Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 35 Kjuklingadauðiim hjá Reykjagarði: 6 milljóna kr. tjón á árinu ef ekkert verður að gert Bann við lyfjablöndun hefur einnig valdið tjóni í öðrum búum Kjúklingadauói vegna garna- dreps heldur áfram í kjúklinga- búinu Reykjagarói hf. á Reykjum í Mosfellssveit. í janúar drápust um 3 þúsund kjúklingar og nem- ur tap eigenda búsins vegna þessa um hálfri milljón kr. sem bætist vió tæplega 2 milljón kr. tap á sl. ári. Ef jafn mikill kjúkl- ingadauði veróur á búinu allt árið verður tjón Reykjagarðsmanna vegna garnadrepsins um 6 millj- ónir kr. á árinu. Nú hefur komið í Ijós að óeðlilegur dauði vegna garnadreps hefur verið í öðrum kjúklingabúum, sem nota sama fóður, frá því hætt var að blanda lyfi gegn veikinni í fóðrið. Stjórnendur búsins, Bjarni Ásgeir Jónsson og Jón Bjarna- son, fóru á fund landbúnaðar- ráðherra á miðvikudag og fóru fram á það að hann beitti sér fyrir því að undanþága verði veitt frá reglugerð sem bannar lyfjablöndun í kjúklingafóður þannig að hægt verði að blanda nitrovin aftur í kjúklingafóðrið. Bjarni Ásgeir sagði að land- búnaðarráðherra ætlaði að skoða málið og hefðu þeir beðið hann að flýta því. farfÍ ‘i * 5—6 vikna kjúklingar i Reykjagarði sem garnadrepið herjar á þessa dagana. Bjarni Ásgeir kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. Jónsson, fram- kjúklingabúsins Á miðvikudag komu nokkrir kjúklingabændur í Mosfells- sveit saman til fundar og gengu frá áskorun til ráðherra um að undanþágan yrði veitt. Vitað er um vilja annarra kjúklinga- bænda til hins sama, ekki síst þeirra sem nota KFK-fóðrið frá Danmörku, sem hætta varð við að blanda nitrovini í fyrra. Garnadreps hefur ekki orðið vart, svo vitað sé, í kjúklinga- búum sem nota kjúklingafóður sem SÍS flytur inn frá Svíþjóð og hefur það komið til tals með- al kjúklingabænda hvort hugs- anlegt sé að nitrovin sé blandað í það fóður. Bjarni Ásgeir sagði að nú væri að koma til landsins fóð- urskip með fóðurbirgðir til eins og hálfs mánaðar sem engin lyf væru í. Væri nauðsynlegt að undirbúa málið þannig að næsta sending verði með nauð- synlegum efnum í og því áríð- andi að undanþága fáist strax. Sagði Bjarni nauðsynlegt að reyna lyfjameðferð, svo sem súlfa, á kjúklingunum, til að minnka tjónið þangað til leyfi fengist til að blanda nitrovini í fóðrið. „Það er ekki nokkur leið að reka búið með þetta yfirvof- andi,“ sagði Bjarni Ásgeir. Ásgeir Eiríksson, kjúkl- ingabóndi á Klettum í Gnúp- verjahreppi, sagði í samtali við Mbl. að í sumar hefði um skeið verið óeðlilega mikill kjúkl- ingadauði sem rakinn hefði verið til garnadreps, en hann notar sams konar fóður og Reykjagarður. Hefði hann orð-. ið fyrir gífurlegu tjóni, því kjúklingarnir hefðu hrunið tug- um saman niður á hverri nóttu. Síöan hefði þetta af einhverjum ástæðum lagast og lægi nú niðri. Sagði hann það skrýtið að ekki mætti gefa kjúklingum lyf til að halda í þeim lífinu á með- an öðrum búfjártegundum væru gefin lyf eftir þörfum, svo sem lömbum við skitu og kúm við júgurbólgu. Sagði hann að brosað væri að Islendingum erlendis fyrir að nota ekki nauðsynleg hjálparefni, eins og til dæmis Danir sem teldu úti- lokað að framleiða kjúklinga nema með lyfjagjöf í fóðri. Gunnar Bjarnason: Deila á milli búfjárrækt- armanna og dýralækna „ÞETTA garnadrep þekkist í flest- um löndum. Það kemur oft fram þegar kjúklingastofnar eru þraut- ræktaðir, þannig að þarmar þeirra hafa ekki við ef þeir fá ekki þetta lyf. nitróvin,“ sagði Gunnar Bjarnason, fyrrverandi forstöðu- maður fóðureftirlits ríkisins og landsráðunautur í svína- og ali- fuglarækt, þegar álits hans var leit- að á kjúklingadauða vegna garna- dreps sem herjar á fugla í nokkr- um kjúklingabúum hér á landi, m.a. Reykjagarði í Mosfellssveit. „En hér á landi er uppi deila á milli búfjárræktarmanna og dýralækna. Dýralæknarnir hafa ekki viljað viðurkenna þær að- ferðir sem notaðar eru í fremstu landbúnaðarlöndum heims, það er að gefa lyfin í fóðrinu sem fyrirbyggjandi aðgerð. Þeir vilja láta sjúkdóminn koma fram svo að hægt sé að lækna hann. Með sömu lyfjum, sjáðu til. Með þeirra aðferð er miklu meiri hætta á að lyfin verði í kjúkling- unum þegar þeim er slátrað. Ríkisvaldið lítur á dýralækn- ana sem einhverja erkiengla og setur þá á hærri stall en búfjár- ræktarmenn og lætur þá skipa sér fyrir með fóðrun búfjár. Bændur eru aftur á móti píndir til að búa við þennan mink, sem óhætt er að kalla þessa veiki, í kjúklingabúum sínum og tapa stórfé. Ég hlustaði ekki á þessa visku dýralæknanna þegar ég var forstöðumaður fóðureftir- litsins en eftirmaður minn þar hefur tekið upp aðra stefnu og framfylgir þeirra vilja með lög- regluaðgerðum," sagði Gunnar einnig. HVERFAFUNDIR RORGARST JORA1985 Hvað hefur áunnist,? Hvert stefnum við? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 1.FUNDUR Langholtshverfi — Laugarneshverfi Laugardaginn 16. febrúar kl. 14.30 í Veitingahúsinu Glæsibæ. Fundarstjóri: Gunnlaugur G. Snædal háskólanemi. Fundarritari: Erla Wigelund kaupmaöur. Á fundinum verða sýnd likön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORCARSTJÓRA. KOMII) SJÓNARMIDUM YKKAR Á FR.AMFÆRI OC KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.