Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Blað og kort gegn ratsjám Andstæðingar ratsjárstöðva á Vestfjörðum hafa gefið út blaðið Ratsjá. Útgefendur kalla sig 1. desember hópinn en ábyrgðar- maður blaðsins er sr. Lárus Þ. Guðmundsson. Finnbogi Her- mannsson setti blaðið en Jón Sigurpálsson og sr. Jakob Hjálmarsson sáu um útlit og umbrot. Forsíðugreinin heitir Baráttan fyrir lífinu og þar segir meðal annars: „Baráttan fyrir herrat- sjám hér í næsta nágrenni ætti að vekja okkur öll til umhugsunar og aðgerða til þess að við getum ekki og þurfum ekki að ásaka okkur i framtíðinni fyrir að hafa ekki lagt okkar af mörkum til að leiðrétta vegvilltan heim ... Verum minnug þess, að andinn hefur áður sigrað þursa og tröll ... Davíð felldi Golíat.“ Sömu aðilar og gefa út Ratsjá hafa látið prenta kort með mynd af Jónasi í hvalnum og er hún „sett inn í vestfirska veröld," eins Hcrra forsætisráðhcrra Steingrimur Hermannsson Stjórnarráðshúsinu 101 REYKJAVlK Jónas spámaöur Stigahlíö Ijós af óshyrnu. Tilvltnun í Flatartungufjalirnar Hofundur: Jón Sigurpálsson Jónas í hvalnum er táknið sem ratajárandstæðingar á Vestfjörðum hafa valið sér á kort sem þeir vilja að sent sé ráðamönnum og það er orðað. í Ratsjá segir að myndin sé táknræn og þeir sem gefi út blaðið vilji ekki farast „sem Jónasi og flýja undan því sem á okkur hvílir og hvorki vilj- um við að óhugnaður vígbúnað- arkapphlaupsins, sem er ein við- urstyggileg hjáguðadýrkun, gleypi okkur, né nokkur borg verði fram- ar eydd,“ eins og segir á baksíðu Ratsjár. Kort þessi eru þannig gerð, að menn geta ritað nöfn sín undir texta á þeim og sent þau forsæt- isráðherra eða öðrum. Samstarfi um Gauk- inn lokið SelfoHNÍ, 12. janúar. SLITNAÐ hefur upp úr samstarfi því sem Héraðssambandið Skarp- héðinn og Ungmennasamband Kjalarnesþings áttu með sér um útihátíðina Gaukinn á sl. sumri. Samkoma þessi gaf héraðs- samböndunum dágóðar tekjur og var m.a. liður í því að þau gátu tekið myndarlega þátt í Lands- mótinu í Keflavík. Óánægju gætti meðal Skarp- héðinsmanna um ákveðin atriði í samvinnunni sem þeir gátu ekki sætt sig við. Reyndar kom upp brestur í samstarfinu á sl. vori. Báðir aðilar töldu sig eiga tilkall til útisamkomunnar og fóru því fram á það við Skógrækt ríkis- ins, sem er eigandi landsins í Þjórsárdal þar sem útiskemmt- unin fór fram, að fá leyfi til skemmtanahalds um verslun- armannahelgina á komandi sumri. Lyktir þessa máls urðu þær að Héraðssambandið Skarphéðinn fékk leyfi Skógræktarinnar til að halda skemmtun á svæði þess í Þjórsárdalnum en Ungmenna- samband Kjalarnesþings fékk leyfi til skemmtanahalds um hvítasunnuna. Það verður því HSK sem held- ur Gaukinn ’85 um verslunar- mannahelgina. Sig Jóns. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.