Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Skíðaskálinn í Hveradölum. Ekkí er flas til fagnaðar — eftir Gerði Steinþórsdóttur Á dagskrá síðasta fundar borg- arstjórnar lágu fyrir tvær ólíkar tillögur um Skíðaskálann í Hvera- dölum. Önnur um sölu skálans og fylgdu henni drög að kaupsamn- ingi, hin tillagan var um friðun Skíðaskálans. Báðum tillögunum var frestað til næsta fundar, 21. febrúar. Þetta mál hefur þróast hratt og hljótt verið um það. Til marks um það má nefna að borgarfulltrúar fengu enga vitneskju um mikla viðbyggingu við skálann fyrr en í desember, og aðilar sem eiga að láta sig málið varða eins og hús- friðunarnefnd vegna varðveislu- gildis skálans og Skíðasamband Islands vegna sögu hans vissu ekkert hvað hér var á seyði fyrr en fyrir nokkrum dögum. Hér þarf því að taka til hendi ef hindra á slys. Byggt í leyfisleysi Forsaga málsins er að fyrir rúmu ári gerði Reykjavíkurborg kaupleigusamning við Carl J. Jo- hansen, eiganda Veislumiðstöðv- arinnar hf., um Skíðaskálann í Hveradölum. Var samningurinn til fimm ára, en að þeim tíma liðn- um gat Reykjavíkurborg ákveðið hvort hún vildi halda skálanum eða selja hann leigutaka. Það var von mín þá að afstaða borgaryf- irvalda breyttist á þeim árum sem í hönd færu og augu þeirra myndu opnast fyrir hinum stórkostlegu möguleikum til útivistar og sögu- legu gildi skálans. Dregur nú til tíðinda. Á fyrri fundi borgarstjórnar í desember sl. lá fyrir að leigutaki hafði hafið framkvæmdir við mikla viðbygg- ingu, glerskála, fyrir framan Skíðaskálann, án þess að láta svo lítið að greina borgaryfirvöldum, eiganda skálans, frá þeim. Af um- sögn aðstoðarborgarverkfræðings, Stefáns Hermannssonar, dags. 29. nóvember, mátti sjá að ýmsu var ábótavant við framkvæmd verks- ins, svo ekki sé dýpra í árinni tek- ið. Ekki hafði verið hirt um að fá arkitekt til að teikna viðbygging- una, sem er stórámælisvert þegar um gamla og sérstæða byggingu er að ræða, burðarþolsteikningar höfðu ekki verið gerðar, gcunn- mynd vantaði svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdu leyfi eða sam- þykki ýmissa aðila, sem ekki var hirt um að afla. Engu var líkara en hvorki lög né reglur giltu um Skíðaskálann að mati leigutaka. Hér er um að ræða 184 m2 gler- hús. Ástæðuna fyrir byggingunni segir leigutaki vera að nánast eng- in aðstaða sé fyrir skíðafólk i Skíðaskálanum eftir að húsakynni þar voru endurbætt, en fólk geti verið á skíðaklossum í glerskálan- um, snætt nesti eða keypt veit- ingar. Hins vegar kemur fram í bréfi frá leitutaka (dags. 27. nóv. ’84), að honum finnist ekki sjálf- gefið að glerskálinn standi til frambúðar því hann segir: „Gler- skálinn verður úr tré og tiltölulega auðvelt á að vera að fjarlægja hann sé það vilji þeirra sem húsum ráða í Skíðaskálanum í Hveradölum" og „ef og/þegar skálinn yrði tekinn niður þá er svæði það sem hann var reistur yfir ágætis útiveit- ingastaður, þá þegar til þess viðr- ar.“ Aðstoðarborgarverkfræðingur segir m.a. í umsögn sinni: „Undir- ritaður telur að byggja megi við húsið til endanna svo vel fari ef tekið er tillit til upprunalegrar gerðar þess, sem þykir merkileg. Glerhúsið orkar tvímælis í þessu tilliti, en þjónar vel tilgangi sínum eins og fram kom í erindinu. Betur hefði farið á þvi að það hefði verið mjórra, en grunnflötur þess nú er stærri en skálans sjálfs. Vegna breytinga á aðalhæð og útbygg- ingu verður útlit austurgafls slæmt, og vafasamt er að teikna ekki frekari viðbyggingar, ef þær eru fyrirhugaðar, áður en lengra er haldið.“ Ekki eru þetta mikil meðmæli með framkvæmdinni. En verk- fræðingurinn treysti sér ekki til að mæla gegn þessari smekkleysu: „Þar sem mikill kostnaður myndi verða af því að breyta glerskálan- um öllum er lagt til að borgarráð samþykki fyrir sitt leyti að skál- inn verði eins og búið er að byggja hann meðfram vesturhlið aðal- hússins, en að honum verði breytt í suðurenda og breytingaáform á gafli og útbyggingu endurskoðað- ar m.a. með tilliti til hugsanlegrar stækkunar síðar. Verði sú breyt- ing gerð skv. teikningum arkitekts sem borgarstjóri samþykkir." Svo fór að meirihluti borgarráðs og borgarstjórnar samþykkti þessa umsögn. En leigutakinn hefur ekki látið segjast heldur haldið sínu striki heimildarlaust. Fridun Skíöaskálans Eftir umræðuna í borgarstjórn í desember hef ég hugleitt hvað gæti orðið þessari merku bygg- ingu til bjargar og rætt það við fjölmarga aðila. Aðeins eitt virðist geta tryggt það að skálinn haldi upprunalegu svipmóti sínu og er það friðunarákvæði eða ígildi þess, sem tæki til ytra borðs húss- ins, og er því tillaga þess efnis flutt af okkur borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. Rétt er að fram komi að hér er ekki um neina nýja uppgötvun að ræða. Skíða- skálinn í Hveradölum hefur lengi verið á skrá hjá byggingadeild borgarinnar yfir hús sem hafa sérstakt varðveislugildi. Það var Skíðafélag Reykjavíkur sem reisti Skíðaskálann árið 1935 og á hann því hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Skálinn var hvað allan aðbún- að snerti með þeim allra bestu á Norðurlöndum. Hér var hann fyrsta myndarlega framtakið á sviði skíðaíþróttarinnar og mark- aði tímamót. Efniviður var keypt- ur í Noregi, ásamt húsgögnum í skíðaskálastíl, en kjallari og þak er íslenskt. Formaður húsfriðun- Gerður Steinþórsdóttir „A þessari stundu er ég ekki tilbúin til að sætta mig við að Skíðaskálinn í Hveradölum verði seldur. En komi til þess verður að gera það að skilyrði í kaupsamningi að Skíðaskálinn haldi upprunalegu svipmóti sínu, og engar fram- kvæmdir verði leyfðar þar án samþykkis hús- friðunarnefndar.“ arnefndar, Þór Magnússon, orðaði það svo að Skíðaskálinn væri í rómantískum, norskum staf- kirkjustíl. Bygging þessi er ein- stök hér á landi. Það væri mikið glapræði og skammsýni að varð- veita hann ekki. B-friðun nær til ytra borðs húss eins og komið hefur fram. Skv. lögum má friða hús eða húshluta sem hafa sögulegt eða listrænt gildi. Hvort tveggja hefur Skíða- skálinn í Hveradölum. Friðun kemur þó ekki í veg fyrir að eig- andi eignar geti ráðist i fram- kvæmdir, en hann þarf hins vegar leyfi húsfriðunarnefndar og lýsa nákvæmlega fyrirhuguðum fram- kvæmdum og láta uppdrátt fylgja. Sala Skíðaskálans í ræðu sinni við framlagningu fjárhagsáætlunar 17. janúar sl. vék borgarstjóri að Skíðaskálan- um í Hveradölum og sagði að til álita kæmi að selja hann. Og htut- irnir geta gerst fljótt á þeim bæ ef svo býður við. En ekki er flas til fagnaðar. Ástæðan fyrir sölu nú kemur fram í bréfi Björns Friðfinnssonar, for- stöðumanns lögfræði- og stjórn- sýsludeildar borgarinnar, dags. 28. janúar, sem fylgir kaupsamningi og minnisblaði um mat á Skiða- skálanum: Leigutaki hefur verið mjög athafnasamur og varið miklu fé til endurbóta á húsinu, hann vantar lán og hefur í því sambandi leitað eftir veðheimild á Skíðaskálanum, en verið tjáð að á því væru ýmsir vankantar. „í framhaldi af þeim umræðum hef- ur Carl leitað eftir að borgarsjóð- ur falli nú þegar frá kauprétti sín- um á endurbótum skálans og hann fái nú þegar að kaupa skálann með þeim kjörum sem um getur í leigu- samningnum frá 16.12. ’83.“ Sam- kvæmt kaupsamningnum verður Skíðaskálinn seldur á tombólu- prís. Skálinn er metinn á 2,2 m.kr. og skíðalyftan á 800 þús. kr. Alls eru eignir borgarinnar metnar á þrjár milljónir króna. Reiknað er með að greiðslur hefjist að fjórum árum liðnum og greiðist á 18 árum með verðtryggðu skuldabréfi. Samkvæmt þessu ætlar borgin að bjarga leigutakanum fyrir horn, sem hefur verið kappsamur en ekki sést fyrir. Skíðafélagi Reykja- víkur úthýst Eins og fram hefur komið var það Skíðafélag Reykjavíkur sem reisti Skíðaskálann. Á ýmsu hefur gengið með rekstur hans. Árið 1971 keypti Reykjavíkurborg skál- ann, en Skíðafélagið hafði aðstöðu þar. Ljóst er að borgaryfirvöld hafa ekki sýnt Skíðaskálanum þann áhuga og alúð sem þurft hefði, enda áhuginn beinst ein- göngu að uppbyggingu Bláfjalla- svæðisins. í leigusamningi sem Reykjavík- urborg gerði við leigutaka, Carl J. Johansen, segir í 7. grein: „Leigu- taka er kunnugt um áhuga Skíða- félags Reykjavíkur á rekstri skál- ans og á þeirri aðstöðu til skíða- iðkana, sem er í Hveradölum. Mun hann tryggja félaginu aðstöðu til stjórnar- og fundarstarfa í Skíða- skálanum, enda brjóti slík aðstaða ekki í bága við eðlilega og nauð- synlega notkun skálans hverju sinni.“ Eins og sjá má er þetta ákvæði ákaflega laust í reipunum. Á daginn hefur komið að ekki er óskað eftir samneyti við Skíðafé- lagið, enda miðast starfsemi skál- ans við annað nú. Skíðafélag Reykjavíkur sendir borgarráði bréf, dags. 23. október sl., og sagði farir sínar ekki slétt- ar: „Eftir að skálinn var leigður Carli J. Johansen, var félagið nán- ast algerlega svipt allri aðstöðu í skálanum. Kvað svo rammt að þessu að herbergi það sem félagið hafði haft til afnota var brotið upp og það notað sem svefnher- bergi fyrir starfsmenn leigutaka. Fjarlægðir voru ýmsir munir er þar voru geymdir og loks voru öll skjöl og munir félagsins sett á eld og brennd til kaldra kola.“ Stendur nú félagið í ströngu að fá 10 m2 bráðabirgðaskála á lóð Skíðaskálans í Hveradölum fyrir starfsemi sína, ekki síst vegna undirbúnings skíðamóta. Má fé- lagið muna fífil sinn fegri. Skíðasambandið mótmælir Stjórn Skíðasambands íslands hefur sent borgarráði bréf, dags. 7. febrúar, þar sem það mótmælir sölu skálans „sem verður að telj- ast afar óeðlileg". Bent er á að reksturinn á skálanum sé sam- bærilegur við rekstur og viðhald íþróttahúsa, íþróttavalla, sund- staða og æskulýðsheimila. Eðlilegt sé að skíðamenn hljóti samsvar- andi stuðning og iðkendur ann- arra íþrótta. „Við viljum eindregið óska eftir, að ekki verði gengið óheillaspor og sögustaður seldur" segir í lok bréfsins. Ennfremur er tíunduð merk saga skálans, en þar fór fram fyrsta skíðamót íslands. Komið er með þá hugmynd að koma upp skíðaminjasafni í skál- anum. Verði SkíÖaskálinn seldur Á þessari stundu er ég ekki til- búin til að sætta mig við að Skíða- skálinn í Hveradölum verði seld- ur. En komi til þess verður að gera það að skilyrði í kaupsamningi að Skíðaskálinn haldi upprunalegu svipmóti sínu, og engar fram- kvæmdir verði leyfðar þar án samþykkis húsfriðunarnefndar. Ennfremur er það sjálfsögð kurt- eisi, svo ekki sé meira sagt, að Skíðafélag Reykjavíkur fái aftur aðstöðu í Skíðaskálanum eða í ein- hverri þeirri viðbyggingu sem væntanlega yrði reist og tæki þá þátt í kostnaði. Að sjálfsögðu yrði eigandi að fjarlægja innan ákveð- ins tíma og á eigin kostnað gler- skálann sem nú veldur „umhverf- ismengun" eins og einn smekk- maður á hús orðaði það, enda hef- ur leigutakinn farið út í fram- kvæmdir án tilskilinna leyfa. Að lokum þetta: Við eigum ekki margar sýnilegar menjar um sögu okkar, en þó hefur áhugi okkar, smekkur og skilningur glæðst á undanförnum árum. Það ætti að vera okkur mikið metnaðarmál að varðveita eins og kostur er sögu- legar byggingar. Ein þeirra er Skíðaskálinn í Hveradölum, vagga skíðaíþróttar- innar i landinu sem almennings- íþróttar. Gerdur Steinþórsdóttir er borgar- fulltrúi Framsóknarflokks í Heykjarík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.