Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 CIA og varnarmálaráðuneytið: Æ’ Osammála um fjárveiting- ar Rússa til varnarmála WaMhmgton, 27. íebrúar. AP. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA og varnarmálaráóuneytið eru sam- mála um að Sovétmenn hafi aukið til muna fjárveitingar til varnarmála á síðustu tveimur árum, en ósammála hins vegar um hversu mikil hækkun- in hafí verið. Sérfræðingar CIA telja Sovét- menn hafa aukið fjárútlát sín sem nemur 1 til 2 prósentum, eftir til- Sviss: tölulega óbreytta eyðslu í sex ár þar á undan. Sérfræðingar ráðu- neytisins telja aukninguna hins vegar meiri, 5 til 8 prósent, sem sé þó minni en verið hefur sam- kvæmt þeirra trú, var 5 til 10 pró- sent á síðasta ári. Hvað svo sem ósamþykkinu líður, þá eru báðar stofnanirnar sammála um að Sov- étmenn eyði mun meiri peningum í hreina vopnavæðingu. Það voru fjórir sérfræðingar frá stofnunum tveimur, tveir frá hvorri, sem hittu fréttamenn og færðu þeim tíðindin gegn því að nafnleynd yrði höfð í hávegum í umfjöllun fjölmiðla. Einn sér- fræðinganna sagði ástæðuna fyrir þessu vera frjálslega umfjöllun fjölmiðla um leynifund CIA og ráðuneytisins á. síðasta hausti. „Þar var greint frá ýmsum smá- atriðum sem áttu að vera leynileg og við vildum koma sjálfir á fram- færi hvað á sér stað á fundum okkar ef einhver á að gera það,“ var haft eftir ónafngreindum CIA-manni. Njósnuðu í þágu Formósu KÍNVERSKIJR réttur hefur dæmt þrjá menn, þar af einn hermann, í fangelsi fyrir njósnir í þágu Formósu. Eru þeir sakaðir um að hafa haft í frammi andkommúnísk- an áróður og hvatt flugmenn í hem- um til að svíkjast undan merkjum og flýja, að því er stjórnvöld tilkynntu í dag, fímmtudag. Þetta er eitt af stærstu njósna- málum sem frá hefur verið sagt opinberlega í Peking í 36 ára póli- tísku karpi Kína og Formósu. Lögreglan beitti tára- gasi gegn sendifulltrúa Bern, Sriss, 26. tebrúar. AP. Stjórnvöld í Sviss hafa beðið Sovétstjórnina afsökunar á því atviki, er lögreglan í Bern beitti táragasi í því skyni að neyða sovéskan sendiráðs- mann á bfl til að gangast undir blóðpróf vegna þess að grunur lék á, að hann væri undir áhrifum áfengis. undir blóðpróf, beitti lögreglan táragasi, að sögn Nellen. Mann- inum var svo leyft að halda áfram, er hann krafðist þess að fá að njóta friðhelgi sem sendi- ráðsstarfsmaður. Nellen kvað hafa verið bent á í afsökunarbeiðninni, að sam- kvæmt Vínarsamningnum um réttindi sendifulltrúa, bæri þeim að virða svissnesk umferðarlög. Talsmaður svissneska utanrík- isráðuneytisins, Stephan Nellen, sagði fréttamönnum í dag, þriðjudag, að „háttsettur" Sovét- maður, sem hann neitaði að nafngreina, hefði verið stöðvaður að kvöldlagi snemma i þessum mánuði eftir eltingarleik um miðborgina. Þegar hann þráaðist við að af- henda ökuskírteini og gangast Stærsta steinkista sem fundizt hefur Kaíró, 27. rebráar. AP. EGYPZKIR fornleifafræöingar hafa fundið geysistóra, 3.000 ára gamia steinkistu, hina stærstu sem fundizt hefur til þessa. Steinkistan vegur 24 tonn og fannst í Sakkara skammt frá Ka- író. „Þessi steinkista er einstök," sagði dr. Sayyed Tawfik, forseti fornleifadeildar Kaíró-háskóla, sem stjórnaði leitinni. „Svona stórar steinkistur voru aðeins ætlaðar faraóum. Hún er stærri en steinkista Tutankhamuns." Tawfik sagði að sá sem hefði legið í kistunni hefði verið Nephrenbet, forsætisráðherra í stjórnartíð Ramsesar II, um 1300 f. Kr. Sérfræðingar telja að Ramses II hafi verið við völd á þeim tíma þegar Móses leiddi Gyðinga burtu úr Egyptalandi. Steinkistan var tóm. Líkræn- ingjar í fornöld virðast hafa rænt fjársjóði þeim sem hlýtur að hafa verið grafinn með múmí- unni, sem einnig er horfin, að sögn Tawfiks. Tawfik kvaðst einkum vera hrifinn af skreytingunum á kist- unni, sem væru einstakar. „Ég hef verið starfandi fornleifa- fræðingur í 30 ár og aldrei séð nokkuð jafnfallegt," sagði hann. England: Kennari dæmdur vegna kynferðis- áreitni við nemendur Blaydon, Knglandi 27. februar. AP. BERNARD Longhorn aðstoðarskólastjóri við grunnskóla í Blaydon á Eng- landi var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, eftir að hafa verið fundinn sekur um að neyða tíu ára nemendur til að afklæöast og sitja síðan ber fyrir á myndum sem hann tók af þeim. Bernard þessi Longhorn, sem er 47 ára gamall piparkarl, hefur unnið við kennslustörf í 25 ár. Hann viðurkenndi að hafa tvívegis gerzt sekur um þetta athæfi. Hann fékk börnin, dreng og telpu, til að koma heim til sín, lét þau afklæðast og skipaði þeim síðan að leggjast á dýnu og þukla hvort annað. Síðan lamdi kennarinn þau með keyri og tók myndir af þeim. Longhorn hefur verið stjórn- andi klúbba . áhugamanna um ljósmyndun og viðurkenndi, að hann hefði oft neytt fyrirsæturnar — þótt eldri væru en umtalaðir nemendur — til að aðhafast eitthvað í þessum dúr og sumt ívið grófara. Indira Gandhi hlaut 24 skotsár Nýju Delhí, 28. febráur AP. INDIRA Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hlaut 24 skotsár, er hún var skotin til bana 31. október sl. af tveimur síkum úr hópi öryggisvarða hennar. Var frá þessu skýrt í opinberri skýrslu, sem birtist í indverskum blöðum í dag. Frú Gandhi hlaut skot í gegnum bæði brjóstin, en einnig í læri, hægri öxl og í bakið. í réttarhöld- um, sem fram eiga að fara fyrir luktum dyrum í næsta mánuði, verða leidd 144 vitni gegn þeim þremur mönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa undirbúið og fram- kvæmt samsærið gegn frú Gandhi. í hópi þeirra er Satwant Singh, sá af morðingjunum, sem enn er á lífi. Hinir eru Kehar Singh, fyrr- verandi stjórnarstarfsmaður og Balbir Singh, sem var yfirmaður í lögreglunni. Einn af morðmgjun- um, Beant Singh, var skotinn til bana af öryggisvörðum frú Gandhi. Þeir Kehar og Balbir eiga að hafa undirbúið morðið en þeir Beant Singh og Satwant Singh frömdu það. Bretland: Fjölmiðlar sakað- ir um að valda AIDS-hræðslu Lundúnum, 27. febrúar. AP. MIKIL móðursýki gengur nú yfir Bretlandseyjar og er sjúkdómurinn hræðilegi AIDS, eða áunnin ónæmisbæklun, þar í aðalhlutverki og kemur tvennt til, mikil fjölgun sjúkdómstilfella og í kjölfarið af því: Asakanir lækna og fleiri aðila á hendur fjölmiðlum fyrir að gera úlfalda úr mýflugu, að nota sjúkdóminn sem krassandi lesefni og í æsilegar fyrirsagnir. „Plágan breiðist út eins og eld- ur í sinu“ og „AIDS-dauðsfall skelfir BBC“ eru dæmi um fyrir- sagnir sem sjá má nær daglega í breskum dagblöðum. Tölurnar tala sínu máli, 5 Bretar dóu úr AIDS í janúar og er það skugga- leg tala miðað við að allt síðasta ár dóu 14 manns úr sjúkdómnum. Þá hafa vísindamenn varað Breta við því, að árið 1991 kunni ein milljón Breta að þjást af AIDS ef ekkert gengur í barátt- unni gegn sjúkdómnum og út- breiðslu hans. AIDS-sjúklingum hefur fjölgað jafnt og þétt á Bretlandi, 18 tóku veikina árið 1982, 35 til viðbótar 1983 og 50 árið 1984. Dauðsföllin hafa þessi sömu ár verið 13,16 og 14 talsins. Fæstum er sjúklingunum hugað líf, enda engin lækning til. Fimm manns hafa dáið úr AIDS í janú- ar, og hefur það skotið mönnum skelk í bringu. Til samanburðar hafa 8.495 tilfelli af AIDS verið greind í Bandaríkjunum á þess- um sömu árum og 4.077 dáið af völdum sjúkdómsins til þessa. Læknar og þeir sem gagnrýna hvað mest blöðin fyrir æsifréttir um AIDS segja ólguna vegna fregnanna „ógnvekjandi". John- athan Turner yfirlæknir Royal National-sjúkrahússins í Bournemouth sagði t.d. í dag að „þjóðsagan væri orðin svo mögn- uð, að hún tæki raunveruleikan- um langt fram“. Annar sem gagnrýnt hefur blaðafregnir af AIDS segir að blaðamenn og rit- stjórar viti mæta vel, að almenn- ingur á Bretlandi sé íhaldssamur í eðli sínu og hafi gamla rótgróna fordóma í garð kynvillinga, því sé það góð sölubrella að þyrla upp moldviðri um AIDS. Stjórnvöld á Bretlandi eru að reyna að draga úr hræðslunni, þannig sagði John Patten aðstoð- arheilbrigðisráðherra í sjón- varpsviðtali í gær, að hann myndi ekki hika við að drekka vatn úr glasi AIDS-sjúklings, eða sitja við hlið hans og taka í hönd hans. Keith Waterhouse greina- höfundur hjá Daily Mirror komst svo að orði í gær, að nýr fylgi- fiskur AIDS hefði skotið upp kollinum, AIPS, sem hann þýðir: „AIDS induced panic syndrome", eða „geðshræring af völdum AIDS“. Ritar Waterhouse, að hinn „hræðilegi kvilli" AIPS ber- ist „munnlega milli trúgjarnra og æstra einstaklinga sem hitt- ast á förnum vegi og fylla heila- bú hver annars með vitleysu af verstu gerð“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.