Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 55

Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 55 Nær York enn að koma á óvart? - bein útsending frá Bootham Crescent í York í dag BEIN útsending veröur í sjón- varpinu í dag frá leik York og Liv- erpool í 5. umferö ensku bikar- keppninnar í knattspyrnu í York. Leikurinn hefst kl. 15 og hefst sjónvarp kl. 14.45. York geröi sér lítiö fyrir og sló stórliö Arsenal út úr bikarkeppn- inni í 4. umferð þannig aö allt gæti gerst í dag á Bootham Crescent í York. Veöur hefur veriö slæmt í Englandi nú síöari hluta vlkunnar og hefur fjölda leikja veriö frestaö. Aöeins er taliö öruggt um tvo bik- arleiki í dag — annars vegar viður- eign York og Liverpool og hins vegar Everton og utandeildarliös- ins Telford á Goodison Park í Liv- erpool. Forráöamenn létu í gær setja 30 tonn af hálmi á leikvöll félagsins til aö varna því aö of mikil ísing kæm- ist á hann. Þaö komast aöeins 13.000 áhorfendur á leikvanginn i Jórvík og er aö sjálfsögöu löngu uppselt á leikinn. Tveir af mestu markaskorurum York hafa veriö meiddir upp á siö- kastiö og ekki víst hvort þeir geti leikiö. Keith Houchen sá er skoraöi sigurmarkiö gegn Arsenal, er þaö illa meiddur aö allar líkur eru á því aö hann geti ekki veriö meö. Meiri líkur hins vegar meö Keith Wal- wyn. Engar breytingar eru geröar hjá Liverpool — sama lið leikur og sigraöi Arsenal 3:0 i deildinni í miöri viku. Á varamannabekknum mun aö vísu sitja enski landsliös- maöurinn Sammy Lee, og veröur þaö í fyrsta skipti síöan í nóvember Bersamótið BERSAMÓTIÐ í handknattleik fyrir framhaldsskóla veröur hald- iö sunnudaginn 3. mars í íþrótta- húsinu viö Strandgötu í Hafnar- firöi. Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borist fyrir næsta fimmtudag, 21. febrúar, til Siguröar Ólafsson- ar, Strandgötu 85 Hafnarfiröi eöa Skarphéöins Eiríkssonar, Móa- braut 12b Hafnarfirði. Þátttöku- gjald er kr. 1.000 og skal þaö sent meö tilkynningunni. lan Ruah, markaskorarinn mikli hjá Livarpool. Takst honum aö skora í dag? sem hann kemst eitthvaö nálægt aöalliöinu. Hefur veriö meiddur og síðan hreinlega ekki komist í hóp- inn. Framkvæmdastjóri York er Dennis Smith, sem um árabil lék meö Stoke City, og var mesti hrakfallabálkur sem um getur i sögu ensku knattspyrnunnar. Alls brotnuöu bein 20 sinnum í líkama hans meöan á knattspyrnuferli hans stóö og er nafn hans af þeim sökum aö finna í heimsmetabók Guiness. Hann nefbrotnaöi fjórum sinn- um, einu sinni brotnaöi kinnbein, vinstri handleggur tvívegis, vinstri fótleggur þrisvar, sá hægri tvisvar, vinstri öklinn einu sinni, tær á báö- um fótum brotnuöu, fingur á hægri hendi og einnig brotnaöi eitt sinn bein í baki kappans. Ekki furöa þó hann hafi veriö talinn einn sá harö- asti sem fram hefur komiö i enska boltanum ... Verðlaunahafar í Hlíðarfjalli BIKARMÓT unglinga í alpagreinum fór fram í Hlíöarfjalli viö Akureyri um siöustu helgi eins og við höfum greint frá. Hér birtum viö myndir af sigurvegurunum í svigi drengja 15—16 ára og stórsvigi stúlkna 15—16 ára. í svigi drengja: frá vinstri Valdímar Valdimarsson A, Brynjar Bragason A og Eiríkur Haraldsson R. Stórsvig stúlkna: f.v. Guörún Þorsteinsdóttir D, Kristín Jóhannesdóttir A og Helga Sigurjónsdóttir A. Um helgina átti aö vera unglingamót á Húsavík, í 13—14 ára flokki, en þaö hefur nú veriö fsert til Akureyrar vegna snjóleysis á Húsavík. Bikarmót í alpagreinum fullorðinna veröur svo á Siglufiröi um helg- ina. Fyrir hádegi í dag hefst keppni í stórsvigi karla og svigi kvenna. Fyrri ferö karlanna hefst kl. 11.00 og 11.45 hjá konunum. Síöari feröirn- ar eru avo kl. 13 og 13.30. Á morgun veröur keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Keppni hefst einnig kl. 11.00. :vc\ö AIWA Þaö er engum ofsögum sagt um útlit, endingu og gæöi AIWA hljómtækjanna. AIWA er stóra stjarnan í hljómtækjum í dag. Meistaramót í frjálsum MEISTARAMÓT íslands í frjáls- íþróttum innanhúss fer fram í Laugardalshöll og Baldurshaga dagana 23. og 24. febrúar nk. Frjálsíþróttadeild ÍR sér um fram- kvæmd mótsins. Skulu þátttöku- tilkynningar berast til Jóhanns Björgvinssonar Unufelli 33, sími 71023 eöa á skrifstofu FRÍ I síö- asta lagi miövikudaginn 20. febrúar á þar til geröum skrán- ingarkortum. Þátttökugjald á grein er kr. 100. — Athygli er vak- in á þvi, að keppni í stangar- stökki fer fram í KR-heimilinu viö Frostaskjól síðar. (Frjél«fþr6tta<Mkl ÍR) Leikurinn í sjónvarpinu SÍDASTI leikur íslands og Júgó- slavíu á fimmtudagskvöldiö sem ísland vann 20:13, veröur sýndur í heild í íþróttum sjónvarpsins í dag. Sýning leiksins hefst strax að loknum leik York og Liverpool, beinu útsendingunni frá Eng- landi, eða kl. 17.20 AIWA HLJOMUR FRAMTÍÐARINNAR ARMULA 38 Selnuila megin 10f> RE VK JAVIK S»MAP 11133 83177 POSTHOLF 1366

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.