Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR1985 Hjónin i Blikastöóum, Sigsteinn Pálsson og Helga Ragnarsdóttir. Morjfunblaftið/Árni Sœbers Bjarna á Reykjum í fjögur ár. Það var gott að taka við búi af Magn- úsi Þorlákssyni tengdaföður mín- um, bróður Jóns Þorlákssonar og þeirra systkina. Hann stóð fyrir miklum ræktunarbótum hér og jörðin var vel hýst en um það leyti sem við tókum við var ljóst að nauðsynlegt væri að bæta húsa- kostinn til að fylgjast með tíman- um og það gerðum við nokkrum árum síðar. — En nú er enginn búskapur á Blikastöðum lengur? — Ekki svo heitið geti. Við hættum árið 1971 og seldum allar kýrnar sem voru um sextíu tals- ins. — Sáuð þið eftir skepnunum? — Já, ekki var laust við að það væri sárt að skiljast við þær, segir Sigsteinn. — En við gættum þess að engin þeirra færi ein á nýjan stað, segir Helga — Það gátum við ekki hugs- að okkur. Sumar fóru tvær og tvær saman, en aðrar voru margar í hópi. — Hvernig nýtið þið þá jörðina? — Við heyjum að sjálfsögðu túnin. Tengdadóttir okkar sér nú aðallega um það. Svo leigjum við gamla íbúðarhúsið og fjósið einn- ig. Þar er rekið hænsnabú. Samt hef ég alltaf nóg að gera. Ég er með nokkrar kindur og nokkuð af hrossum fyrir fjölskylduna. — Farið þið enn á bak? — Ég geri bað, segir Sigsteinn, — en Helga er hætt því að mestu. Við höfum alltaf verið mikið fyrir hesta bessari fjölskyldu og barnabörnin eru engin undantekn- ing. Það er nóg fyrir mig að gera hérna þótt manni þyki ekki aka því að kalla þetta búskap. Það er alltaf eitthvað sem þarf að dytta Nigsteinn Pálsson. mikið, segir Sigsteinn. — I mörg ár unnum við á við einn og hálfan og stundum á við tvo, hvort um sig, og það er of mikið. Við vorum með stórt bú og bæði mikið í fé- lagsstörfum. Helga var 4 ár oddviti hér í sveitinni og ég var hreppstjóri í næstum 20 ár. Hún stóð yfirleitt með sleifina í ann- arri hendi og blýantinn í hinni, fyrir utan allt annað sem hún hafði að gera. — Hvað hafið þið búið lengi á Blikastöðum? — Helga er búin að vera hér frá tveggja ára aldri, segir Sigsteinn. Við tókum við búinu af föður hennar 1942. Ég er fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði og var þar lengi við bú foreldra minna. Einn vetur var ég á Hólum, en áður en ég kom að Blikastöðum var ég ráðsmaður hjá Guðmundi og — Aldur? Þetta er enginn aldur — ekki nú orðið, segir Sigsteinn Pálsson á Blikastöðum sem er átt- ræður í dag. Svo er nú öllum framförunum og batn- andi hag fyrir að þakka. Hér áður fyrr hefðir þú ekki hitt marga áttræða karla eins hressa og nú er orðið töluvert algengt. Ég finn lítinn mun á mér nú samanborið við það þegar ég var upp á mitt bezta. Það er helzt að viðbrögðin séu ekki eins snörp. Það er líka langlífi og gott heilsufar í minni ætt. Lang- afi minn varð t.d. 100 ára og faðir minn 97 ára. Langafi varð blindur en svo fékk hann sjónina aftur og núna sé ég betur en ég gerði fyrir nokkrum árum. Eg uppgötvaði það þegar ég var í messu hér uppi á Lágafelli. Árum saman hafði ég ekki borið það við að lesa án gleraugna en í þetta skipti hafði ég gleymt þeim heima. Þá tók ég eftir því að ég gat bara lesið á sálmabókina eins og ekkert væri. Það má sjálfsagt segja að maður beri það með sér að lífið hefur farið vel með mann. Og lífið fer vel með þá sem mis- nota það ekki. Það er mín skoðun. Það er hægt að eyðileggja það eins og annað, hvort sem það er gert með eiturlyfjum eða einhverju öðru. Og það er mín niðurstaða að heimurinn fari batnandi, þrátt fyrir alla svartsýnina sem virðist vera ríkjandi. Ég hef yfirsýn og góða aðstöðu til að gera saman- burð. Lífið í þessu landi er svo gjörólíkt því sem var þegar ég man fyrst eftir. Það leikur enginn vafi á því að það er margfalt betra líf, almennt séð, en þá var. Hvað sjálfan mig áhrærir þá má kannski halda því fram að ég geti trútt um talað. Mín leið hefur svo sannarlega ekki verið grýtt. Það hefur verið slétt og fellt. Ég hef aldrei orðið fyrir neinum áföllum. Lánið hefur leikið við mig og eitt hefur leitt af öðru og orðið til blessunar. Þegar ég lít yfir farinn veg þá finnst mér að ég hafi ekki orðið fyrir neinu misjöfnu nema því helzt að missa foreldra mína. En það er lífsins gangur og ekkert við því að segja. — Langlífi í ættinni, segirðu Hvernig litist þér á að verða 100 ára, ef það ætti nú fyrir þér að liggja? — Mig langar ekki til þess. Nei, það held ég ekki. Maður hugsar bara um að fá að verða samferða sem lengst í þessari vegferð, segir hann og lítur til Helgu konu sinnar. — Þvi ræður enginn, segir hún. — Nei, en maður getur óskað sér, segir hann og hún fellst strax á það. —Við höfum alltaf verið að fær- ast nær hvort öðru, segir hún, sér- staklega eftir að við fluttumst í þetta hús og höfðum betra næði. Áður var alltaf svo margt fólk í kringum okkur og mikið um að vera. Þessi tíu ár sem við höfum búið hér hefur annríkið ekki verið eins mikið og við höfum haft betri tíma til að sinna sjálfum okkur og fjölskyldunni. — Kannski höfum við unnið of Sigsteinn á Blikastöðum: „Lífið fer re þá sem misn það ekki“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.