Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 2

Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Gaf út ávísanir fyrir 100 þúsund - bauð tveimur kunningjum til Kaupmannahafnar TVEIR ungir Vestmanneyingar sváfu úr sér hjí Reykjavíkurlögregl- unni í gær svo hægt væri að yfir- heyra þá um umfangsmikla útgáfu Afmælismót Skáksambandsins: Larsen efstur BENT Larsen hefur tekið forustu á afmælismóti Skáksamhands fs- lands. Hann vann biðskák sína við Margeir Pétursson í gær. Biðskák Guðmundar Sigurjónssonar og Arth- urs Yusupovs lauk með jafntefii. Þá telfdu Jón L Árnason og Vlastimil Hort skák, sem frestað var í 1. um- ferð og lauk viðureign þeirra með jafntefli. Staðan á mótinu er nú: 1. Bent Larsen 2'/fev. 2. -3. Boris Spassky og Van der Wiel 2v. 4.-9. Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Arthur Yusupov, Vlastimil Hort og Jón L. Árnason Vk\. 10.—11. Karl Þorsteins og Guð- mundur Sigurjónsson lv. 12. Curt Hansen %v. Fjórða umferð verður telfd í dag og hefst klukkan tvö á Hótel Loft- leiðum. innistæðulausra ávísana. Er taiið að þeir hafi skrifað út ávísanir fyrir rúmlega 100 þúsund krónur á einum sólarhring — m.a. kcypt farseðla fyrír þrjá til Kaupmannahafnar og borgað hóteluppihald þar í nokkra daga. Piltarnir, sem eru um tvítugt, hafa í vetur unnið úti á landi en komu nýlega félitlir til höfuðborg- arinnar. Annar var með ávísana- hefti með nokkrum blöðum í og ákváðu þeir því að gera sér daga- mun, sem m.a. fólst í ferð til Ak- ureyrar á bílaleigubíl og fleiri uppátækjum. Þegar til þeirra náð- ist í fyrri viku var ekkert blað eft- ir í heftinu en reikningarnir biðu, samtals um 60 þúsund krónur. Fyrr í vikunni stofnaði annar þeirra svo nýjan ávísanareikning og fékk hann afhent ávísanahefti síðdegis á fimmtudag. Þá um kvöldið fékk Rannsóknarlögregla ríkisins pata af rikidæmi félag- anna og við athugun komu far- seðlarnir til Kaupmannahafnar í ljós. Voru miðarnir teknir af þeim en í gærmorgun fékk RLR til- kynningu frá viðkomandi banka um að innistæðulausar ávísanir streymdu inn. Voru piltarnir þá handteknir og var þess beðið í gærkvöld, að þeir yrðu viðræðu- hæfir. Viðskiptaráðherra: Ekki um að ræða að leggja Útvegsbankann niður MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfrandi yfirlýsing frá Matthíasi Á. Mathiesen, viðskiptaráóherra: „Að gefnu tilefni vill viðskipta- ráðherra, Matthías Á. Mathiesen, taka fram eftirfarandi: Á vegum viðskiptaráðuneytisins er nú unnið að tillögum um bætt skipulag og rekstur viðskipta- banka. Hlutverk þeirra er vinna að þessu verkefni er að gera tillög- ur um fækkun banka með samein- ingu þeirra. Á það ber hins vegar að leggja áherslu að ekki er um það að ræða að leggja niður starf- semi Útvegsbankans eins og fram hefur komið í fjölmiðlum." Fjárhagsáætlun Seltjarnarness samþykkt: Útsvar lækkað í 10% — hámarksafsláttur af fasteignagjöldum FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarnarness var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 13. þ.m. Heildarniðurstöður á rekstrarreikningi eru tæpar 98 milljón- ir kr., sem er um 34% hækkun frá endurskoðaðri áætlun síðasta árs. Lagt verður á 10% útsvar sem er 0,5 prósentustigum minna en á síðasta ári þegar lagt var á 10,5%útsvar. Af fasteignagjöldum íbúðar- húsnæðis verður gefinn 25% af- sláttur (hámarksafsláttur). Verð- ur því lagður 0,375% fasteigna- skattur á íbúðarhúsnæði en 1% á aðrar eignir. Gjaldstigi aðstöðu- gjalda er óbreyttur eða frá 0,20% upp í 1,00% eftir tegund atvinnu- rekstrar. Nýmæli er að lækkað er aðstöðugjald af iðnfyrirtækjum í samkeppnisiðnaði í 0,20%. í fréttatilkynningu frá bæjarstjór- anum á Seltjarnarnesi, þar sem þessar upplýsingar koma fram, er sagt að að á árinu verði lögð áhersla á að bæta greiðslustöðu bæjarstjóðs sem verið hafi erfið undanfarin ár. Helstu tekjuliðir eru: Útsvör 60 milljónir kr., fasteignagjöld 12,5 milljónir, Jöfnunarsjóður 10 milljónir, aðstöðugjöld 3,2 millj- ónir og gatnagerðargjöld 4 millj- ónir kr. Helstu gjaldaliðir eru: P’ræðslumál 15 milljónir kr., al- mannatryggingar og félagshjálp 12.5 milljónir, gatna- og holræsa- gerð 15,6 milljónir, stjórn kaup- staðarins 5 milljónir, æskulýðs- og íþróttamál 4 milljónir, skipu- lagsmál, 4 milljónir, hreinlæt- ismál 3,5 milljónir, brunavarnir 1.5 milljónir og samgöngumál (SVR) 1,9 milljónir kr. Framlög til verklegra fram- kvæmda hækka á milli ára í krónutölu en framlag til eigna- breytinga hefur lækkað i 13,2% úr 17% á síðustu áætlun. Niður- stöður eignabreytinga eru um 13 milljónir kr. Af verklegum fram- kvæmdum bæjarsjóðs er helst að telja framkvæmdir í og við miðbæ, íþróttasvæði, gatnagerð svo og margskonar verkefni á sviði umhverfismála. Gert er ráð fyrir að opna gufubað við sund- laug í vor og ljúka ýmsum frá- gangi við sundlaug. Sjá samtal við Magnús Er- lendsson, formann bæjar- stjórnar Seltjarnarness, á bls. 30. á Mft MorgunbtaíiJ/Árni Sæberg Fulltrúar þingfiokka virða fyrir sér framkvæmdir Byggung í Selási við Rauðavatn, sem munu stöðvast innan tveggja vikna líkt og öll önnur starfsemi félagsins, fáist ekki greitt það sem Byggung á inni hjá Byggingarsjóði ríkisins. F.v. Haraldur Ólafsson, Halldór Blöndal, Bragi Dýrfjörð og Stefán Benediktsson. Starfsemi Bygg- ung að stöðvast „Eigum 44 milljónir hjá Byggingarsjóði ríkisins og förum aðeins fram á að farið sé að lögum,“ segir framvæmdastjórinn Allar byggingarframkvæmdir á vegum Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Reykjavík, Byggung, munu stöðvast innan tveggja vikna og 150 starfsmenn félagsins verða atvinnulausir, fáist ekki greitt úr þeim greiðsluörðugleikum, sem fé- lagið er komið f vegna tafa á af- greiðslu lána frá Húsnæðisstofnun ríkisins. í bréfi, dagsettu 14. febrúar, sem Byggung hefur sent ríkis- stjórninni segir m.a. að vinna við nær 500 íbúðir á vegum félagsins muni stöðvast með öllu innan tveggja vikna vegna þessara tafa. Og að „samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá 21. maí 1984 og samþykkt ríkis- stjórnarinnar um húsnæðismál frá 22. september 1983, ættu 44 milljónir að hafa komið til út- borgunar til félagsins umfram þá upphæð, sem borist hefur“. „Við erum ekki að fara fram á neina opinbera aðstoð, heldur einungis að það verði staðið við lög og reglur," sagði Þorvaldur Mawby, framkvæmdastjóri Bygg- ung, í skoðunarferð með full- trúum þingflokkanna um at- hafnasvæði félagsins á Seltjarn- arnesi og í Selási í gærmorgun. Fulltrúar allra flokka nema Kvennalistans mættu í skoðunar- ferðina, þau Guðrún Helgadóttir, (Abl.) Halldór Blöndal, (S), Har- Þorvaldur Mawby, framkvæmda- stjóri Byggung. aldur Ólafsson, (F), Stefán Bene- diktsson, (BJ), og Bragi Dýrfjörð, þinglóðs Alþýðuflokksins. Voru þeim sýndar framkvæmd- ir á nokkrum byggingarsvæðum Byggung og afhent greinargerð þar sem aðstæður félagsins og af- leiðingar stöðvunar á fram- kvæmdum eru skýrðar. „Áherslan hefur verið lögð á að þróa tækni til mikillar lækkunar á kostnaði við flest byggingar- stig, en þessar tafir hafa komið í veg fyrir fullnýtingu hennar," sagði Þorvaldur Mawby. „Það eru engin vandræði með fólkið, sem er að byggja hjá okkur, það stendur í skilum. Það er við yfir- stjórn byggingarmála sem bar- áttan stendur." Að sögn Þorvalds eru þessar 44 milljónir nálægt því að vera þrið- jungur af veltu fyrirtækisins í fyrra og hleður sífellt utan á sig. í bréfi, sem Byggung sendi fé- lagsmálaráðherra 21. janúar sl., var skýrt frá því, að félagið ætti nú 34,8 millj. króna hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins, 1. febrúar bættust 9. millj. við þessa upp- hæð og í næsta mánuði bætast 5. milljónir við hana. „Ef pólitískur vilji er fyrir því að venjulegt fólk njóti sömu kjara og lúxusfólk þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu máli,“ sagði Halldór Blön- dal, er blm. Mbl. innti fulltrúa þingflokkanna eftir afstöðu þeirra, þar sem þeir voru að virða fyrir sér byggingarframkvæmd- irnar og ræða við framkvæmda- stjóra Byggung. „Ég tel vissulega að þeir sem sýna fram á svona hagkvæmni eigi að fá stuðning" sagði Haraldur Ólafsson. Bragi Dýrfjörð kvaðst telja að hörmu- lega hefði verið á byggingamálum haldið og að þetta mál sannaði það, að húsnæðismálakerfið væri í rúst. Halldór Blöndal: 78 % verðmunur á tveimur íbúðum í verkamannabústöðum „Ég hef lengi haft af því þungar áhyggjur, hversu greiðslur úr Bygg- ingarsjóði ríkisins hafa dregist,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður, sem mikið hefur sinnt húsnæðismálum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Mbl. í gær. „Þeir sem fá lán úr Byggingar- sjóði ríkisins til nýbygginga hafa einungis fengið tæp 30% af staðalibúðarverði, á móti 80—90% úr Byggingarsjóði verkamanna. Svo að í mínum augum er það lágmarkskrafa, að Byggingarsjóður ríkisins standi við skuldbindingar sínar gagn- vart því fólki sem ekki fær hærri lán. Það kom mér mjög á óvart hversu slæm staða Byggingar- sjóðs ríkisins er gagnvart Bygg- ung,“ sagði Halldór. „Það er óþol- andi að tregða í húsnæðiskerfinu skuli koma í veg fyrir að fólk geti notið bestu kjara, sem fáanleg eru á húsnæðismarkaðnum. Ég mun taka húsnæðismálin og stöðu Byggung upp á þingflokks- fundinum á mánudag og vil mega trúa því, að viðunandi úrlausn fá- ist í næstu viku. Þvf má ekki gleyma, að hluti af vandræðum húsbyggjenda nú á rætur sínar að rekja til þess hversu illa er búið að Byggingarsjóði ríkisins. Það má enginn skilja mín orð svo, að ég sé á móti því, að þeir sem verst eru settir og, þá meina ég þá sem verst eru settir, njóti þeirra forréttinda sem Bygg- ingarsjóður verkamanna býður upp á. En því miður verður að viðurkenna, að verkamannabú- staðirnir eru oft óþarflega og stundum allt of dýrir í byggingu. Ég hef hér fyrir framan mig kostnaðartölur um 2 slíkar íbúð- ir. Önnur þeirra er að vísu í rað- húsi, en rúmmetrinn er líka 78% dýrari en í hinni íbúðinni, sem er í fjölbýlishúsi. Það þarf enginn að segja mér, að lægst launaða fólk- ið geti risið undir slíkum verð- mun. Þetta dæmi sýnir Ijóslega, að aukið aðhald er nauðsynlegt varðandi verkamannabústaða- kerfið í heild. Mín skoðun er sú, að án tafar eigi að efna tií hugmyndasamkeppni meðal arki- tekta um það hvernig ódýrast og hagkvæmast sé að byggja í verka- mannabústöðum," sagði Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.