Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Gaf út ávísanir fyrir 100 þúsund - bauð tveimur kunningjum til Kaupmannahafnar TVEIR ungir Vestmanneyingar sváfu úr sér hjí Reykjavíkurlögregl- unni í gær svo hægt væri að yfir- heyra þá um umfangsmikla útgáfu Afmælismót Skáksambandsins: Larsen efstur BENT Larsen hefur tekið forustu á afmælismóti Skáksamhands fs- lands. Hann vann biðskák sína við Margeir Pétursson í gær. Biðskák Guðmundar Sigurjónssonar og Arth- urs Yusupovs lauk með jafntefii. Þá telfdu Jón L Árnason og Vlastimil Hort skák, sem frestað var í 1. um- ferð og lauk viðureign þeirra með jafntefli. Staðan á mótinu er nú: 1. Bent Larsen 2'/fev. 2. -3. Boris Spassky og Van der Wiel 2v. 4.-9. Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Arthur Yusupov, Vlastimil Hort og Jón L. Árnason Vk\. 10.—11. Karl Þorsteins og Guð- mundur Sigurjónsson lv. 12. Curt Hansen %v. Fjórða umferð verður telfd í dag og hefst klukkan tvö á Hótel Loft- leiðum. innistæðulausra ávísana. Er taiið að þeir hafi skrifað út ávísanir fyrir rúmlega 100 þúsund krónur á einum sólarhring — m.a. kcypt farseðla fyrír þrjá til Kaupmannahafnar og borgað hóteluppihald þar í nokkra daga. Piltarnir, sem eru um tvítugt, hafa í vetur unnið úti á landi en komu nýlega félitlir til höfuðborg- arinnar. Annar var með ávísana- hefti með nokkrum blöðum í og ákváðu þeir því að gera sér daga- mun, sem m.a. fólst í ferð til Ak- ureyrar á bílaleigubíl og fleiri uppátækjum. Þegar til þeirra náð- ist í fyrri viku var ekkert blað eft- ir í heftinu en reikningarnir biðu, samtals um 60 þúsund krónur. Fyrr í vikunni stofnaði annar þeirra svo nýjan ávísanareikning og fékk hann afhent ávísanahefti síðdegis á fimmtudag. Þá um kvöldið fékk Rannsóknarlögregla ríkisins pata af rikidæmi félag- anna og við athugun komu far- seðlarnir til Kaupmannahafnar í ljós. Voru miðarnir teknir af þeim en í gærmorgun fékk RLR til- kynningu frá viðkomandi banka um að innistæðulausar ávísanir streymdu inn. Voru piltarnir þá handteknir og var þess beðið í gærkvöld, að þeir yrðu viðræðu- hæfir. Viðskiptaráðherra: Ekki um að ræða að leggja Útvegsbankann niður MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfrandi yfirlýsing frá Matthíasi Á. Mathiesen, viðskiptaráóherra: „Að gefnu tilefni vill viðskipta- ráðherra, Matthías Á. Mathiesen, taka fram eftirfarandi: Á vegum viðskiptaráðuneytisins er nú unnið að tillögum um bætt skipulag og rekstur viðskipta- banka. Hlutverk þeirra er vinna að þessu verkefni er að gera tillög- ur um fækkun banka með samein- ingu þeirra. Á það ber hins vegar að leggja áherslu að ekki er um það að ræða að leggja niður starf- semi Útvegsbankans eins og fram hefur komið í fjölmiðlum." Fjárhagsáætlun Seltjarnarness samþykkt: Útsvar lækkað í 10% — hámarksafsláttur af fasteignagjöldum FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnarness var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. þ.m. Heildarniðurstöður á rekstrarreikningi eru tæpar 98 milljón- ir kr., sem er um 34% hækkun frá endurskoðaðri áætlun síðasta árs. Lagt verður á 10% útsvar sem er 0,5 prósentustigum minna en á síðasta ári þegar lagt var á 10,5%útsvar. Af fasteignagjöldum íbúðar- húsnæðis verður gefinn 25% af- sláttur (hámarksafsláttur). Verð- ur því lagður 0,375% fasteigna- skattur á íbúðarhúsnæði en 1% á aðrar eignir. Gjaldstigi aðstöðu- gjalda er óbreyttur eða frá 0,20% upp í 1,00% eftir tegund atvinnu- rekstrar. Nýmæli er að lækkað er aðstöðugjald af iðnfyrirtækjum í samkeppnisiðnaði í 0,20%. í fréttatilkynningu frá bæjarstjór- anum á Seltjarnarnesi, þar sem þessar upplýsingar koma fram, er sagt að að á árinu verði lögð áhersla á að bæta greiðslustöðu bæjarstjóðs sem verið hafi erfið undanfarin ár. Helstu tekjuliðir eru: Útsvör 60 milljónir kr., fasteignagjöld 12,5 milljónir, Jöfnunarsjóður 10 milljónir, aðstöðugjöld 3,2 millj- ónir og gatnagerðargjöld 4 millj- ónir kr. Helstu gjaldaliðir eru: P’ræðslumál 15 milljónir kr., al- mannatryggingar og félagshjálp 12.5 milljónir, gatna- og holræsa- gerð 15,6 milljónir, stjórn kaup- staðarins 5 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 4 milljónir, skipu- lagsmál, 4 milljónir, hreinlæt- ismál 3,5 milljónir, brunavarnir 1.5 milljónir og samgöngumál (SVR) 1,9 milljónir kr. Framlög til verklegra fram- kvæmda hækka á milli ára í krónutölu en framlag til eigna- breytinga hefur lækkað i 13,2% úr 17% á síðustu áætlun. Niður- stöður eignabreytinga eru um 13 milljónir kr. Af verklegum fram- kvæmdum bæjarsjóðs er helst að telja framkvæmdir í og við miðbæ, íþróttasvæði, gatnagerð svo og margskonar verkefni á sviði umhverfismála. Gert er ráð fyrir að opna gufubað við sund- laug í vor og ljúka ýmsum frá- gangi við sundlaug. Sjá samtal við Magnús Er- lendsson, formann bæjar- stjórnar Seltjarnarness, á bls. 30. á Mft MorgunbtaíiJ/Árni Sæberg Fulltrúar þingfiokka virða fyrir sér framkvæmdir Byggung í Selási við Rauðavatn, sem munu stöðvast innan tveggja vikna líkt og öll önnur starfsemi félagsins, fáist ekki greitt það sem Byggung á inni hjá Byggingarsjóði ríkisins. F.v. Haraldur Ólafsson, Halldór Blöndal, Bragi Dýrfjörð og Stefán Benediktsson. Starfsemi Bygg- ung að stöðvast „Eigum 44 milljónir hjá Byggingarsjóði ríkisins og förum aðeins fram á að farið sé að lögum,“ segir framvæmdastjórinn Allar byggingarframkvæmdir á vegum Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Reykjavík, Byggung, munu stöðvast innan tveggja vikna og 150 starfsmenn félagsins verða atvinnulausir, fáist ekki greitt úr þeim greiðsluörðugleikum, sem fé- lagið er komið f vegna tafa á af- greiðslu lána frá Húsnæðisstofnun ríkisins. í bréfi, dagsettu 14. febrúar, sem Byggung hefur sent ríkis- stjórninni segir m.a. að vinna við nær 500 íbúðir á vegum félagsins muni stöðvast með öllu innan tveggja vikna vegna þessara tafa. Og að „samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá 21. maí 1984 og samþykkt ríkis- stjórnarinnar um húsnæðismál frá 22. september 1983, ættu 44 milljónir að hafa komið til út- borgunar til félagsins umfram þá upphæð, sem borist hefur“. „Við erum ekki að fara fram á neina opinbera aðstoð, heldur einungis að það verði staðið við lög og reglur," sagði Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri Bygg- ung, í skoðunarferð með full- trúum þingflokkanna um at- hafnasvæði félagsins á Seltjarn- arnesi og í Selási í gærmorgun. Fulltrúar allra flokka nema Kvennalistans mættu í skoðunar- ferðina, þau Guðrún Helgadóttir, (Abl.) Halldór Blöndal, (S), Har- Þorvaldur Mawby, framkvæmda- stjóri Byggung. aldur Ólafsson, (F), Stefán Bene- diktsson, (BJ), og Bragi Dýrfjörð, þinglóðs Alþýðuflokksins. Voru þeim sýndar framkvæmd- ir á nokkrum byggingarsvæðum Byggung og afhent greinargerð þar sem aðstæður félagsins og af- leiðingar stöðvunar á fram- kvæmdum eru skýrðar. „Áherslan hefur verið lögð á að þróa tækni til mikillar lækkunar á kostnaði við flest byggingar- stig, en þessar tafir hafa komið í veg fyrir fullnýtingu hennar," sagði Þorvaldur Mawby. „Það eru engin vandræði með fólkið, sem er að byggja hjá okkur, það stendur í skilum. Það er við yfir- stjórn byggingarmála sem bar- áttan stendur." Að sögn Þorvalds eru þessar 44 milljónir nálægt því að vera þrið- jungur af veltu fyrirtækisins í fyrra og hleður sífellt utan á sig. í bréfi, sem Byggung sendi fé- lagsmálaráðherra 21. janúar sl., var skýrt frá því, að félagið ætti nú 34,8 millj. króna hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins, 1. febrúar bættust 9. millj. við þessa upp- hæð og í næsta mánuði bætast 5. milljónir við hana. „Ef pólitískur vilji er fyrir því að venjulegt fólk njóti sömu kjara og lúxusfólk þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu máli,“ sagði Halldór Blön- dal, er blm. Mbl. innti fulltrúa þingflokkanna eftir afstöðu þeirra, þar sem þeir voru að virða fyrir sér byggingarframkvæmd- irnar og ræða við framkvæmda- stjóra Byggung. „Ég tel vissulega að þeir sem sýna fram á svona hagkvæmni eigi að fá stuðning" sagði Haraldur Ólafsson. Bragi Dýrfjörð kvaðst telja að hörmu- lega hefði verið á byggingamálum haldið og að þetta mál sannaði það, að húsnæðismálakerfið væri í rúst. Halldór Blöndal: 78 % verðmunur á tveimur íbúðum í verkamannabústöðum „Ég hef lengi haft af því þungar áhyggjur, hversu greiðslur úr Bygg- ingarsjóði ríkisins hafa dregist,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður, sem mikið hefur sinnt húsnæðismálum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Mbl. í gær. „Þeir sem fá lán úr Byggingar- sjóði ríkisins til nýbygginga hafa einungis fengið tæp 30% af staðalibúðarverði, á móti 80—90% úr Byggingarsjóði verkamanna. Svo að í mínum augum er það lágmarkskrafa, að Byggingarsjóður ríkisins standi við skuldbindingar sínar gagn- vart því fólki sem ekki fær hærri lán. Það kom mér mjög á óvart hversu slæm staða Byggingar- sjóðs ríkisins er gagnvart Bygg- ung,“ sagði Halldór. „Það er óþol- andi að tregða í húsnæðiskerfinu skuli koma í veg fyrir að fólk geti notið bestu kjara, sem fáanleg eru á húsnæðismarkaðnum. Ég mun taka húsnæðismálin og stöðu Byggung upp á þingflokks- fundinum á mánudag og vil mega trúa því, að viðunandi úrlausn fá- ist í næstu viku. Þvf má ekki gleyma, að hluti af vandræðum húsbyggjenda nú á rætur sínar að rekja til þess hversu illa er búið að Byggingarsjóði ríkisins. Það má enginn skilja mín orð svo, að ég sé á móti því, að þeir sem verst eru settir og, þá meina ég þá sem verst eru settir, njóti þeirra forréttinda sem Bygg- ingarsjóður verkamanna býður upp á. En því miður verður að viðurkenna, að verkamannabú- staðirnir eru oft óþarflega og stundum allt of dýrir í byggingu. Ég hef hér fyrir framan mig kostnaðartölur um 2 slíkar íbúð- ir. Önnur þeirra er að vísu í rað- húsi, en rúmmetrinn er líka 78% dýrari en í hinni íbúðinni, sem er í fjölbýlishúsi. Það þarf enginn að segja mér, að lægst launaða fólk- ið geti risið undir slíkum verð- mun. Þetta dæmi sýnir Ijóslega, að aukið aðhald er nauðsynlegt varðandi verkamannabústaða- kerfið í heild. Mín skoðun er sú, að án tafar eigi að efna tií hugmyndasamkeppni meðal arki- tekta um það hvernig ódýrast og hagkvæmast sé að byggja í verka- mannabústöðum," sagði Halldór Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.