Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 * Attræður: Sigsteinn Pálsson á Blikastöðum Ástæðan til þess að ég sting niður penna að þessu sinni, er að Sigsteinn Pálsson bóndi að Blika- stöðum er áttræður í dag. Á þess- um tímamótum getur hann litið yfir lífshlaup sitt með góðri sam- visku og við samferðamennirnir notum tækifærið til þess að senda honum árnaðaróskir og þökk fyrir samfylgdina fram að þessu. Sigsteinn fluttist hingað í Mos- fellssveitina 1936 og hefir lifað og starfað hér síðan, að undantekn- um tveimur árum sem hann bjó á Melavöllum í Reykjavík. Þessum fáu og fátæklegu orðum er ætlað að vera nokkur heimild um sögu héraðsins, enda fimmtíu ára ferill Sigsteins hér markað spor sem vert er að skrásetja. Saga þessarar sveitar verður ekki skráð svo vel sé nema hans fram- lags verði þar getið. Sigsteinn er fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði, og er einn hinna mörgu ojj mannvænlegu barna þeirra hjónanna Elínborgar og Páls hreppstjóra Þorsteinssonar er bjuggu í Tungu langa og far- sæla ævi við góðan orðstír. Ungl- ingaskóli og búfræðinám að Hól- um í Hjaltadal urðu menntun hans og veganesti í lífinu, og hafa dugað honum farsællega til þeirra starfa, sem honum hefur verið trúað fyrir. Hann réðst sem bústjóri að stórbúskap þeirra máganna Guðmundar Jónssonar skipstjóra og Bjarna Ásgeirssonar að Reykjum í Mosfellssveit, en það var meðal afurðamestu búa lands- ins á þeim tíma. Sigsteinn og Lára systir hans tóku við búsforráðum ung að árum og ef til vill reynslu- lítil, en full áhuga og atorku. Það sýndi sig fljótt að þetta reyndist farsæl ráðstöfun, því þrátt fyrir erfitt árferði skiluðu þau hlut- verki sínu með ágætum. Sigsteinn kvæntist Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum þann 18. nóvember 1939 og þann 10. maí árið eftir, á hemámsdag- inn, fluttu þau að Melavöllum í Reykjavík. Tveimur árum seinna, 1942, tóku þau við búsforráðum á stórbýlinu Blikastöðum og hafa búið þar síðan við reisn og mynd- arskap svo sem kunnugt er. í 30 ár rak Sigsteinn með frú Helgu sér við hlið eitt afurðamesta bú lands- ins en ekki var vandalaust að taka við af hinum snjalla búhöldi Magnúsi Þorlákssyni, föður frú Helgu. Þetta lánaðist vel, og það svo, að þeir sem gerst vita telja hiklaust að í tíð Helgu og Sig- steins hafi fá stórbýli hér á landi verið betur setin en Blikastaðir. Sigsteinn er félagslega sinnaður og hefir frá upphafi tekið þátt í félagsmálum, og þá sérstaklega félagsmálum bænda, en þó með þeirri gát að það kæmi sem minnst niður í búrekstri hans. Þetta hefir sumum ef til vill fund- ist vera of mikil hlédrægni, því að ráðsnilld og hæfileikar voru næg- ir. Sigsteinn hefir átt sæti í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings og gegnt trúnaðarstörfum í Bún- aðarfélagi Mosfellshrepps. Hann hefir verið fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda og vara- stjórnarmaður, og er nú endur- skoðandi þess. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur og Sambands eggja- framleiðenda meðan dreifingar- stöðin gamla starfaði. Sigsteinn hefir alla tíð verið öfl- ugur stuðningsmaður sóknar- kirkju sinnar sem stjórnarmaður í sóknarnefnd, formaður og safnað- arfulltrúi. Umboðsmaður Bruna- bótafélagsins var hann um skeið og hreppstjóri Mosfellshrepps í tuttugu ár, en sagði því lausu á sl. hausti. Áfram mætti telja, en verður ekki gert að sinni. öll störf Sigsteins, hvort heldur er heima fyrir ellegar út á við, einkennast af gætni og alvöru; hvert mál verður að skoðast veí svo að góð niðurstaða fáist. Sig- steinn hefir bjargfastar skoðanir á þeim málum sem hann fæst við og byggir þær á gaumgæfni og skarpri dómgreind og hefir stund- um verið seinn til að fallast á önn- ur sjónarmið. Eljumaður er hann og einbeittur, en þó einkum við sjálfan sig, og kemur það þá einn- ig við samstarfsmenn sem kunna því misjafnlega. f líferni sínu vill hann fremur sýna gott fordæmi en beita fortölum við samferðafólkið. Hann er kjarkmaður og segir meiningu sina hverjum sem er og hvar sem er umbúðalaust. Ákvörð- un hans um að hætta búrekstri á Blikastöðum 1973 sýnir að hann lætur ekki tilfinningarnar eða við- kvæmni villa um fyrir sér. Það er hverjum manni ljóst að það að leggja niður ævistarfið sem bóndi og farga stórum afurðasömum kúastofni er skref sem flestum er um megn að stíga. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi efast um réttmæti þeirrar niðurstöðu að óhagkvæmt væri að reka áfram kúabúskap á þessum stað við óbreyttar aðstæður, vitandi vits að aldrei varð aftur snúið. Þetta er sálarþrek sem fáum er gefið. Þegar Sigsteinn kom að Reykj- um var ég um fermingaraldur. Okkur varð vel til vina og varð það til þess að vekja áhuga minn á starfi bónda, en hugur minn stóð meir til annars á þeim árum. Milli sjóferða sóttist ég eftir að grípa í ræktunarstörf og önnur bústörf hjá Sigsteini, og fékk ég þar gott veganesti sem mér finnst ég búi enn að, og treyst hefur samskipti mín við þennan hægláta og stað- fasta mann. Okkar sporaslóðir hafa síðan oft legið saman og á stundum sýnst sitt hvorum í ýmsum málum, þótt ekki hafi kostað vinslit. Sigsteinn er sannur og stéttvís bóndi, sem ávallt hefir viljað hag landbúnað- ar sem mestan, og litið á það sem sjálfstæðismál þessarar þjóðar. 1 einkalífi sínu hefir Sigsteinn verið lánsmaður, kvæntur vænni konu og á tvö mannvænleg börn, Magn- ús oddvita og bútækniráðunaut sem kvæntur er Mörtu Sigurðar- dóttur, og Kristínu kennara sem gift er Grétari Hanssyni vélvirkja. Á þessum tímamótum eru þér færðar árnaðaróskir. Með virðing og þökk minnumst við samstarfs- ins við þig og fjölskyldu þina. Lif heill. Jón M. Guðmundsson, Reykjum. I dag er Sigsteinn Pálsson, bóndi og fyrrum hreppstjóri að Blikastöðum I Mosfellssveit, 80 ára. Á þessum tímamótum minnist ég góðs vinar, sem ætíð er gott að leita til um málefni utan og ofan við allt dægurmálaþras og skammtímaþrætur. Langur og oft strangur vinnu- dagur bóndans og hreppstjórans hefur ekki dregið hann niður, heldur er það svo, að fáir eru glað- ari á mannamótum og nýtur sín þá vel hin glettna frásagnargáfa hans. Hann var formaður Lionsklúbbs Kjalarnesþings annað starfsár klúbbsins. í vetur höldum við upp á 20 ára afmæli klúbbsins. Hreppstjóri Mosfellssveitar var hann í tæpan aldarfjórðung og hætti þeim störfum í haust, en auk þess sinnti hann margbreyti- legum trúnaðarstörfum fyrir sveitina, sjálfstæðisfélagið og Lionsklúbbinn. Hann hefur leyst öll þau störf vel af hendi. Hann er tillögugóður og já- kvæður, fljótur að átta sig á hvar kjarnann er að finna og alltaf til- búinn að fallast á það sem hann telur horfa félagi okkar til heilla. Aldursmunur okkar hefur þar engin áhrif á. Mannkostir Sigsteins eru að mínu mati tengdir hinum mann- legu þáttum lífsins. Lög og reglur eru grundvallarnauðsyn, en lög og reglur ná ekki yfir alla mannlega þætti hins daglega lífs hvers ein- staklings. Þetta á ekki síst við daglegt líf hjá frjálsbornum lýð- ræðisþjóðum. Frjálslyndi í flokki okkar með hagsmuni allra stétta fyrir augum og með fullum skilningi á félags- legum þörfum er okkur báðum hugleikið. Sigsteinn metur ekki menn af búningum þeirra eða af merkimið- um á þá hengda. Hann metur sam- ferðamenn sína af innsæi grund- vallarhugsjóna og næmi sálarinn- ar. Helga, húsfreyja á Blikastöðum, er fáum öðrum lík. Hún hefur gef- ið manni sínum gott veganesti með glaðværð og þrótti sem minn- ir á æsku þótt árunum fjölgi. Samhentari hjónum hef ég sjaldan kynnst. Lifðu heill. Jón Bjarni Þorsteinsson Tunga í Fáskrúðsfirði og höfð- ingshjónin sem þar gengu um garða á fyrri hluta þessarar aldar eru með fyrstu minningum min- um, þá rætt var um merkisfólk og búendur í nágrannabyggðum. Svo ætla ég að sé um fleiri sem upp- aldir eru á Austurlandi á þessum tíma. Þeir munu flestir hafa heyrt getið sæmdar- og dugnaðarhjón- anna að Tungu í Fáskrúðsfirði, þeirra Elínborgar Stefánsdóttur og Páls Þorsteinssonar. En þar bjuggu þau og gerðu staðinn þekktan um áratugi jafnframt því að eignast og ala upp stóran og álitlegan hóp barna sem öll urðu dugandi drengskaparfólk og sum þjóðkunn, þar á meðal bóndinn á Blikastöðum í Mosfellssveit, Sig- steinn Pálsson, sem samfylgdar- menn hylla nú í dag áttræðan. En á Blikastöðum hefur Sigsteinn nú búið um fjóra tugi ára ásamt konu sinni, Helgu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Kristín húsfreyja að Blikastöðum, gift Grétari Hans- syni fulltrúa og Magnús ráðunaut- ur hjá Búnaðarfélagi fslands og oddviti Mosfellshrepps, kvæntur Mörtu Sigurðardóttur. Freistandi væri að greina hér nokkuð frekar frá ættstofnum þessa merka fólks en þar sem treysta verður öðrum færari til að gera því efni skil verður að láta nægja að geta og minnast hins fornkveðna þegar hugsað er til Sigsteins á þessum merkisdegi, að „ekki ertu einn í ráðum, karl, karl“. Ættarfylgjurnar sem fóstr- uðu að hluta fjölskylduna í Tungu í fáðum faðmi Fáskrúðsfjarðar voru ósviknar. Páll og Elínborg í Tungu voru af alkunnu merkisfólki komin. Má þar til nefna Bólstaðarhlíðarætt, sem mörgum er kunn, enda urðu börn þeirra eins og fyrr getur dugmikil og farsæl í gerð. Dætur þeirra urðu húsfreyjur á fyrir- myndarheimilum vítt um land og synir þeirra valinkunnir starfs- og búþegnar. Má þar til nefna Gunn- ar hreppstjóra í Tungu í Fá- skrúðsfirði, Halldór lengi bóndi, m.a. á Nesi í Loðmundarfirði, Jón dýralæknir á Selfossi, Stefán sem síðast starfaði við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði og Sigsteinn er hér um ræðir. En alla þessa mætu menn þekkti undirritaður af eigin raun og mat þá því meir sem kynnin urðu lengri. Hið sama má segja um afkomendur þeirra sem ég hefi kynnst, sem eru orðnir all- margir enda fjölskyldulán ein- stakt í ætt. Þá er þess að geta að húsfreyjan á Blikastöðum, Helga Magnús- dóttir, sem valið hefir verið fyrir- rúm og forusta í sveit sinni, auk forustuhlutverks í landssamtök- um íslenskra kvenna um fjölda ára, er ekki þeirrar gerðar að ætt og athöfn, að henni verði í horn skipað. Þannig bera Blikastaðahjónin glöggt og gott vitni um kynfylgjur genginna feðra og frænda, sumra þjóðkunnra svo sem séra Halldórs Jónssonar á Hofi, afabróður Sig- steins, og Jóns Þorlákssonar ráð- herra, föðurbróður Helgu. Vandséð er hvers skal helst geta á slíkum tímamótum í ævi sam- ferðamanns sem lifað hefur tím- ana tvenna og þrenna í þjóðarsögu og kynnst athöfn og kjörum ís- lenska bóndans frá öndverðu til okkar daga. Naumast er hér við hæfi að fjöl- yrða um einstaka reynslu og afrek þeirra sem drýgstan þátt hafa átt í því að flytja okkar þjóð frá forn- öld til nútíðar nær því á svip- stundu en í þeirra hópi er Blika- staðabóndinn og hans nánustu. Um eigin reynslu af Sigsteini Pálssyni skal þess getið að þótt ég hafi þekkt hann all náið um þriðj- ung aldar hefði ég gjarnan kosið að sú kynning hefði verið lengri, því að stöðugt hafa kynnin farið batnandi. Þó að hreppstjórinn á Blika- stöðum hafi ekki alltaf verið þess háttar i gerð eða ferð, að hann hafi átt viðhlæjendum eða lof- tungum einum að mæta þá ætla ég að vinafjöld hafi vaxið með árum. Sá kosturinn sem mér verður hugstæðastur í skaphöfn viðkom- andi er oft einstök hreinskilni og einlægni sem fáum tekst að varð- veita á vandrataðri lífsleið. Það sem í einföldu máli mætti kalla hluta af barnslundinni. En þessi eiginleiki kann mörgum að verða drjúgur til giftu. Sérstaklega minnist ég í þessu sambandi sér- stæðrar og raunar skemmtilegrar embættisferðar sem við Sigsteinn fórum eitt sinn saman, samkvæmt fyrirmælum yfirvalda til að kanna ástand og atferli unglinga á danssamkomu í Hlégarði fyrir mörgum árum. Þótt sjálfur hefði ég haft allnokkra reynslu af að umgangast ungt fólk, varð ég þarna fyrir því að Sigsteinn hreppstjóri reyndist mér miklu fremri i viðskiptum við þennan aldurshóp og tókst betur að mæla þar þeim málum sem við áttu. Þarna varð ég þess var að starfsfélagi minn átti nokkuð af þeim eiginleika sem margvísir menn telja að leiði okkur einna lengst á velferðarbraut. Þarna fékk ég og sönnun fyrir því sem ég hafði raunar áður þekkt að Sigsteini var lagið að leysa vel af hendi þau verkefni sem honum voru falin hverju sinni þótt vandasöm væru. Það skulu því verða ályktarorð þessarar afmæliskveðju, sem á að þakka eftirminnilega og lengstum ágæta samferð um áratugi að hér er þess manns getið sem seint mundi „á því níðast sem honum er til trúað“. Oft hefi ég heyrt á orði haft að Sigsteinn á Blikastöðum væri rík- ur og hefir þá venjulega verið höfðað til lands og lausra aura. Svo sem kunnugt er hafa slíkar ræður löngum reynst lítt mark- tækar. En hversu sem slíkt verður metið er það sannfæring mín að Sigsteinn hafi á lífsleið sinni, a.m.k. síðan ég þekkti til, verið þorra manna auðugri af þeim lífsgæðum sem mest verða metin og svo vona ég að verði enn langar stundir. Með vinarkveðju, Pétur Þorsteinsson Vel gæti sá er ekki þekkir til ætlað að þar færi sextugur maður en ekki áttræður, sem Sigsteinn Pálsson er. 41 Er ég ók heim að Blikastöðum á dögunum, sá ég mann úti á tuni, hann var að dreifa húsdýraáburði. Getur þetta virkilega verið Sig- steinn? Tæplega, þetta er fyrir þá sem yngri eru að standa í svona átakavinnu, en þetta reyndist rétt vera. Ég stoppaði á veginum og kallaði kveðju til hans, svarið var: „Akt þú heim til Helgu, ég kem rétt strax, þarf að kasta úr þessu fyrst." Sigsteinn Pálsson fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði 16. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Páll Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri í Tungu, frá Víðivallagerði í Fljótsdal, af Melaætt og kona hans Elínborg Stefánsdóttir fædd á Þóreyjarnúpi í Víðidal, hún ólst upp frá barnsaldri hjá föðurbróð- ur sínum séra Halldóri Jónssyni á Hofi í Vopnafirði og var hún af Bólstaðarhlíðarætt. Sigsteinn ólst upp f stórum systkinahópi. Af 14 fæddum börn- um þeirra Páls og Elínborgar komust 12 til fullorðinsára. Má nærri geta að þurft hefur að taka til höndum á því stóra heimili. Ungur að árum var Sigsteinn við nám i Unglingaskólanum í Neskaupstað og nokkrum árum seinna fór hann í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Að því námi loknu og eftir nokkur ár í heima- högum, gerðist Sigsteinn ráðs- maður á Syðri-Reykjum í Mos- fellssveit árið 1936—1940, og síðar að Melavöllum í Sogamýri við Reykjavík, frá 1940—1942. Árið 1939 gengu þau I hjóna- band Sigsteinn og Helga Magnús- dóttir Þorlákssonar frá Blikastöð- um. Saman hafa þau sótt fram um veg ætíð síðan. Árið 1942 hófu þau búskap á Blikastöðum og keyptu jörðina nokkru síðar. Vel hefur þeim hjónum búnast, enda ráð- deild og hagsýni einkennt gerðir þeirra í mörg ár, ráku þau eitt- hvert stærsta kúabú á landinu. Blikastaðaheimilið var um ára- bil aðsetur helstu embættismanna sveitarinnar, því Helga gegndi í áraraðir störfum oddvita, en Sig- steinn störfum hreppstjóra. Ég er sannfærður um að oft hefur verið lögð nótt við dag á því heimili. Mosfellingar virðast hafa kunn- að að meta þennan Austfirðing, því margvísleg störf hafa honum verið falin fyrir sveitarfélagið bæði innansveitar og utan. Á Blikastöðum hefir ætíð verið stórmannlega búið og gestrisni í heiðri höfð. ógleymanleg eru okkur ættingjunum „afa-afmæl- in“, sem vöru nokkurs konar ætt- armót, þegar hinir mörgu afkom- endur Páls í Tungu söfnuðust að Blikastöðum, en Páll dvaldi þar oft á efri árum. Börn Helgu og Sigsteins eru Magnús, ráðunautur hjá Búnaðar- félaginu, og Kristín, kennari og húsmóðir. Bæði hafa þau reist sér hús „í túninu heima“ og búa þar ásamt fjölskyldum sínum. Barna- börnin, sem eru orðin sjð, fá því notið samvista við afa og ömmu. Sendi Sigsteini frænda mínum og hans fólki bestu árnaðaróskir. Pétur Maack Þorsteinsson Sigsteinn og Helga taka á móti gestum í félagsheimilinu Hlégarði milli klukkan 16 og 18 í dag. Útivist um helgina FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer í tvær dagsferðir á morgun. Sú fyrri er kl. 10.30 og verður farið að Gullfossi í klakaböndum og að Geysi. Einnig verður farið að Faxa í Tungufljóti, Brúarhlöðum og víð- ar. Síðari ferðin hefst kl. 13 og er þá farið að Tröllafossi og Hauka- fjöllum. Brottfíjr er frá bensínsölu BSÍ. Næstu helgi, 22.-24. febrúar, verður vetrarferð á nýju tungli. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.