Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. „Þar sem kirkjan hefur ekki hlutverk“ Mikill meirihluti þjóða og mannkyns nýtur ekki lýð- ræðis né þegnréttinda; býr við einhvers konar alræði og harð- stjórn. Og mannfellir vegna næringarskorts, sem heyrði til íslands sögu fyrr á tíð, er við- blasandi staðreynd víða í þriðja heiminum. Fá ríki eru verr stödd í þessu efni en Eþíópía. Orsakir vandans eru margþættar: þurrkar, al- menn fáfræði sem er hemill á sjálfsbjörg, borgarastyrjöld, en ekki sízt marxísk-lenínísk þjóð- félagsgerð. Hjálparstofnun þjóðkirkjunn- ar og Rauði kross íslands standa að víðtæku hjálparstarfi í Eþíópíu. Þetta hjálparstarf er tvíþætt. í fyrsta lagi neyðar- hjálp, sem lýtur að matargjöf og heilbrigðisþjónustu. I annan stað hjálp til sjálfshjálpar. Blaðamaður Morgunblaðsins var nýlega á ferð um Eþíópíu. Hann hitti meðal annarra ís- lenzk kristniboðshjón suður í Konsó. Hann spyr þau um starfsskilyrði í landi marxískrar herstjórnar. Svarið var á þessa leið: „Auðvitað veldur það ákveðn- um vanda aö stjórnin í landinu er marxísk-lenínísk og hefur að yfirlýstu markmiði að koma á hörðum sósíalisma þar sem kirkjan hefur ekki hlutverk. Það er ljóst að starfsaðstaða kirkj- unnar þrengizt og hún hefur ver- ið að þrengjast eftir byltinguna. Kirkjum hér hefur verið lokað og kristnir menn ofsóttir síðustu árin og eru enn þann dag í dag ... Yfirvöldin vilja helzt að kirkja sinni eingöngu almennum hjálpar- og mannúðarmálum en ekki boðuninni, sem þó er frum- köllun kirkjunnar. Fagnaðarer- indið er ekki aðeins boðaö í orði heldur einnig í verki með því að hjálpa þeim, sem minna mega sín og líkna þeim sem líða.“ Þetta viðtal er einkar lær- dómsríkt. Það lýsir í senn sárri neyð og þjóðfélagsgerð, sem lýt- ur marxískri herstjórn og skrif- ræði. Síðast en ekki sízt lýsir það afarkostum, sem marxísk stjórnvöld búa kristnu safnaðar- og hjálparstarfi. „Kristnir menn eru ofsóttir." „Starfsaðstaða kirkjunnar þrengizt.“ „Kirkjum hér hefur verið lokað.“ „Mark- miðið er að koma á hörðum sósí- alisma þar sem kirkjan hefur ekki hlutverk.“ Það er víðar en í Póllandi sem kirkjan á undir högg að sækja. Mikill meirihluti þjóða og mannkyns býr ekki við lýðræði og mannréttindi. Vestrænt lýð- ræði er raunar í varnarstöðu í veröldinni. Varnarsamstarf lýð- ræðisríkja hefur tryggt frið í okkar heimshluta í fjörutíu ár. Á sama tíma hafa verið háð meir en 150 staðbundin stríð annars staðar í veröldinni, sem deytt hafa fleiri menn en heimsstyrj- öldin síðari, svo grimm sem hún þó yar, ptríða geysa enn í dag. Nefna má innrás Sov- étríkjanna í Afganistan, sem var hlutlaust ríki „utan hernaðar- bandalags". Innrás Víet-Nam í Kambódíu, eins kommúnistarík- is í annað, talar og til okkar eft- irtektarverða lexíu. Róttæk þjóðfélagsöfl ganga gjarnan fram með friðarorð á vörum. Það friðartal nær þó hvorki til styrjalda, sem háð er undir merkjum sósíalisma né friðar í eigin þjóðarbúskap. Þeir sem berjast fyrir þjóðfélagi þar sem „kirkjan hefur ekki hlut- verk" halda greinilega að friður sé aðeins innantómt og áróðurs- tæknilegt orð. NT klórar í bakkann Eftir að Morgunblaðið hafði tvisvar skorað á NT að finna þeirri staðhæfingu sinni stað, að Morgunblaðið hafi verið með “kommúnistaásakanir" í garð dr. Gunnars Kristjánsson- ar, sóknarprests, birtist heil for- ystugrein í NT í gær undir fyrir- sögninni „Kommúnistaásakanir Morgunblaðsins". Er langt síðan sést hefur á einum stað jafn mikið innan- tómt slagorðasafn um Morgun- blaðið, áhrif þess og stefnu. At- hyglisverðast við þessa forystu- grein er, að NT getur ekki fundið þeim orðum sinum stað, að Morgunblaðið hafi verið með „kommúnistaásakanir" í garð Gunnars Kristjánssonar. Til að klóra í bakkann hefur NT leitað með logandi ljósi í greinum eftir dr. Arnór Hanni- balsson, sem hér birtust í sept- ember sl., án þess þó að finna það sem að var leitað, hvað þá heldur að NT geti með nokkrum rökum fært skoðanir Arnórs yfir á Morgunblaðið. í lok þessa orðavaðals klykkir NT út með þessu: „Þetta er grófasta dæmið um kommúnistaásakanir Mbl. ...“ Það er greinilegt að leiðara- höfundur NT les Morgunblaðið eins og óvinurinn hina helgu bók. Sigur gegn Olympíu- meisturum Islendingar unnu sinn fyrsta sigur gegn Júgóslövum í handknattleik í fyrrakvöld, 20 mörk gegn 13. Þetta var stór stund, sætur sigur, sem þakka verður frábæru liði og einstök- um þjálfara, Pólverjanum Bogd- an Kowalczyk. Morgunblaðið þakkar liði og þjálfara frábært afrek i nafni allra landsmanna og hvetur til almenns stuðnings við íslenzkan Umsjónarmaður Gísli Jónsson 275. þáttur Þegar ég svaraði bréfi Þór- unnar Guðmundsdóttur, ekki alls fyrir löngu, var ekki trútt um að ég sveipaði mig nokkr- um lærdómsreyk á köflum. Af þessu hafði ég lítils háttar samviskubit, og er þeim mun fegnari bréfi Odds Sigurðsson- ar í Reykjavík, því sem fer hér á eftir: ★ „Kæri Gísli! Orð þín um sprungusveim í síðasta þætti ísíensks máls í Morgunblaðinu (26. jan. 1985) fengu mig til að rita þessar línur. Þar er vitnað í Orðabók Menningarsjóðs þar sem sprungusveimi er lýst að lík- indum að ráði jarðfræðinga. Að vonum færð þú mig ekki til að gagnrýna orðasmíð þeirra enda þarf til þekkingu á mál- inu. En málið, sem þarf að þekkja, er bæði jarðfræði og íslenska. Jarðfræði má læra í ýmsum skólum og jafnvel með sjálfsnámi, sem mörg dæmi eru til um hér á landi, en móðurmálið verður að hafa á tilfinningunni sem er meira um vert en hvers kyns nám. Auðvitað hafa ekki allir sömu tilfinninguna og hefur það bæði kosti og galla í för með sér. Því miður hefur ekkert fag- orðasafn í jarðfræði hlotið umfjöllun og viðurkenningu sem er þó hverri vísindagrein nauðsynlegt. Er það til veru- legs baga fyrir alla sem um fræðin fjalla. Þar er því fátt um vel skilgreind fræðiheiti. Ný slík hafa læðst inn í grein- ar og bækur og unnið sér hefð, sum að verðleikum en önnur miður heppileg. í meðfylgjandi bréfi til ritstjóra Náttúrufræð- ingsins lýsi ég áliti mínu á ofangreindu fræðiheiti. Álit mitt þarf að sjálfsögðu ekki að vera hótinu betra en þeirra fræðimanna sem nota það og líkar vel, en þar skilur á milli hvað varðar tilfinningu fyrir málinu. Ég læt fljóta með það sem einn samstarfsmanna minna hefur tekið saman um fræði- heiti á því sem á ensku er nefnt „fissure swarm" og kennir þar ýmissa grasa. Með þökk fyrir þættina þína um fslenskt mál.“ ★ Þetta var bréf Odds Sigurðs- sonar til mín. Það sem hann lætur fljóta með, er um sinn geymt, en bréf hans til Nátt- úrufræðingsins birtist hér í heilu lagi (Nfr. 1983, bls. 144): „Sprungur á sveimi. Mig langar til að vekja máls á nýyrði í íslenskri jarðfræði- umfjöllun. Væri óskandi að aðrir tækju undir og þá yrði skipst á skoðunum um mörg önnur orð og fræðiheiti, enda af nógu að taka. Margt er það í náttúrunni sem erfitt er að lýsa með orð- um. Til þess eru myndir oft betur fallnar, a.m.k. til skýr- ingar með textanum. Engu að síður verður ekki komist hjá að fjalla um algeng fyrirbrigði í ræðu og riti og ríður þá á að vel takist til um orðaval og ný- yrði. Eitt er það orð, sem hefur verið ofarlega á baugi í jarð- fræðirannsóknum undanfarin ár, en ég get ekki fellt mig við og ég veit að svo er einnig um ýmsa aðra. Það er sprungu- sveimur. Þessu orði er ætlað að lýsa kerfi sprungna sem er allt að því aðskiljanlegur hluti megineldstöðva. Þetta sprungukerfi er reglulegt, mjótt og langt belti, knippi eða vöndur lóðréttra sprungna og eru þær nær allar samsíða, eða því sem næst. Sprungurnar smjúga eldstöðina, eða segja má að eldstöðin, sem er yfir- leitt vænt kýli á landinu, knippi sprungurnar saman. Til dæmis er tilsvarandi sprungu- belti Kröflueldstöðvarinnar tæplega 100 km langt en víðast innan við 6 km breitt. í mörgum megineldstöðvum er einnig kerfi bog- eða hring- laga sprungna, sem tengjast sigkatli þar sem hann mynd- ast. Þessi tvennskonar kerfi þarf að aðgreina enda eru þau ólík aö eðli og útliti. Orðið sveimur hefur ótví- ræða merkingu óreglu, að því er mér finnst, sbr. flugnasveim- ur, sveimhugi og sögnin að sveima. Þó getur það nálgast að vera regluleg hvirfing. Þess vegna finnst mér fjarri lagi að hægt sé að lýsa ofangreindu sprungukerfi, sem er langt og mjótt og hefur ákveðna stefnu, með orðinu sprungusveimur. Má hæglega komast hjá því að nota eitt ákveðið orð með því að lýsa kerfisbundnum sprungum í almennu orðalagi þar til vel viðeigandi orð kem- ur fram. Sjálfur hef ég notað sprungubelti í skrifum um fyrirbærið, en það var að sumu leyti fremur lýsing en heiti. Sprungubelti finnst mér þó vel koma til greina sem fræðiheiti. Hvað hringsprungunum við- víkur má kalla þær sprungu- hvirfingu eða sprunguhverfi. Síðara orðið notar Árni Böðv- arsson í Árbók Ferðafélags ís- lands 1976 (bls. 19), án þess að skilgreina það nákvæmlega." ★ Ekki linnir fréttum af bisk- upseistanu. Ársæll Pálsson í Hafnarfirði segir svo: „Herra Gísli Jónsson. Ég vil þakka þér hina ágætu þætti í Morgunblaðinu „ís- lenskt mál“. I þætti nr. 270, Mbl. 12. jan. sl., ferð þú orðum um bréf, er berst frá Hafnar- firði, þar sem fjallað er um vöðva á útlimi kinda, og kall- ast biskupseista. Ég var orðinn um fertugt, þegar ég heyrði þetta orð í fyrsta sinn. Það var um borð í togara, jafnaldri minn, vél- stjóri þar um borð, viðhafði þetta orð, eitt sinn er kjöt var á borðum. Hann var sunnan og þingeyskrar ættar, kom suður sextán eða sautján ára gamall. Umræddur vöðvi er aftari vöðvi á bóglegg. Lögun vöðv- ans á góðu falli svipar til lambhrútseista. Nafngiftin? Ekki veit ég hvaðan hún er upprunnin, ætli fyrri tíðar vinnuhjú á biskupsstóli eigi ekki krógann? Ég óska Gísla Jónssyni alls góðs á komandi tímum, bestu kveðjur." Umsjónarmaður þakkar Ár- sæli fróðleik og góðar óskir. Fer nú senn að verða tímabært að draga saman dæmin um biskupseistað og reyna að svara nánar einhverjum þeim spurn- ingum um orðið, sem í upphafi voru settar fram. * Úr sjónvarpsfréttum: 1) „Mik- ið af búnaði skipsins er enn óskemmdur." Hér þykir um- sjónarmanni að orðið mikið ætti að ráða kyni sagnfyll- ingarinnar, svo að segja bæri: Mikið af búnaði skipsins er enn óskemmt. 2) „Þeir lápu dauðann úr skel." Sögnin að lepja er veik í málvitund umsjónarmanns. Því hefði átt að segja: Þeir löptu dauðann úr skel. 3) „Bandalag jafnaðar- manna hafa kosið sér ..." Bandalag er eintala, og því þykir umsjónarmanni að rétt hefði verið: Bandalag jafnað- armanna hefur kosið sér o.s.frv. ★ í útvarpsþætti á dögunum mátti heyra orðið orðstír beygt eins og mannanöfn þau sem samsett eru af -týr. Ekki telst það vera rétt mál. í orðinu orðstír er hljóðið r stofnlægt sem kallað er. Það kemur þá fyrir í öllum föllum, enda beygist orðið: orðstír (í fornu máli orðstírr) um orðstír, frá orðstír, til orðstírs. Menn geta sér góðan orðstír og eiga góðum orðstír að fagna. ★ Auk þess legg ég til að orð- skrípinu RÚVAK verði rýmt út úr málinu. Hvernig þætti mönnum RÚVRE fyrir Ríkis- útvarpið Reykjavík, eða Út- varp Reykjavík? Einnig legg ég til að fyrir orðið studio komi upptaka. Verknaðarnöfn fá stundum staðarlega merkingu. Við gæt- um svo sagt: Þetta er Útvarp Akureyri. Við erum stödd í upptöku eitt, o.s.frv. „Ég er gull og ger- semi“ til Færeyja Norðurlandaleikhúsið í Færeyjum hefur boðið Leikfélagi Akureyrar að sýna þar leikrit Sveins Einarssonar, „Ég er gull og gersemi". Sýningar eru áætlaðir í l>órshöfn 20. og 21. mars. Leikritið ber nafn eftir vísu listamannsins og flakkarans Sölva Helgasonar: Ég er gull og gersemi, giinsteinn elskuríkur. ÉK er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur. Leikurinn byggir að hluta á skáldsögu Davíðs Stefánssonar, „Sólon Islandus“, sem fjallar um ævi Sölva. í leiknum eru kvæði eftir Davíð sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið sönglög við. Síðasta sýning á Akureyri verð- .uríkv^^^ t, . Theodor Júlíusson í hlutverki Sölva Helgasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.