Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 55 Nær York enn að koma á óvart? - bein útsending frá Bootham Crescent í York í dag BEIN útsending veröur í sjón- varpinu í dag frá leik York og Liv- erpool í 5. umferö ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu í York. Leikurinn hefst kl. 15 og hefst sjónvarp kl. 14.45. York geröi sér lítiö fyrir og sló stórliö Arsenal út úr bikarkeppn- inni í 4. umferð þannig aö allt gæti gerst í dag á Bootham Crescent í York. Veöur hefur veriö slæmt í Englandi nú síöari hluta vlkunnar og hefur fjölda leikja veriö frestaö. Aöeins er taliö öruggt um tvo bik- arleiki í dag — annars vegar viður- eign York og Liverpool og hins vegar Everton og utandeildarliös- ins Telford á Goodison Park í Liv- erpool. Forráöamenn létu í gær setja 30 tonn af hálmi á leikvöll félagsins til aö varna því aö of mikil ísing kæm- ist á hann. Þaö komast aöeins 13.000 áhorfendur á leikvanginn i Jórvík og er aö sjálfsögöu löngu uppselt á leikinn. Tveir af mestu markaskorurum York hafa veriö meiddir upp á siö- kastiö og ekki víst hvort þeir geti leikiö. Keith Houchen sá er skoraöi sigurmarkiö gegn Arsenal, er þaö illa meiddur aö allar líkur eru á því aö hann geti ekki veriö meö. Meiri líkur hins vegar meö Keith Wal- wyn. Engar breytingar eru geröar hjá Liverpool — sama lið leikur og sigraöi Arsenal 3:0 i deildinni í miöri viku. Á varamannabekknum mun aö vísu sitja enski landsliös- maöurinn Sammy Lee, og veröur þaö í fyrsta skipti síöan í nóvember Bersamótið BERSAMÓTIÐ í handknattleik fyrir framhaldsskóla veröur hald- iö sunnudaginn 3. mars í íþrótta- húsinu viö Strandgötu í Hafnar- firöi. Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borist fyrir næsta fimmtudag, 21. febrúar, til Siguröar Ólafsson- ar, Strandgötu 85 Hafnarfiröi eöa Skarphéöins Eiríkssonar, Móa- braut 12b Hafnarfirði. Þátttöku- gjald er kr. 1.000 og skal þaö sent meö tilkynningunni. lan Ruah, markaskorarinn mikli hjá Livarpool. Takst honum aö skora í dag? sem hann kemst eitthvaö nálægt aöalliöinu. Hefur veriö meiddur og síðan hreinlega ekki komist í hóp- inn. Framkvæmdastjóri York er Dennis Smith, sem um árabil lék meö Stoke City, og var mesti hrakfallabálkur sem um getur i sögu ensku knattspyrnunnar. Alls brotnuöu bein 20 sinnum í líkama hans meöan á knattspyrnuferli hans stóö og er nafn hans af þeim sökum aö finna í heimsmetabók Guiness. Hann nefbrotnaöi fjórum sinn- um, einu sinni brotnaöi kinnbein, vinstri handleggur tvívegis, vinstri fótleggur þrisvar, sá hægri tvisvar, vinstri öklinn einu sinni, tær á báö- um fótum brotnuöu, fingur á hægri hendi og einnig brotnaöi eitt sinn bein í baki kappans. Ekki furöa þó hann hafi veriö talinn einn sá harö- asti sem fram hefur komiö i enska boltanum ... Verðlaunahafar í Hlíðarfjalli BIKARMÓT unglinga í alpagreinum fór fram í Hlíöarfjalli viö Akureyri um siöustu helgi eins og við höfum greint frá. Hér birtum viö myndir af sigurvegurunum í svigi drengja 15—16 ára og stórsvigi stúlkna 15—16 ára. í svigi drengja: frá vinstri Valdímar Valdimarsson A, Brynjar Bragason A og Eiríkur Haraldsson R. Stórsvig stúlkna: f.v. Guörún Þorsteinsdóttir D, Kristín Jóhannesdóttir A og Helga Sigurjónsdóttir A. Um helgina átti aö vera unglingamót á Húsavík, í 13—14 ára flokki, en þaö hefur nú veriö fsert til Akureyrar vegna snjóleysis á Húsavík. Bikarmót í alpagreinum fullorðinna veröur svo á Siglufiröi um helg- ina. Fyrir hádegi í dag hefst keppni í stórsvigi karla og svigi kvenna. Fyrri ferö karlanna hefst kl. 11.00 og 11.45 hjá konunum. Síöari feröirn- ar eru avo kl. 13 og 13.30. Á morgun veröur keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Keppni hefst einnig kl. 11.00. :vc\ö AIWA Þaö er engum ofsögum sagt um útlit, endingu og gæöi AIWA hljómtækjanna. AIWA er stóra stjarnan í hljómtækjum í dag. Meistaramót í frjálsum MEISTARAMÓT íslands í frjáls- íþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöll og Baldurshaga dagana 23. og 24. febrúar nk. Frjálsíþróttadeild ÍR sér um fram- kvæmd mótsins. Skulu þátttöku- tilkynningar berast til Jóhanns Björgvinssonar Unufelli 33, sími 71023 eöa á skrifstofu FRÍ I síö- asta lagi miövikudaginn 20. febrúar á þar til geröum skrán- ingarkortum. Þátttökugjald á grein er kr. 100. — Athygli er vak- in á þvi, að keppni í stangar- stökki fer fram í KR-heimilinu viö Frostaskjól síðar. (Frjél«fþr6tta<Mkl ÍR) Leikurinn í sjónvarpinu SÍDASTI leikur íslands og Júgó- slavíu á fimmtudagskvöldiö sem ísland vann 20:13, veröur sýndur í heild í íþróttum sjónvarpsins í dag. Sýning leiksins hefst strax að loknum leik York og Liverpool, beinu útsendingunni frá Eng- landi, eða kl. 17.20 AIWA HLJOMUR FRAMTÍÐARINNAR ARMULA 38 Selnuila megin 10f> RE VK JAVIK S»MAP 11133 83177 POSTHOLF 1366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.