Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FKBRÚAR 1985 7 Vérd frá ^STTOÍKr^irgofuna LxBxH: 4,145x1,630x1,385m Gengi Yen 0,16228 -door Sedan 9 HONDA Á ÍSLANDi, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMAR 38772 — 39460. Krókaleiðir að sannleikanum Honda kynnir stóra smábílinn Hingaö til hefur aöeins veriö ein leiö til aö gera smábíl rumbetri — stækka hann Meö nýrri tækni hefur Honda tekist aö breyta hugtakinu „smábíll“ á undraveröan hátt. í raun er lausnin einföld: aö minnka þaö rými sem er fyrir vél og annan búnaö og auka sem því nemur viö farþega- og farangursrými. Ný og aflmikil vél, ný Sportec-fjöörun ásamt tannstangarstýri gerir Honda Civíc Sedan frábæran í akstri. Aldrei fyrr hefur fjölskyldubifreiö í þessum stæröarflokki veriö eins rúmgóö, þægileg og vönduö. Því má meö réttu kalla Honda Civic Sedan „nútíma bíl“. Tæknilegar upplýsingar: Þjóðleikhúsið sýnir Rashomon eftir Fay og Michael Kanin byggt i sög- um eftir Ryunosuke Akutagawa. Þýðing: Árni Ibsen Lýsing: Árni Baldvinsson Leikmynd og búningar: Svein Lund- Roland Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson Inntak þessa verks og boðskap- ur er í senn einfalt og þó stór sið- fræðileg spurning: Hvað er sann- leikurinn, hvar er hann og hvernig er hann. Og er yfirleitt einhver algildur sannleikur. Það er engin ný speki að velta þessu viðfangs- efni fyrir sér en það getur verið forvitnilegt og býður upp á ótal kosti því að sannleikurinn er af- stæður og einstaklingsbundinn og það skilar sér ágæta vel í Rashom- on, við höfum þann sannleik sem við búum okkur til, eða skynjum hverju sinni. Siðfræði Japana er okkur nátt- úrlega jafnframandi og tækju þarlendir upp á því að færa Egil heitinn Skallagrímsson upp á við hjá sér eftir þeim ámóta króka- leiðum og Rashomon fer til okkar. Þar með er ekki sagt að ég gagn- rýni í sjálfu sér valið á leikverkinu til sýningar hér, okkur er ekki nema hollt að horfa aðeins lengra en niður á eigin nafla jafnvel þótt þetta verk hljóti að höfða mjög misjafnlega sterkt til áhorfenda. Leikstjóra hlýtur að hafa verið töluverður vandi á höndum að skipa í hlutverk, einkum stiga- mannsins og eiginmannsins. Hlut- verk eiginmannsins er í höndum Arnórs Benjamínssonar og þótt hann skylmist fimlega fannst mér skorta á návist hans á sviðinu þeg- ar hann verður áhorfandi að niðurlægingu eiginkonunnar og ekki síður sinnar eigin, hefði í sér þann þunga og mátt sem reyndur leikari hefði getað ljáð því. Sama máli þótti mér gegna um Guðjón P. Pedersen, sem undi sér augljós- lega prýðilega á sviðinu en vantaði snerpu og vægi til að draga upp mynd af stigamanninum. Því ekki að fara þá leið að láta skyim- ingabræðurnar um þau atriði, en velja þjálfaðri leikara í hina þætti hlutverkanna. Stílfærsla af því tagi hefði gert sýninguna mátt- ugri, að mínum dómi. Sú leið leik- stjórans sem valin var þegar mið- illinn kemur til sögunnar tókst öldungis prýðilega, hvort tveggja var að mér fannst Birgitta Heide góð týpa og fim og að hugmynd leikstjórans þegar eiginmaðurinn talar *í gegnum hana skilaði sér með ágætum. Tinna Gunnlaugs- dóttir náði ekki að hafa nægilega sannfærandi skil í sínum leik, enda er skipt um snögglega og sumt af púðrinu í persónunni eytt of snemma. Framsögn hennar og framganga var vel unnin. Mennirnir þrír sem sitja við Rashomon-hliðið, þjófurinn Gunnar Eyjólfsson, skógarhöggs- maðurinn Bessi Bjarnason og presturinn Hákon Waage voru kyndugir fýrar og eins ójapanskir og hægt var að hugsa sér. Um gervi þeirra má deila en umfram allt var engu líkara en leikstjóri og leikarar hefðu ekki getað fund- ið þeim farveg til að samræmi næðist milli samræðna þeirra og leikfrásagnar þar sem hinar per- sónurnar taka við. Leikmyndin var glæsileg og óvenjuleg um margt. Óhjákvæmilegt er að þetta verk veki til heilabrota og út frá ýms- um forsendum. Þeir sem þekkja til verka Kurasawa munu sjálfsagt hyllast til að hafa uppi samanburð við kvikmyndina. Sem sjálfstætt leikhúsverk og skoðað í því Ijósi er það þrátt fyrir ýmsa galla í upp- færslu forvitnilegt vel í meðallagi. Guðjón Pedersen og Arnór Benónýsson í hhitverkum sínum. esiö fjöldanum! Vél: 4 cyl., 12-ventla þverstæð Sprengirými 1500 cc Viðbragö: 10,3 sek./100 km Hæð undir lægsta punkt: 16,5 sm Farangursrými: 420 lítra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.