Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Deilt á Alþingi um Sjóefnavinnsluna og niðurstöður Iðntæknistofnunar: Skýrslan ónákvæm, vond og illa unnin — sagði Ólafur G. Einarsson meðal annars. Sverrir Hermannsson gagnrýndi mikinn verkfræðikostnað og aukningu á hlutafé ríkisins ÁKVÖRÐUN Sverris Hermannsson- ar iðnaðarráðherra að hætta þátt- töku í Sjóefnavinnslunni á Reykja- nesi var harðlega gagnrýnd af þing- mönnum Reykjaneskjördæmis í gær. I>að voru þeir Olafur G. Ein- arsson (S), Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason (A) sem einkum gagnrýndu þessa ákvörðun sem þeir sögðu aðallega byggða á skýrslu Iðntæknistofnunar og þeir sögðu „vonda skýrslu", ónákvæma og illa unna. ólafur sagði m.a. í ræðu sinni að 170 manns á ratsjárfundi á Þórshöfn l*ór8böfB, 28. febrúar. Frá Fríðu Proppé, blaðamanni MorgunblaÓHÍns. „ERUM við sjálfstæð þjóð, ef við höfum ekki leyfi til að hafa eftirlit með okkar eigin efnahagslög- sögu?“ svaraði Geir Hallgrímsson utanrfkisráðherra m.a. fyrirspurn- um fundarmanna á fundi um ratsjárstöðvar sem hann boðaði til á l>órshöfn í kvöld. Samkomuhús- ið á Þórshöfn var þéttsetið, en fundinn sátu á milli 160 og 170 manns. Fjölmargar fyrirspurnir komu fram og í svörum við þeim, kom m.a. fram að auk þeirra tveggja staða sem rætt hefur verið um að staðsetja ratsjárstöðvar á Norðausturlandi á, er nú til um- ræðu hvort hentug staðsetning gæti verið á Hellisheiði skammt frá Vopnafirði. Geir Hallgríms- son gerði grein fyrir þeirri skoð- un sinni, er hann svaraði fyrir- spurnum, að hræðslu íslendinga við uppsetningu ratsjárstöðva mætti rekja til þess að þeir væru undir þrýstingi frá Sovétríkjun- um. „Þorum við ekki að standa upprétt," spurði utanríkisráð- herra, „og halda okkar sjálf- stæði.“ ef rekstri saltverksmiðjunnar yrði hætt kostaði það 6 til 8 milljónir króna á ári í öryggiseftirlit, sem væri ódýrari kostur en 10 milljón króna tapið sem áætlað er af rekstrinum á árinu 1985. Ef hins vegar yrði lokið við áætlaðan 8 þúsund tonna áfanga væri tap áætlað 1,5 milljónir á ári og talið væri að verksmiðjan myndi standa undir breytilegum kostn- aði ef hún væri stækkuð í 10 þús- und tonn. ólafur sagði að ef starfsemin hætti gætu eigendur verksmiðj- unnar ekki ráðstafað orkunni frá þeim borholum sem þarna hafa verið gerðar, hvorki til fiskeldis né annars, þar sem þær væru sam- eign ríkisins og viðkomandi sveit- arfélags. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði m.a. í svari sínu að ekki væri ágreiningur á milli sin og fjármálaráðherra um þetta mál. Hins vegar hefðu viðhorf fulltrúa þessara tveggja ráðu- neyta ekki alltaf farið saman. Hann sagði að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði hald- ið „ungmennafélagsræðu hjá Sjo- efnavinnslunni", sem kannski helgaðist af því að fjármála- ráðuneytið hefði ekki verið fast- heldið á fjármuni til þessa fyrir- tækis, auk þess sem það hefði látið 15 milljónir króna í hlutafé eftir að hann hefði varað við frekari fjármagnsgreiðslum til fyrirtæk- isins. Ráðherrann gagnrýndi háan ráðgjafarkostnað til fyrirtækisins og nefndi sem dæmi að árið 1983 hefðu þrjár verkfræðistofur feng- ið um 4,1 milljón fyrir þjónustu sína. Þá gat hann þess að verk- fræðingar hefðu fengið 8 milljónir króna vegna athugana á trjá- kvoðuverksmiðju á Húsavík. Sjá bls. 36. MorgunblaftiA/ÓI.K.M. Helgarveðrið: Austlæg átt á landinu AUSTL/EG átt verður ríkjandi á landinu um helgina. Samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar í gær er ekki gert ráð fyrir frosti, en þó mun verða heldur svalara en undanfarna daga. Á Suður- og Austurlandi verð- hefur greinilega ekki tekið mark ur skýjað og dálítil rigning, en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Þessi maður var á ferðinni á miðvikudag, einmitt þegar veð- urfræðingar höfðu aðvarað fólk um hugsanlegt fárviðri. Hann á þessum orðum fræðinganna, enda reyndist rokið ekki meira en svo að ökumaðurinn þurfti rétt að tylla hendi á hattinn til að halda honum á sínum stað. Kjör kennara hafa versnað ur til þeirra að sama skapi en kröf- aukist — segir í niðurstöðu nefndar sem vann að endurmati á störfum kennara „NEFNDIN skilaöi menntamálaráðherra skýrslu sinni í dag og í henni kemur m.a. fram að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum í kjörum undanfarin ár, á meðan að kröfur til þeirra hafa aukist“, sagði Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og formaður nefndar, sem vann að endurmati á starfi kennara, í sar.itali við Morgunblaðið í gærkveldi. Inga Jóna sagði að verkefni tíma sem liðinn er frá þessu mati. nefndarinnar hefði verið að gera faglega úttekt á kennarastarfinu, þ.e. gera grein fyrir í hverju það fælist og hvaða kröfur væru gerðar til kennara og hvernig þær hefðu breyst. „Við höfðum til hliðsjónar starfsmat, sem unnið var með sam- komulagi BSRB og fjármálaráðu- neytisins árið 1970,“ sagði Inga Jóna. „Við lögðum mesta áherslu á að kanna með hvaða hætti starf kennarans hefur breyst á þeim Niðurstöður okkar eru þær, að það hefur orðið meginbreyting á kröf- um um menntun almennra grunn- skólakennara, því nú verða þeir að vera háskólamenntaðir, en það skilyrði var ekki sett fyrr en 1974. Framhaldsskólakennarar þurfa allir að ljúka prófum í uppeldis- og kennslufræðum." Inga Jóna sagði að auk þessara breytinga á kröfum um menntun kennara hefðu orðið verulegar breytingar varðandi hlutverk kennarans, t.d. varðandi uppeldis- þátt kennslunnar. „{ grunnskóla- lögunum frá 1974 eru þessar kröfur áberandi og þess er æ meira krafist að kennari sinni hverjum einstakl- ingi fyrir sig. ÖIl þátttaka kennara í stjórnun hefur aukist gífurlega samkvæmt lögum og reglugerðum. Varðandi launaþróun dregur nefndin það í fyrsta lagi í efa aö matið árið 1970 hafi verið rétt- mætt. Við teljum, að á þeim tíma hafi veigamiklir þættir í starfinu verið vanmetnir, t.d. ábyrgð og áreynsla, sjálfstæði og frumkvæði. Við sýnum fram á það í skýrslunni að bæði grunnskóla- og fram- haldsskólakennarar hafa dregist aftur úr þeim stéttum, sem þeir stóðu jafnfætis í starfsmatinu árið 1970,“ sagði Inga Jóna. Inga Jóna sagði, að skýrsla nefndarinnar væri alls ekki tæm- andi. „Það eru mörg atriði sem vert er að athuga nánar varðandi þetta mat, en nefndin varð að fjalla um kennarastarfið almennt. Skýrslan getur ekki lýst öllum þáttum, en við teljum okkur vera búin að fá kennarafélögunum i hendur fag- lega úttekt, sem þau geta síðan notað á málefnalegan hátt í sinni baráttu," sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir að lokum. Ríkisstjórnin ræðir stöðuna í sjómannadeilunni í dag: „Ekki meira að sækja til ríkisstjórnarinnar — sagði forsætisráðherra eftir samningana í gærkvöld RÍKIShTJÓRNIN hefur verið boð- uð til fundar kl. níu árdegis í dag þar sem forsætisráðherra kynnir samkomulagið, er tókst milli út- vegsmanna og yfirmanna á fiski- skipaflotanum í gærkvöld. „Ég tel rétt að segja ekki mikið um þetta samkomulag fyrr en að þeim fundi loknum," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær- kvöld. „Vel gert við sjómenn“ „Það eru mikil vonbrigði að Sjómannasambandið skuli ekki hafa fallist á það samkomulag, sem tókst milli hinna,“ sagði for- sætisráðherra. „í dag (fimmtu- dag) var ekki síst rætt við full- trúa þeirra, bæði í hópum og persónulega. Mín skoðun er sú, aö í tillögu ríkissáttasemjara, sem samkomulagið byggist að langmestu leyti á, hafi verið vel gert við sjómenn. Ríkisstjórnin hefur teygt sig mjög langt — það verður ekki meira til hennar að sækja til að leysa það, sem eftir stendur af deilunni,“ sagði Steingrímur. „Ríkisstjórnin teygt sig lengra en til stóð“ Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra tók í sama streng er blm. Morgunblaðsins ræddi við hann: „Ég er að sjálf- sögðu ánægður með að það skuli vera kominn samningur við Far- manna- og fiskimannasamband- ið,“ sagði hann. „Hins vegar eru það mér mikil vonbrigði, að ekki hafi tekist samkomulag við Sjó- mannasambandið. Ríkisstjórnin hefur komið eins langt til móts við sjómenn og henni er mögu- legt, reyndar heldur lengra en við ætiuðum okkur, enda liggur fyrir að deiluaðilar voru tiltölu- lega ánægðir með niðurstöður úr viðræðum við ríkisstjórnina," sagði sjávarútvegsráðherra. „Lítill samnings- vilji sjómanna“ Kristján Ragnarsson formað- ur LÍ0 sagðist vona „að Sjó- mannasambandið átti sig á þvi, að við erum ekki reiðubúnir að gera annars konar samninga við það en við gerum við Farmanna- og fiskimannasambandið“, eins og hann orðaði það í samtali við Mbl. í gærkvöld. Hann sagði að að þessum samningum hefði ver- ið stuðlað með sérstökum að- gerðum ríkisstjórnarinnar. „Þessi samningur leysir ekki nema iítinn hluta flotans frá landi en við vonum samt sem áð- ur að menn geri sér grein fyrir því, að svona getur þetta ekki gengið um hábjargræðistímann. Eg vona einlæglega að menn gangi til sambærilegra samn- inga og nú hafa verið gerðir." Um hvort mikið bæri á milli í deilunni við Sjómannasamband- ið sagði Kristján: „Það er ekki hægt að segja annað, ekki eftir hvernig við höfum skilið i kvöld. Sjómenn drógu þar upp nýjar kröfur og endurnýjuðu gamlar. í þeirra herbúðum virðist afskap- lega lítill samningsvilji.* „Enginn háseti á sjó“ óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambands íslands var harðorður i garð samninga- nefndar útvegsmanna er blm. ræddi við hann í gærkvöld. „Það voru fráleit vinnubrögð viðhöfð í þessum samningum og j>að var runnið undan rifjum LIU,“ sagði hann. „Við höfnuðum innan- hússtillögu ríkissáttasemjara snemma á fimmtudagsmorgun en það var ekki fyrr en um sjö- leytið í kvöld (fimmtudags- kvöld), sem LÍÚ svaraði okkar kröfum þegar þeir voru að ganga til samninga við Farmanna- og fiskimannasambandið. Við sett- um fram okkar úrslitatilboð um sexleytið, kröfur í nokkrum lið- um, en því hafnaði samninga- nefnd útvegsmanna um klukkan 21. Síðasta tilboð okkar hljóðaði upp á að kauptryggingin hækk- aði upp í rúmar 30 þúsund krón- ur á samningstímanum, tæpum tveimur árum. Því var hafnað og þess í stað hækkar kauptrygg- ingin upp í 27 þúsund krónur á tímabilinu, eða um rúmar 5000 krónur. Fastakaupið á stóru tog- urunum hækkar um einar 1316 krónur á mánuði. Hvað nú tekur við veit enginn — við viljum standa fastir á okkar kröfum en það fer enginn háseti um borð í skip hér fyrr en samið hefur ver- ið við okkur,“ sagði Óskar Vig- fússon. Sáttasemjari hjó á hnutinn ÞAÐ VAR klukkan tæplega fimm á fimmtudagsmorguninn, sem Guð- laugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari lagdi fram innanhússtillögu sína um lausn sjómannadeilunnar. Jafnframt tílkynnti hann deiluaðilum, að hann vissi að ríkisstjórnin myndi innan skamms leggja fram yfirlýsingu um hvernig hún myndi standa að þeim málum, er að henni sneru. „Um þessa hugmynd var verið að fjalla allan fimmtudaginn,“ sagði Guðiaugur í samtali við blaðamann Mbl. i gærkvöld. „Um klukkan hálf niu lá fyrir samkomulag milli LÍO og Far- manna- og fiskimannasam- bandsins og milli Otvegsmanna- félags Vestfjarða og Bylgjunnar á Isafirði, sem hefur farið með sín sérmál í þessum samningum. Þetta samkomulag er tillagan, sem ég lagði fram með einni breytingu, er útvegsmenn hafa fallist á, og yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar að auki. Af hálfu Sjómannasambands- ins var hins vegar ekki fallist á þessa lausn. Þeir lögðu fram sína hugmynd að lausn deilunnar og tóku inn í ýms fleiri mál. Þeir fóru úr húsinu laust fyrir klukk- an níu. Um framhaldiö verður ákveðið upp úr hádeginu á morg- un, föstudag,“ sagði ríkissátta- semjari. Samningafundinum var ekki formlega lokið um miðnættið er Mbl. fór í prentun. Hann hafði þá staðið í hartnær 40 klukku- stundir og það fór ekkert fram- hjá þeim, er fylgdust með síð- ustu handtökunum við samn- ingsgerðina, að liðsmenn samn- inganefndanna og starfsmenn ríkissáttasemjara voru orðnir afar þreyttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.