Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 19 ViAtal: Áslaug Ragnars Myndir: Árni Sæberg að og útrétta og ég sé um það. Svo þarf maður nú að sinna fjölskyld- unni. Börnin okkar tvö eru búsett hér með sínum fjölskyldum og ég tel þeim tíma vel varið sem maður ver með sínum nánustu. Við höf- um mikla gleði af barnabðrnun- um. Þau eru hér inni á gafli eins og þú sérð. — Af hverju hættuð þið bú- skap? — Það skal ég segja þér. Það var komin vinstri stjórn í landinu og sú ætlaði nú heldur betur að láta að sér kveða. Það átti til dæmis að hækka öll laun um 20 prósent. Það og ýmsar aðrar ráðstafanir þeirr- ar stjórnar leiddi til þess að ég sá að það var ekki lengur hægt að reka búið með hagnaði. Ég gat ekki hugsað mér að reka það með tapi. Fleira kom þó til. Það var orðið nær útilokað að fá vinnufólk. Það var vandfundið það fólk sem vildi sinna um kýr og hreint ekki fáanlegt til að gera það um helgar nema fyrir kaup sem var miklu hærra en búið hefði staðið undir. Um þetta leyti, upp úr 1970, stóð- um við hér á Blikastöðum líka frammi fyrir því að þurfa að leggja í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir ef framhald átti að verða á búskapnum. Byggðin var að koma yfir okkur og það var spurning hvort það borgaði sig að leggja í miklar framkvæmdir sem síðan nýttust ekki nema í tiltölu- lega skamman tíma. Það er ekki hægt að reka kúabú í þéttbýli. Það kom til greina að sonur okkar tæki við búskapnum en af því varð nú ekki. — Þótti þér það miður? — Nei, alls ekki. Ég óskaði þess ekki, þótt hann og konan hans hefðu verið fullfær um að reka bú- ið. Það er erfitt að vera bóndi. Þannig vildi það til að við hættum að reka búið og ég sé ekkert eftir því. Það var ekki af neinni hug- sjón eða ástæðu að ég varð bóndi. Það bara æxlaðist þannig. — En þið hafið auðgazt á bú- skapnum? — Ja, hvað er ríkidæmi? Það má segja að við séum í góðum efnum. Við höfum allt sem við þurfum á að halda. Við höfum alltaf farið vel með án þess að þurfa að spara við okkur. Við erum hvorki þurfta- frek né eyðslusöm. Við reykjum ekki og drekkum lítið brennivín. Það hefur sitt að segja. Nú á síðari árum höfum við látið það eftir okkur að ferðast. Við höfum farið til ísraels, Kanada og Mið-Evrópu. Þetta var ekki hægt á meðan við vorum með búskap. Það var engin leið. Kom ekki til greina. Það var til dæmis eiginlega útilokað að við værum bæði að heiman um næt- ursakir. Sveitabúskapur býður ekki upp á það. Þótt miklar væru framfarirnar í minni búskapartíð breyttist það þó ekki að skepnun- um þurfti að sinna kvölds og morgna sjö daga vikunnar. Og það á ekki eftir að breytast þótt allt annað breytist. En það er öðruvísi lífið í sveitunum nú en þegar ég var að alast upp í Fáskrúðsfirði. Þegar ekki voru útiverkin þá þeytti móðir mín rokkinn og faðir minn óf. Hann var góður vefari og vefnaður var karlmannsverk hér áður fyrr. — Var stórt heimili í Tungu? — Já, við vorum fjórtán systk- inin og bættust fjögur börn við. Það vildi þannig til að föðursystir mín sem átti sjö börn missti manninn sinn í sjóinn. Eitt barnið hafði reyndar verið hjá okkur frá því á fyrsta ári en nú bættust þrjú í hópinn þannig að foreldrar mínir ólu upp átján börn. Þar að auki var vinnufólkið, aðallega vinnu- konur. Það segir sig sjálft að ein manneskja sem alltaf var að ganga með og ala börn komst ekki yfir að sinna þeim öllum eins og þurfti. Þess vegna gekk þetta þannig að þegar nýtt barn kom í heiminn var það næstyngsta sett upp í hjá vinnukonunni, sem síðan sá um það að mestu leyti og gekk því eiginlega í móðurstað. Mín önnur móðir hét Björg og ég kall- aði hana alltaf Böggu mína. Hún fór frá okkur þegar ég var þriggja ára. Þá man ég fyrst eftir mér. — Sástu eftir henni? — Ekki svo að það skildi eftir sig varanleg spor. En ég hafði spurt hana hvert hún væri að fara og hún hafði svarað því til að hún ætlaði að skoða veröldina. Þegar hún var að tygja sig fór hún á næsta bæ að kveðja og tók mig með sér. Þegar við vorum komin langleiðina og sáum þangað heim á ég að hafa sagt: „Er þetta þá veröldin." Ég hafði aldrei farið neitt að heiman og hafði ekki hugboð um að eitthvað væri til sem héti veröld. — Foreldrar mínir voru alltaf vel bjargálna. Þau voru rík af krökkum, kjarki og dugnaði. Bæði voru þau framfarasinnuð, móðir mín þó ívið meira. Hann var íhaldssamari. Hún hafði alltaf auraráð. Þá mjólk sem ekki þurfti að nota til heimilisins tók hún frá og seldi. Hún var líka mikil tó- vinnukona og mátti taka frá þá ull sem hún komst yfir að vinna úr. Því sem hún aflaði með þessum hætti hélt hún aðskildu frá fjár- hag heimilisins og hún átti alltaf peninga. Þegar við fengum fyrstu kerruna var það hún sem lagði út fyrir henni. Ánnað dæmi um for- sjálnina er það að framan af var húsakostur í Tungu engan veginn fullnægjandi fyrir þetta stóra heimili. Svo kom að því að byggt var íbúðarhús. Um haustið var faðir minn skuldlaus. Hann fór sem sé ekki að byggja fyrr en hann hafði eignazt þá peninga sem til þurfti. — Hvað segirðu um pólitíkina hjá okkur? — Mér lízt ekki nógu vel á hana. Ég hef alltaf verið sjálfstæðis- maður og sama er að segja um allt mitt fólk. Það mætti leita lengi að einhverjum í þeim hópi sem væri það ekki. En mér finnst þessir al- þingismenn okkar ekki nógu heið- arlegir, — ekki nógu heilsteyptir. Mér finnst þeir hugsa of mikið um sjálfa sig og taka persónulega hagsmuni sína fram yfir mikil- vægari hagsmuni. Þeir kjósa hvern annan til að sjá um hvert viðvik sem borgað er fyrir. Það er ekki mikill áhugi á valddreifingu á þeim bæ. Taktu nefndir og ráð, til dæmis bankaráð. Ef Alþingi ætti að kjósa hundahreinsunarmenn þá kæmi mér ekki á óvart þótt þeir yrðu úr hópi alþingismanna, ef einhverjir aurar væru í boði. — Ég er óánægður með Sjálf- stæðisflokkinn núna. Að mínu mati nær það engri átt að Þor- steinn Pálsson skuli vera utan rík- isstjórnar. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins. Mér er engin launung á því að ég kaus á sínum tíma Friðrik Sophusson þegar kosið var á milli þeirra Þorsteins á landsfundi. Ég er samt fullkom- lega ánægður með Þorstein sem formann enda virðist samstarf þeirra Friðriks með ágætum. En formaður flokksins á að vera ráð- herra þegar flokkurinn er í ríkis- stjórn. Það er ómögulegt að vera húsbóndi á heimilinu ef aðrir eiga að ráða. Ég vildi ekki lifa við það. Sjálfstæðisflokkurinn setur ofan með því að hafa þennan hátt á og það er áreiðanlega ekki í samræmi við vilja fólksins að það sé gert. — Þú hefur starfað mikið að fé- lagsmálum — verið hreppstjóri, umboðsmaður Brunabótafélags Is- lands, í stjórnarnefnd Laxeldis- stöðvarinnar í Kollafirði, stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur og virkur í Stéttarfélagi bænda, auk þess að vera i sóknarnefnd áratug- um saman. — Hvað hefur þér þótt skemmtilegast? Heldurðu að þú hefði kannski viljað að ævistarfið tengdist einhverju slíku fremur en búskapnum? — Það er ég ekki viss um. Fé- lagsstörfin komu einhvern veginn af sjálfu sér og búskapurinn líka. En ég skal segja þér hvað hefur veitt mér mesta ánægju um dag- ana. Það var að ala upp börnin mín og næstskemmtilegast var að rækta jörðina. r v Morgunbl»fti9/Ævar. Júpíter dreginn til Reykjavíkur EINS og kunnugt er urðu miklar skemmdir á loðnu- bryggjunni á Eskifirði og horfír á þegar dráttarbátur bátnum Júpíter þegar eldur kom upp í honumþar sem leggur af stað með Júpíter í togi til Reykjavíkur á hann var að landa loðnu í Eskifjarðarhöfn. A mynd- þriðjudag. Búist er við að viðgerð skipsins taki að inni stendur Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri og út- minnsta kosti mánuð. gerðarmaður Júpíters, ásamt eiginkonu sinni, á SÉRSTÖK LÁN VEGIMA GREIÐSLUERRÐLEIKA Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að settur verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið, að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum lán vegna greiðsluerfiðleika. í framhaldi afþví er Húsnæðisstofnun ríkisins að láta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða til afhendingar frá og með 19. febrúar 1985 í stofnuninni og í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstfg I. Verða þau þá jafnframt póstlögð til lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa til afhendingar þar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir I.Júní 1985. Þeir einir eru iánshæfir sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins á tímabilinu frá l.janúar 1980 tií.31. desember 1984 tilað byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Tímamörkskulu miðuð við lánveitingu en ekki hvenær lán er hafíð. RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem eiga í greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf 19. febrúar næstkomandi. Símaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður í síma 28500 á milli kl. 8.00 og 10.00 f.h. alla virka daga. Að öðru leyti vfsast til fréttatilkynningar Húsnæðis- stofnunarinnar, sem send hefur verið fjölmiðlum. HúsnæÖisstofnun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.