri baráttu nú síðustu vikurnar og ekki þarf að spyrja að leikslokum í þeirri orrustu sem læknavísindin standa ráðþrota gegn. Með henni er geng- in mikilhæf kona. Hún var fædd í Stykkishólmi 19. júlí 1912, dóttir hjónanna Guð- laugar Jóhannsdóttur og þess frækna sjósóknara og aflamanns Sigvalda Valentínusarsonar. ólst hún upp við ástríki foreldra sinna ásamt systrum sínum þeim, ólöfu, sem lengst af hefur búið í Borgar- nesi, og Þorbjörgu, er lést í sept- ember 1981, og bjó að Seljalandi í Hörðudal. Mikið reiðarslag dundi yfir fjölskylduna er faðir þeirra drukknaði við sjöunda mann er vélbáturinn Blikinn fórst í aftaka- veðri á Breiðafirði þann 28. janúar 1924. Mikil umskipti urðu á heim- ilinu við þann atburð og í þreng- ingum þessara ára var Gróu kom- ið fyrir til sumardvalar á heimil- um í nágrannabyggðum Stykkis- hólms. Síðar dvaldi hún eitt sumar að Staðarfelli, en 1927, þá 15 ára, ræðst hún í kaupavinnu inn í Dali, og var þar nokkur sum- ur að Kvennabrekku og á Kols- stöðum, m.a. hjá þeim mektar- hjónum Jóhönnu og Guðlaugi Magnússyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.